Morgunblaðið - 09.01.2014, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 09.01.2014, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2014 4ja rétta seðill Perlan • Sími 562 0200 • Fax 56 2 0207 • perlan@perlan.is Verð aðeins 7.390 kr. Næg bílastæði Gjafabréf Perlunnar Góð gjöf við öll tækifæri SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Bílstjórar sem sótt hafa námskeið Vinnueftirlitsins um flutning og meðferð hættulegra efna hafa í mörgum tilvikum haft orð á því hvað þeir verði lítið varir við eftirlit með þessum flutningi á vegum landsins. Þetta segir Víðir Kristjánsson, deildarstjóri efna- og hollustuhátta- deildar Vinnueftirlitsins, sem heldur utan um þessi námskeið. Vinnueft- irlitið sinnir fræðslu og forvörnum í þessum málum en sjálft eftirlit með flutningi efnanna, þegar þau eru far- in af stað, er hjá lögreglunni. Annað eftirlit, eins og með flokkun efna, viðurkenningu umbúða, prófun og fleira, er í yfirumsjón Vinnueftirlits- ins samkvæmt gildandi reglugerð. Vinnueftirlitið heldur einmitt námskeið núna í lok janúar fyrir þá sem vilja öðlast svonefnd ADR-rétt- indi, sem gefa heimild á Evrópska efnahagssvæðinu til að flytja hættu- leg efni milli staða. Námskeiðin eru haldin reglulega, sem og endur- menntunarnámskeið, og segir Víðir að þátttakan sé yfirleitt mjög góð. Ekki alltaf farið eftir reglum „Bílstjórar þurfa að koma til okk- ar aftur eftir fimm ár til að end- urnýja réttindin og þá heyrum við að það er ekki alltaf verið að fara eftir reglunum og þeir verða ekki varir við mikið eftirlit. Þeir tala einnig um að skjöl vanti með hættu- legum efnum sem á að flytja og síð- an er spurning hvort alltaf sé farið eftir ákvæðum um hvaða vörur má flytja saman og hverjar ekki. Bíl- stjórar eru ekki alltaf að lesta sjálfir heldur sérstakir starfsmenn, sem eiga að hafa fengið þjálfun í þessu hjá sínu fyrirtæki,“ segir Víðir. Hann segir Vinnueftirlitið hafa tekið þátt í eftirlitsátaki með lög- reglunni, Lögregluskólanum og Vegagerðinni og einnig farið í eft- irlitsferðir á flutningastöðvar. Víðir segir stóru flutningafyrirtækin, Eimskip-Flytjanda og Landflutn- inga Samskips, hafa verið með þessi mál í góðu lagi, þegar kemur að flutningi hættulegra efna, sem og fyrirtæki á borð við Olíudreifingu, Skeljung og Gasfélagið. Víðir segist geta tekið undir með Höskuldi Einarssyni, fv. deildar- stjóra hjá slökkviliði höfuðborgar- svæðisins, um að lítið sé vitað um umfang á flutningi eiturefna og ann- arra hættulegra efna. „Við vitum hvað mikið er flutt inn til landsins, og hvað er framleitt hér á landi, en við höfum ekki yfirlit yfir dreifingu á efnunum um landið, nema þá hjá þessum stóru aðilum sem dreifa olíu og gasi. Þannig höf- um við ekkert yfirlit um dreifingu á stykkjavörunni,“ segir Víðir. Vantar reglur um leiðir Umhverfisstofnun hefur átt fundi með fulltrúum slökkviliðsins á höf- uðborgarsvæðinu um þessi mál. Bergþóra Skúladóttir, teymisstjóri á sviði sjálfbærni hjá Umhverfis- stofnun, segir umræðuna af hinu góða og nauðsynlegt sé að fyrir- byggja óhöpp í flutningi hættulegra efna. „Við hyggjumst beita okkur fyrir því að kalla saman þá aðila sem koma að málinu og fara yfir hvort þurfi að auka skýrleika þeirra reglna sem gilda og hvað hver á að gera,“ segir Bergþóra. Hún segir skýrar reglur skorta hér á landi um það eftir hvaða göt- um og vegum megi flytja skaðleg efni, þannig að ekki sé verið aka með slík efni í gegnum íbúðabyggð. „Áhyggjur slökkviliðsins eru skiljanlegar, við viljum tryggja að engin óhöpp verði í þessum flutn- ingum,“ segir hún ennfremur. Bílstjórar ekki varir við mikið eftirlit  Skortur á að skjöl fylgi hættulegum efnum