Morgunblaðið - 23.12.2013, Side 36

Morgunblaðið - 23.12.2013, Side 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2013 ✝ ArnmundurKristinn Jónas- son fæddist á Akra- nesi 3. júní 1955. Hann lést á Land- spítalanum Foss- vogi 12. desember 2013. Foreldrar hans voru sr. Jónas Sturla Gíslason, f. 23.11. 1926, d. 18.11. 1998 og Arn- fríður Inga Arn- mundsdóttir, f. 3.4. 1928, d. 14.5. 1999. Bróðir Arnmundar er sr. Gísli Jónasson, f. 1952, kona hans er Árný Albertsdóttir, f. 1957. Þau eiga fimm börn. Arnmundur kvæntist, 23.11. 1975, Aðalheiði Sighvatsdóttur, f. 21.5. 1956. Foreldrar hennar eru Guðrún Aðalsteinsdóttir, f. 23.12. 1927 og Sighvatur Kjart- ansson, f. 14.8. 1919, d. 26.5. 1980. Börn Arnmundar og Aðal- heiðar eru: 1. Arnfríður Inga, f. 21.4. 1976, maki Hafþór Ragn- arsson, f. 6.10. 1971. Dætur þeirra eru Freyja, f. 2000 og Að- alheiður, f. 2009. Börn Hafþórs sagnfræði við Háskóla Íslands. Arnmundur starfaði við kennslu í Vogaskóla og Réttarholtsskóla áður en hann hóf störf hjá Lyf sf., sem síðar varð Thorarensen- Lyf og loks Icepharma, þar sem hann starfaði óslitið til 2006 þegar hann lét af störfum vegna veikinda en haustið 2006 greindist hann með taugahrörn- unarsjúkdóminn MND. Árið 2007 keypti hann Fatahreinsun Kópavogs sem hann átti og rak til dauðadags. Arnmundur var alla tíð mjög virkur í kristilegu starfi. Hann starfaði um áratugaskeið við barna- og unglingastarf KFUM&K, lengst sem for- stöðumaður starfsins í Maríu- bakka í Reykjavík. Hann sat lengi í stjórn félaganna og var formaður 1987-1992. Þá sat hann í stjórn Leikskóla KFUM&K og var formaður bygginganefndar skólans. Hann starfaði einnig innan þjóðkirkj- unnar og var m.a. lengi í sóknarnefnd Áskirkju. Hann var mikill áhugamaður um getraun- ir og hafði umsjón með get- raunastarfi Íþróttafélags fatl- aðra í Reykjavík sl. 22 ár. Útför Arnmundar verður gerð frá Langholtskirkju í dag, 23. desember 2013 og hefst at- höfnin kl. 13. eru Perla, f. 1993 og Bjartur, f. 1995. 2. Sighvatur Hilm- ar, f. 25.7. 1978, maki Elísabet Gunnarsdóttir, f. 21.12. 1982. Synir þeirra eru Arn- mundur, f. 2008 og Aðalsteinn, f. 2011. 3. Erla Guðrún Beausang, f. 17.7. 1980, maki Jeffrey Robert Beausang, f. 18.12. 1981. Dóttir þeirra er Sóley Isabella, f. 2012. 4. Gyða Rut, f. 11.1. 1992. 5. Arnar Sölvi, f. 20.6. 1994, unnusta hans er Arna Björgvinsdóttir, f. 16.5. 1994. Arnmundur bjó fyrstu æviár- in með fjölskyldu sinni í Vík í Mýrdal en fluttist með fjölskyld- unni til Kaupmannahafnar 1964 eftir viðkomu á Akranesi og í Reykjavík. Árið 1969 flutti hann svo til Reykjavíkur þar sem hann bjó síðan óslitið. Hann lauk landsprófi 1971 og stúdents- prófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1974. Hann stundaði nám í ensku, kristinfræði og Tengdapabbi minn, Arnmund- ur Kristinn Jónasson, er nú lát- inn. Hann veiktist af MND-sjúk- dómnum fyrir sjö árum. Eftir standa fjölmargar góðar minn- ingar og þakklæti fyrir að sjúk- dómurinn náði ekki meiri tökum á lífi hans. Addi var afar félagslyndur og því vinmargur, úrræðagóður, hjálpsamur