Monitor - 19.12.2013, Blaðsíða 3

Monitor - 19.12.2013, Blaðsíða 3
Fyrir tónelska Tónlistarmaðurinn Steinar hefur verið á allra vörum undanfarið, en lagið hans Up hefur setið á toppi íslenska lagalistans síðastliðnar sex vikur. Steinar sendi einnig nýlega frá sér plötuna Beginning og mætti í forsíðuviðtal hjá Monitor. Steinar ætlar að klára árið á tónleikum, en hann og Jón Jónsson standa fyrir stórtónleikum í Austurbæ í kvöld. Lagið Feel For You er fyrsta lagið sem Jón fær að gefa út í langan tíma og hefur það fengið gríðarlega góð viðbrögð. Tvennir tónleikar fara fram í kvöld, en vegna mikillar eftirspurnar á þá fyrri var ákveðið að bæta við aukatónleikum klukkan 22:30. Miðasala fer fram á miði.is og segir sagan að örfá sæti séu enn í boði. Fyrir Fjörið Það er ekki langt síðan þess var beðið með eftirvæntingu allt árið að tívolí léti sjá sig á hafnarbakkanum. Nú búum við hins vegar svo vel að geta skellt okkur í tívolí allt árið, en skemmti- garðurinn í Smáralind fékk einmitt nýtt nafn fyrir skemmstu og heitir nú SmáraTÍVOLÍ. Í dag verða vígð 22 ný tæki í skemmtigarðinum auk þess sem sett hefur verið upp bangsasmiðja. Það er ekki úr vegi að nýta jólafríið í frábært fjör með vinum og vandamönnum, skella sér í sleggjuna, hendast í klessubílana eða byggja saman bangsa. Finndu Monitor á Facebook, það er aldrei að vita nema þú vinnir frímiða í fjörið. Norskir vísindamenn hafa leitt líkur að því að rautt nef hreindýrsins Rúdolfs sé afleiðing sýkingar í öndunarfærum hans. fyrst&fremst 3fimmtudagur 19. desember 2013 MonitoR b la ð ið í t ö lu M prósent heimilis- lausra í Reykjavík eru konur. 35 sinnum áður hefur Síðasti Sjens verið haldinn. bólur sem skemma líf þitt má finna á síðu 16. 10 Ásunnudaginn réðust 40 nýnastistar með hnífum,grjóti, flugeldum og glerflöskum að göngu sem gengin var gegn rasisma í Svíþjóð. Í göngunni voru um 200 manns, þar á meðal margt fjölskyldufólk með barnavagna og eldri borgarar. Þessar aðgerðir eru tilkomnar vegna haturs einstaklinga á fólki af öðrum uppruna en þeirra eigin. Fólki sem hefur annan húðlit, fólki sem hefur önnur trúarbrögð. Þessir hatursfullu einstaklingar tóku sig saman og mynduðu hóp sem ætlað var að berja niður skoðanir annarra með ofbeldi. Hóp sem fyrr eða síðar mun verða einhverjum að bana ef það hefur ekki gerst nú þegar. Ég ætlaði að skrifa krúttlegan jólapistil í dag en þessar fréttir fengu mig til að íhuga ástand mála hér heima. ÁFacebook hafa yfir 3500 manns látið sér líka viðhópinn Mótmælum mosku á Íslandi. 3500 manns sem öll sem eitt ala á hatursumræðu í garð múslima með einu smelli. Margt af þessu fólki telur sig eflaust- vinna gegn ofbeldi með þessari aðgerð en staðreyndin er sú að hvert einasta „læk“ færir Ísland nær og nær þeim ofbeldisfulla raunveruleika sem Svíþjóð þurfti að reyna á sunnudag. Hatursfullir fordómar eru nasismi, hvort heldur nýr eða gamall, og það eru slíkir fordómar sem munu koma okkar samfélagi í koll, ekki moska. Það þarf ekki nema einn hatursfullan einstakling tilað valda óbætanlegum skaða. Þessi einstaklingur getur verið af hvaða kynþætti sem er og aðhyllst hvaða trúarbrögð sem er. Í Noregi var slíkur einstaklingur hvítur, kristinn karlmaður að nafni Anders Breivik. Hann myrti 77 einstaklinga. Ég á þrjá Facebook-vini sem hafa smellt á „læk“ viðhópinn Mótmælum mosku á Íslandi. Sú uppgötvun kom mér í mikið uppnám. Það er auðvelt að hugsa: „Svona gerist ekki á Íslandi,“ og ég hafði yfirfært þetta á Facebook-vini mína. „Fólk sem ég þekki er ekki svona fordómafullt“. Umræddir Facebook-vinir mínir eru í hópi þeirra rúmlega 3500 einstaklinga sem eru ofbeld- isfullum hatursmönnum uppspretta eldmóðs. Innan þessa hóps leynist nefnilega fólk sem hefur látið jákvæð orð falla um norska fjöldamorðingjann og ef ekkert er að gert er aðeins tímaspursmál hvenær hatursfull orðræða breytist í ofbeldisfullar aðgerðir. Munum að það eru ekki hús sem drepa heldurhatur. Ó, og gleðileg jól. Ástarkveðja Anna Marsý MOnitOr@MOnitOr.is ritstjórar: Anna Marsibil Clausen (annamarsy@ monitor.is), Jón Ragnar Jónsson (jon- ragnar@monitor.is) (Í fæðingarorlofi) Framleiðslustjóri: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) Blaðamenn: Rósa María Árnadóttir (rosamaria@monitor. is) Hersir Aron Ólafsson (hersir@monit- or.is), Lísa Hafliðadóttir (lisa@monitor. is) Forsíða: