Morgunblaðið - 09.01.2014, Qupperneq 45
MENNING 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2014
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Mér finnst þetta afskaplega spenn-
andi verkefni sem ég hlakka til að
takast á við, enda ekki á hverjum
degi sem settar eru upp nýjar ís-
lenskar óperur,“ segir Stefán Bald-
ursson óperustjóri, en hann mun
leikstýra Ragnheiði, nýrri óperu
Gunnars Þórðarsonar og Friðriks
Erlingssonar um Ragnheiði Brynj-
ólfsdóttur. Óperan, sem frumflutt
var í tónleikaformi í Skálholti sl.
sumar, verður sviðsett og frumsýnd
hjá Íslensku óperunni í Eldborg 1.
mars nk.
„Tónlist Gunnars er falleg, róm-
antísk og aðgengileg, en ber samt
klassískt yfirbragð og líbrettó Frið-
riks er sérlega vandað og fallegt,“
segir Stefán og bætir við: „Ég gat
því ekki annað en tekið verkefnið
að mér þegar höfundarnir óskuðu
eftir því að ég leikstýrði því.“
Stefán er ekki ókunnugur óperu-
leikstjórn, því hann hefur leikstýrt
óperum ýmist á vegum Íslensku óp-
erunnar eða Listahátíðar í Reykja-
vík og Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands. Ragnheiður verður þriðja
uppfærslan hans hjá Íslensku óp-
erunni síðan hann settist í stól óp-
erustjóra árið 2007, en árið 2010
leikstýrði hann óperunni Rigoletto
eftir Verdi og árið 2007 setti hann
upp óperudagskrána Óperuperlur.
Einvalalið á öllum póstum
Titilhlutverkið í Ragnheiði er
sem fyrr í höndum Þóru Einars-
dóttur en Elmar Gilbertsson fer
með hlutverk Daða. „Elmar þreytir
hér frumraun sína á íslensku óp-
erusviði en hann lauk nýlega námi í
Hollandi og hefur sungið þar í
nokkrum óperuuppfærslum og vak-
ið mikla athygli,“ segir Stefán. Líkt
og áður fer Viðar Gunnarsson með
hlutverk Brynjólfs biskups, en aðrir
söngvarar úr frumflutningnum eru
Jóhann Smári Sævarsson, Guðrún
Jóhanna Ólafsdóttir, Bergþór Páls-
son og Björn I. Jónsson, auk þess
sem Elsa Waage og Ágúst Ólafsson
bætast ný í sönghópinn. Þrjátíu
manna kór Íslensku óperunnar og
fimmtíu manna sinfóníuhljómsveit
taka einnig þátt í sýningunni.
Að sögn Stefáns hefur hann feng-
ið einvalalið á alla listræna pósta.
„Hljómsveitarstjóri er Petri Sakari,
en hann stjórnaði frumflutn-
ingnum, og aðstoðarhljómsveit-
arstjóri Guðmundur Óli Gunn-
arsson. Um lýsingu sér Páll
Ragnarsson en hann er einn reynd-
asti ljósahönnuður landsins. Þór-
unn S. Þorgrímsdóttir sér um bún-
inga og höfundur leikmyndar er
Gretar Reynisson, en ég hef unnið
mikið með þeim í gegnum tíðina,“
segir Stefán.
Allar nánari upplýsingar um
uppsetninguna og miðasala er á
opera.is og harpa.is.
Óperustjóri leik-
stýrir Ragnheiði
Frumraun Elmars á sviði hérlendis
Stefán
Baldursson
Elmar
Gilbertsson
Kvikmyndin Gravity eftir leikstjór-
ann Alfonso Cuarón hlýtur flestar til-
nefningar til Bafta-verðlaunanna
bresku í ár, 11 alls og þá m.a. sem
besta kvikmyndin, fyrir bestu leik-
stjórn og tæknibrellur og kemst þar
Íslendingur á blað því Daði Ein-
arsson sá um listræna stjórnun
myndarinnar. Kvikmyndirnar Am-
erican Hustle og 12 Years a Slave
hljóta báðar 10 tilnefningar, Captain
Phillips níu og Behind the Cande-
labra fimm líkt og Saving Mr. Banks.
Bandaríski leikarinn Tom Hanks fer
með aðalhlutverk í tveimur mynd-
anna, Captain Phillips og Saving Mr.