og vinnusamur. Áður en hann veiktist þurftum við Sig- hvatur ekki annað en að taka upp símann ef við vorum í vanda sem við réðum ekki við og Addi var mættur um leið og leysti úr hlut- unum af mikilli yfirvegun. Addi tók afleiðingum sjúk- dómsins af miklu æðruleysi og húmor. Það kom aldrei fyrir að hann vorkenndi sér vegna veik- inda sinna og að vera bundinn við hjólastól eða að þurfa aðstoð með flesta hluti. Hann sló oft á létta strengi tengda sjúkdómnum. Sagði hann einu sinni fyrir fram- an hóp vina sinna að einungis al- veg einstakt fólk fengi MND og því væri búið að útiloka okkur hin. Hann sagðist einnig, í gríni, vera þakklátur fyrir að hafa fengið sjúkdóminn þar sem hann væri annars löngu búinn að fá hjartaáfall af vinnuálagi ef hann hefði ekki þurft að hætta að vinna vegna hans. Eftir að Addi veiktist nýtti fjölskyldan sumrin í að ferðast saman. Stórfjölskyldan fór til Kanada sumarið 2008 og í ferðir innanlands sumrin 2009-2013. Það er mér minnisstætt hvað við öll og sérstaklega Addi nutum þess að fara saman í þessi ferða- lög. Síðasta sumar tókum við hús á leigu í Dölunum. Addi hlakkaði mikið til ferðalagsins og lagði ýmislegt á sig til þess að geta dvalið í húsnæði sem var varla með hjólastólaaðgengi. Hann hafði mjög gaman af því að ferðast um landið og skoða sig um. Minningarnar frá þessum ferðalögum eru mér, Sighvati og sonum okkar afar verðmætar. Addi og Allý eiga marga af- komendur, fimm börn og jafn mörg barnabörn, auk stjúp- barnabarna. Þau eru einnig vin- mörg og eiga marga góða að. Nú þegar Addi er farinn er Allý sko alls ekki ein. Þau hjónin upp- skera nú eins og þau sáðu og stendur þéttur og sterkur hópur í kringum Allý á þessum erfiðu tímum. Ég er þakklát fyrir allar þær stundir sem ég átti með Adda og þakklát fyrir að synir mínir, Arnmundur og Aðal- steinn, fengu að kynnast afa sín- um. Elísabet Gunnarsdóttir. Við vorum jafnaldrar og geng- um saman í aðaldeild KFUM í febrúar 1973. Vinskapur okkar hófst á unglingsárum og áttum við samleið í gegnum árin. Sam- starf fyrst og fremst innan KFUM, í stjórn félagsins um árabil, í ýmsum nefndum og starfshópum. Honum voru falin forystuhlutverk í félaginu sem hann innti vel af hendi. Addi Kiddi var starfsamur og dugleg- ur. Hugmyndaríkur og fús til starfs. Hann var öflugur í æsku- lýðsstarfi félagsins, fór ófáar ferðir með unglinga á norræn unglingamót, starfaði mikið í Breiðholtinu allt frá upphafi starfs félagsins þar. Þau voru ófá prakkarastrikin sem við dunduðum okkur við. Sömdum og sýndum leikrit, gerðum símaat, fórum í sumar- búðirnar til að prakkarast, allt saklaust og til gamans gert. Hann hafði góðan húmor og hafði gaman af glensinu. Við skipu- lögðum nokkrar minnisstæðar árshátíðir þar sem þessir eigin- leikar hans nutu sín vel. Vorum saman í fjölskylduflokkum og á mótum. Addi Kiddi var lánsamur fjöl- skyldumaður sem átti frábæra eiginkonu og börn sem veittu honum mikla gleði. Hafði gaman af ferðalögum erlendis með hóp- inn sinn þar sem ekið var um og gjarna gist í heimahúsum. Fyrst og síðast var