Morgunblaðið - 23.12.2013, Qupperneq 51
og má kalla kraftaverk út af fyrir sig
– að viðbættu hinu, hljóðritasafni
RÚV, án hvers ekkert hefði verið til-
tækt að greypa í ál. Á nýliðnum
tímamótum handritasafnarans mikla
má því ekki síður minna á þetta
merka „Árnasafn í tali og tónum“
sem annað menningarfjöregg þjóð-
arinnar, og jafnframt hafa áhyggjur
af framtíð þess í vægðarlausum nið-
urskurði.
Að Ásgeir hafði fullt erindi á hvít-
um nótum og svörtum fer ekki á
milli mála, og nægir að benda á
fyrstu hljóðrák disks 1, hina sindr-
andi öru Etýðu Chopins Op. 10,1
sem eitt dæmi af mörgum um undra-
verða leikni, er hlýtur að hafa verið
fáheyrð hér á landi upp úr 1955 þar
til hörmulegt slys 1970 batt enda á
allt of stuttan feril. En einnig á fal-
legan legatótón (sem hefði að vísu
notið sín betur í fullkomnari nútíma
upptökutækni og ómvist; tinkenndur
píanóslátturinn minnir stundum ögn
á 200 ára gamalt fortepíanó) sem
ásamt næmu tímaskyni ber vott um
óvenjulegan bráðþroska.
Hér má heyra marga túlk-
unarperluna sem kemur stundum á
óvart, jafnvel þótt Ásgeir hafi verið
barn síns tíma í rómantískulegri
meðferð sinni á einkum Bach og
Mozart er rétthugsandi upp-
runasinnar okkar tíma myndu sumir
fúlsa við. En allt er háð endurskoðun
– líka „HIP“-stefnan – og því margt
hægt að læra af þessari 50 ára
gömlu en litríku tjáningu.
Ljómandi góð túlkun
Eilífð / Eternity
bbbmn Strengjakvartettar I-III
eftir Jón Leifs. Rut Ingólfsdóttir og
Sigurlaug Eðvaldsdóttir fiðlur, Þór-
unn Ósk Marínósdóttir víóla og
Hrafnkell Orri Egilsson selló. Smekk-
leysa, 2013. 60:39 mín.
Jón Leifs (1899-1968) varð ein
skýrasta sönnun spakmælisins um
spámanninn og föðurlandið. Sér þess
raunar enn
merki í heild-
arútgáfu BIS,
þar sem þrír
strengjakvart-
ettar þessa
þjóðrækna Or-
feifs Íslands
komu út með Yggdrasil-fereykinu
1994 – 19 árum áður en fyrsta hér-
lenda útgáfan leit dagsins ljós! En
þótt freistandi væri í sjálfu sér að
bera þær saman, læt ég nægja að
höggva eftir lengdarmuninum í nr. 1
(Mors et vita) þar sem sænska ver-
sjónin er 17:10, heilum 3 mín. lengri
en á Smekkleysudiskinum. Svenskir
gefa sér s.s. nægan tíma til að lýsa
hugarangri Jóns við upphaf seinni
heimsstyrjaldar. Að öðru leyti má
nálgast stikkprufur á heimasíðu
BIS.
Né heldur þarf að bæta miklu við
um tónverkin sem slík, enda hafa
margir um þau ritað, m.a. Gunnar
Åhlén í Svíþjóð og Árni Heimir Ing-
ólfsson í ágætri ævisögu sinni um
tónskáldið. Árni skrifar einnig
diskbæklinginn og vel að vonum.
Upptökur Páls Sveins Guðmunds-
sonar úr Víðistaðakirkju eru bæði
skýrar og nálægar og skila því vel
oft snarpri spilamennsku Rutar
Ingólfsdóttur og félaga.
Íhugulli staðir eru sömuleiðis
fluttir af smitandi natni og alúð er
hlýtur að sperra eyru jafnvel sett-
legustu hlustenda. Vissulega er Jón
Leifs ekki allra – en jafnvel hörð-
ustu andstæðingar hafa viðurkennt
að þó væri ekki fyrir annað þá
þekkist hann á örfáum mínútum, og
það er fáum tónsmiðum 20. aldar
eiginlegt.
Auk þess ætti engum að blandast
hugur um einlægð Jóns þegar hon-
um er mest niðri fyrir í þessari
ljómandi góðu túlkun, sem er öllum
hlutaðeigandi til mikils sóma.
Dáfallega leikið
Öxar við ána.
bbbnn
29 íslenzk ættjarðarlög. Hljómskála-
kvintettinn: Ásgeir H. Stein-
grímsson / Sveinn Þ. Birgisson
trompet, Þorkell Jóelsson horn,
Oddur Björnsson básúna og Bjarni
Guðmundsson túba. Krubbur, 2013.
