Morgunblaðið - 09.01.2014, Side 34

Morgunblaðið - 09.01.2014, Side 34
✝ Margrét Þur-íður Friðriks- dóttir fæddist á Eskifirði 14. mars 1920. Hún lést á dvalarheimilinu Hrafnistu í Hafn- arfirði 26. desember 2013. Hún var næstelst barna hjónanna Friðriks Árnasonar, hreppstjóra á Eski- firði, f. 7.5. 1896, d. 25.7. 1990 og Elínborgar Kristínar Þorláks- dóttur, f. 21.9. 1891, d. 11.1. 1945. Systkini hennar eru Hall- dór, Þorvaldur, Kristinn Sig- urður og Helga Bergþóra og eru þau öll látin. Eftirlifandi eru Þorlákur, Guðni Björgvin, Árný Hallgerður og Georg Helgi Selj- an. Samfeðra er Vilborg Guðrún. Þann 20.11. 1948 giftist Mar- grét Baldri Guðmundssyni frá Syðra-Lóni í Norður-Þingeyj- arsýslu, f. 26.4. 1924, d. 19.3. 1994. Foreldrar hans voru Guð- mundur Vilhjálmsson og Her- borg Friðriksdóttur á Syðra- Tómas og Valdemar Árni, sam- býlismaður hans er Przemek Jan Irlik. 4. Hannes Baldursson, f. 22.6. 1955, kvæntur Eyrúnu Jón- atansdóttur. Hannes var áður kvæntur Agnesi M. Sigurð- ardóttur og eru börn þeirra Sig- urður, kvæntur Gunnhildi Ástu Guðmundsdóttur, Margrét, Baldur. Sambýliskona hans er Þórunn Sigurbjörg Berg. Sonur þeirra er Hannes Freyr Berg. Dætur Eyrúnar eru Karen og Eva Rún Arnarsdætur. Margrét ólst upp á Eskifirði en flutti til Keflavíkur árið 1948. Á fyrri hluta ævinnar vann hún á Símstöðinni á Reyðarfirði og við ýmis afgreiðslustörf í Reykjavík og í Stykkishólmi. Lengst af vann hún fyrir Póst og síma en auk þess við ýmis önnur störf, s.s. við afgreiðslu, kennslu og fararstjórn. Margrét var virkur þátttakandi í fjölmörgum félagasamtökum og sinnti á þeim vettvangi trúnaðar- störfum, s.s. fyrir Starfsmanna- félag Pósts og síma, Sjálfstæð- isfélag Keflavíkur, Leikfélag Keflavíkur, Kvennakór Suð- urnesja og Kór eldri borgara í Reykjanesbæ. Útför Margrétar verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag, 9. janúar 2014, og hefst athöfnin klukkan 13. Lóni. Börn Mar- grétar og Baldurs eru: 1. Davíð, f. 10.3. 1949, kvænt- ur Inger L. Jóns- dóttur. Börn þeirra eru Drífa Ísabella K., sambýlismaður hennar er Heiðar Karlsson. Synir hans eru Gylfi Karl og Hákon Davíð, Margrét Hlín, sam- býlismaður hennar er Alan John Maceachern og Þorvaldur Örn. 2. Elínborg, f. 28.9 1950, gift David Phillip Rice sem lést 12.11. 2002. Barn þeirra er Lára Margrét, gift Darrick Minzey. Börn þeirra eru Payton Scott og Dylan Scott 3. Guðmundur Frið- rik, f. 22.1. 1952, kvæntur Hildi Hafstað. Fyrri kona hans var Ingibjörg Árnadóttir sem lést 8.1. 2008. Börn þeirra eru Rós- ant, kvæntur Eddu Rúnu Krist- jánsdóttur. Börn þeirra eru Enea og Mía, Heiða Margrét, sambýlismaður hennar er Gísli Tómasson og sonur þeirra er Að lifa lífinu lifandi eru þau gömlu sannindi sem fyrst koma upp í hugann þegar Margrét syst- ir mín hefur kvatt okkur hinztu kveðju. Hún kunni þessa list að lifa lífinu lifandi. Hún var atgerv- iskona á svo margan veg, harð- greind og fylgdist einkar vel með þjóðlífinu, félagslynd var hún svo sannarlega, enda ævinlega til for- ustu valin þar sem hún kom að verkum, það fylgdi henni gleði og glettni, yljuð ljúfu lunderni, en þó ákveðnu. Hún var einstaklega rösk að hverju sem hún gekk, hún lét ellina ekki ná tökum á sér fyrr en í fulla hnefana, alltaf að, alltaf með spaugsyrði á vör, en alvöru- manneskja innst inni. Við ólumst ekki upp saman en mér er alltaf minnisstætt þegar hún kom