hann gleðigjafi og athafnamaður sem nýtti hverja stund. Við kona mín og þau hjón hitt- umst annað slagið til að snæða saman. Öll nutum við þeirra sam- verustunda yfir góðum mat, minningum, glensi og gamni. Með þessum orðum vil ég minnast félaga míns með þakk- læti og virðingu. Fjölskyldu hans votta ég mína innilegustu samúð með bæn til Guðs um að umvefja þau gæsku og kærleika á erfiðum tíma. Björgvin Þórðarson. Nú er Addi Kiddi orðinn þátt- takandi í eilífri jólagleði himn- anna. Alheill og endurnýjaður lif- ir hann í dýrð Guðs ásamt öllum hinum sem á undan eru gengin í öruggri trú á frelsarann Jesú Krist. Minningarnar þyrlast upp. Fyrst man ég eftir Adda Kidda seint á sjöunda áratugnum. Hann var þá á leikvellinum við Melaskóla með frændum sínum af Kvisthaganum. Ég tók strax eftir því hve hratt og mikið þessi aðkomustrákur talaði, algerlega ófeiminn. Það eltist ekki af hon- um. Fáeinum árum síðar kynntist ég honum í KSS og enn nokkrum árum síðar sátum við saman í stjórn KFUM í Reykjavík. Starf KFUM átti hug hans allan. Addi Kiddi var stórhuga og ákafur, hafði brennandi áhuga á kristi- legu starfi og taldi KFUM gegna mikilvægu hlutverki í íslenskri kristni. Fyrstu árin í stjórninni var hann fyrst og fremst öflugur talsmaður barna- og unglinga- starfsins enda sjálfur potturinn og pannan í starfi KFUM í Breið- holtshverfi. Hann setti sig þó einnig inn í önnur viðfangsefni stjórnar KFUM, fljótur að átta sig á aðstæðum og greina aðal- atriði hvers máls. Það leiddi eig- inlega af sjálfu sér að hann varð varaformaður félagsins og síðar formaður. Því hlutverki sinnti hann af sama krafti og öðru sem honum var trúað fyrir. Mörg og löng voru símtöl okk- ar og samtöl á þessum árum, um félagið okkar og málefni þess. Eftir stjórnarfundi var jafnvel setið úti í bíl fram á miðja nótt og umræðunni haldið áfram. Ungir menn þurfa ekki langan svefn! Óvægin veikindi settu mark sitt á Adda Kidda síðustu árin. Inni í hrörnandi líkamanum bjó þó enn sami kraftmikli, sívirki og ódeigi eldhuginn. Þannig vil ég muna hann, í þökk fyrir allt sem hann lagði af mörkum í þágu KFUM, ekki síst til heilla upp- vaxandi kynslóð í Breiðholts- hverfi. Tíminn, sem Addi Kiddi gaf í það starf, hefur orðið mörg- um til varanlegrar blessunar. Sú fórnfýsi gefur honum þó ekki eilíft líf. Það er alfarið gjöf Guðs af náð, ekki byggt á neinu hjá okkur sjálfum (sbr. Ef. 2:8-9). Það vissi Addi Kiddi upp á hár og hvíldi í náðinni frá bernsku til æviloka. Ólafur Jóhannsson. Góður vinur og félagi hefur lagt upp í sína hinstu för eftir baráttu við erfiðan sjúkdóm. Það var lengi ljóst að hverju stefndi, en þegar það gerist er það alltaf jafn sárt. Sárt að sjá mann á besta aldri hrifinn burt frá fjölskyldu sinni, sem var hon- um svo óendanlega mikils virði. Við kynntumst Arnmundi og Aðalheiði fyrir 23 árum þegar fimm hjón mynduðu með sér vinahóp sem hittist með reglu- legum hætti í hverjum mánuði. Þessi vinskapur hefur haldist öll árin og vináttan dýpkað. Þau voru yngst í hópnum og eignuð- ust Gyðu og Sölva eftir að hóp- urinn var