Morgunblaðið - 22.02.2014, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ | 21
Eldhúsið
„Matargerðin á Sushi Samba er eins-
konar ,,fun dining“ þar sem við
blöndum saman áhrifum úr jap-
anskri og suðuramerískri matargerð.
Við einblínum á smárétti og bjóðum
gestum okkar að deila réttunum.“
Sérstaðan
„Sérstaða okkar byggist á góðum
grunni með frábæru hráefni þar sem
allt sushi er rúllað jafnóðum fyrir
framan gestina, steikum með suður-
amerískum áhrifum og skemmtilegri
stemningu þar sem við viljum að
gestum okkar finnist þeir vera
komnir til Brasilíu á carnival. Einn-
ig erum við með stóran kokteillista
þar sem má finna marga skemmti-
lega kokteila og þar ber af Chili
Mojito.“
Vinsælt á matseðlinum
„Vinsælast er að fólk panti sér eina
af óvissuferðum okkar þar sem við
bjóðum upp á mismunandi ferðir
eftir því hvort fólk er hrifið af sushi
eður ei. Einnig erum við með
smjörfisk ceviche, nauta stuttrif,
humarvindil og Surf n’ turf maki
rúllu.“
Gestakokkurinn á Food & Fun
„Við erum gríðarlega ánægðir með
gestakokkinn okkar en hann er
Ástralinn Scott Hallsworth sem er
með frægari matreiðslumönnum í
japanskri matargerð. Hann vann í 6
ár á Nobu í London þar sem hann
var síðar valinn af Nobu Matsuhisa
til að opna Nobu í Melbourne. Nú er
hann fluttur aftur til London þar
sem hann er að opna veitingastaðinn
Kurobuta sem einblínir á smáréttir
og skemmtilega drykki ekki ósvipað
því sem við erum að gera hér á Sushi
Samba.“ jonagnar@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
Ljúft Óvissuferðirnar eru vinsæl-
astar, segir Eyþór Mar, yfirmat-
reiðslumaður á Sushi Samba.
Veitingastaðirnir á Food & Fun 2014
Gleðin er við völd á
Sushisamba enda
mætast þar áhrif
úr japanskri og
suðuramerískri
matargerð svo úr
verður leikandi
ljúfmeti, segir
Eyþór Mar.
Sushi Samba
Smjörfisk-ceviche
Blandið saman 6 sashimi-
sneiðum af smjörfiski, ceviche
salsa og maísblöndu og hrærið
saman.
Leggið ceviche-ið á disk og
skreytið með ristuðum maís og
kóríander.
Maísblanda
1 stk. grillaður maísstöngull
1 stk. skallottlaukur
½ grænn chili
10 g kóríander
Skerið maísbaunirnar af
stönglinum og setjið í skál.
Saxið skalott, chili og kórían-
der og blandið saman.
Ceviche-salsa
500 g tómatar í dós
1 stk. chili
1 tsk. púðursykur
½ stk. laukur
½ stk. paprika
1 stk. hvítlauksgeirar
10 g kóríander
börkur af 1 lime
safi úr 1 lime
50 ml vatn
5 ml yuz-safi
Skerið chili, laukinn, papr-
ikuna og hvítlaukinn í smáa bita.
Svitið á pönnu og bætið tóm-
ötunum útí ásamt púðursykr-
inum.
Hitið upp í 80°C og takið af
hitanum. Kælið.
Bætið restinni við.
Uppskrift
að hætti
hússins
Í ELDHÚSINU
• með Dualit •
F
A
S
TU
S
_F
_0
3.
02
.1
4
Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00
Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is
Veit á vandaða lausn
Við undirbúning í eldhúsi og við matreiðslu er fátt
betra en að vinna með vönduð og góð tæki. Dualit
tækin eru ekki einungis vönduð og traust heldur eru
þau líka fallega hönnuð sem eykur enn á ánægjuna
við að vinna með þau. Kynntu þér breiða vörulínu
Dualit - sem fæst m.a. í versluninni Búsáhöld
í Kringlunni.
Dualit vörurnar eru margverðlaunaðar og
brauðristin frá Dualit fékk m.a. stimpilinn
frá Good Housekeeping Institute - 2013.