Morgunblaðið - 09.01.2014, Page 26

Morgunblaðið - 09.01.2014, Page 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2014 Í lögum og sam- þykktum um Rík- isútvarp er lögð rík áhersla á menningar- hlutverk þess. Þetta stóra orð kemur fyrir í ýmsum myndum, svo sem: … menningarleg fjölbreytni; menning; menningararfleifð; menningarlegar þarf- ir; lista- og menning- arþættir; menningarminjar; menn- ingarlegt hlutverk; menningar- arfleifð og náttúra; svið menningar og lista; menning og samfélag; menningarefni; samtímamenning; menningarheimar; menningarmál; menningarleg þýðing … „Útvarpsstjóri“ er líka stórt orð enda er embættinu falið að tryggja að farið sé að lögum og sam- þykktum „hlutafélagsins“. Nú bregður svo við að í auglýs- ingum um laust starf útvarpsstjóra kemur hið stóra orð menning ekki við sögu. Starfssvið er í fjórum lið- um. Í þriðja lið segir þó að útvarps- stjóri eigi að hafi yfirumsjón og bera ábyrgð á allri dagskrárgerð – og þar með gerð menningarefnis – væntanlega (?). Menntunar- og hæfniskröfur eru einnig í fjórum liðum. Þar kemur hið stóra orð menning ekki heldur við sögu. Í fyrsta lið segir að um- sækjandi skuli hafa háskóla- menntun sem nýtist í starfi. Þannig væri alveg óvitlaust að hvetja ein- stakling með þriggja ára BA-próf í bókhaldsfræðum til að sækja um embættið enda ber útvarpsstjóri ábyrgð á fjármálum Ríkisútvarps- ins – og þá er gott að vita mun á debet og kredit. Kunnátta á því sviði nýtist sannarlega í starfi. Það verður úr vöndu að ráða fyrir stjórn hlutafélagsins á loka- sprettinum. Þessi starfslýsing er opin í alla enda. Fráfarandi útvarps- stjóra tókst ekki að verja flaggskip þjóð- arinnar er menning- arslagsíða kom á það í haust. Fjöldi atkvæðisbærra manna upphóf mót- mæli. Útvarpsstjóri sagði starfinu lausu; menningarfé RÚV rann í bankastjórahítina og er glatað. Áhugasamir leyfa sér að vona að menningarhlutverkið verði í háveg- um haft við val á nýjum útvarps- stjóra og stjórn hlutafélagsins fari ekki að klífa „… þrítugan hamarinn til að verða við bænarstað vina og frænda“. Því lengi getur vont versnað. Maður hlýtur að óska stjórn RÚV allra heilla í þessari eldlínu. Annars kemur mér þetta bara ekk- ert við; ég á akkúrat engra per- sónulegra hagsmuna að gæta. Mér þykir bara vænt um Útvarpið – svo það sé á hreinu – og er ekki einn um það. Ríkisútvarp í menningarþágu Eftir Guðmund Emilsson »Maður hlýtur að óska stjórn RÚV allra heilla í þessari eld- línu. Guðmundur Emilsson Höfundur er hljómsveitarstjóri og fyrrverandi tónlistarstjóri RÚV. Það var í viðtali á Stöð 2 sem formaður Framsóknarflokksins sagði að andstaðan við ESB væri mjög djúp- stæð í flokknum. Þetta rifjaði upp fyrir mér samtöl sem ég átti við föður minn fyrir margt löngu, en hann var framsóknarmaður, eins og margir Þing- eyingar. Hann trúði því að eins kon- ar búauðgisstefna væri sá grund- völlur sem þjóðin yrði að hafa að leiðarljósi. Þó hann hafi aldrei notað þetta hugtak, eða kunnað að gera því hagfræðileg skil, var lífshugsjón hans sú að landbúnaðurinn væri undirstaða afkomu og auðs í land- inu. Voru foreldrar hans þó lengst af réttindalitlir, bláfátækir leiguliðar, sem hröktust á milli kotbýla síðari hluta ævi sinnar, en hann sjálfur sendur ellefu ára í óvægna vinnu- mennsku. Reynsla hans af landbún- aði var því ekki sú, að þessi atvinnu- grein byði alþýðu bjargálna kjör. Þvert á móti. En trúin á landbún- aðinn var óbilandi og samofin lífssýn hans og menningu, þótt sjálfur væri hann ekki bóndi nema um tíu ár alls. Þau ár voru honum ekki gjöful. Síð- an hef ég oft velt því fyrir mér hvernig svo erfiður gróður, sem ís- lenskur landbúnaður, gat skotið svo djúpum, óbifandi rótum í huga hans. Var það gróp sögunnar sem mótaði hann ómeðvitað eða ruglaði hann saman trú á landið og landbún- aðinn? Gegn þróun samfélagsins Landbúnaður hefur verið stund- aður á Íslandi frá landnámi. Land- búnaðarframleiðslan var frá upphafi að miklu leyti byggð á