Morgunblaðið - 09.01.2014, Side 13

Morgunblaðið - 09.01.2014, Side 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2014 STUTT Margrét Friðriks- dóttir, skólameist- ari MK, gefur kost á sér í 1. sæti í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Kópavogi 8. febr- úar nk. Margrét er með mastersgráðu í uppeldis- og mennt- unarfræðum frá Háskóla Íslands, BA-gráðu í íslenskum fræðum og hefur langa reynslu af kennslu og stjórnun. Hún hefur m.a. verið for- maður Samtaka móðurmálskenn- ara, formaður Skólameistarafélags Íslands og fulltrúi þeirra í alþjóð- legum samtökum. Margrét hefur verið búsett í Kópavogi á þriðja áratug. Hún er gift Eyvindi Al- bertssyni endurskoðanda og eiga þau einn son, Bjarna Þór, sem er læknir. Sækist eftir 1. sæti Stjórnmálaflokkarnir munu á næst- unni velja frambjóðendur á lista fyrir komandi sveitastjórnarkosn- ingar. Morgunblaðið mun birta fréttir af þeim sem gefa kost á sér. Prófkjör árið 2014 Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæj- arfulltrúi í Hafn- arfirði, gefur kost á sér í 1.-2. sæti í flokksvali Sam- fylkingar sem haldið verður dag- ana 6.-9. febrúar næstkomandi. Margrét Gauja er með BA-próf í uppeldis-, menntunar- og atvinnu- lífsfræðum og er með kennslurétt- indi. Hún er gift Davíð Arnari Stef- ánssyni landfræðingi og eiga þau þrjú börn. „Með þátttöku minni í bæjarmál- unum á undanförnum árum hef ég öðlast dýrmæta reynslu og þekk- ingu sem ég vil nýta til áframhald- andi starfa í þágu bæjarbúa,“ segir meðal annars í tilkynningu frá Mar- gréti Gauju. Framboð í 1.-2. sæti Skarphéðinn Orri Björnsson sækist eftir þriðja sæti í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins vegna komandi bæjarstjórnar- kosninga í Hafn- arfirði. Skarphéðinn Orri hefur lengst af starfað í lyfja- og líftæknigeiranum bæði hérlendis og erlendis, nú síð- ast sem framkvæmdastjóri líftækni- fyrirtækisins Algalíf, sem vinnur að byggingu stórrar líftækniverk- smiðju á Ásbrú. „Víðtæk reynsla af atvinnu- og stjórnmálum er notadrjúgt vega- nesti nú þegar rjúfa þarf kyrrstöð- una í Hafnarfirði,“ segir m.a. í til- kynningu frá Skarphéðni. Sækist eftir 3. sæti Geir Jónsson, mjólkurfræðingur og bæjarfulltrúi, gefur kost á sér í 1.-3. sæti í próf- kjöri sjálfstæð- ismanna í Hafn- arfirði sem fram fer 1. febrúar næstkomandi. Í tuttugu ár var Geir í forystu í Stéttarfélagi mjólkurfræðinga og hefur hann síðan starfað lengi inn- an Kiwanisklúbbsins Hraunborgar. Síðustu ár hefur hann setið í sóknarnefnd Ástjarnarkirkju og er núna formaður sóknarnefndar. Geir hefur starfað lengi innan Sjálfstæðisflokksins. Hann skipaði 4. sæti á lista flokksins fyrir síðustu kosningar og situr núna í fjölskylduráði Hafnar- fjarðar. Framboð í 1.-3. sæti Árið 2013 mun fara í bækur Orkuveitu Reykjavík- ur sem margfalt metár í hitaveiturekstrinum. Í fréttatilkynningu frá Orkuveitunni kemur fram að heitavatnsnotkun á ári hafi aldrei verið meiri en á síðasta ári og að aldrei hafi mánaðarnotkun verið meiri en í desember. Árið 2013 notaði fólk og fyr- irtæki á höfuðborgarsvæðinu um 78 milljónir rúmmetra af heitu vatni. Í tilkynningunni kemur fram að um kvöldmat- arleytið 6. desember síðastliðinn hafi verið slegið met frá árinu 2008, þegar klukkustundarrennsli um hitaveituæðarnar á höfuðborgarsvæðinu nam 16.087 rúmmetrum á klukkustund, sem gera um 270 rúmmetra á mínútu, og nemur það með- alrennsli í Elliðaánum. Í tilkynningunni er vakin athygli á því að aflið sem fólst í þessum 16.000 rúmmetrum svari til liðlega 930 megavatta, en til samanburðar megi nefna að afl tveggja stærstu vatnsaflsvirkjanna landsins nemi samanlagt um 960 megavöttum, þar af séu um 690 MW í Kára- hnjúkavirkjun og 270 MW í Búrfellsvirkjun. Í tilkynningunni segir að nærtækustu skýr- inguna á metárinu sé að finna í veðurfarsyfirliti Veðurstofu Íslands. Sumarið hafi verið óhagstætt á landinu sunnan- og vestanverðu, auk þess sem kuldaköst í apríl og desember, ásamt þrálátri úr- komu í ágúst og umhleypingum í nóvember hafi einnig komið til. Um 90% af heita vatninu eru nýtt til húshitunar, og eru því tengslin á milli lofthita og heitavatnsnotkunar mikil. sgs@mbl.is Svipað klukkustundar- rennsli og í Elliðaánum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hellisheiðarvirkjun Árið 2013 var margfalt met- ár í hitaveitunni hjá Orkuveitu Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.