Monitor - 19.12.2013, Blaðsíða 4

Monitor - 19.12.2013, Blaðsíða 4
4 Monitor fimmtudagur 19. desember 2013 rósa María Árnadóttir rosamaria@monitor.is stíllinn Jólagjafirnar eru óneitanlega stór hluti af jólunum, það mætti jafnvel segja að þær séu orðnar of stór partur af þeim en engu að síður þá hefur þróunin verið á þennan veg. Oft virðist fólk vera á síðustu stundu hlaupandi í fússi um verslanir borgar- innar kaupandi hitt og þetta. Stíllinn vildi reyna að auðvelda ykkur valið og skellti sér á Laugaveginn til að kíkja á úrvalið. Mjúkur pakki fyrir hann → Þessar dásam- legu slaufur í öllum regnbog- ans litum má finna í tiltölulega nýrri verslun á Laugaveginum að nafni Sturla, slaufurnar eru allar á 3.900 kr. ↓ Köflótt skyrta er alltaf klassísk og þessi er ein- staklega jólaleg og fín. Spúútnik 4.900 kr. ↑ Stíllinn mælir með því að skella sér í gula úlpu í vetur. Suit 29.900 kr. ← Suit opnaði nýverið á Skóla- vörðustígnum, þar er ofsalega margt fínt að finna en þessi munstraða skyrta er virki- lega skemmtileg. Suit 14.900 kr. ↓ Svartar buxur, þessi einstaklega fallega peysa úr Suit á 14.900 kr. og gula derhúfan á 4.900 kr. er lúkk sem getur ekki klikkað. ↑ Rosalega flottur jakki og þá sérstaklega að innanverðu, Sturla 46.900 kr. ↑ Flott skyrta úr Dr. Denim á 9.990 kr. Sokkarnir væru skemmti- leg viðbót í pakkann en þeir eru allir í kringum 1.490 krónurnar. ↑ Alltaf töff að krydda lúkkið með brúnum buxum, Sturla 22.900 kr. ↑ Fullkominn vaxjakki úr Spúútnik, 18.700 kr. ↑ Peysan og jakkinn, snilldar samsetning. Jakkinn á 45.000 kr. en peysan á 25.200 í Sturla. ↑ Þægilegt þarf ekki að vera púkó, þessar buxur eru sjúklega þægilegar en brjálað töff. Suit, 14.900 kr. ↑ Peysur í fallegum litum í Suit á 10.900 kr. ↑ Röndótta skyrtan og doppótta slaufan eru flott kombó, Sturla 19.800 kr.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.