Morgunblaðið - 23.12.2013, Side 34
Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2013
Vertu vinur okkar á Facebook
www.facebook.com/WeledaÍsland
Gleðileg jól með Granatepla húðvörum
Granateplin tilheyra hinum svokölluðu ”ofurávöxtum” vegna þess að
þau innihalda óvenju mikið af vítamínum, mikilvægum fitusýrum og
andoxunarefnum sem styrkja líkaman og er góð vörn gegn utanaðkomandi
áhrifum. Núna í mesta skammdegi ársins þarf líkaminn á því að halda.
Notalegur Granatepla ilmur. Fæst í apótekum og heilsubúðum um allt land.
− Í samhljómi við mann og náttúru. www.weleda.is
Since 1921
Munið að
slökkva á
kertunum
Athugið að aukahlutir
sem settir eru utan
á kerti geta aukið
brunahættu.
Dæmi um slíkt eru
servíettur, borðar,
pappír eða þurrkaðir
ávextir.
Slökkvilið
höfuborgasvæðisins
Í niðurstöðum úr
PISA kom fram að
stór hluti drengja á
Íslandi á við lesskiln-
ingserfiðleika að
stríða. Það sem vant-
ar í umræðuna, sem
fylgt hefur, er að
leikskólinn er fyrsta
skólastig þar sem
grunnur er lagður að
námi barnsins. Mikil-
vægur þáttur í örvun
ungra barna er að vinna mark-
visst með málskilning, sem er
grundvöllur fyrir góðan lesskiln-
ing. Öll börn eiga rétt á að fá
kennslu við hæfi. Með því að
stuðla að auknu samstarfi fag-
stétta og allra þeirra sem vinna
með ung börn náum við því mark-
miði. Það skiptir jafnframt sköp-
um að efla samstarf við foreldra.
Snemmtæk íhlutun er afmarkað
fræðasvið. Sérfræðingar hafa gert
sér grein fyrir að hægt er að hafa
áhrif á þroskaframvindu barna og
undirbúning fyrir nám með
ígrunduðum aðferðum. Heila-
starfsemin hjá ungum börnum er
ekki fullmótuð og börn eru næm-
ari fyrir íhlutun á yngri árum.
Þetta þýðir að því fyrr sem mál-
þroskafrávik eru greind og skil-
greind er hægt að draga úr, eða
jafnvel koma í veg fyrir námserf-
iðleika síðar á lífsleiðinni. Hið al-
genga viðhorf að málþroskafrávik
barna leysist af sjálfu sér getur
haft í för með sér „bíðum og
sjáum til“ viðhorf . Með því að
bíða of lengi með að byrja íhlutun
er möguleiki að tími, sem hefði
getað farið í að hjálpa
þessum börnum með
aukinni örvun og
stuðningi á því tíma-
bili þar sem skilyrðin
fyrir málþroska eru
best, fari til spillis.
Einn þáttur í
snemmtækri íhlutun
fyrir börn með mál-
þroskafrávik er að
kenna þeim viðeig-
andi notkun máls.
Undanfarið hefur
áhugi fræðimanna í
auknum mæli beinst í
þessa átt, vegna þess hve afger-
andi áhrif hún hefur á hegðun og
líðan barna. Birtingarform mál-
þroskafrávika getur komið fram í
hegðunarerfiðleikum. Börn með
slaka boðskiptafærni eiga oft erf-
itt með samskipti og að taka þátt
í hópvinnu. Þau eiga erfitt með að
lesa í óyrt skilaboð, hlusta, setja
sig í spor annarra og gera til
skiptis. Þetta veldur því að þau fá
færri tækifæri til að læra af öðr-
um börnum í sameiginlegum sam-
verustundum.
Þegar börn læra að lesa þurfa
þau að geta byggt á ákveðnum
grunni til að geta gert sér í hug-
arlund aðstæður sem þau lesa um.
Börn með málþroskafrávik eiga
oft erfitt með að þekkja tilfinn-
ingar, skilja tengsl orsakar og af-
leiðingar, sem getur haft áhrif á
getu til að túlka lestexta síðar á
ævinni.
Seinkun í leikþroska og orða-
forða getur verið fyrsta vísbend-
ing um lestrarerfiðleika. Þau börn
sem hafa góðan orðaforða hafa
forskot þegar kemur að lestr-
arferlinu, vegna þess að þau hafa
fleiri orðmyndir til að byggja á
Annar mikilvægur þáttur í mál-
örvun ungra barna er að styrkja
hljóðkerfi í gegnum leik og söng.
Það er vitað að taktur, söngur og
hrynjandi eykur áhuga og hjálpar
til við nám. Í kringum sex mán-
aða aldur eru flest börn farin að
leika og endurtaka hljóða-
sambönd sem eru búin til af sam-
hljóða og sérhljóða. Í kringum
eins árs aldur þróa börn síðan
hæfileikann til þess að segja orð
sem hafa merkingu við ákveðnar
aðstæður. Börn með eðlilega
heyrn tileinka sér hljóðkerfi í
viðkomandi tungumáli fyrst og
fremst með því að hlusta og leika
sér með málhljóðin.
Það er mikilvægt að skima fyr-
ir frávikum hjá ungum börnum
til þess að þau fái stuðning og
hjálp sem allra fyrst. Markmið
með skimunarprófum er fyrst og
fremst að finna þau börn sem
þurfa á nánari greiningu og íhlut-
un að halda. Skimunarpróf eru
ein leið til að finna þau börn sem
eru í áhættuhópi fyrir málþrosk-
aröskun og lestrarörðugleika.
Brigance-þroskaskimunarprófið
er lagt fyrir öll börn á Íslandi í
tveggja og hálfs árs og fjögurra
ára skoðun heilsugæslunnar með
það að markmiði að skima eftir
Snemmtæk íhlutun
í málörvun ungra barna
Eftir Ásthildi B.
Snorradóttur » Það er mikilvægt að
skima fyrir frávik-
um hjá ungum börnum
til þess að þau fái stuðn-
ing og hjálp sem allra
fyrst.
Ásthildur B.
Snorradóttir