heim í Seljateig, það fylgdi henni söng- ur, glettur og hressileiki sem allir kunnu vel að meta. Aðrir munu æviferil rekja en aðeins tvær smámyndir ógleym- anlegar. Þegar við Sigurður Jóns- son vorum á Austfirðingamótum í Stapanum ásamt konum okkar og ætluðum að halda heim eftir að samkomunni lauk um nóttina þá var það ekki tekið í mál heldur vorum við ásamt fleirum drifin í veizlukaffi með dýrindis krásum sem Margrét töfraði fram eins og án fyrirhafnar. Þetta var mæta rausnarkonan Margrét lifandi komin. Svo vorum við á Örkinni ásamt fólki af Suðurnesjum og Margrét kom í heimsókn eitt kvöldið þar sem allir sátu í fremri salnum og biðu kvöldverðar. Þeg- ar systir mín gekk inn í salinn glumdi lófatakið og húrrahrópin til að fagna henni. Þetta var vin- sæla félagsveran Margrét. Það er vissulega dýrmætt að ná svo háum aldri, virk og hress var hún alveg framundir það síðasta, gam- anseminni glataði hún aldrei. Við Hanna kveðjum hana í hljóðri þökk fyrir kynni kær og biðjum henni blessunar á þeim eilífðar- vegi sem hún trúði að biði sín. Börnum hennar og öðrum að- standendum sendum við hlýjar samúðarkveðjur. Blessuð sé munabjört minning. Helgi Seljan. Í dag fer fram útför elskulegr- ar tengdamóður minnar, Mar- grétar Friðriksdóttur. Í þau rúm 40 ár sem við áttum samleið var ætíð tilhlökkunarefni að eiga með henni samverustundir og aðeins ljúfar minningar sem henni tengj- ast. Frá fyrstu tíð tókst með okk- ur náin vinátta. Hún hafði mikla hlýju til að bera og ræktarsemi við ættingja og vini var mikil, ein- staklega gjafmild. Hún fylgdist með velferð okkar og annarra í fjölskyldunni, stolt af sínum og ávallt til staðar. Margrét hafði ríka kímnigáfu og gat ávallt séð spaugilegar hlið- ar mála og hafði góða frásagnar- gáfu og fólk laðaðist að henni. Samband hennar við barnabörnin var einstakt, hún hringdi í þau reglulega, fylgdist með viðfangs- efnum þeirra, hvatti til dáða og var óspör á að leggja þeim lífs- reglurnar allt til hinstu stundar. Þau dáðu hana og vildu allt fyrir hana gera. Hún naut þess að eiga fallegt heimili og voru þau hjónin afar góð heim að sækja og veittu af rausn. Árleg jólaboð hennar, þar sem öll fjölskyldan safnaðist sam- an, eru öllum ógleymanleg. Und- irbúningur allur í hennar höndum stóð dögum saman, allt skipulagt eins og henni var einni lagið. Þessum sið hélt hún fram að ní- ræðu. Hún afbragðs kokkur og fyrr á árum tók hún að sér veislu- höld fyrir fólk. Margrét var útivinnandi alla tíð, lengst af hjá Pósti og síma á Keflavíkurflugvelli. Eiginmaður- inn sjómaður og langdvölum fjar- verandi og kom eðlilega í hennar hlut að sjá að mestu um heimilis- haldið. Það varnaði henni ekki að sinna áhugamálum sínum af mikl- um dugnaði, enda ákaflega fé- lagslynd. Má þar nefna að hún var einn af stofnendum Kvennakórs Suðurnesja og um árabil formað- ur kórsins. Á þeim árum fór kór- inn í tónleikaferðir innanlands og utan. Síðar starfaði hún með kór eldri borgara. Margrét hafði einkar fallega söngrödd. Í nokkur ár var hún fararstjóri í ferðum fyrir eldri borgara til Spánar. Og hún var pólitísk, gat verið föst fyr- ir og stóð á sínu. Starfaði lengi í nefndum og ráðum á vegum bæj- arins. Átti gott með að tjá sig bæði í ræðu og riti. Hún naut þess að spila og var sérlega góður briddsspilari. Margrét var lágvaxin kona, sem mikil reisn var yfir. Lagði mikið upp úr snyrtimennsku og ætíð