Monitor - 19.12.2013, Blaðsíða 16

Monitor - 19.12.2013, Blaðsíða 16
@forsaetisradun Helgi Björns Ef ég nenni Gimsteina og perlur gullsveig um enni sendi ég henni, ástinni minni Öll heimsins undur, ef ég þá nenni færi ég henni, ástinni minni Lífsvatnið dýra úr lindinni góðu færi ég henni ef ég nenni Hesturinn gullskór hóflega fetar heimsendi að rata, ef ég nenni Ég veit ég átti hér, óskasteina þá gef ég henni, ef hún vill fá mig Ég gæti allan heiminn, ástinni minni óðara gefið, ef hún vill sjá mig --------------------- Precious stones and pearls gold tincture of forehead I send her my love All the wonders of the world, if I bothered them I would like it, my love The lake animal life from the great spring I would like it if I bothered Horse Golden Boot modest walks end of the world to find their way, if I bothered I know I had here, request a I’ll give her, if she wants me I could the whole world, my love As soon as a given, if she wants to see me Takk Google Translate og gleðilega hátíð! Jólakötturinn hefur alltaf fengið þó nokkra athygli en öllum virðist vera sama um jólahundinn. Það hefur reynst honum afar þungbært síðustu aldirnar en eins og sést á myndinni þjáist hann nú af krónískum hvolpaaugum. Afhverju vaskar maður upp en ekki niður? Sagnarsambandið að vaska upp er gamalt í málinu. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er frá miðri 17. öld úr ævisögu Jóns Ól- afssonar Indíafara sem skrifuð var 1661. Sennilegast er að það hafi borist hingað úr dönsku, vaske op, eins og nafnorðið uppvask, í dönsku opvask. Í dönsku eru einnig heim- ildir um vaske ned en þá í sjómannamáli um að þvo gluggahlera, möstur og fleira. Í gamalli danskri heimild er þess getið að um borð í skipi sé ekki notað vaske op heldur vaske ned. Í almennu dönsku máli er hins vegar notað vaske op þegar þvegin eru matarílát og -áhöld. Sú notkun barst síðan hingað. vísindavEfurinn 10 bólur sem gera líf þitt óbærilegt 1 Fjallið. Hún er stór, hún ereldrauð og lítur út fyrir að vera að fara að gjósa hvað úr hverju en þú getur ekki sprengt hana af því að hún er undir húðinni. 2 Sú illkvittna. Hún ákveðurað þrýsta sér í heiminn klukkutíma fyrir stefnumót, ball, mikilvægan fund eða jafnvel brúðkaupið þitt. 3 Landkönnuðurinn. Hún ferhetjulega þar sem enginn bóla hefur farið áður, inní nösina á þér, í handarkrikann, eyrað, beint fyrir ofan rassskoruna eða undir brjóstið. 4 Diskóbólan. Hún virðistskipta litum. Hún var rauð, svo varð hún hvít en núna virðist hún orðin gul eða græn. 5 Athyglisþjófurinn. Hún erstór og hvít. Þú þyrftir bara rétt að ýta við henni til þess að hún myndi springa með gumsi og látum en hún er á einhverjum öðrum. Þú getur ekki hætt að stara. 6 Piparkornin. Það er eins ogþeim hafi verið sáldrað á nefið á þér, svörtu litlu kornunum sem koma alltaf aftur, sama hversu vel þú skrúbbar nebbann. 7 Jójóbólan. Þú sprengir hana,hún kemur aftur. Þú sprengir hana, hún kemur aftur. 8 Móðurbólan. Hún er risastórog umkringd minni bólum. Það er eins og hún sé að fjölga sér á bakinu á þér. 9 Rakbólan. Þú ætlaðir að verameð silkimjúka leggi fyrir ævintýri kvöldsins en líkami þinn hafnaði þeim hugmyndum. 10 Síðasta hálmstráið.Þú varst illa haldin af pepperónísmetti fyrir en þessi fyllti mælinn. Vikunni verður eytt í sjálfsvorkun undir sæng. Það sem maður gerir ekki Margir kannast við það að ætla að gerarosalega mikið í jólamánuðinum. Baka áttamismunandi sortir af smákökum, föndra fullkominn aðventukrans sem endar í Húsi&Híbýl- um og kaupa síðan fullkomnar gjafir og pakka þeim inn á fullkominn hátt. En einhvernveginn endar það oft þannig að maður eyðir meiri tíma í að hugsa um hlutina heldur en að koma þeim í framkvæmd. Að undirbúa jólin er meira en að segja það. Ég er nokkuð viss um að þessisiður, að ætla sér rosa margt engera svo sirkabát ekkert, hefur alltaf verið