Monitor - 19.12.2013, Blaðsíða 6

Monitor - 19.12.2013, Blaðsíða 6
6 Monitor fimmtudagur 19. desmeber 2013 stíllinn Það er eflaust hægt að fullyrða að þegar tískubloggarar koma saman og halda fatamarkað þá verður eitthvað gott á boðstólum. Nokkrir tískubloggarar af trendnet.is þurfa að rýma fataskápa sína og ætla því að halda fatamarkað næstkomandi laugardag á KEX hostel. Stíllinn mælir með því að kíkja á KEX, skoða falleg föt og jafnvel kaupa sér eins og eina flík, fá sér heitt kakó eða einn kaldan og hafa gaman í skemmtilegri hátíðarstemningu. Tískubloggarar selja af sér spjarirnar Mjúkur pakki fyrir hana → Trylltar gull- og silfurbuxur í Dr. Denim, 9.990 kr. ↓ Hvaða stelpa elskar ekki pallíettur? Þessi dásemd fæst í Spúútn- ik, 14.700 kr. ← Köflótt er að koma sterkt inn um þessar mundir. Fallegur blazer í Einveru á 14.990 kr. ↑ Þessi guð- dómlega slá væri ofsalega falleg jólagjöf, hana er að finna í Geysi. ↑ Loð, loð, loð og meira loð. Möst að eiga einn góðan pels. Nostalgía, 49.000 kr. ← Falleg hversdagsleg peysa með skemmtilegu munstri. MAIA, 19.990. ↓ Öðruvísi sokkabuxur poppa upp lúkkið. MAIA, allar á 4.990 kr. nema gráu, lengst til hægri en þær eru á 4.490 kr. → Góð húfa er nauðsynleg í vetur og þær gerast ekki mikið betri en þessar. Geysir, 9.500 kr. ↓ Þessi girnilega peysa og loðkraginn eru tilvalin fyrir íslenska veðráttu. Geysir, peysan á 29.800 kr. en kraginn á 28.900 kr. ← Partýkjóll fyrir áramótin fæst í Spúútnik. ↑ Skyldueign allra kvenna er leðurjakki og það er ekki verra að eiga einn loðkraga til að fullkomna lúkkið. Maia, jakki á 44.990 kr. en kraginn á 16.990 kr.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.