vel tilhöfð. Brosmild, ein- staklega jákvæð, áræðin og sí- starfandi meðan kraftar entust. Um leið og ég þakka samfylgd- ina bið ég minningu hennar Guðs blessunar. Inger L. Jónsdóttir. Heimili ömmu og afa að Brekkubraut var ævintýrahöll bernsku minnar. Með fráfalli ömmu eru kaflaskil í lífinu en eftir standa góðar minningar, gott veganesti út í lífið og dýrmæt vin- átta. Þakklæti fyrir það að hafa kynnst stórkostlegri konu og fengið að njóta félagsskapar hennar þar til núna og afa þar til hans ljós slokknaði fyrir tveimur áratugum. Ef ég ætti að lýsa ömmu í einu orði væri það sjálfstæði. Hún gerði hlutina á eigin forsendum og var mjög ákveðin kona. Amma færði mér gott veganesti út í lífið. Láta ekki reka á reiðanum. Fara vel með fé. Standa fast á sínu. Leita réttar síns sé á manni brotið, rétt- lætiskenndin var sterk. Það var ekki gott að lenda á móti henni og eru margar sögur til af því þegar hún fékk sínu framgengt. Hún hafði líka einstakt lag á fólki. Með útsjónarsemi gat hún oftar en ekki fengið fólk til liðs við sig enda næm á fólk og fljót að átta sig á að- stæðum. Það er góður hæfileiki. Þó stundum færu hlutirnir ekki eins og best yrði á kosið dvaldi hún ekki við það. Fortíðinni verður ekki breytt en framtíðin er óráðin. Amma hafði ríka kímnigáfu og var oftar en ekki fljót að hugsa og hnyttin í tilsvörum. Þannig var iðulega mikið líf í kringum hana og fólk sótti í félagsskap hennar. Hún leit hlutina jákvæðum aug- um. Einhverju sinni var til um- ræðu maður sem var iðulega Margrét Þuríður Friðriksdóttir 34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2014 ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN MATTHILDUR VALHJÁLMSDÓTTIR, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn 2. janúar, verður jarðsungin frá Seljakirkju föstudaginn 10. janúar kl. 13.00. Matthildur Þ. Gunnarsdóttir, Örn S. Einarsson, Guðrún Matthildur Arnardóttir, Snorri Ólafur Snorrason, Erla Sigríður Arnardóttir, Jón Oddur Jónsson, Vigdís Rún Arnardóttir og langömmubörn. Elín Jónsdóttir ✝ Elín Jónsdóttirfæddist 19. maí 1933 í Reykjavík. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Kumbaravogi 20. desember 2013. Útför Elínar for fram frá Skálholts- kirkju 3. janúar 2014. inn í aftursætið. Við stýrið sat Elín Jónsdóttir frá Breiðási og í far- þegasætinu sat myndarleg stúlka, 13 ára dóttir henn- ar með ljóst hár og dálítið krullað. Við Elín ræddum lítillega saman en dóttirin sagði ekk- ert, líklega feimin og þorði ekki að líta á þennan puttaling. Á þeirri stundu gerði ég mér ekki grein fyrir því að þarna voru konur sem áttu eftir að móta líf mitt til góðs. Ég og unga stúlkan giftum okkur ein- hverjum árum seinna og þar með varð Elín Jónsdóttir tengdamóðir mín. Fyrstu árin mín sem tengdasonur í Breiðási eru mér minnisstæð, ég var kominn á hótel tengdamömmu. Elínu var mjög annt um að ég væri ekki svangur og spurði oft hvort hún gæti ekki þvegið af mér, hún væri að setja í þvotta- vél. En ófáar stundir átti hún í eldhúsinu og töfraði fram kræs- ingar. Já, Breiðás var hótel. Þangað voru allir velkomnir og bjuggum við hjónin þar með dætur okkar ungar um tíma. Það þarf þolinmæði og gott hjartalag til að umgangast aðra fjölskyldu á heimili sínu, en þetta voru góð- ir tímar sem börnin mín geyma í minningunni. Árið 2006 ákváðum við hjónin að flytja aftur austur í sveitina okkar. Það var sameiginleg