myndaður, en áttu þrjú börn fyrir, þau Öddu, Sighvat og Erlu. Við kynntumst þessum börnum einnig og fylgdumst með vexti þeirra og viðgangi og hversu mjög foreldrarnir báru hag þeirra fyrir brjósti. Þau ferð- uðust mjög mikið saman, bæði innanlands og utan og nutu sam- vista. Fyrir nokkrum árum fór að bera á þeim sjúkdómi sem hægt og sígandi leiddi til þess að hann var bundinn við rafmagnshjóla- stól og hreyfigeta hans undir það síðasta var mjög lítil. Það var gaman að eiga Arn- mund að félaga. Hann hafði mjög skemmtilegt skopskyn og uppá- tæki hans til þess að gera lífið skemmtilegra gleymast ekki. Hann kvartaði aldrei undan hlutskipti sínu og hafði alltaf tök á því að sjá spaugilegu hliðarnar á lífinu. Þegar aðrir voru að lýsa því hvaða krefjandi verkefni væru framundan og hvernig ætti að standa að þeim, átti hann til að lýsa hugmyndum sínum um hvernig hann gæti klórað sér í nefinu. Við höfum oft undrast þann styrk sem þau hjónin höfðu til að takast á við veikindin og breytinguna frá því að hann gæti gert alla hluti til þess að eiga mjög erfitt með flest. Í okkar huga er ljóst að til þess hafa þau fengið styrk frá æðri máttarvöld- um. Við höfum áður þurft á sjá á bak einum félaga okkar úr hópn- um og því má segja að stór skörð hafi verið höggvin í ekki stærri hóp. Við höfum misst mikið þar sem Arnmundur er ekki lengur á meðal okkar, en það er hjóm eitt miðað við það sem Aðalheiður og fjölskylda þeirra hefur misst. Við þökkum Arnmundi sam- fylgdina, biðjum fjölskyldu hans allrar blessunar og vitum að hún mun standa saman og hafa í heiðri þau gildi sem hann stóð fyrir. Þorbjörg og Jón, Sigur- björg, Ingibjörg og Gísli, Þórunn og Stefán. Addi Kiddi var atorkusamur maður. Jafnvel á langri ævi gætu fáir áorkað jafnmiklu og hann gerði á allt of stuttri ævi. Við kynntumst Adda í starfi KFUM og K. Hann sat í stjórn KFUM árum saman, m.a. sem formaður og kom ásamt Allý að margvíslegu félagsstarfi KFUM og K. Drifkraftur hans og hressi- leg framkoma verkaði hvetjandi á unga sem aldna. Áratugum saman stóð hann vaktina í æsku- lýðsstarfi í Breiðholtinu. Þau eru mörg Maríubakkabörnin og ung- mennin sem Addi Kiddi hefur átt þátt í að koma til manns. Undanfarin ár höfum við fern hjón í Fossvoginum hist og átt gott samfélag saman, lesið og rætt Biblíutexta, átt bænastund og spjallað um daginn og veginn. Adda verður nú sárt saknað úr þeim hópi. Einnig kynntumst við honum sem nágranna, þá sérstaklega Halla og Mási, en fjölskyldurnar bjuggu hlið við hlið í 9 ár. Mikill samgangur var á milli húsa, þá sérstaklega hjá krökkunum þar sem ekki var einu sinni farið í skó til þess að skreppa á milli. Oft var talað um að brjóta þyrfti gat á vegginn sem skildi að til þess að auðvelda krökkunum ferðirnar. Þau ár, sem Adda var úthlutað fullfrískum, gjörnýtti hann til góðra verka. Hann var alltaf að, langt fram á nótt og virtist lítið þurfa að sofa. Þegar hann var bú- inn að sinna vinnunni, stóru fjöl- skyldunni sinni og félagsstarfinu fór hann kannski að vinna í garð- inum eftir miðnætti. Nýta hverja stund