Morgunblaðið - 22.02.2014, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 22.02.2014, Qupperneq 6
6 | MORGUNBLAÐIÐ Krydd fyrir framandi matargerð H arriott verður staddur hér á landi við tökur á sjónvarps- þáttum sem heita Ainsley Eats the Streets og fjalla um matargerð á óformlegum og upprunalegum nótum í mismunandi löndum og er Ísland í brennidepli í þetta sinn. Ainsley Harriott er afar vinsæll sjónvarpskokkur sem krydd- ar sjónvarpsþætti sína með húmor og hlátri og hafa þeir verið sýndir í ensku sjónvarpi í yfir fimmtán ár. Helst er hann þekktur fyrir þættina Can’t Cook, Won’t Cook og Ready, Steady, Cook en íslensk útgáfa var gerð fyrir Stöð 2 á sínum tíma með Sigga Hall undirheitinu Einn, tveir og elda. Báðir þessir þættir eru enn sýndir og hafa notið mikilla vinsælda úti um allan heim. Fyrir utan störf sín í sjónvarpi er Ainsley afar virtur matreiðslumeist- ari í Bretlandi og hefur gefið út- fjölda metsölubóka um mat og mat- argerð. Hann hefur fylgst með Food & Fun-hátíðinni og þykir að sögn mikið til hennar koma. Eins er hann áhugasamur um land og þjóð hefur sérstakan áhuga á sérstöðu ís- lenskra matvæla og gæða þeirra. Lokakeppnin fer fram í Hörpu, laugardaginn 1. mars, í Norður- ljósasalnum, og geta áhorfendur fylgst með bæði á skjáum og í beinni lýsingu á störfum matreiðslumeist- aranna og dómaranna. jonagnar@mbl.is Sérstakur heiðursdómari á Food & Fun 2014 Enski sjónvarpskokk- urinn Ainsley Harriott verður á Íslandi á með- an Food & Fun-matarhá- tíðin stendur yfir og verður heiðursdómari á lokakeppni hátíðarinnar. Matgæðingur Sjónvarpskokkurinn góðkunni Ainsley Harriott er vænt- anlegur á Food & Fun og verður hann sérstakur gestadómari. A ð sögn Bryndísar Pjet- ursdóttur er með ólíkindum hversu miklum breytingum veitingastaðaflóran í Reykjavík hefur tekið. Þar hafi átt sér stað verulega jákvæð þróun und- anfarinn hálfan annan áratug og í dag búi höfuðborgin að fjölbreyttu úrvali framúrskarandi veit- ingastaða. „Ímynd Reykjavíkur sem matarborgar styrkist með hverju árinu og hátíðin Food and Fun haft þar veruleg áhrif. Hátíðin setji mikin svip á borgina þá daga sem hún stendur yfir og viðburðurinn hljóti umtalsverða umfjöllun í erlendum fjölmiðlum.“ Bryndís er markaðsstjóri Höf- uðborgarstofu en hlutverk stofn- unarinnar er að markaðssetja Reykjavík erlendis sem áhugaverð- an áfangastað. Reykjavíkurborg er einn af bakhjörlum Food and Fun- hátíðarinnar. Góður matur segir Bryndís að sé mikilvægur liður í ímynd allra borga hvað snýr að menningu og lífs- gæðum. Stór hluti af þeirri upplifun að ferðast til áfangastaða víða um heim sé að njóta góðs matar og það hafi áhrif á val marga ferðalanga þegar þeir vita að von er á eft- irminnilegri matarupplifun. Fórum sárasjaldan út að borða „En sterkur og skapandi veit- ingastaðageiri skiptir ekki síður máli fyrir lífsgæði heimamanna. Ein jákvæðasta breytingin sem orðið hefur á daglegu lífi Reykvík- inga samhliða fjölgun veitingastaða er að það að fara út að bora er orðið eitthvað sem almenningur getur betur látið eftir sér. Fólk af minni kynslóð man eflaust vel að á árum áður fóru Íslendingar varla út að borða nema þá helst á stór- afmælum eða miklum tímamótum í lífi einhvers í fjölskyldunni. Í dag er hins vegar ekki óalgengt að fólk heimsæki góðan veitingastað nokkrum sinnum í mánuði eða jafn- vel oft í viku, ef ekki til að borða kvöldverð þá til að fá sér eins og einn rétt í hádeginu eða snarl með vinunum.