Morgunblaðið - 09.01.2014, Page 45

Morgunblaðið - 09.01.2014, Page 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2014 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Mér finnst þetta afskaplega spenn- andi verkefni sem ég hlakka til að takast á við, enda ekki á hverjum degi sem settar eru upp nýjar ís- lenskar óperur,“ segir Stefán Bald- ursson óperustjóri, en hann mun leikstýra Ragnheiði, nýrri óperu Gunnars Þórðarsonar og Friðriks Erlingssonar um Ragnheiði Brynj- ólfsdóttur. Óperan, sem frumflutt var í tónleikaformi í Skálholti sl. sumar, verður sviðsett og frumsýnd hjá Íslensku óperunni í Eldborg 1. mars nk. „Tónlist Gunnars er falleg, róm- antísk og aðgengileg, en ber samt klassískt yfirbragð og líbrettó Frið- riks er sérlega vandað og fallegt,“ segir Stefán og bætir við: „Ég gat því ekki annað en tekið verkefnið að mér þegar höfundarnir óskuðu eftir því að ég leikstýrði því.“ Stefán er ekki ókunnugur óperu- leikstjórn, því hann hefur leikstýrt óperum ýmist á vegum Íslensku óp- erunnar eða Listahátíðar í Reykja- vík og Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands. Ragnheiður verður þriðja uppfærslan hans hjá Íslensku óp- erunni síðan hann settist í stól óp- erustjóra árið 2007, en árið 2010 leikstýrði hann óperunni Rigoletto eftir Verdi og árið 2007 setti hann upp óperudagskrána Óperuperlur. Einvalalið á öllum póstum Titilhlutverkið í Ragnheiði er sem fyrr í höndum Þóru Einars- dóttur en Elmar Gilbertsson fer með hlutverk Daða. „Elmar þreytir hér frumraun sína á íslensku óp- erusviði en hann lauk nýlega námi í Hollandi og hefur sungið þar í nokkrum óperuuppfærslum og vak- ið mikla athygli,“ segir Stefán. Líkt og áður fer Viðar Gunnarsson með hlutverk Brynjólfs biskups, en aðrir söngvarar úr frumflutningnum eru Jóhann Smári Sævarsson, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Bergþór Páls- son og Björn I. Jónsson, auk þess sem Elsa Waage og Ágúst Ólafsson bætast ný í sönghópinn. Þrjátíu manna kór Íslensku óperunnar og fimmtíu manna sinfóníuhljómsveit taka einnig þátt í sýningunni. Að sögn Stefáns hefur hann feng- ið einvalalið á alla listræna pósta. „Hljómsveitarstjóri er Petri Sakari, en hann stjórnaði frumflutn- ingnum, og aðstoðarhljómsveit- arstjóri Guðmundur Óli Gunn- arsson. Um lýsingu sér Páll Ragnarsson en hann er einn reynd- asti ljósahönnuður landsins. Þór- unn S. Þorgrímsdóttir sér um bún- inga og höfundur leikmyndar er Gretar Reynisson, en ég hef unnið mikið með þeim í gegnum tíðina,“ segir Stefán. Allar nánari upplýsingar um uppsetninguna og miðasala er á opera.is og harpa.is. Óperustjóri leik- stýrir Ragnheiði  Frumraun Elmars á sviði hérlendis Stefán Baldursson Elmar Gilbertsson Kvikmyndin Gravity eftir leikstjór- ann Alfonso Cuarón hlýtur flestar til- nefningar til Bafta-verðlaunanna bresku í ár, 11 alls og þá m.a. sem besta kvikmyndin, fyrir bestu leik- stjórn og tæknibrellur og kemst þar Íslendingur á blað því Daði Ein- arsson sá um listræna stjórnun myndarinnar. Kvikmyndirnar Am- erican Hustle og 12 Years a Slave hljóta báðar 10 tilnefningar, Captain Phillips níu og Behind the Cande- labra fimm líkt og Saving