Morgunblaðið - 23.12.2013, Page 35

Morgunblaðið - 23.12.2013, Page 35
UMRÆÐAN 35 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2013 • Undirföt • Náttföt • Náttkjólar • Sloppar Opið Þorláksmessu kl. 10- 22 og aðfangadag kl. 10-13 Falleg silkináttföt í jólapakkann Gjafakort Gleðileg jól Sími 553 7355 • www.selena.is Bláu húsin v/Faxafen Næg bílastæði • Erum á facebook Gjöfin hennar ❄ ❄ ❆ Miðað við orð menntamálaráðherra eins og þau birtust á íbúafundi í Borgar- byggð fyrir skömmu þá virðist stefna ríkis- stjórnarinnar í háskóla- málum vera nokkuð skýr. Hún virðist í stuttu máli vera sú að best sé að einn háskóli sé í landinu. Sjálfstæð- isflokkurinn virðist þannig ekki telja að samkeppni og/ eða valkostir í þessum málum séu af hinu góða fyrir Ísland. Einnig virðist vera að Framsóknarflokkurinn telji það best að Landbúnaðarháskóli Ís- lands sé lagður niður og sameinaður Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni. Ekkert er horft til þess hvað sameining stofnananna á þessu sviði kostar samfélagið í heild eða samráð haft við samfélögin sem byggjast utan um þær. Þó hafa verið skrifaðar lærðar greinar um mik- ilvægi þess að bjóða upp á fjölbreytt náms- framboð og mikilvægi staðsetningar háskóla utan 101 Reykjavíkur. Einnig hafa verið unnar skýrslur um málið og ég vil leyfa mér að vitna í skýrslu sem var gerð árið 2009 að frumkvæði síðasta menntamálaráðherra um fýsileika þess að sameina LbhÍ og HÍ. „Mikil röskun yrði á starfsemi LbhÍ og hætta á að sérstaða skólans hyrfi og að sá styrkur og frumkvæði, sem byggst hefur upp á umliðnum árum á sviði landnýtingar og um- hverfismála við LbhÍ, léti undan síga. Stuðningur við rannsóknarstarf á sviði landbúnaðar yrði í hættu. Legð- ist starfsemin á Hvanneyri af gæti það haft ófyrirséðar afleiðingar fyrir samfélagið á Vesturlandi. Stuðningur dreifbýlis gæti minnkað. Valkostum til náms í dreifbýli myndi fækka.“ Er þetta það sem ríkisstjórnin vill fyrir Ísland, Landbúnaðarháskólann og samfélagið á Hvanneyri? Í sömu skýrslu kemur fram að enginn fjár- hagslegur ávinningur yrði af samein- ingunni, frekar yrði um útgjöld vegna hennar að ræða og eins og kemur fram í tilvitnuninni hér að framan þá væri faglegur ávinningur einnig hæpinn. Stjórnmál snúast ekki bara um krónur og aura heldur einnig um pólitík og stefnu. Ég spyr mig hvort þetta sé virkilega pólitík núverandi ríkisstjórnar og ég auglýsi einnig eft- ir byggðastefnu hennar, en hún birt- ist a.m.k. okkur kjósendum hennar í NV-kjördæmi með furðulegum hætti. Eftir Jónínu Ernu Arnardóttur » Í sömu skýrslu kem- ur fram að enginn fjárhagslegur ávinn- ingur yrði af sameining- unni, frekar yrði um út- gjöld vegna hennar að ræða. Jónína Erna Arnardóttir Höfundur er sveitar- stjórnarkona í Borgarbyggð fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Kýr í stað flugvallar í Vatnsmýrina frávikum í þroska barna. Þetta skimunarpróf nær til margra þroskaþátta: Fín- og grófhreyf- inga, málnotkunar, orðaforða, málskilnings, forlestrarfærni, magnhugtaka og þekkingar á per- sónulegum högum. Lagt er til að börnum sem ekki standast mál- þroskahlutann á Brigance sé vísað áfram í heyrnarmælingu og til frekari greiningar á málþroska