Morgunblaðið - 09.01.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.01.2014, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2014 í yfir 50 fallegum litum Þönglabakka 4, sími 571-2288, www.gauja.is VINSÆLA ARWETTA CLASSIC GARNIÐ SJÓN ER SÖGU RÍKARI! Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is Movie Star hvíldarstóll Verð 439.000,- Meðal hugmynda ungra Breiðdælinga er að koma upp dyrum og staðsetja úti á víðavangi (The Pointless Door of Iceland), þar sem gestir og gangandi gætu látið taka af sér mynd og fengið staðfestingu á að hafa farið í gegn- um dyrnar. Þessi hugmynd var m.a. reifuð á íbúaþingi sem haldið var í Grunnskólanum á Breiðdalsvík í nóv- ember og um 50 manns sóttu. Atvinnumál eru mikilvægasti þátturinn í eflingu byggðar í Breiðdalshreppi, að mati þátttakenda á íbúa- þinginu. Ýmsir möguleikar eru til fjölgunar atvinnutæki- færa, ekki síst með því að byggja á sérstöðu svæðisins, náttúru, sögu og matvælaframleiðslu. Horft er til ferðaþjónustu, nýtingar á aflögðu frysti- húsi og loks fékk hugmynd um slipp fyrir báta að 30 tonnum góðan hljómgrunn. Þá er áhugi á að fjölga op- inberum störfum, sem hefur fækkað verulega á síðustu þremur áratugum, segir í skýrslu um íbúaþingið. Þrjú setur til umræðu Þrír hópar ræddu um þrjú mismunandi setur; Ein- arsstofu, Breiðdalssetur og frumkvöðlasetur. Breið- dalssetur var stofnað 2008 en unnið er að undirbúningi vegna Einarsstofu. Hugmynd um frumkvöðlasetur er komin skemmra á veg. Einarsstofa yrði setur helgað ævistarfi sr. Einars Sig- urðssonar (1539-1626), sem var prestur í Eydölum í Breiðdal og var helsta trúarskáld sinnar tíðar, eins og segir í skýrslunni. Þar kemur fram að um nokkurt skeið hafi verið unnið að verkefni sem tengist 500 ára siðbót- arafmæli Lúters, árið 2017. Einarsstofa yrði reist við Heydalakirkju, sem tengdist þar með sálmaskáldinu. Heydalakirkja á fjármuni, sem hafa verið „eyrna- merktir“ þessu verkefni. Þeir fengust vegna afnota og leigu til Fljótsdalshéraðs af urðunarstað á Heydalamel- um, sem nýttur var um nokkurt skeið. Framtíðin mótuð „Breiðdælingar móta framtíðina“ er yfirskrift byggða- þróunarverkefnis í Breiðdalshreppi, sem leitt er af Byggðastofnun í samstarfi við Breiðdalshrepp, Aust- urbrú, Samband sveitarfélaga á Austurlandi, Háskólann á Akureyri og íbúa Breiðdalshrepps. Breiðdalshreppur er einn af fjórum stöðum þar sem Byggðastofnun stendur fyrir sambærilegum verkefnum, í svokölluðum „brothættum byggðum“. Hinir staðirnir eru Bíldudalur, Skaftárhreppur og Raufarhöfn, þar sem verkefnið er lengst komið. Umsjón með íbúaþinginu hafði Ildi, þjónusta og ráðgjöf. aij@mbl.is Morgunblaðið/Golli Sumarfegurð Breiðdalsvík á fallegum sumardegi, en unnið er að uppbyggingu í atvinnulífi á staðnum. Dyr á víðavangi og upp- bygging Einarsstofu  Fjölmargar hugmyndir ræddar á íbúaþingi á Breiðdalsvík Brimnes RE varð aflahæst frysti- togara í fyrra og veiddi 11.887 tonn í 21 veiðiferð. Þar af voru makríll og síld 4.541 tonn. Kleifaberg RE varð í 2. sæti með 11.246 tonn upp úr sjó. Brim hf. gerir bæði skipin út. Vefurinn aflafrettir.is leiðrétti fyrri frétt sína um að Kleifaberg RE hefði verið aflahæst. Skýringin á fyrri fréttinni er sú að Brimnes RE stundaði makrílveiðar við Grænland og landaði 1.307 tonnum. Önnur af tveimur veiðiferðum þangað var ekki skráð í kerfið sem upplýsing- arnar voru sóttar í. Á vefnum aflafrettir.is kemur fram að afli Brimness RE hafi verið 1.100 tonnum meiri árið 2013 en árið á undan. Aflinn hjá Kleifabergi RE jókst hins vegar um 1.500 tonn á milli áranna 2012 og 2103. Kleifaberg RE er flakafrystitog- ari með 26 manna áhöfn. Brimnes RE haussker aflann og heilfrystir. Þar um borð er 20 manna áhöfn. Kleifaberg RE er nú í slipp í Reykjavík þar sem skipið gengst undir reglulegt viðhald. Stefnt er að því að togarinn hefji veiðar á ný und- ir lok vikunnar. gudni@mbl.is Morgunblaðið/Þórður Kleifaberg RE Skipið er nú í slipp í Reykjavík. Þar gengst það undir reglu- legt viðhald. Togarinn var smíðaður 1974 og verður því 40 ára á þessu ári. Brimnes aflahæst  Kleifaberg RE er nú í slipp og heldur aftur til veiða í lok vikunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.