Morgunblaðið - 07.04.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.04.2014, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2014 ✝ Svavar GuðniGuðnason fædd- ist í Reykjavík 27. október 1980. Hann lést á Landspít- alanum í fossvogi 30. mars sl. Svavar var elsta barn hjónanna Kristínar G. Ólafs- dóttur, f. 19. júlí 1961, og Guðna B. Svavarssonar, f. 3. janúar 1960. Systur Svavars eru Elín Hrund, f. 19. mars 1984, gift Stefáni Helga Einarssyni, f. 16. janúar 1983, hún á tvo syni, og María Björk, f. 22. apríl 1987. Svavar kvæntist 18. júlí 2009 Brynhildi Dögg Guðmundsdóttur, f. 29. maí 1982. Brynhildur er dóttir hjónanna Elviru Viktors- dóttur, f. 27. apríl 1955, og Guð- mundar St. Sigmundssonar, f. 15. október 1955. Svavar og Brynhild- ur eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Karen Dögg, f. 4. ágúst 2005. 2) Alexander Guðni, f. 22. desember 2006. 3) Elvar Breki, f. 1. september 2008. Eftir grunnskóla hóf Svavar nám í bílamálun í Borg- arholtsskóla, með hléum þó, og vann þá hjá Smurstöðinni Klöpp. Hann lauk námi í desember 2008. Svavar starfaði á málning- arverkstæði Toyota á árunum 2006-2010. Um mitt ár 2010 flutt- ist fjölskyldan til Noregs. Þar vann Svavar við sitt fag en þau dvöldust stutt þar vegna veikinda Svavars og fluttu alkomin heim í janúar 2011. Í ágúst 2011 hóf hann störf hjá BL og vann þar til vors 2013. Útför Svavars Guðna fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag, 7. apríl 2014, og hefst athöfnin kl. 13. Með þessu ljóði kveðjum við elsku strákinn okkar sem á stuttri ævi skildi svo margt eftir sig. Óðum steðjar að sá dagur, afmælið þitt kemur senn. Lítill drengur, ljós og fagur lífsins skilning öðlast senn. Vildi ég að alltaf yrðir við áhyggjurnar laus sem nú en allt fer hér á eina veginn: Í átt til foldar mjakast þú. Ég vildi geta verið hjá þér, veslings barnið mitt. Umlukt þig með örmum mínum. Unir hver með sitt. Oft ég hugsa auðmjúkt til þín, einkum, þegar húmar að. Eins þótt fari óravegu átt þú mér í hjarta stað. Man ég munað slíkan, er morgun rann með daglegt stress, að ljúfur drengur lagði á sig lítið ferðalag til þess að koma í holu hlýja, höfgum pabba sínum hjá. Kúra sig í kotið hálsa, kærleiksorðið þurfti fá. (Vilhjálmur Vilhjálmsson) Við elskum þig til tunglsins og aftur til baka. Guð geymi þig, elsku Svavar okkar. Mamma og pabbi. Elsku besti pabbi. Við elskum þig af öllu hjarta,við eigum bara góðar minningar um þig og mun- um við varðveita þær að eilífu. Þú varst okkur ástríkur faðir sem vildir okkur bara það besta sem völ var á. Við vitum vel að þú elskaðir okkur og mömmu enda varstu alltaf að segja það við okkur og munum við búa að kær- leika þínum og væntumþykju að eilífu. Við munum alltaf muna eftir öllum góðu stundunum okk- ar saman heima, í Noregi, á Flo- rida og í Bangsalundi. Við vitum að nú ert þú kominn upp til Guðs og þar færð þú að borða og ert ekki lengur veikur. Bless, elsku pabbi, þú varst einstaklega góð- ur við okkur og takk fyrir allt. Hvíl í guðs friði, þín börn. Karen Dögg, Alexander Guðni og Elvar Breki Svavarsbörn. Angrið sækir okkur tíðum heim sem erum fávís börn í þessum heim, við skynjum fátt, en skilja viljum þó að skaparinn oss eilíft líf til bjó, að upprisan er öllum sálum vís og endurfundir vina í paradís. (Guðrún Jóhannsdóttir) Í dag kveðjum við þig, elsku bróðir okkar, með söknuð og sorg í hjörtum. Jákvæðari, kær- leiksríkari og duglegri mann verður erfitt að finna. Það er okkur mikill heiður að hafa notið þeirra forréttinda að eiga bróður eins og þig. Við erum og munum ávallt verða óendanlega stoltar af þér og þakklátar fyrir allt sem þú gafst okkur. Við elskum þig í dag og munum elska þig alla okkar ævidaga. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þínar systur. Elín Hrund og María Björk. Elsku Svavar minn, ég bjóst nú ekki við að þurfa að skrifa minningarorð til þín alveg svona fljótt. En þú varst kallaður í vinnu á öðrum stað þar sem þörf fyrir þína krafta er meiri. Ég kynntist þér fyrir rúmlega 10 árum síðan þegar þú fórst að vera með litlu einkasystur minni sem varð svo eiginkonan þín og voruð þið svo lánsöm að eignast þrjá yndislega gullmola sem þér þótti svo einstaklega vænt um. Það er svo margt sem mig lang- ar til að minnast á en erfitt er velja úr, þú varst sjálfur algjör gullmoli, sannur vinur og stóðst alltaf við það sem þú sagðir, við gátum alltaf spjallað saman um það sem okkur lá á hjarta. Mig langar að þakka þér fyrir allar þær yndislegu samverustundir sem við höfum átt hér á landi og erlendis, sérstaklega þótti mér vænt um að hafa fengið að taka þátt í Noregsævintýri ykkar sem var því miður allt of stutt þar sem veikindi þín bönkuðu uppá og komuð þið því heim aft- ur. Veikindin bönkuðu nokkrum sinnum uppá aftur hjá þér og á endanum tóku þau þig alveg frá okkur,sem ég á enn erfitt með að trúa þar sem þú ætlaðir þér alltaf að verða gamall og fylgj- ast með gullmolunum þínum vaxa úr grasi. Elsku Svavar minn, þú sýndir fjölskyldu þinni svo mikla ást og væntumþykju og varst alveg ófeimin við að tjá þeim ást þína. Þú ert sannur vinur vina þinna og varst alltaf fyrstur til að rétta hjálphönd ef eitthvað bjátaði á. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að eyða síðustu dögunum með þér og fjölskyldunni . Ég mun gera allt sem ég get til að hlúa að Brynhildi Dögg og gullmolunum ykkar. Þú ert kominn á góðan stað þar sem ég veit að margir munu njóta góðs af. Takk fyrir samveruna, Guð geymi þig, elsku Svavar minn. Elín Ósk. Ég ætla að fara nokkrum minningarorðum um vin minn og svila, Svavar Guðna Guðna- son. Leiðir okkar Svavars lágu fyrst saman fyrir rúmum 10 ár- um þegar Svavar og Brynhildur mágkona mín fóru að stinga saman nefjum. Okkur varð strax vel til vina og jókst sá vinskapur allt til dauðadags. Svavar var ljúfmenni mikið og algjörlega laus við alla for- dóma, hann var hreinskilinn, kannski stundum fullhreinskil- inn fyrir suma þar sem hann tal- aði hreint út um hlutina. Það voru margar góðar stundir sem við áttum saman og erfitt er að minnast á einhverja eina stund, en það situr samt svolítið hátt í minningarbankanum þegar ég fór út til Noregs um áramótin 2010-2011 til að hjálpa honum og Brynhildi að flytja aftur heim eftir að Svavar veiktist fyrst og eyddum við „norskum“ áramót- um saman og vorum við sam- mála því að vonandi þyrftum við ekki að eyða öðrum svona ára- mótum saman. Svo var heldur ekki leiðinlegt að fara með þeim hjónakornum saman í verslun- arferð til Boston 2012 þar sem Ameríka hafði alltaf heillað hann og var hann ekki lítið ánægður þegar hann gat platað okkur á „Applebees“ sem hann talaði mikið um. Svo er ekki heldur hægt að sleppa öllum samtölum okkar þegar við stál- umst til að fá okkur vindla í bú- staðnum og ræddum um alla heima og geima á meðan, líkleg- ast voru það okkar innilegustu stundir saman. Síðustu mánuði var Svavar oft búinn að koma við hjá mér í göngutúrunum sín- um sem hann fór í á hverjum degi og sátum við oft og rædd- um hlutina í ró og næði. Eitt mátti hann Svarar eiga og það var að hann var alveg ótrúlega bjartsýnn, alveg fram á síðasta dag. Þær munu svo seint gleym- ast síðustu stundirnar sem ég átti með Svavari, bæði þegar hann var með meðvitund og við horfðum saman á strákana hans keppa í fótbolta og ekki síður síðasti sólarhringurinn í lífi hans. Það eru forréttindi að hafa kynnst Svavari og fengið að fylgja honum síðasta spölinn í þessu lífi, núna er hann kominn á betri stað og þar munum við hittast síðar. Kristján Karl