Monitor - 19.12.2013, Blaðsíða 22

Monitor - 19.12.2013, Blaðsíða 22
monitor.is KíKtu í heimsóKn Fréttahaukurinn Ron Burgundy sem þráir ekkert heitar en frægð, frama og flotta hárgreiðslu er mættur á svæðið aftur og nú á aldeilis að taka hlutina með trompi. Kvikmyndin Anchorman: The Legend of Ron Burgundy sem var frumsýnd sumarið 2004 er án nokkurs vafa ein alskemmti- legasta gamanmynd síðari ára. Í henni fóruWill Ferrell og félagar á algjörum kostum í óhefluðu gríni þar sem heimskan fékk að flæða í stríðum straumum þannig að úr varð stanslaus hláturveisla fyrir áhorfendur. Síðan eru liðin níu ár og þótt Ron Burg- undy hafi ekki þroskast mikið vitsmuna- lega er hann reynslunni ríkari eða ætti a.m.k. að vera það. Það er sennilega ástæð- an fyrir því að honum er boðið að gerast fréttaþulur á glænýrri sjónvarpsstöð, GNN, sem jafnframt er fyrsta fréttastöðin sem sendir út 24 klukkutíma á sólarhring. Ron ákveður að þekkjast boðið og heldur til NewYork ásamt veðurfræðingnum vitlausa, Brick, söguskoðaranum Brian, íþróttafréttamanninum Champ Kind og auðvitað er eiginkonan,Veronica Corningstone, ekki langt undan. skjámenning Frumsýning helgarinnar anchorman: The legend of ron Burgundy I love scotch. Scotchy, scotch, scotch. Here it goes down, down into my belly. ron Burgundy - Anchorman 22 monitor fimmtudagur 19. desember 2013 Leikstjóri: Adam McKay Aðalhlutverk: Will Ferrell, Christina Applegate, Paul Rudd og Steve Carell. Lengd: 119 mín. Kvikmyndahús: Sambíón. ViLtu VinnA miðA? facebook.com/monitorbladid Hjálmar Karlsson, einn af kvikmyndarýnum monitor, tók saman 10 bestu kvikmyndir ársins að hans mati auk þeirra þriggja verstu. Bestu og verstu kvikmyndir 2013 Philomena 9.5/10 Hugljúf, kómísk og sorgleg saga af tveimur ólíkum einstaklingum sem leggjast í það verkefni að finna son eldri konu sem tekinn var af henni þegar hún var táningur. Blackfish 9/10 Áhrifamikil heimildarmynd um slæman aðbúnað og illa meðferð á háhyrningum sem fangaðir eru til að sýna í skemmtigörðum. Hunger Games: Catching fire 9/10 Önnur kvikmyndin í þríleiknum kom inn með hvelli og er mikið sjónarspil fyrir augað ásamt því að vera skemmtileg ádeila á samfélagið í heild sinni. Blue Jasmine 8.5/10 Mannleg og kómísk kvikmynd eftir meistaraWoody Allen sem sjaldan tekur feilspor. The Kings of Summer 8/10 Hugljúf og skemmtileg mynd um þrjá stráka sem lifa í draumaheimi og ákveða að strjúka að heiman og búa sér til heimili í skógi með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Captain Philips 8/10 Áhrifarík mynd byggð á sannsögulegum atburði sem einblínir á sjónarhorn sjómanna við strendur Sómalíu og sjóræningjanna sem taka þá föstum tökum. Prisoners 8/10 Átakanleg saga um hversu langt fjölskyldumeðlimir ganga þegar börn þeirra eru annars vegar. Don Jon 8/10 Bráðskemmtileg frumraun Joseph Gordon-Levitt í leik- stjórastólnum segir frá ungum manni með klámfíkn og hvernig honum reiðir af í eðlilegu sambandi. This is the End 7.5/10 Bráðfyndin og öðruvísi gamanmynd um nokkra þekkta einstaklinga og brenglaða sjálfsbjargarhvöt þeirra í fárán- legum heimsendaaðstæðum. Disconnect 7.5/10 Ádeila á nútímasamfélag og hvernig við erum alltaf tengd öðrum með samfélagsmiðlum og nýjustu tækni. Sýnir hvernig hlutirnir geta farið á versta veg á dramatískan máta. SigurLiStinn SKAmmArVerðLAunin now you see me 4/10 Kvikmynd sem ég bjóst við miklu meira af, stórskotalið leikara er ekki alltaf nóg. Þunnt handrit og lélegt plott. White house down 3/10 Klisja út í gegn og nær sér aldrei almennilega á flug. Ef þið viljið sjá kvikmynd um árás á Hvíta húsið mæli ég með Olympus Has Fallen, miklu meiri aksjón og fjör. A good way to die hard 2.5/10 Die Hard-seríurnar hefðu betur stoppað fyrir gerð fimmtu myndarinnar. Sú allra versta. Stundum er bArA eKKi nóg Að heitA bruce og VerA hArðjAxL

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.