ákvörðun okkar, og var það að hluta gert til að við gætum verið nær tengdamóður minni og rétt henni hjálparhönd í ellinni. Að hafa getað rétt tengdamóður minni hjálparhönd er mér mikils virði, en það er þakklætisvottur fyrir allt það sem hún gerði fyrir mig og mína fjölskyldu meðan heilsan leyfði. Starfsfólki á Hjúkrunarheim- ilinu Kumbaravogi sendi ég mín- ar bestu þakkir fyrir góða umönnun í veikindum Elínar Jónsdóttur, einnig fyrir góðar móttökur allra sem heimsóttu hana á síðustu dögum hennar. Þakkir færi ég séra Eiríki Jó- hannssyni fyrir stuðning handa okkur sem nú syrgjum. Elsku Ámundi, samúðarkveðj- ur og kærar þakkir sendi ég þér fyrir ómetanlegan stuðning þinn við tengdamóður mína. Börnum Elínar og öðrum ætt- ingjum hennar sendi ég samúð- arkveðjur. Eyþór Brynjólfsson. Við fráfall Elínar Jónsdóttur tengda- móður minnar rifjast upp marg- ar góðar minningar. Sterk er minningin er þegar ég hitti El- ínu í fyrsta sinn. Í janúar árið 1974 bilaði bíllinn minn neðst á Skeiðavegi og þurfti ég að fá far að Borgarkoti þar sem var sím- stöð. Ég stoppaði bíl og settist Gísli Ástgeirsson ✝ Gísli Ástgeirs-son fæddist 14. nóvember 1926 á Syðri-Hömrum í Ásahreppi. Hann lést á dvalarheim- ilinu Lundi á Hellu 17. desember 2013. Útför Gísla fór fram frá Kálfholts- kirkju 28. desem- ber 2013. Afi minn á Syðri- Hömrum, Gísli Ást- geirsson, lést 17. des- ember síðastliðinn á Lundi á Hellu. Þegar við fjöl- skyldan settumst nið- ur með prestinum fyrir jarðarförina hans afa og rifjuðum upp minningar um hann komumst við að þeirri niðurstöðu að aðaláhugamál afa voru hestarnir hans. Þeir voru hans líf og yndi. Í seinni tíð fór hann lítið á bak en hafði gaman af því að sinna þeim verkum sem hestunum fylgdu í hesthúsinu. Hann hafði sérstakan smekk á hestum að mér fannst. Þeir áttu að vera mjög viljugir, nánast óviðráð- anlegir og örlítið hrekkjóttir. Sum- ir voru svo styggir að enginn annar gat riðið þeim en hann. Hann taldi líka að fjórar gangtegundir væru alveg meira en nóg, með tölti sá hann engan tilgang en í hans aug- um var hestur ekki almennilegur nema hann gæti flugskeiðað. Afi átti gamlan Land Rover og einu sinni kom hann mér verulega á óvart og bauð mér að keyra hann úti á túni milli bagga. Með afa í bíl var ég þó aldrei eins hrædd um líf mitt. Því hann þurfti að horfa á eftir hverri einustu rolluskjátu og hestastóðum sem sást án þess að stöðva bílinn. Oft reyndi hann að horfa í gegnum kíki á meðan hann ók og undraðist ég það margoft að við skyldum ekki enda ofan í skurði. Afi leyfði mér líka ótrúlegustu hluti þegar ég var yngri og gerir amma oft grín að því þegar ég greiddi afa eins og þekkri ís- lenskri tónlistarkonu. Ég var svo heppin að fá að búa tvisvar sinnum á ævinni hjá afa mínum og ömmu. Þetta voru góðir tímar og hafa Syðri-Hamrar alltaf verið minn fasti punktur í lífinu þó annað hafi verið í lausu lofti. Afi sagði ekki margt og beraði ekki tilfinningar sínar en ég fann alltaf að honum þótti vænt um mig. Það var ein- hver blíða í raddblænum þegar hann kallaði mig Glóu, nema á smaladögum þá var best að vera ekki fyrir. Afi hafði gaman af kveðskap og lét hann mig stund- um fá fyrripart til þess að botna. Mér finnst því viðeigandi að enda þetta á ljóði sem ég held að afa hefði líkað vel við. Ef inni er þröngt, tak hnakk þinn og hest og hleyptu á burt undir loftsins þök. Hýstu aldrei