Kristinn (kring@mbl.is) Umbrot: Monitorstaðir auglýsingar: Auglýsingadeild Árvakurs (augl@mbl. is) Myndvinnsla: Ingólfur Guðmunds- son Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent sími: 569 1136 ga MonitoR Efst í huga MonitoR Efst í huga MonitoR Efs Viltu hatur eða hús? Mælir Með... www.facebook.com/monitorbladid Vikan á facebook Svavar Örn Ég bað konuna mína um að rétta mér Morgunblaðið. “Ekki vera svona gamaldags” svaraði hún, “Þú getur fengið lánaðan iPadinn minn.” Það má svo sem deila um hvort þessar tækninýjungar séu eitthvað framfaraskref en flugan steindrapst við fyrsta högg! 17. desember kl. 10:37 4 Anton Egilsson Starfsmenn Frumherja voru aldeilis hissa að sjá undirritaðan skakklappast inn í höfuðstöðvar þeirra í Hesthálsi upp úr kl.10 í morgunsárið með ökunámsbók- ina í annarri hendinni og ylvolgan kaffibolla í hinni. Það var komið að því, game day. Rúmum 40 mínútum, 2 undirskriftum og handbandi síðar voru örlög mín ráðin. Það er mér mikið gleðiefni að tilkynna það að nú í dag, 4 árum árum, 267 dögum á eftir áætlun er loksins komið að því, yðar einlægur er mættur á götur borgarinnar. Allt í botn og engar bremsur ! 16. desember kl. 14:30 gleðifréttir ársins 2013 leynast á síðu 8. 17 Þau Gísli Björnsson, María Þ. Hreiðarsdóttir og Unnur Jónsdóttir útskrifuðust úr starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun fyrr í vor í kjölfar velheppnaðs lokaverkefnis, Kaffihússins GÆS. Kaffihúsið vakti mikla athygli og lukku meðal almennings en því var lokað eftir sumarið, meðal annars vegna skorts á aðstöðu og fjármagni. Hópurinn lætur það þó ekki stöðva sig og hyggst endurvekja gæsina á Ingólfstorgi frá og með hádegi í dag og allt fram á Þorláksmessukvöld. „Ég kom með tillögu um að vera með sölu í Mjóddinni en svo komu fram fleiri tillögur útfrá því. Svo réðum við starfsmann og hún leitaði á hinum og þessum stöðum og á endanum var Ingólfstorg það helsta sem var í boði,“ segir María. Þau taka öll undir þá staðhæfingu blaðamanns að Ingólfs- torg sé hin fullkomna staðsetning fyrir GÆS og Unnur bendir á hversu jólalegt torgið sé orðið. Nokkuð róttæk breyting er á aðstöðunni en GÆS var áður í Tjarnarbíói við Reykjavíkurt- jörn. Að þessu sinni segir Unnur að kaffihúsið verði sett upp í hituðu tjaldi með rafmagni en hópurinn gefur lítið fyrir áhyggjur blaðamanns af kuldanum. Aðspurð hvort þau þurfi að vera með vettlinga í vinnunni yppir María öxlum og segir: „Það gæti verið,“ en Gísli brosir út í annað, alls óhræddur við smá-frost. Get, ætla, skal GÆS stendur fyrir „get, ætla, skal,“ sem er jafnframt slagorð hópsins. Auk þeirra Gísla, Unnar og Maríu er fyrrum forsíðufyrirsæta Monitor, Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, þátttak- andi í verkefninu auk Láru Steinarsdóttur en sú síðarnefnda þurfti þó frá að hverfa að þessu sinni vegna vinnu. Þar að auki nýtur hópurinn mikilvægs stuðnings aðstoðarfólks. GÆS varð til sem vaxtarsproti fyrir breytingu í atvinnu- málum fólks með fatlanir en þau María, Unnur og Gísli hafa öll fengið fasta vinnu eftir útskrift. Unnur starfar hjá Krónunni, María hjá Þjón- ustumiðstöð Breiðholts og Gísli kynnir starf NPA-miðstöðvarinnar í grunnskólum. NPA er skammstöfun fyrir notendastýrða persónulega aðstoð en það er þjónustuform sem byggir á því að fötluð manneskja fái fjármagn frá sveit- arfélagi sínu til þess að sjá um og skipuleggja sína eigin aðstoð. Starf NPA-miðstöðvarinnar er Gísla afar hugleikið en hann segist þó afar spenntur að hefja störf á GÆS á nýjan leik. María og Unnur taka undir með Gísla og segja gott að geta fengið smá-aukavinnu fyrir jólin. „Það verður bara mjög gaman að breyta smá til,“ segir Unnur. „Við viljum hvetja sem flesta til að koma og smakka kaffið, fá sér kleinu eða eitthvað gott í gogginn,“ segir María og þau Gísli kinka kolli til samþykkis, spennt fyrir jólavertíðinni á kaffihúsi án aðgreiningar. Kaffihúsið gÆs breiðir út faðminn á ný fyrir gesti og gangandi en hefur nú fært sig um set. Jóla-gÆs á ingólfstorgi María Fyrstu sex: 171170 Uppáhalds jólalag: Einhver fallegur jólasálmur bara. UnnUr Fyrstu sex: 220873 Uppáhalds jólalag: Aðfanga- dagskvöld með Helgu Möller. Gísli Fyrstu sex: 020186 Uppáhalds jólaglag. Ef ég nenni með Helga Björns. M yn d/ Ó m ar

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.