Monitor - 19.12.2013, Blaðsíða 20

Monitor - 19.12.2013, Blaðsíða 20
20 Monitor fimmtudagur 19. desember 2013 Jólin á götunni Á þessum tíma er oft auðvelt að gleyma þeim sem upplifa jólin á allt annan hátt og geta ekki fyrir nokkra muni staðið í gjafakaup- um eða veislustandi af neinu tagi. Talið er að um 180 einstakl- ingar séu heimilislausir á höfuðborgarsvæðinu og er þar um að ræða fólk á öllum aldri með bakgrunn úr öllum stigum samfé- lagsins. Á aðfangadagskvöld hópast þeir sem eiga ekki í önnur hús að venda inn í höfuðstöðvar Hjálpræðishersins og borða þar hátíðlegan jólamat áður en haldið er í gistiskýli bæjarins. Gott og öflugt starf er unnið af Reykjavíkurborg sem og fjölmörgum öðr- um stofnunum til þess að gera líf útigangsfólks eins bærilegt og mögulegt er, en Monitor ákvað að skyggnast betur inn í aðstæður þeirra sem minnst mega sín í samfélaginu. Dagsetur fyrir heimilislausa er rekið við Eyjarslóð úti á Granda. Þar er jafnan mikill straumur fólks, enda hægt að sækja ýmsa aðstöðu innandyra meirihluta dags. Dagsetrið er opið milli klukkan 10 og 17 og er starfsemin ætluð heimilislausum með áfengis- og vímuefnavanda eða geðrænan vanda. Boðið er upp á brauð og kaffi allan daginn og heitan mat í hádeginu. Á staðnum er hægt að leggja sig, fara í tölvur, sturtu og fá hrein föt auk þess sem skjólstæðingar geta tekið þátt í vinnu og fengið greitt fyrir. Félagsráðgjafar veita félagsráðgjöf. Að meðaltali koma 27 gestir í dagsetrið á degi hverjum, en þegar mest lætur getur fjöldinn farið upp í allt að 50. Opið er í dagsetrinu alla daga og er hádeg- ismatur á jólunum. Á aðfangadagskvöld er síðan opið hús hjá Hjálpræðishernum. Allir skjólstæðingar fá jólapakka og reynt er að gera jólin eins hátíðleg og mögulegt er. Skjólstæðingar eru á öllum aldri, en þeir yngstu eru um 18 ára og þeir elstu á áttræðisaldri. • • • • • Dagsetrið Eyjarslóð Nú eru aðeins örfáir dagar í jólin að bresti á með tilheyrandi fjölskyldu- stundum, jólaboðum, veislumat og pakkaflóði. Gangar verslunarmiðstöðva eru þessa dagana stútfullir af fólki á síðasta snúningi að klára nauðsynleg innkaup áður en sest er heim í langþráð frí í faðmi fjölskyldunnar. 179 einstaklingar voru heimilislausir í Reykjavík árið 2012 . Rétt um þriðjungur heimilislausra voru konur. 89% heimilislausra voru íslenskir ríkisborgarar, 7% pólsk ir og önnur þjóðerni undir 1%. 38% heimilislausra höfðu verið í slíkri stöðu í meira en 2 ár, Helmingur heimilislausra neytir einungis áfengis, en hjá hinum helmingnum komu önnur vímuefni oftast einnig við sögu . Fjöldi heimilislausra á aldrinum 18-30 ára jókst um 10% m illi áranna 2009 og 2012. Í Þingholtsstræti er rekið gistiskýli fyrir karlmenn þar se m 20 manns geta sofið. Í vor verður hins vegar opnað nýt t gistiskýli á Lindargötu þar sem aðgengi og aðstaða verð ur betri en áður auk þess sem svefnplássum fjölgar. Skýlin u við Þingholtsstræti verður þá lokað. Í Hlíðahverfi er gistiskýlið Konukot, það er einungis ætla ð konum og er auk gistingar boðið upp á kvöld- og hádegis verð. Gistipláss er fyrir 8 í Konukoti. Borgarverðir eru teymi sérfræðinga sem starfar alla virka daga í Reykjavík og aðstoðar heimilislausa eftir þörfum. Borgarverðir sjá m.a. um að aka þeim sem þurfa úr gistiskýlum í dagsetur. Á kaffistofu Samhjálpar er opið milli klukkan 10 og 16 og þar fá þeir sem þurfa bæði brauð, bakkelsi og heitan mat. Á aðfangadagskvöld býður Hjálpræðisherinn upp á jólam at og þangað kemur mikill fjöldi fólks á hverju ári. • • • • • • • • • • • Lífið á götunni Heimildir: Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, Dagsetrið

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.