þinn harm. Það er bezt. Að heiman, út, ef þú berst í vök. Það finnst ekki mein, sem ei breytist og bætist, ei böl, sem ei þaggast, ei lund, sem ei kætist við fjörgammsins stoltu og sterku tök. Lát hann stökkva, svo draumar þíns hjarta rætist. (Einar Benediktsson) Þín Glóa, Tinna Erlingsdóttir. Þegar ég hugsa til Betu frænku, því það hefur hún alltaf heitið í huga mér, þá er hún alltaf brosandi og kát. Það er allt frá fyrstu minningum um hana, þegar ég var lítil stelpa og bjó sjálf í Setbergs- hverfinu, allt til þess þegar ég hitti hana síðast í 100 ára afmæli hennar. Beta var dugnaðarforkur alla sína tíð og þegar tækifæri gafst til ferðaðist hún mikið og naut lífsins til fulls. Það var því ekki spurning hver kom mér fyrst í hug þegar vinkona mín og ljós- myndarinn Anna María Sigur- jónsdóttir var að leita að skemmtilegum og fallegum „fyr- irmyndum“ á efri árum, fyrir ljósmyndasýningu sem hún setti upp á Grandanum í árslok 2012 og Beta var að sjálfsögðu til í enn eitt ævintýrið. Beta var stórglæsileg á myndinni sinni og ég er stolt af því að hafa getað sagt að þessi flotta kona í alla staði var frænka mín. Kær kveðja, Helga Margret Reykdal. Á vetrarsólstöðum, fáeinum stundum eftir að daginn tók að lengja á ný, þá létti hún akker- um og lét úr höfn. Hinsta ferðin var hafin. – Þessi fallega gamla kona gat kvatt sátt við guð og menn. Hún hafði lokið síðasta hluta af ætlunarverki sínu, að halda upp á 100 ára afmæli kirkjunnar sinnar, sem faðir hennar hafði byggt og einnig að ná 101 árs afmæli sínu, en þann dag 17. desember fór ég til Elísabet Reykdal ✝ Elísabet Reyk-dal fæddist á Setbergi, Garða- hreppi, 17. desem- ber 1912. Hún lést á Sólvangi 21. des- ember 2013. Útför Elísabetar fór fram frá Frí- kirkjunni í Hafnar- firði 3. janúar 2014. hennar og þegar hún kvaddi sagði hún: Þakka þér fyr- ir komuna, þú mátt fara núna. – Þá var ljóst að hverju stefndi, því alltaf hafði hún verið tilbúin að spjalla, enda með skýra hugsun til síðasta dags. – Lífið hafði ekki alltaf farið mjúkum höndum um hana, hún var nokkurn veginn í miðjum hópi 12 barna foreldra sinna, en tvö höfðu dáið í frumbernsku og áður en hún náði tvítugsaldri hafði hún misst fjögur önnur systkini af slysförum og úr berklum og nokkrum árum síðar einn bróður til viðbótar. Þau voru fimm sem eftir voru og tókst að stofna fjölskyldur. Mann sinn missti Elísabet langt um aldur fram en þeim varð 6 barna auðið. Það sem einkenndi þessa konu var æðruleysi, glaðværð og gæzka, hún var létt í spori, létt í lund og full af fróðleik sem hún gat miðlað til okkar hinna. Hún var líka síðasti hlekkurinn af þessari kynslóð í fjölskyldu okk- ar og þegar ættingjar komu ut- an úr heimi og vildu skoða land- ið sitt og hitta fjölskylduna, þá var „tante Beta“ alltaf efst á óskalistanum. – Sl. sumar komu átta manns frá Noregi og þá hafði hún á orði að hún væri að- eins farin að ryðga í norskunni. Örlagadísirnar höguðu því þann- ig til, að síðari hluta ævi sinnar gat hún ferðast vítt og breitt um heiminn og fræðst um hann, en það hafði hún alltaf þráð. Nú er komið að kveðjustund og þá er þakklæti og virðing efst í huga. Skarðið sem hún skilur eftir er stórt, það verður ekki fyllt, en það er stútfullt af fal- legum minningum sem gerir okkur öll ríkari. Kærar þakkir fyrir samfylgd- ina, elsku frænka. Lovísa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.