Banks og er tilnefndur sem besti leik-
ari í aðalhlutverki fyrir þá fyrr-
nefndu. Aðrir leikarar sem tilnefndir
eru til þeirra verðlauna eru Christian
Bale fyrir American Hustle, Bruce
Dern fyrir Nebraska, Chiwetel Ejio-
for fyrir 12 Years a Slave og Leon-
ardo DiCaprio fyrir The Wolf of Wall
Street. Leikkonur sem tilnefndar eru
fyrir bestan leik í aðalhlutverki eru
Sandra Bullock fyrir Gravity, Amy
Adams fyrir American Hustle, Cate
Blanchett fyrir Blue Jasmine, Judi
Dench fyrir Philomena og Emma
Thompson fyrir Saving Mr Banks. Í
flokki bestu kvikmyndar eru til-
nefndar 12 Years a Slave, American
Hustle, Captain Phillips, Gravity og
Philomena. Gravity er einnig tilnefnd
sem besta breska kvikmyndin auk
Mandela: Long Walk to Freedom,
Philomena, Rush, Saving Mr Banks
og The Selfish Giant. Lista yfir til-
nefningar má sjá á bafta.org.
Gravity tilnefnd til 11 Bafta-verðlauna
Tilkomumikil Sandra Bullock í hlutverki geimfara í Gravity.
ALLT
á einum stað!
Lágmarks biðtími www.bilaattan.is
Dekkjaverkstæði
Varahlutir
Bílaverkstæði
Smurstöð
KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM
ÁTOPPNUM Í ÁR
KYNNTUÞÉRMÁLIÐ Á
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
WOLFOFWALLSTREET KL.5-8:30-10:20
WOLFOFWALLSTREETVIP KL.5:30-9
HOBBIT:DESOLATIONOFSMAUG3DKL.5-8:30
HOBBIT:DESOLATIONOFSMAUG2DKL.6-10
ANCHORMAN2 KL.5:30-8-10:20
FROZENENSTAL2D KL.8
FROSINN ÍSLTAL2D KL.5:40 KRINGLUNNI
SECRET LIFEOFWALTERMITTYKL. 5:30 - 8 - 10:30
WOLFOFWALLSTREET KL. 6 -9 -10
FROSINN ÍSLTAL3D KL. 6
WOLFOFWALLSTREET KL. 7 -10:20
HOBBIT:DESOLATIONOFSMAUG3DKL.7
ANCHORMAN 2 KL. 10:30
WOLF OFWALLSTREET KL.4:40-7-8-10:30
HOBBIT: DESOLATION OF SMAUG HFR3D KL.4:40-7-10:20
ANCHORMAN 2 KL. 8
HOMEFRONT KL. 10:30
RISAEÐLURNAR ÍSLTAL2D KL. 5
FROSINN ÍSLTAL3D KL. 4:40
NÚMERUÐ SÆTI
KEFLAVÍK
AKUREYRI
WOLF OFWALLSTREET KL. 8 - 10:20
ANCHORMAN 2 KL. 8
FROSINN ÍSLTAL3D KL. 5:40
FROZEN ENSTAL2D KL. 5:40
FRÁ ÞEIM SÖMUOG FÆRÐUOKKUR TANGLED OGWRECK-IT RALPH
SÝND Í 2D OG 3DMEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
2 tilnefningar
til Golden Globe
verðlauna
Besta Mynd ársins
Besti leikari í aðalhlutverki
Leonardo DiCaprio
T.V. - BÍÓVEFURINN/SÉÐ OG HEYRT
ROLLING STONE
EMPIRE
THE GUARDIAN
ÆVINTÝRIÐ HELDUR ÁFRAM
HÆTTU AÐ LÁTA ÞIG DREYMA
OG BYRJAÐU AÐ LIFA
HVER RAMMI
MYNDARINNAR ER NÁNAST
EINS OG LISTAVERK
S.G.S., MBL
LISTILEGT SAMSPIL DRAUMAOG
RAUNVERULEIKA SEMHEFÐI VEL
GETAÐ KLIKKAÐ EN SVÍNVIRKAR
L. K.G., FBL
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á
12
L
7
Hættu að láta þig dreyma og byrjaðu að lifa.
Missið ekki af fyrstu stórmynd ársins.
Mynd sem allir eru að tala um!Ævintýrið heldur áfram
Sýnd í 3D 48
ramma
-bara lúxus sími 553 2075
www.laugarasbio.is
„Hver rammi myndarinnar er
nánast eins og listaverk“
- S.G.S., MBL
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
THE HOBBIT 2 3D (48R) Sýnd kl. 4:30 - 7 - 10:30
LIFE OF WALTER MITTY Sýnd kl. 5:30 - 8 - 10:30
FROSINN 2D Sýnd kl. 4:30