“ Bryndís segir að margt hafi verk- að saman til að skapa þessa nýju menningu í kringum mat og veit- ingastaði. Þannig hafi vaxandi straumur ferðamanna gert það mögulegt að reka fleiri veitingastaði. „En um leið hafa matreiðslumenn- irnir okkar sýnt mikinn metnað og frumleika. Innan stéttarinnar hefur skapast mjög öflugt samfélag þar sem stöðugt flæða inn nýjustu straumar og ferskar hugmyndir er- lendis frá. Samhliða þessu hafa Ís- lendingar sýnt mat og matargerð mikinn áhuga. Þeir hafa margir gert víðreist og upplifað það besta sem alþjóðlegar stórborgir hafa upp á að bjóða í mat og drykk og snúa aftur heim með upplifun og reynslu sem framkallar miklar kröfur til ís- lenskra veitingamanna.“ Ekki síst segir Bryndís ánægju- legt að verðlagið á íslenskum veit- ingastöðum hefur að mestu þróast í mjög heilbrigða átt og þarf alls ekki að vera svo dýrt að krydda tilveruna með heimsókn á veitingastað eina kvöldstund. „Við hjá Höfuðborg- arstofu tökum á móti fjölda erlendra blaðamanna og gesta á hveru ári, förum með þeim út að borða og kynnum fyrir bæði íslenskri mat- argerð og veitingahúsum borg- arinnar. Gaman er að sjá viðbrögðin hjá þeim þegar við borðum saman. Nær undantekningalaust kemur þeim á óvart að ekki sé hærra verð rukkað fyrir aðra eins gæðarétti úr gæðahráefni hjá fallegum og ný- tískulegum veitingastöðum. Gestir okkar hafa ferðast um allan heim og kynnst matarmenningu annarra landa vel, en heillast af íslenskri matargerð. Það sem oftast er nefnt er hversu fjölbreytturmatseðillinn er og hvað gæði hráefnisins eru mik- il.“ ai@mbl.is Skiptir miklu fyrir lífsgæðin Gaman er að sjá þá jákvæðu breytingu sem orðið hefur á lífi borgarbúa með sterkari veitingastaðamenningu. Að fara reglulega út að borða er hjá mörgum orðið sjálfsagður hlutur af almennum lífsgæðum. Ljósmynd/Roman Gerasymenko Þróunin „Nær undantekningalaust kemur þeim á óvart að ekki sé hærra verð rukkað fyrir aðra eins gæðarétti úr gæðahráefni hjá fallegum og nýtískulegum veitingastöðum,“ segir Bryndís um viðbrögð erlendra gesta. Að mati Bryndísar skiptir góð matarmenning miklu fyrir landkynningu. Hún segir gott orðspor íslenskrar matargð- erðar kannski ekki nægja eitt og sér til að fólk ferðist til Ís- lands en minningar um góðan mat hjálpi hins vegar tví- mælalaust til að fá gesti til að heimsækja landið aftur. „Þetta helst allt í hendur: Reykjavík býður upp á fjöl- breytta menningu, borgin er friðsæl, í nábýli við náttúru og hefur úrval góðra veitingastaða. Þegar ferðin er af- staðin er það samblanda af þessum upplifunum sem fólk man eftir. Það hvað minningar um mat lifa sterkt ætti ekki að koma svo mjög á óvart enda er fátt í lífinu ánægjulegra en að fá að njóta frábærrar matarupplifunar. Er fátt sem veitir meiri vellíðan en góður matur í fallegu umhverfi og í góðum félagsskap.“ Matur skapar sterkustu minningarnar Morgunblaðið/Ómar Freistingar Það þykir orðið eðlilegur hluti af lífi höfuðborgarbúa að gera sér dagamun hversdags með heimsókn á veit- ingastað. Mynd úr safni frá veitingastaðnum KOL.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.