í flutningi Morgunblaðið/Júlíus Flutningar Atvinnubílstjórar verða að sækja sérstök námskeið til að mega flytja hættuleg efni. Vinnueftirlitið er næst með námskeið í lok janúar nk. Talsmenn stóru landflutninga- fyrirtækjanna í eigu Eimskips og Samskips segja félögin fara eftir settum reglum um flutning hættu- legra efna og þau sinni ströngu innra eftirliti. Ólafur William Hand, upplýs- ingafulltrúi Eimskips og Flytjanda, segir flutninginn fara eftir því um hvaða efni sé að ræða. Sum efni megi flytja með öðrum vörum en önnur ekki. Flutningabílarnir séu þá skilmerkilega merktir ef hættu- leg efni séu um borð. „Við höfum mikið eftirlit með þessu hjá okkur og gætum þess að bílstjórarnir sæki námskeið. Við sendum þá einnig á sérstök öryggisnámskeið og höfum verið í miklu og góðu samstarfi við Ökuskólann, þar sem við höfum útvegað sérstakan gám sem notaður er til kennslu á hvernig á binda niður og ganga frá vöru,“ segir Ólafur hjá Eimskip. Gísli Þór Arnarson, forstöðu- maður innanlandssviðs Landflutn- inga-Samskips, segir alla bílstjóra fyrirtækisins og lestunarmenn hafa tilskilin réttindi til að flytja og meðhöndla hættuleg efni. Öll- um reglum sé fylgt og bílarnir vel merktir. „Við teljum að þessi mál séu í góðum farvegi. Það er verið að flytja alls konar efni og vörur út á land. Við erum oft með það mikið magn að auðveldara er fyrir okkur að aðskilja vörurnar en kannski minni aðila,“ segir Gísli. Segjast fara eftir reglum STÓRU FLUTNINGAFYRIRTÆKIN UM HÆTTULEG EFNI „Fyrirvarinn að þessu var skamm- ur en ég ákvað að slá til. Það er gaman að sinna almennri þjónustu að nýju og þeim fjölbreyttu verk- efnum sem því fylgja,“ segir sr. Karl Sigurbjörnsson biskup. Hann er nú prestur við Dómkirkjuna í Reykjavík og verður út febrúar. Með þessu fyllir hann skarð sr. Hjálmars Jónssonar sem er í veik- indaleyfi. „Þetta er allur pakkinn og maður hreinlega yngist upp í störfum með þessu góða fólki hér,“ segir Karl sem ásamt sr. Önnu Sigríði Páls- dóttur sinnir messuhaldi, jarðar- förum og öðrum prestsverkum. Einnig fermingarfræðslu, en rúm- lega tuttugu börn ganga til spurn- inga hjá dómkirkjuprestunum í vet- ur. Hálft annað ár er síðan Karl lét af embætti biskups Íslands, sem hann gegndi í fjórtán ár. Á þeim árum kveðst hann alltaf hafa sinnt prestsverkum í einhverjum mæli, svo sem fyrir vini og fjölskyldu. „Kannski er maður kominn aðeins úr æfingu svo þetta er ágæt upp- rifjun,“ segir Karl. sbs@mbl.is Biskup gerist prestur að nýju Morgunblaðið/Árni Sæberg Þjónusta „Kannski er maður kominn aðeins úr æfingu svo þetta er ágæt upprifjun,“ segir Karl Sigurbjörnsson, nú prestur við Dómkirkjuna. Framboð á fersku grænmeti jókst hér á landi úr 47,2 kílóum á íbúa árið 2011 í 50,9 kíló á íbúa árið 2012. Þá jókst framboð á ferskum ávöxtum einnig á milli ára úr 61 kg á íbúa í 64,4 kg. Landlæknisembættið birtir reglu- lega upplýsingar um fæðuframboð á Íslandi. Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnastjóri næringar hjá emb- ættinu, segir á vef landlæknis að þessar upplýsingar veiti ekki beinar upplýsingar um neyslu en gefi vís- bendingar um þróun á mataræði þjóðarinnar. Hólmfríður bendir á, að framboð á bæði grænmetis- og ávaxtavörum hafi aukist og nú sé heildargrænmet- isframboðið orðið heldur meira en það hafi verið árið 2007 þegar það var mest. Framboð á ávöxtum sé ennþá minna en það var þá. Á vef landlæknis kemur jafnframt fram á sykur- og feitmetisneysla hafi aukist milli áranna og sykurneysla á Íslandi sé mikil borið saman við aðr- ar Norðurlandaþjóðir. Neysla ávaxta og grænmetis eykst  Sykurneysla mikil hér á landi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.