rányrkju, ekki ræktun. Með tímanum tók jarð- næði að safnast á fárra hendur. Við það jókst fjöldi leiguliða sem vildu taka sér búsetu við sjávarsíðuna. Efnabændur óttuðust að þetta myndi draga vinnufólk úr landbún- aði og leiða til kauphækkana og bönnuðu með lögum. Bændasamfélagið ís- lenska var andstætt bæði verslun og við- skiptum og gerði sér- hvert sveitaheimili að sjálfbjarga samfélagi. Landið sjálft átti að fullnægja þörfum þjóð- arinnar. Ráðandi stétt- ir gerðu síðan þær ráð- stafanir sem dugðu til að halda þjóðinni á sjálfsþurftarstigi allt fram á síðari hluta nítjándu aldar. Kúgun vinnuhjúa og ánauð leiguliða var eitt meg- ineinkenni samfélags miðalda. Hér var þessi hluti ánauðugra allsleys- ingja stærri og stóð mun lengur. Lokað þjóðfélag Barátta bænda gegn þurrabúð- arfólki stóð allt fram á síðari hluta 19. aldar. Þróun þjóðfélagsins til fjölbreyttari lifnaðarhátta og rækt- unar samfélags var stöðvuð. Ís- lenskir efnabændur lokuðu sam- félaginu bæði inn á við sem út á við. Þeir vildu ekki deila með öðrum. Það var þessi innri lokun samfélags- ins sem leiddi til örbirgðar og kúg- unar íslenskrar alþýðu um aldir. Þróunarkraftur samfélagsins var drepinn með lögbundinni einokun efnabænda, ekki með boðum frá Kaupmannahöfn. Útflutningsvörur okkar urðu einhæfar og féllu í verði, aðgangur að mörkuðum þrengdist og samgöngur urðu strjálli. Landið lokaðist og einangraðist frá öðrum þjóðum. Íslenskir embættismenn gengu af fádæma hörku fram í að fá ógæfufólk og snærisþjófa dæmda til hörðustu vistar á Brimarhólmi eða til aftöku. Efnabændur töldu það þjóna hagsmunum sínum. Engan óróa, enga samkeppni, hvorki að ut- an né innanfrá. Þetta var sú sam- félagsumgjörð sem Íslendingar vöndust og ólust upp við. Þýskættuð rómantík lýsti síðan upp dimmar aldir með skírskotun til fornaldar – „undu svo glaðir við sitt“. Pólitískar rætur mið- aldasamfélagsins Segja má að þetta hafi verið sú samfélagssýn sem Íslendingar fengu í arf við upphaf tuttugustu aldar. Svo rótgróin var hags- munagæsla efnabænda, að vist- arbandið og lögin um bann við frjálsri búsetu voru aldrei afnumin að fullu. Þegar fram komu á Alþingi árið 1907 frumvörp um afnám lag- anna, fengu þingmenn í hnén og kiknuðu fyrir ofurvaldi efnabænda og breyttu frumvörpunum þannig að bannið var ekki afnumið. Það var ekki í síðasta skiptið sem þingmenn kiknuðu undan þrýstingi bænda og samtaka þeirra. Vonandi er Ísland eina landið í Evrópu, þar sem enn eru í gildi lög sem banna frjálsa bú- setu. Við Íslendingar höfum aldrei gert upp þessa dimmu kafla í sögu okkar, þar sem ofbeldið og kúgunin komu innanfrá. Við ýttum þeim hvimleiðu köflum yfir á Dani, hnik- uðum sögunni til, og gerðum þetta að aflvaka í sjálfstæðisbaráttunni. Pólitískur arftaki gamla lokaða bændasamfélagsins var Framsókn- arflokkurinn. Hann hélt á lofti og barðist fyrir kröfum þess um lokað, samkeppnislaust samfélag. Hann lagðist gegn tillögum um að opna samfélagið. Einokunarframleiðsla landbúnaðarvara og innflutnings- bann eru skilgetin afkvæmi átjándu aldar samfélags. Hvort heldur sem var samningur um EFTA eða EES, alltaf var flokkurinn andvígur opnun til frjálsari viðskipta. Það er því engin ástæða til að bera brigður á þau orð formanns Framsókn- arflokksins að djúpstæð andstaða sé í flokknum gegn ESB. Annað væri í andstöðu við rætur hans. Einangrun, afturför og kúgun Eftir Þröst Ólafsson » Pólitískur arftaki gamla bænda- samfélagsins var Fram- sóknarflokkurinn. Hann hélt á lofti og barðist fyrir kröfum þess um lokað, samkeppnislaust samfélag. Þröstur Ólafsson Höfundur er hagfræðingur. –– Meira fyrir lesendur SÉRBLAÐ PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 20. janúar. Eitt og annað sem tengist þorranum verður til umfjöllunar í blaðinu s.s: Matur, menning, hefðir, söngur, bjór, sögur og viðtöl. Þann 24. janúar gefur Morgunblaðið út sérblað tileinkað Þorranum Nánari upplýsingar gefur: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.