Mr. Banks. Bandaríski leikarinn Tom Hanks fer með aðalhlutverk í tveimur mynd- anna, Captain Phillips og Saving Mr. Banks og er tilnefndur sem besti leik- ari í aðalhlutverki fyrir þá fyrr- nefndu. Aðrir leikarar sem tilnefndir eru til þeirra verðlauna eru Christian Bale fyrir American Hustle, Bruce Dern fyrir Nebraska, Chiwetel Ejio- for fyrir 12 Years a Slave og Leon- ardo DiCaprio fyrir The Wolf of Wall Street. Leikkonur sem tilnefndar eru fyrir bestan leik í aðalhlutverki eru Sandra Bullock fyrir Gravity, Amy Adams fyrir American Hustle, Cate Blanchett fyrir Blue Jasmine, Judi Dench fyrir Philomena og Emma Thompson fyrir Saving Mr Banks. Í flokki bestu kvikmyndar eru til- nefndar 12 Years a Slave, American Hustle, Captain Phillips, Gravity og Philomena. Gravity er einnig tilnefnd sem besta breska kvikmyndin auk Mandela: Long Walk to Freedom, Philomena, Rush, Saving Mr Banks og The Selfish Giant. Lista yfir til- nefningar má sjá á bafta.org. Gravity tilnefnd til 11 Bafta-verðlauna Tilkomumikil Sandra Bullock í hlutverki geimfara í Gravity. ALLT á einum stað! Lágmarks biðtími www.bilaattan.is Dekkjaverkstæði Varahlutir Bílaverkstæði Smurstöð KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM ÁTOPPNUM Í ÁR KYNNTUÞÉRMÁLIÐ Á EGILSHÖLLÁLFABAKKA WOLFOFWALLSTREET KL.5-8:30-10:20 WOLFOFWALLSTREETVIP KL.5:30-9 HOBBIT:DESOLATIONOFSMAUG3DKL.5-8:30 HOBBIT:DESOLATIONOFSMAUG2DKL.6-10 ANCHORMAN2 KL.5:30-8-10:20 FROZENENSTAL2D KL.8 FROSINN ÍSLTAL2D KL.5:40 KRINGLUNNI SECRET LIFEOFWALTERMITTYKL. 5:30 - 8 - 10:30 WOLFOFWALLSTREET KL. 6 -9 -10 FROSINN ÍSLTAL3D KL. 6 WOLFOFWALLSTREET KL. 7 -10:20 HOBBIT:DESOLATIONOFSMAUG3DKL.7 ANCHORMAN 2 KL. 10:30 WOLF OFWALLSTREET KL.4:40-7-8-10:30 HOBBIT: DESOLATION OF SMAUG HFR3D KL.4:40-7-10:20 ANCHORMAN 2 KL. 8 HOMEFRONT KL. 10:30 RISAEÐLURNAR ÍSLTAL2D KL. 5 FROSINN ÍSLTAL3D KL. 4:40 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍK AKUREYRI WOLF OFWALLSTREET KL. 8 - 10:20 ANCHORMAN 2 KL. 8 FROSINN ÍSLTAL3D KL. 5:40 FROZEN ENSTAL2D KL. 5:40 FRÁ ÞEIM SÖMUOG FÆRÐUOKKUR TANGLED OGWRECK-IT RALPH SÝND Í 2D OG 3DMEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI 2 tilnefningar til Golden Globe verðlauna Besta Mynd ársins Besti leikari í aðalhlutverki Leonardo DiCaprio T.V. - BÍÓVEFURINN/SÉÐ OG HEYRT  ROLLING STONE  EMPIRE  THE GUARDIAN  ÆVINTÝRIÐ HELDUR ÁFRAM “HÆTTU AÐ LÁTA ÞIG DREYMA OG BYRJAÐU AÐ LIFA“ “HVER RAMMI MYNDARINNAR ER NÁNAST EINS OG LISTAVERK“ S.G.S., MBL  “LISTILEGT SAMSPIL DRAUMAOG RAUNVERULEIKA SEMHEFÐI VEL GETAÐ KLIKKAÐ EN SVÍNVIRKAR“ L. K.G., FBL  TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á 12 L 7 Hættu að láta þig dreyma og byrjaðu að lifa. Missið ekki af fyrstu stórmynd ársins. Mynd sem allir eru að tala um!Ævintýrið heldur áfram Sýnd í 3D 48 ramma -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is „Hver rammi myndarinnar er nánast eins og listaverk“ - S.G.S., MBL LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar THE HOBBIT 2 3D (48R) Sýnd kl. 4:30 - 7 - 10:30 LIFE OF WALTER MITTY Sýnd kl. 5:30 - 8 - 10:30 FROSINN 2D Sýnd kl. 4:30

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.