Morgunblaðið - 22.02.2014, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ | 17
Matreiðslumeistarinn Alessandro Gavagna kemur frá veitingastaðnum
La Subida í héraðinu Cormons á norðaustanverðri Ítalíu, skammt frá
landamærum Slóveníu.
Gavagna vakti snemma athygli fyrir sköpunargleði sína í eldhúsinu þar
sem virðing fyrir hráefni og hefðum skín í gegnum matseldina sem færði
honum og veitingastaðnum hans verðskuldaða Michelin stjörnu.
Sérstakir áhugamenn um ítalska matargerð ættu ekki að láta þetta
tækifæri fram hjá sér fara.
MEISTARINN FRÁ
LA SUBIDA Í CORMONS
Alessandro Gavagna yfirmatreiðslumeistari .
www.lasubidasirk.com
26. FEBRÚAR TIL 2. MARS
Kolabrautin er á 4ðu hæðHörpu | Borðapantanir 519 9700
info@kolabrautin.is | www.kolabrautin.is
Eldhúsið
„Stefnan á Fiskfélaginu er kannski
eitthvað sem er ekki endilega auð-
velt að skilgreina. Eldhúsið er rosa-
lega opið fyrir nýjungum og mis-
munandi stefnum, stundum erum
við asískir, stundum norrænir og
förum svo allt í einu yfir í að vera
með rétt frá Afríku. Við pössum þó
að blanda ekki öllu saman í einn
graut og skiptum þar af leiðandi
réttunum niður á matseðil eftir lönd-
um og reynum að endurspegla
bragðið frá því tiltekna landi sem
réttirnir eru frá í bland við gott ís-
lenskt hráefni.“
Sérstaðan
„Sérstaða okkar er ferskur fiskur og
skelfiskur. Við leggjum þó alltaf
áherslu á að hafa kjöt á matseðli
bæði sem forrétti og aðalrétti fyrir
þá sem það vilja.“
Vinsælt á matseðlinum
„Blackeraður skötuselur og steiktur
humar með humarvorrúllu, lemong-
rass gel & chili sambal, ananas &
kræklinga bjór-froða
Söltuð & reykt svínasíða með
hægeldaðri svínakinn, poppuð pura
& pikklað hvíkál, vorlauks majones
& heimagerð teriyaki-sósa.
Rúlluð & humarfyllt bleikja með
steiktri hörpuskel og reyktu epli,
rófu spaghetti, bjórhlaup, rófu-
kartöflumús & eplasmjörsósu.“
Gestakokkurinn á Food & Fun
„Gestakokkur Fiskfélagsins í ár á
Food and Fun 2014 verður Thomas
Lorentzen frá Nimb í Danmörku.
Hann útskrifaðist sem mat-
reiðslumaður árið 2006 og byrjaði
sinn feril hjá Cofoco í Kaupmann-
höfn. Árið 2007 varð hann yfirkokk-
ur hjá Kadeau Bornholm, einum
virtasta matsölustað Danmerkur,
þar sem hann var til ársins 2010. Ár-
ið 2011 byrjaði hann svo sem yf-
irkokkur á Nimb Terrasse í tívolíinu
í Kaupmannahöfn. Maturinn sem
boðið er upp á hjá Thomas og fé-
lögum á Nimb Terrasse er þekktur
fyrir mikla áherslu á árstíðabundið
og ferskt hráefni og að einblína mest
á stefnur frá Skandinavíu með vott
af áhrifum frá klassískri franskri
matargerð.“
jonagnar@mbl.is
Veitingastaðirnir á Food & Fun 2014
Fiskfélagið
Ari Þór Gunnarsson og
félagar leggja áherslu
á ferskt sjávarfang og
eiga von á spennandi
gestakokki frá Dan-
mörku.
Grófin Fiskfélagið er til húsa í hjarta miðbæjarins og þar verður gómsæt stemning og gaman að vera á Food & Fun.
Hundasúrufroða í fljótandi
köfnunarefni
½ l vatn
100 g sykur
2 stk. limesafi
1 msk. glúkósi
100 g hundasúrur
100 g eggjahvítur
Hitið saman vatn, sykur, glúk-
ósa og lime safa. ælið alveg.
Maukið súrur saman við í
blandara og sigtið í gegnum fínt
sigti.
Hrærið saman við eggjahvítur.
Setjið vökvann í rjómasprautu
ásamt tveimur gashylkjum
Sprautið blöndunni í fljótandi
köfnunarefni og brjótið fínt niður.
jonagnar@mbl.is
Uppskrift
að hætti
hússins