Morgunblaðið - 09.01.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.01.2014, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2014 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Stjarnvísindamenn hafa náð dýpstu mynd sem náðst hefur af þyrpingu stjörnuþoka með Hubble-geimsjón- aukanum. Þyrpingin nefnist Pan- dóruþyrpingin (Abell 2744) og er hún talin hafa myndast við árekstur margra slíkra vetrarbrautaþyrp- inga. Vetrarbrautir sem sjást á mynd- inni eru í um tólf milljarða ljósára fjarlægð frá sólkerfi okkar og sýnir hún því hvernig þær litu út til- tölulega stuttu eftir miklahvell, bor- ið saman við aldur alheims. Magnar upp ljósið Myndin er sú fyrsta úr svokölluðu Frontier Fields-verkefni Hubble- sjónaukans en það gengur út á að skyggnast dýpra út í alheiminn en nokkru sinni áður að því er kemur fram á Stjörnufræðivefnum. Þetta er gert með því að láta sjónaukann kanna svonefndar þyngdarlinsur í kringum sex mismunandi vetrar- brautaþyrpingar. Efnismikil fyrirbæri eins og vetrarbrautarþyrpingar hafa svo mikinn þyngdarkraft að þær sveigja og bjaga geiminn í kringum sig. Þetta verður þess valdandi að ljós frá enn fjarlægari fyrirbærum á bak við þessar náttúrulegu linsur bjag- ast. Þyngdarlinsan magnar upp ljós- ið frá þessum fyrirbærum sem eru alla jafna of dauf og fjarlæg til að sjást og gerir þau sýnileg. Alls má þannig greina yfir þrjú þúsund vetrarbrautir á mynd Hubble sem Pandóruþyrpingin magnar upp en henni tilheyra hundruð vetrarbrauta í forgrunn- inum. Sú daufasta þeirra er tíu til tuttugu sinnum daufari en nokkur vetrarbraut sem áður hefur sést frá jörðinni. Myndirnar frá Hubble verða not- Skyggnast í stækkunargler Pandóru  Náttúrulegar linsur notaðar til að skoða fyrirbæri í órafjarlægð Þrátt fyrir að færri reyki nú í sumum heims- hlutum en áður er reykinga- mönnum í heim- inum að fjölga. Árið 2012 reyktu um 967 milljónir manna á hverjum degi borið saman við 721 milljón manna árið 1980. Þetta sýna gögn frá 187 þjóðum heims. Ástæðan er einfaldlega fjölgun mannkynsins en hlutfall reyk- ingafólks í heiminum hefur hins vegar lækkað. Algengara er að karlar reyki en konur. Um þrír af hverjum tíu körl- um og ein af hverjum tuttugu kon- um í heiminum reykja daglega. Ár- ið 1980 var hlutfallið fjórir af hverjum tíu karlmönnum og ein af hverjum tíu konum. HEILBRIGÐISMÁL Reykingafólki fjölgar í heiminum en hlutfallið lækkar Konur reykja síður en karlar. Þýski F1-öku- þórinn Michael Schumacher var á hraða „góðs skíðamanns“ á nokkuð hörðu undirlagi þegar hann rakst á stein og datt. Engu að síður telur teymi sem rannsakað hefur slysið sem varð þess valdandi að hann hefur legið í dái frá 29. des- ember að hvorki hraðinn, skíðin né merkingar á skíðabrautinni hafi valdið slysinu. Patrick Quincy, saksóknarinn sem fer fyrir rannsókninni, sagði á blaðamannafundi í gær að allar reglur um merkingar á skíðabraut- um hefðu verið virtar og að Schu- macher hefði vísvitandi skíðað utan brautarinnar. FRAKKLAND Hraði, merkingar eða skíðin ekki ástæða fallsins Michael Schumacher Her- og lögreglumenn rannsaka það sem talið er vera hluti af braki bandarískrar herþyrlu sem hrapaði við strendur Norfolk á austurhluta Englands seint á þriðjudagskvöld með þeim afleiðingum að fjögurra manna áhöfn hennar fórst. Þyrlan var af gerðinni HH-60G Pave Hawk en hún hrapaði á nátt- úruverndarsvæði við Cley-next-the- Sea þegar hún var við lágflugsæf- ingar. Að sögn lögreglu dreifðist brak úr þyrlunni yfir svæði á stærð við knattspyrnuvöll. Íbúar og sveitarstjórnarmenn á svæðinu höfðu varað við slysahættu vegna þess að herþyrlur höfðu oft sést fljúga í allt niður í þriggja metra hæð á svæðinu þótt þar væru uppeldisstöðvar fugla. Fjögurra manna áhöfn fórst þegar bandarísk herþyrla hrapaði á Englandi Höfðu varað við slysa- hættu EPA Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Forsætisnefnd þjóðþings Norður- Kóreu tilkynnti í gær að kosningar til þingsins yrðu haldnar 9. mars. Þetta verða fyrstu kosningar sem haldnar eru í einræðisríkinu frá því að Kim Jong-un tók við völdum í lok árs 2011. Kim er talinn ætla að herða völd sín í landinu enn frekar í kjölfar þess að hann ruddi eiginmanni föðursystur sinnar úr vegi nýverið. Norður-kór- eska þingið er einungis málamynda- samkunda og er í raun valdalaust. Hlutu öll greidd atkvæði Kosið er til þingsins á fimm ára fresti og fóru síðustu kosningar fram árið 2009 í valdatíð Kim Jong-il. Þá var aðeins einn frambjóðandi í boði í hverju og einu hinna 687 kjördæma landsins og höfðu þeir allir verið vald- ir af stjórnvöldum. Kjörsókn var 99,98% samkvæmt opinberum tölum og hlutu frambjóðendurnir öll greidd atkvæði í kjördæmum sínum. Grannt verður fylgst með kosning- unum í Norður-Kóreu fyrir vísbend- ingar um hvaða breytingar eigi sér stað innan valdapíramídans þar og hvort áður valdamiklir menn innan hans verði látnir fjúka. Kim III. hefur þegar látið til sín taka og er aftakan á Jang Song-Tha- ek, eiginmanni föðursystur hans og pólitískum lærimeistara, skýrasta dæmið um þær breytingar sem leið- toginn ungi hefur gert. Auk þess hef- ur fjölda embættismanna sem starfað hafa erlendis verið skipt út. Í nýársá- varpi sínu í síðustu viku sagði Kim að landið hefði styrkst við það að „klofn- ingsúrþvætti“ hefði verið fjarlægt. Norður-kóreska þingið er yfirleitt kallað saman tvisvar á ári í einn til tvo daga í senn til þess að samþykkja fjárlög og persónulegar breytingar. Síðast var það kallað saman í apríl á síðasta ári en þá var tilnefning Pak Pong-Ju til embættis forsætisráð- herra samþykkt. Boða til kosninga í N-Kóreu  Fyrstu þingkosningar frá því að Kim Jong-un tók við völdum  Þingið valda- laus samkunda  Fylgst með hvort frekari hreinsanir æðstu manna eigi sér stað AFP Leiðtogi Fylgi Kim Jong-un (f.m.) fordæmi föður síns gæti hann sjálfur ver- ið í framboði í kosningnum. Hér kannar hann herstöð í landinu á dögunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.