54:05 mín.
Rúsínan í þessum jólapylsuenda
er hins vegar öllum aðgengileg.
Hún saman-
stendur úr
heilum 29 ætt-
jarðarlögum,
allt frá „Öxar
við ána“ og
„Ég vil elska
mitt land“ til
„Ó fögur er vor fósturjörð“ og „Ó
guð vors lands“. Fylgja viðkomandi
ljóðatextar til hægðarauka fyrir al-
mennan meðsöng.
Flestar útsetningar eru eftir
Karl O. Runólfsson og Ásgeir H.
Steingrímsson, og margar frábær-
ar sem slíkar.
Hér er dáfallega leikið – og
hreint, ef hugsað er til Rhapsody in
Blue upptökunnar frá 1960 síðast í
albúmi Ásgeirs Beinteinssonar.
(Lúðrablæstri hefur greinilega far-
ið mikið fram á síðustu 53 árum!)
Er því full ástæða til að spyrja
hvort hinn 20 ára gamli
Hljómskálakvintett sjái ekki senn
tilefni til að panta og flytja ný
frumsamin verk fyrir þessa eðlu
tóngrein, er kalla má höfuðvígi
lúðrakammertónlistar. Næg er
leikfærnin, eftir öllu að dæma.
Kammersveitin „Auk þess ætti engum að blandast hugur um einlægð Jóns
þegar honum er mest niðri fyrir í þessari ljómandi góðu túlkun…“
MENNING 51
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2013
Allir sem senda frá sér texta,hvert sem efni hans er,segja um leið alltaf ogóbeint svolítið af sjálfum
sér. Af stíl og orðfæri sjást nefnilega
og alltaf persónueinkenni viðkomandi
og hver almenn afstaða til lífsins sé.
Allt upp á borðið er yfirskrift nýrrar
bókar Vilhjálms Hjálmarssonar fv.
ráðherra frá Brekku í Mjóafirði sem
skrifar viðfelldinn texta og frásögnin
er ljúf. Enginn þarf að velkjast í vafa
um að hér fer góður maður. Að því
leytinu til er Vilhjálmur í nýrri bók
sinni, eins og þeim fjölmörgu sem
hann hefur skrifað á undanförnum
árum, með allt uppi á borðum. Hann
efnir þó ekki til flugeldasýninga í
hverri málsgrein eða notar stór orð.
Vilhjálmur segir skemmtilega frá
bernskuárum sínum. Greinir einnig
frá eftirminnilegu fólki á ólíkum aldri
og eins ferðalögum, lengri sem
skemmri. Hjá flestum væri það varla
í frásögur færandi þótt maður bregði
sér skemmri bæj-
arleið, en Vil-
hjálmi verður allt
að efni. Segir frá
spjalli við fólk sem
hann hittir á förn-
um vegi og hvern-
ig leiðangrinum
miðaði. Allt verð-
ur að ævintýri og
það skín hvar-
vetna í gegn að bóndanum finnst svo
dæmalaust gaman að vera til.
Um sína daga hefur Vilhjálmur,
sem nú er 99 ára, lagt gjörva hönd á
margt. Dagbókin frá árinu 1967 sýnir
það. Þann 1. ágúst var sögumaður að
skipa upp sementi heima í Mjóafirði,
daginn eftir fór hann suður til
Reykjavíkur til að sinna þingmanns-
skyldum um vanda síldariðnaðar. Átti
vegna þess fundi með bankastjórum
og forsætisráðherra þann 3. ágúst.
Og svo: „5.8. Heim í heyskapinn.“ Já,
það munar um svona karla.
Lokakafli bókarinnar eru minn-
ingar Vilhjálms frá þeim tíma þegar
kona hans, Margrét Þorkelsdóttir,
dvaldist á sjúkrahúsinu á Seyðisfirði
vegna veikinda, það er frá 2004 uns
yfir lauk árið 2008. Lýsir Vilhjálmur
starfinu og þeirri góðu umönnun sem
fólk þar fær af mikilli smekkvísi. Er
sú frásögn í rauninni hjartnæm, enda
gefur hún bókinni vægi og boðskap
sem öll rit þurfa í rauninni að hafa.
Það munar
um svona karla
Endurminningar
Allt upp á borðið bbbnn
Eftir Vilhjálm Hjálmarsson
Hólar 2013. 157 bls.
SIGURÐUR BOGI
SÆVARSSON
BÆKUR
Jólatúlípanar