stundaður í desember. En í dag, með tilkomu samfélagsmiðla, er þetta erfiðara fyrir hauga eins og mig. Fyrsta desember, eins og eftir pöntun, fylltist Facebookið mitt og Instagram af myndum af fullkomnum jólaskreytingum, aðventu- krönsum og smákökum. Ég hafði ekki einu sinni gert mér grein fyrir því að jólamánuðurinn væri runninn upp. Hélt ég væri ennþá örugg í elsku besta nóvember þar sem maður getur talað og talað um hvað maður ætli að vera duglegur um jólin án þess að þurfa að byrja á því. Þegar internetið minnti mig á að (jóla)ballið væri byrjað fékk ég smá-kvíðakast. Ég var nefnilega búin að sjá þetta allt fyrir mérþannig að á fyrstu jólunum sem móðir ogsambýliskona yrði ég einhverskonar heimil- isgyðja sem myndi dunda mér í allan desember við jólaundirbúning. Ég myndi klæðast rauðri svuntu og hælaskóm og heilla alla með guðdómlegum smákökum og skínandi heimili. Fólk sem kæmi í heimsókn myndi missa andlitið og segja hvernig íbúðin mín minnti einna helst á sjálft Jólalandið í Blómavali. En allt kom fyrir ekki. Í nóvember, er ég sat á Þjóðarbókhlöðunni og þóttist læra fyrir próf, lá ég yfir allskonar föndursíðum, uppskriftum og gjafa- hugmyndum. Ég meira að segja “bookmarkaði” eina síðu sem bauð upp á 52 leiðir til þess að föndra fyrir jólin. Semsagt ein jólaföndurhugmynd fyrir hverja viku ársins. Nú er rétt tæp vika í jól og hversu oft ég hef kíkt á þessa síðu? Ekki einu sinni. Aðventu- kransinn minn er fjögur sprittkerti. Og ég gleymdi að kveikja á þeim tvo sunnudaga í röð. En það er ekki bara í skreytingum heimilisins sem ég er svolítið eftirá. Ég er búin að baka einu sinni. Lakkrístoppa. Þeir brunnu. Samt borðaði ég þá alla á einu kvöldi. Hvorki lakkrístopparnir né aðventu-kransinn rötuðu inná Facebook-síðunamína eða Instagram. Auðvitað ekki. Þetta var vandræðalegt. Fjögur sprittkerti kæmust heldur aldrei í Hús&Híbýli. En staðreyndin með samfélagsmiðla er sú að í 99% tilvika notar maður þá til að monta sig af einhverju. Ef ég væri ekki þessi óskipulagði klunni væri Facebook- ið mitt og Instagram mjög líklega fullt af föndri, bakstri og allskonar dúlleríi. Ætli ég væri ekki líka búin að splæsa í blogg, þar sem ég myndi daglega fræða mína fjölmörgu lesendur um stórsigra mína í heimi jólastússins. Það er áhugavert að velta fyrir sér hvernigsamfélagsmiðlar hafa breytt okkur. Fyrir tímaþeirra og þörf okkar til að deila öllum okkar sigrum á netinu gátu skussar eins og ég gengið í gegnum jólamánuðinn án þess að sjá stöðugt hvað allir vinir og kunningjar stæðu sig miklu betur en maður sjálfur í jólaundirbúningnum. Mikilvægast er þó að muna að jólin komaalveg þó maður geri ekkiallt það sem maður ætlaði. Einnig þarf að muna að maður er ekki einn um það að svitna köldum svita í hvert skipti sem kíkt er á Instagram í jólamánuðin- um. Það er nefnilega slatti af þannig fólki þarna úti. En fyrst og fremst þarf maður að slaka á, vera með þeim sem manni þykir vænt um og borða. Því það er það sem þetta snýst allt um. 16 Monitor fimmtudagur 19. desember 2013 EintóM Þvæla í belg & biðu Bætingaráð BErgs Hátíðarnar Nú þegar hátíðirnar nálgast er mikilvægt að hafa nokkra hluti í huga. Í fyrsta lagi er mikilvægast að njóta þeirra! Það hjálpar ekkert að neita sér um góðan mat, konfekt og aðrar kræs- ingar. Stillum þessu frekar í hóf og hreyfum okkur frekar meira. Hvað er betra en léttur göngu- túr með fjölskyldunni á jóladagsmorgun? Brenna nokkrum aukakaloríum og njóta náttúrunnar með ástvinum. Þegar þetta er skrifað eru aðeins 54 tístarar að elta forsætisráðuneytið á Twitter og ætti það ekki að koma mörgum á óvart miðað við aldur og fyrri tíst. Monitor mælir þó með að þú breytir því, hvort sem það er til að hrósa eða hrauna yfir Simma og félaga. Eltu ÞEnnan Forsætisráðuneytið ísl-Enskur tExti auður albertsdóttir

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.