Monitor - 19.12.2013, Blaðsíða 8

Monitor - 19.12.2013, Blaðsíða 8
8 Monitor fimmtudagur 19. desember 2013 Árið 2013 hefur verið þungbært á marga vegu. Margt yndis- legt fólk kvaddi þennan heim, stríð og hörmungar geisuðu að vanda auk þess sem við komumst endanlega að því fyrir víst að allir eru að njósna um okkur. Monitor vill þó reyna að einblína frekar á hið jákvæða á árinu og tók því saman örfá- ar af þeim fréttum sem glöddu okkur á árinu sem er að líða. Glaðfréttir 2013 Janúar Yfirvofandi útdauði flatlúsar innar Þegar ljóst verður að dýrate gundir eru í útrým- ingarhættu er yfirleitt hlaup ið til handa og fóta með að fá eftirlifandi dýr til að eðla sig. Þegar breskir læknar tilkynntu um útrýmingarhættu flatlúsarinnar vegna vinsæl da brasilísks vax var þó lítið um slíkar tilraunir e nda er mannkyninu meira í mun að fá að eðla si g í friði en að bjarga meindýrum sem búa í skap ahárum. Ísland vann Icesave-málið Ísland slapp við stóran reikn ing og við höfum varla þurft að heyra á málið minnst síðan þá. Febrúarbenedikt páfi segir af sér Í jólaávarpi sínu hafði Benedikt páfi nýtt tækifæriðtil að fordæma hjónaband samkynhneigðra enaðeins fáeinum vikum síðar sagði Guð honum aðsegja af sér. Arftaki hans hefur hinsvegar látið hafaeftir sér að hann hafi engan rétt á að dæma fólkfyrir sína kynhneigð. Mars Ungabarn læknað af HIV Læknum við Mississippi háskóla í Bandaríkjunum tókst að lækna ungabarn af HIV. Ungabarninu, sem fæddist með vírusinn, voru gefin óvenju sterk lyf í afar ágengri meðferð og standa nú vonir til að þetta kraftaverk geti leitt af sér fleiri slík. aprÍl nýja sjáland lögleiddi hjónaband samkynhneigðra Þegar lögleiðing hjónabands samk yn- hneigðra var samþykkt í ný-sjálen ska þinginu brustu áheyrendur í söng og þó nokkrir þingmenn tóku undir. Nýj a-Sjáland var þrettánda land heims til að lög leiða hjónaband samkynhneigðra. bjórheilum er viðbjargandi Eins og foreldrar þínir segja drepu r áfengi heilasellur en í ár kom fram ný ran nsókn sem bendir til þess að reglubundin hreyfing geti bætt hluta þess skaða sem áfe ngis- neysla veldur. MaÍ samkynhneigðir mega verða skáta r Bandaríska skátahreyfingin samþy kkti í kosningu að fella úr gildi bann við því að ve ra opinberlega samkynhneigður í skátunum og ve rður banninu formlega aflétt 1. Janúar 2014. JúnÍ neyðarpillan ekki lengur lyfseðilsskyld Eftir margra ára baráttu og mikið drusludiss í þeirra garð geta konur í Bandaríkjunum loksins keypt neyðarpilluna í apótekum líkt og eðlilegt er.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.