við leik eða störf – það var Addi Kiddi. Eitt sinn kom Mási heim úr flugi um miðja nótt og tók eftir að skottið á bílnum hans Adda var opið, hélt að gleymst hefði að loka því og ætlaði að fara að huga að þessu, en nei, þá var Addi Kiddi í miðjum klíðum að þrífa bílinn. Einnig voru Halla og Mási eitt sinn að reyna að festa blund en á meðan var Addi Kiddi að bardúsa við að festa upp jóla- seríur í þakskeggið með tilheyr- andi hamarshöggum. Svo fór þó að höggin svæfðu hjónakornin. Addi Kiddi tók veikindum sín- um af einstöku æðruleysi, kvart- aði ekki eða bar sig illa. Hann hvíldi í rótfastri trú sinni á Guð. Alltaf var hann jákvæður og við- hélt sínum frábæra húmor. Eftir að veikindin drógu úr radd- styrknum var hann ekki jafn blaðskellandi og áður, en það sem hann hafði til málanna að leggja í samfélagshópnum okkar, var allt mjög vel ígrundað og skemmtilega orðað, enda var Addi bæði eldklár og fróður. Það er næstum því klisjukennt að skrifa í minningargrein að eig- inkonan hafi staðið sem klettur við hlið mannsins síns, en hafi það nokkurn tíma átt við um ein- hvern, þá á það svo sannarlega við um Allý. Elsku Allý okkar. Þú vildir fá Adda þinn heim af spítalanum fyrir jól. Hann komst ekki heim í Sævarlandið, en hann náði alla leiðina heim, heim í himininn fyr- ir jól. Við biðjum Guð um að blessa og styrkja fjölskylduna í sorg- inni, um leið og við þökkum fyrir að hafa fengið að vera samferða- menn Adda á liðnum árum. Anna og Guðmundur, Halla og Már, Petrína og Máni. Mig dreymdi Adda Kidda í nótt. Hann settist hjá mér, kank- vís á svip, hnyklaði upphand- leggsvöðvana og hló svo sínum hvella og smitandi hlátri. Á und- anförnum árum þvarr líkams- mátturinn hratt en andinn var alltaf skýr og athafnaviljinn mik- ill. Fyrir um ári hvatti Addi Kiddi til þess að við hittumst, gamlir bekkjarfélagar í Lang- holtsskóla, sem við og gerðum. Framundan var ferð nokkurra miðaldra KFUM-drengja til Vestmannaeyja til að minnast þess þegar þeir björguðu heilu húsþaki í gosinu 7́3. Aftur var að- alhvatamaðurinn sá okkar sem gat sig minnst hreyft. Guð geymi góðan dreng sem breytti miklu. Ingi Bogi Bogason. Addi Kiddi er fallinn frá eftir erfið veikindi. Addi Kiddi átti stóran sess í hjörtum okkar fé- laganna sem ólumst upp í neðra Breiðholti á 8. og 9. áratug síð- ustu aldar. Í minningunni eru tveir stórir þættir í uppvexti okk- ar sem standa upp úr. Annars vegar þrotlausar fótboltaæfingar hjá ÍR á grjóthörðum malarvelli sem staðsettur var í miðju hverf- isins og hins vegar KFUM sem starfrækt var í gömlum frekar fúnum skúr nálægt fótboltavell- inum. Það var ekki óalgengt að 50-70 drengir kæmu á fundi hjá KFUM enda var dagskráin alltaf mjög spennandi og skemmtileg. Addi Kiddi og Árni Arnþórsson voru í forsvari fyrir KFUM í hverfinu en þeir voru báðir jafn- framt mjög áhugasamir um fót- bolta og því var auðvelt að tengja fótboltann og KFUM saman. KFUM-félagsheimilið gekk ein- faldlega undir nafninu Skúrinn. Þegar við félagarnir hugsum til baka þá er í raun með ólík- indum hversu mikil starfsemi var