Monitor - 19.12.2013, Blaðsíða 9

Monitor - 19.12.2013, Blaðsíða 9
9fimmtudagur 19. nóvember 2013 Monitor Tilkoma Snapchat Snapchat er líklega app ársins 2013. Það er óhemju skemmtileg nýjung við samskiptaforritaflóruna en því miður virðist fólk ekki gera sér grein fyrir því að það er aldrei sniðugt að senda nektarmyndir. Vodafone lekinn Vodafone lekinn gaf okkur ótal klúr sms til að flissa yfir. Aftur á móti er víst fólk á bakvið öll þessi sms sem er miður sín yfir því að einkalíf þeirra hafi lekið á netið og þar að auki eru íslensk fyrirtæki víst illa stödd svona netöryggislega séð. „Selfie“ valið orð ársins Oxford orðabókin valdi orðið „Selfie“ sem orð ársins á enskri tungu. Það er jákvætt að ungt fólk fái viðurkenn- ingu á rétti sínum til að móta tungumál en akkúrat þetta orð endurspeglar eina af verstu hliðum ungu kynslóðarinnar, nefnilega sjálfhverfuna. Kynlíf á klósettum bókhlöðunnar Það er afar jákvætt að stressaðir stúdentar geti fundið sér stað til að létta á prófkvíðunum með hvílu- brögðum en það gæti verið afar neikvætt ef einhver þarf á klósettið og ef athæfinu skyldi nú fylgja subbugangur. Loddari sá um táknmálstúlkun Enginn skyldi hvað maðurinn sem sá um táknmálstúlkun við minningarathöfn um Nel- son Mandela var að reyna að koma á framfæri enda lítur allt út fyrir að hann hafi verið loddari. Þar að auki er hann víst glæpamaður og er það auðvitað mikil móðgun við heyrnarskert fólk sem og Mandela að þessi maður hafi verið fenginn til starfsins. Aftur á móti er þetta allt saman eitthvað svo fyndið að Monitor veit ekki í hvorn fótinn skal stigið. Á grÁu SVæði Nokkrar af fréttum ársins voru þess eðlis að Monitor á erfitt með að meta hvort þær hafi verið jákvæðar eða neikvæðar. Júlí Aníta Hinriks varð heimsmeistari Aníta Hinriksdóttir úr ÍR varð heim smeistari í 800 metra hlaupi kvenna á heimsm eistaramóti 17 ára og yngri í Donetsk. Aníta er fyrst íslenskra frjálsíþróttamanna til þess að vinn a gullverðlaun á heimsmeistaramóti og hefur þan nig gulltryggt sér sæti sem nýjasta óskabarn þjó ðarinnar. Engin pressa samt. Ryan Gosling kom til íslands Fjölmargar ungmeyjar og sveinar l andsins misstu nærbuxurnar með látum þegar í lj ós kom að hin íðilfagri Ryan Gosling hefði ákveði ð að taka sér tímabundna búsetu í Reykjavík. An nað jákvætt var að hann lenti ekki í bílslysi á S æbrautinni því þar var „tvífari“ hans, Júlíus nokku r, á ferð. DesembeR beyoncé gaf óvænt út plötu Engar auglýsingar, engir lekar, engin spenna til að haldaokkur vakandi á nóttunni heldur bara fullbúin plata á einubretti með myndböndum og öllu. Svona útspil eru ekki áallra færi en Beyoncé á hrós skilið fyrir að gefa aðdáendumsínum nákvæmlega það sem þeir vildu. Góðgerðarmál fá 500 milljarða Ríkasti maður Noregs, Ólav Thon, hefur ákveðið að gefa allareigur sínar en þær eru metnar á um 26 milljarða norskrakróna eða um 500 milljarða íslenskra króna. Ólav Thon erorðinn níræður. Hann er ógiftur og á enga afkomendur svohann ákvað að skella í smá gott karma á endasprettinum. ÁGúst Olangútinn kom inn í líf okkar Olangútinn (Olinguito) er fyrsta nýja spendýrið til að finnast í Suður-Ameríku í áraraðir. Dýrið er með dúnmjúkan rauðan felld, stutt loðið skott og krúttlegt kringlótt andlit en það mun skylt þvottabjörnum. septembeR sund frá Kúbu til Flórída Í fimmtu tilraun tókst hinni 64 ára gömlu sundkonu Diana Nyad loks að synda frá Kúbu til Flórída. Leiðin telur rúma 177 kílómetra en Diana hélt fast við mottóið sitt „Finndu leið“ og synti ótrauð áfram.Við höfum enga afsökun le ngur fyrir að koma ekki draum- um okkar í framkvæmd. margrét Gnarr varð heimsmeistari Margrét Edda Gnarr varð heimsme istari í módelfitness í septemb- er. Sitt sýnist hverjum um „sportið “ en ef við setjum allar slíkar vangaveltur til hliðar þá er jú allta f gleðilegt að sjá Íslendinga ná sínum markmiðum á alþjóðavettv angi. OKtóbeR ísland í umspil á Hm í fyrsta sinn Ísland komst í umspil um sæti í lo kakeppni HM í knattspyrnu karla í fyrsta sinn eft ir að hafa gert jafntefli við Noreg á Ullevaal í loka umferð riðlakeppn- innar. Þó svo að Krótía hafi haft af okkur sætið að lokum verður að viðurkennast að framganga karla- landsliðsins í knattspyrnu gaf þjóð inni mörg af bestu augnablikum ársins. NóvembeR Handrukkarar kjána á sig Handrukkarar fóru húsavillt í Reykjavík í nóvember og bönk- uðu upp á hjá lögreglumanni. Það er að sjálfsögðu ekki jákvæ tt að lögreglumaðurinn slasaðist en mennirnir voru hinsvegar báðir handteknir og hljóta vonandi makleg málagjöld.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.