Morgunblaðið - 09.01.2014, Side 23

Morgunblaðið - 09.01.2014, Side 23
aðar ásamt myndum frá Spitzer- sjónaukanum og Chandra- röntgensjónaukanum til að varpa frekara ljósi á uppruna vetrarbrauta og svarthola í miðju þeirra. Stærri en búist var við Á fundi bandarísku stjarnvísinda- samtakanna þar sem myndin af Pan- dóruþyrpingunni var kynnt var greint frá fleiri uppgötvunum. Þann- ig greindu vísindamenn frá því að þeir hefðu myndað fjórar ungar vetrarbrautir eins og þær voru að- eins 500 milljón árum eftir mikla- hvell. Hubble-sjónaukinn hefur áður náð myndum af svo ungum vetrar- brautum en það kom á óvart að þær voru 10-20 sinnum bjartari en þær sem áður hafa sést. „Þær voru mun stærri en við átt- um von á að finna. Þær eru aðeins 1% af vetrarbrautinni okkar en það er stór stjörnuþoka svo snemma í sögunni,“ segir dr. Garth Illing- worth við Háskólann í Kaliforníu. ESA/Hubble Linsa Vetrarbrautirnar í Pandóruþyrpingunni eru í um 3,5 milljarða ljósára fjarlægð frá sólkerfi okkar en þær sem hún magnar upp eru enn fjarlægari. FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2014 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Forsætisráðherra Íraks, Nuri al- Maliki, er sigurviss í aðdraganda meiriháttar hernaðaraðgerða sem íraski herinn undirbýr nú til þess að ráða niðurlögum uppreisnar al- Qaeda-liða í borginni Fallujah. Herskáir súnnítar náðu borginni á sitt vald um helgina en það er í fyrsta skipti frá því að síðara Íraksstríðið hófst með innrás Bandaríkjahers ár- ið 2003 sem uppreisnarmenn ráða stórum borgum í landinu. Í sjónvarpsávarpi í gær þakkaði Maliki alþjóðasamfélaginu fyrir stuðninginn í baráttunni gegn al- Qaeda um leið og hann hvatti upp- reisnarmenn til að leggja niður vopn. Bandarísk stjórnvöld hétu því fyrr í vikunni að þau myndu senda vopna- búnað með hraði til landsins, þar á meðal eldflaugar og dreka (e. drone). Þau hafa hins vegar útilokað að senda hermenn aftur til landsins. Rauði hálfmáninn í Írak greindi frá því í gær að um 13.000 fjölskyldur hefðu flúið Fallujah undanfarna daga í kjölfar átaka á milli al-Qaeda-liða og öryggissveita. Flestir hefðust við í skólum, öðrum opinberum bygging- um eða hjá ættingjum sínum. Stærsta orrustan frá Víetnam Fall Fallujah hefur valdið banda- rískum uppgjafahermönnum og stjórnmálamönnum hugarangri en borgin var vettvangur einhverra hörðustu skæra stríðsins á sínum tíma. Átök hófust þar í apríl 2004 í kjöl- far þess að fjórir verktakar Black- water-öryggisfyrirtækisins voru myrtir og illa leikin lík tveggja ann- arra voru hengd til sýnis af brú yfir Efratfljót. Sjö mánuðum síðar hófst gríðar- lega umsvifamikil aðgerð banda- rískra hermanna sem gengu hús úr húsi til að leita uppi uppreisnarmenn. Þeim aðgerðum hefur verið lýst sem mestu hernaðaraðgerðum banda- rískra landgönguliða í borgarum- hverfi frá bardaganum í Hue í Víet- nam árið 1968. „Þessir ungu landgönguliðar, 19 ára gamlir, fóru í sérhverja byggingu og herbergi í Fallujah. Þeir fóru inn í dimm herbergi, spörkuðu niður hurðir án þess að vita fyrirfram hvort þeir fyndu íraska fjölskyldu á hækj- um sér eða íslamskan hryðjuverka- mann sem beið þess að skjóta þá og drepa. Þetta gerðu þeir aftur og aft- ur,“ segir sagnfræðingurinn Richard Lowry við AP-fréttaveituna banda- rísku. Því er ekki laust við að þróun mála nú valdi þeim sem kostuðu miklu til að ná valdi á borginni vonbrigðum og að þeir spyrji sig hvort fórn þeirra hafi verið til einskis. „Ég sé þetta ekki sem skipbrot allra aðgerða okkar … ennþá. Þetta er bara einn vígvöllur, ein borg af mörgum þar sem bardagar hafa geis- að frá 2003. Það er vegna þess að við höfum upphafið þessa orrustu svo mikið að fyrir okkur Bandaríkja- mönnum verður þetta að glötuðum málstað, Víetnamheilkenninu,“ segir Earl J. Catagnus jr., sem særðist í átökum í Fallujah og kennir nú við herskóla, við AP. Fall Fallujah vekur efasemdir vestra  Vettvangur mestu hernaðaraðgerða innrásarinnar í Írak AFP Verslun Lífið í Fallujah komst að einhverju leyti í hefðbundnar skorður í gær og verslanir sumar opnaðar aftur. Al-Qaeda-liðar ráða þar enn ríkjum. Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér • Mylur alla ávexti, grænmeti klaka og nánast hvað sem er • Hnoðar deig • Býr til heita súpu og ís • Uppskriftarbók og DVD diskur fylgja með Lífstíðareign! Tilboðsverð kr. 106.900 Með fylgir Vitamix sleif drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 125.765 Meira en bara blandari! Innihurðir í öllum stærðum og gerðum! Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki Lei tið tilb oða hjá fag mö nnu m o kka r • Hvítar innihurðir • Spónlagðar innihurðir • Eldvarnarhurðir • Hljóðvistarhurðir • Hótelhurðir • Rennihurðir • Með og án gerefta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.