í þessum tiltekna skúr, sem í dag væri dæmdur ónothæfur af Vinnueftirlitinu. Þó að undir- liggjandi tónn hinna vikulegu KFUM-funda væri kristilegt uppeldi, þá var starfsemin virki- lega spennandi. Allt frá kvik- myndasýningum, fótboltamótum og borðtenniskeppnum til ýmissa leikja, ferðalaga og blaðaútgáfu. Við gáfum m.a. út hið geysivin- sæla (að okkar mati) hverfisrit Geislann sem seldur var í hverf- inu og fór afraksturinn í að greiða niður kostnað vegna ferðalaga og annarra fé- lagsstarfa. Í hugum okkar er ferðin sem við, þá 12-13 ára gutt- ar, fórum með KFUM til Dan- merkur og Færeyja sérlega minnisstæð. Þetta var fyrsta ut- anlandsferð margra og því ógleymanleg upplifun. Þegar við horfum til baka er augljóst að KFUM í neðra Breiðholti undir forystu Adda Kidda hafði djúp- stæð áhrif á samfélagsvitund okkur til framtíðar og það ber að þakka. Við erum margir sem höf- um haldið hópinn frá þessum tíma og má segja að KFUM hafi bundið og treyst vináttubönd okkar félaganna til framtíðar. Addi Kiddi átti við alvarleg veikindi að stríða síðustu árin sem gerðu það að verkum að hann missti líkamlegt þrek og hreyfigetu. Við vorum nokkrir sem náðum að heimsækja Adda Kidda á síðustu misserum. Þó að hann vissi hvert stefndi var ljóst að sjúkdómurinn náði ekki að taka frá honum andlegt þrek og húmorinn var ennþá til staðar. Með þessum orðum viljum við félagarnir þakka Adda Kidda fyrir allt sem hann gerði fyrir okkur og uppeldistarfið í hverf- inu okkar. Við eigum margar hlýjar minningar frá þessum tíma. Fjölskyldu Adda Kidda vottum við okkar dýpstu samúð og megi góðar minningar um frá- bæran fjölskylduföður og afa ylja ykkur um hjartarætur um ókom- in ár. Örn, Eggert, Svavar, Fann- ar, Hannes, Þórarinn, Einar, Sveinn, Otti, Sigþór. Í dag kveðjum við góðan dreng og traustan vin sem sárt er saknað. Addi Kiddi tók virkan þátt í starfi KFUM og KFUK allt frá unglingsárum. Á menntaskólaár- unum sat hann í stjórn Kristi- legra skólasamtaka (KSS) og tók þátt sem aðstoðarleiðtogi í starfi yngri deilda KFUM í Maríu- bakka sem þá var mjög barn- margt hverfi. Þessu starfi var hann trúr í áratugi og í raun pott- urinn og pannan í starfi KFUM í hverfinu, bæði meðal yngri barna og unglinga, og eftir að starfið hafði verið flutt inn í Breiðholts- kirkju. Addi Kiddi naut þess að hafa búið í Danmörku hluta af upp- vaxtarárunum. Hann talaði reip- rennandi dönsku og varð ungur lykilmaður í þátttöku Íslendinga í norrænum drengjamótum KFUM, bæði hér heima og sem einn af fararstjórum í utanferð- um hópa. Hann var fljótur að hugsa og þess vegna líka góður túlkur. Þá sat hann um skeið í stjórn Landssambands KFUM og KFUK. Arnmundur Kristinn Jónasson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÚN B. ÓLAFSDÓTTIR, Giljum, Mýrdal, lést á Hjallatúni laugardaginn 21. desember. Ólafur Þ. Gunnarsson, Birna K. Pétursdóttir, Þórir A. Gunnarsson, Auðbjörg Helgadóttir, Sigríður M. Gunnarsdóttir, Helgi J. Jóhannsson, Sólrún E. Gunnarsdóttir, Gylfi V. Guðmundsson, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.