hjá talmeinafræðingum. PEDS (Parent’s Evaluation of Developmental Status) er spurn- ingalisti sem notaður er á lands- vísu af ung- og smábarnavernd heilsugæslunnar. Foreldrar fylla listann út og geta þar lýst yfir hvort þeir hafi áhyggjur varðandi heilsu, þroska eða hegðun barns síns. Rannsóknir hafa leitt í ljós sterkt samband milli áhyggja sem foreldrar hafa af þroska barna sinna og raunverulegs vanda, því er PEDSlistinn talinn hafa mjög gott forspárgildi fyrir raunveru- legan vanda. Það er ljóst að verk- færin eru til staðar til að finna ung börn sem eru í áhættuhópi fyrir námsörðugleika og veita íhlutun við hæfi. Það þarf síðan að leggja áherslu á að vinna að sameiginlegum markmiðum sem allir fræðimenn eru sammála um að skipti máli til að stuðla að góð- um málskilningi/lesskilningi og stuðla markvisst að því að börn komi betur undirbúin inn í grunn- skólann og séu t.d. búin að til- einka sér undirstöðuþætti fyrir lestur. Höfundur er talmeinafræðingur. Jólastuð í Kópavogi Síðasta spilakvöldið fyrir jólafrí hjá Bridsfélagi Kópavogs var auð- vitað jólatvímenningur sem breytt- ist úr tveggja kvölda í eins kvölds vegna góðrar þátttöku í aðalsveita- keppninni sem tók sjö kvöld. Spilað var á 10 borðum og allir í jólaskap- inu. Helstu úrslit urðu þessi í %: Bernódus Kristins. – Ingvaldur Gústafs. 62,5 Birgir Ö. Steingrss. – Þórður Björnss. 59,7 Gísli Steingrímss. – Gabríel Gíslason 57,5 Júlíus Snorrason – Eiður M. Júlíuss. 57,5 Björk Jónsd. – Jón Sigurbjörnss. 56,3 Starfsemi félagsins hefst aftur eftir jólafrí fimmtudaginn 2. janúar með þriggja kvölda Monrad-tví- menningi og er skráning á staðnum fyrir kl. 19. Arnór og Gunnlaugur unnu jólatvímenninginn á Suðurnesjum Gunnlaugur Sævarsson og Arnór Ragnarsson unnu jólatvímenning- inn sem lauk sl. fimmtudag en spil- að var í þrjú kvöld og tvö bestu látin gilda til úrslita. Sigurvegararnir voru með 58,5% skor. Í öðru sæti urðu Guðjón Svavar Jensen og Jóhannes Sigurðsson með 54,15%, Karl G. Karlsson og Svala Pálsdóttir þriðju með 53,65%. Feðgarnir Dagur Ingimundarson og Bjarki Dagsson urðu fjórðu með 53% og feðgarnir úr Grindavík fimmtu með 51,85% Lokastaðan síðasta spilakvöld: Sigurjón Ingibjss. – Oddur Hannesson 56% Karl G. Karlss. – Svala Pálsdóttir 54% Ingvar Guðjónss. – Guðjón Einarsson 53,7% Þar með lauk keppni á þessu ári hjá bridsfélögunum á Suðurnesjum sem óska öðrum bridsklúbbum og félagsmönnum þeirra gleðilegra jóla. keppninni. Að lokinni spilamennsku voru af- hent verðlaun fyrir spilamennsku fram að áramótum, auk þess sem boðið var upp á jólakaffi. Um leið og félagið óskar brids- spilurum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs minnir það á að spila- mennska á nýju ári hefst mánudag- inn 6. janúar. Sveit Sigurðar Njálssonar vann sveitakeppnina í Gullsmára Sveitakeppni félagsins lauk fimmtudaginn 19. desember. Sigur- vegari varð sveit Sigurðar Njáls- sonar. Auk hans spiluðu í sveitinni: Pétur Jónsson, Pétur Antonsson og Guðlaugur Nielsen. Röð efstu sveita varð: Sveit Sigurðar Njálssonar 261 stig Sveit Arnar Einarssonar 241 stig Sveit Guðrúnar Hinriksdóttur 238 stig Alls tóku 14 sveitir þátt. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.