Monitor - 19.12.2013, Blaðsíða 14

Monitor - 19.12.2013, Blaðsíða 14
14 Monitor fimmtudagur 19. desember 2013 E John Grant er náttúrlega ekki íslenskur en hann er búinn að vera að spila mjög mikið hér og allir sem spila með honum eru svo frábærir tónlistarmenn. Hann er í uppáhaldi hjá mér þetta árið. Annað sem gerðist árið 2013 var að Spotify rataði á íslenskan markað. U Sko, Spotify er ótrúlega flott forrit og ótrúlega flott forritað. Ég hef verið að prófa það undanfarið og uppgötvað fullt af flottri tónlist en Spotify er ótrúlega ósanngjarnt fyrir tónlistarmennina. Eina ástæðan fyrir því að það er löglegt er sú að stóru plötufyrirtækin eiga það og þeim er alveg drullusama. Sem tónlistarmaður viltu vera með tónlistina þína á sem flestum stöðum enda er fullt af fólki sem hlustar bara á Spotify svo maður neyðist í raun til að vera með tónlistina sína þarna. S En þetta er hlægilegt, sko, hvað maður fær lítið fyrir. Það er peningur í Spotify en hann ratar ekki á rétta staði. U Ég set spurningarmerki við það að íslensk fyrirtæki séu með mikla keyrslu á að auglýsa Spotify og koma því inn hér. Ein spilun í útvarpi fer oft til mörg þúsund manns en á Spotify er oftast bara einn hlustandi. Þess vegna er alveg eðlilegt að stefgjöldin séu í samræmi við það en á skýrslu sem ég fékk frá Sony sá ég að það var í kringum 0.01 evra sem við fengum fyrir spilun á Spotify. Það þarf að berjast fyrir því að hækka stefgjöldin á Spotify. Ólöglegt niðurhal, Bubbi vs. pírataflokkurinn, sú umræða er bara búin og það þarf að leita annarra leiða. S Maður sér það auðvitað að sala á geisladiskum er að minnka.Vandamálið er formattið. Það á enginn geislaspilara lengur. Það er hætt að vera geisladrif í tölvum. Svo hvað áttu að gera við þennan disk? U Svo er líka flókið að hala niður tónlist frá Íslandi. S Eini ljósi punkturinn er að það er mikill uppgangur í plötusölu. U Samkvæmt Einari Bárðar þá þarftu húsmæðurnar í Garðabæ til þess að geta selt diska. Þær voru á Holly- wood í den að dansa og í Retro Stefson eru fyrirmynd- artengdasynirnir svo það eru þær sem kaupa. Eru einhverjir nýir tónlistarmenn sem ykkur finnst sérlega upprennandi árið 2014? U Highlands hans Loga. S Það verður stórt 2014. Hvað er framundan hjá ykkur á komandi ári? U Ég held við séum öll að gefa út plötu. E Bara plata og túr og svona.Við ákveðum ekki mikið fyrirfram en við verðum áfram í svona dansfílíng á plötunni okkar. Við erum samt ekki með neina eina stefnu, það bara kemur sem kemur. S Ég er reyndar nýbúinn að gefa út plötu með Bernd- sen og við erum að fara í smá-spilerí til að fylgja henni eftir. Svo erum við að keyra nýja Retro Stefson-plötu. E Eruð þið að fara í samkeppni við okkur? U Nei, þetta verður svona reggí rokk- trance teknó, ekki svona dúllu-house (þau hlæja). S Ég er líka að koma út nýrri Hermigervilsplötu, var að gefa út lag um daginn og platan ætti að detta inn um mitt árið. Ef við snúum okkur aðeins að Síðasta séns, hvernig kom sá viðburður upprunalega til? U Fyrst héldum við tónleika með Hjaltalín, Sprengju- höllinni og FM Belfast milli jóla og nýárs. Svo ákváðum við að gera þetta aftur árið eftir bara með FM Belfast og við gerðum það tvö ár í röð. Þetta hefur smátt og smátt stækkað og sumir koma á hverju ári. Í fyrra ákváðum við að færa okkur yfir í Vodafone-höllina af því að Nasa var lokað.Við verðum aftur þar í ár með Hermigervil og Sísí Ey og þetta verður bara dúndurgigg. S Ég hafði ekki farið áður en ég spilaði á tónleikunum í fyrra. En ég tók auðvitað tvöfalt gigg í fyrra af því að ég spilaði bæði sem Hermigervill og sem hluti af Retro Stefson. Það var mjög gaman og kynnti mína tónlist fyrir fjölbreyttari hópi fólks. E Ég hef aldrei farið en ég er mjög spennt. Ég sé fyrir mér geðveikt stuð, frábæra tónleika með frábæru tónlistarfólki og finnst alveg ótrúlega gaman að fá að vera með. „Foreldrar mínir eru einmitt mjög kúl svo við bræðurnir ákváðum að við vildum líka verða mjög kúl.“ SíðaSta … Markmið sem ég setti mér: Er langt og strangt. Borg sem ég heimsótti: New York. Knús sem ég fékk: Luna tíkin mín. Hlutur sem ég keypti mér: Danskt kvikmyndatímarit. Nammi sem ég borðaði: Djúpur. tár sem ég felldi: Yfir nýju Justin Bieber-lögunum. Sjens til að: Dansa árið 2013. SíðaSta … Markmið sem ég setti mér: Gera meiri tónlist, læra að dj-a og tékka á leiklistarnámi. Borg sem ég heimsótti: Toronto. Knús sem ég fékk: Frá yndislega syni mínum. Hlutur sem ég keypti mér: Ég bara get ekki munað það. Er alltaf að kaupa mér eitthvert allskonar óþarfa drasl. Nammi sem ég borðaði: Prinspóló. tár sem ég felldi: Þegar ég fékk kvíðakast í mollinu í Toronto! Sjens til að: mæta á Síðasta sjens árið 2013... whooop whooop! SíðaSta … Markmið sem ég setti mér: Að klára nýja plötu. Borg sem ég heimsótti: Antwerpen. Knús sem ég fékk: Silla systir mín. Hlutur sem ég keypti mér: Hliðrænn hrynraði. Nammi sem ég borðaði: Spælegg. tár sem ég felldi: Á Kraftwerk-tónleikum. Sjens til að: svitna árið 2013.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.