Kolbeinsson. Enginn veit hvenær kallið kemur, en flest vonumst við til að það komi seint og eftir að við komum börnum okkar á legg. Kallið eftir þér kom skjótt. Þú hafðir tekist á við áföll þín með stóískri ró og ræddir það af mik- illi einlægni við hvern þann er spurði. Ég var heppinn að eignast þig sem vin ungur að árum og heim- ili þitt stóð mér ávallt opið. Skömmu eftir að við kynntumst var ég orðinn heimalingur í Krummahólunum og síðar í Ljósuvíkinni. Þér tókst að smita mig af áhuga þínum á tónlist og kynntir mig fyrir mörgum af þínum uppáhaldshljómsveitum. Enn þann dag í dag hlusta ég á Vitoligy plötu Pearl Jam sem við vorum vanir að hlusta á upp til agna í Krummahólunum. Kvikmyndir áttu hug þinn all- an og kom ekki sú mynd í bíó sem þú, Heimir og Gústi létuð framhjá ykkur fara. Ég deildi ekki þeirri bakteríu með ykkur en þið voruð duglegir að draga mig með á myndir sem þið viss- uð að ég hefði gaman af. Margar voru sögurnar sem þú lumaðir á enda mundir þú at- burði sem við hinir vorum löngu búnir að gleyma. Það var ósjald- an sem við ætluðum að stoppa þig af þegar þú byrjaðir að segja okkur sömu sögurnar aftur, en þá spurðir þú okkur alltaf: „Haf- ið þið einhvern tímann heyrt góða sögu of oft?“ Því varð ekki neitað svo auðvitað fékkstu að klára sögurnar sem komu okkur alltaf til að hlæja. Þú varst vinur vina þinna og fórst ekki í skjól þegar á móti blés. Mikill varstu í ásýnd en þú leyndir á þér og varst blíðastur okkar allra. Ég veit að þú kemur til með að vaka yfir okkur öllum með ábyrgðartilfinningu þína að leiðarljósi. Mér þótti gott að geta komið til þín á spítalann og kvatt þig. Ég mun ávallt halda minningu þinni á lofti Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. (Bubbi Morthens) Ég vil senda fjölskyldu þinni innilegar samúðarkveðjur. Sigurður Andri Sigurðsson og fjölskylda. Svavar Guðni Guðnason HINSTA KVEÐJA Elsku Svavar, þú varst alltaf svo góður við mig og börnin þín, og leyfðir okkur alltaf að fara í tölvuna þína og horfa á myndirnar þínar sem voru ófáar. Ég á eftir að sakna þín mikið og ég mun hugsa fallega til þín. Kristín Ósk Ég ætla í fáum orðum að minnast Svavars Guðna, hann var skemmtilegur og mikill húmoristi. Hann var duglegur að fylgjast með öllu sem ég var að gera, sérstaklega söngnáminu mínu , en hann ætlaði sér alltaf að vera umboðsmað- urinn minn og mun hann svo sannarlega verða það í mínum huga. Takk fyrir all- ar okkar stundir sem við áttum saman í spjalli og bralli. Hvíl í friði, kæri vinur. Guðmundur Hrafn. ✝ Elsku konan mín, mamma, tengdamamma, amma og langamma, UNNUR JÓNA JÓNSDÓTTIR, sem lést á líknardeild Landspítalans sunnudaginn 30. mars, verður jarðsungin miðvikudaginn 9. apríl kl. 15.00. Útförin verður gerð frá Fossvogskirkju. Björn Guðmundsson, Margrét Björnsdóttir, Einar Hákonarson, Sigrún Björnsdóttir, Guðrún Björnsdóttir, Sigurður Á. Sigurðsson, Jón Axel Björnsson, Karen Sigurkarlsdóttir, Björn Jóhann Björnsson, Vilhelmína Einarsdóttir, Unnur Ýr Björnsdóttir, Magnús Bogason, ömmu- og langömmubörn. ✝ Útför elsku mannsins míns, pabba, tengda- pabba og afa, FRIÐRIKS THEODÓRSSONAR, fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 11. apríl kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlegast bent á að styrkja Lúðrasveit Reykjavíkur, kt. 440269-1929, reikn. 0137-26-10090. Edda Völva Eiríksdóttir, Hildur Friðriksdóttir, Jóhannes Albert Sævarsson, Hrefna Friðriksdóttir, Hörður Sigurðarson, Halla Rún Friðriksdóttir, Jón Benoný Reynisson, barna- og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, LOFTUR ÞORSTEINSSON verkfræðingur, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli aðfaranótt þriðjudagsins 1. apríl. Útför hans verður gerð frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 8. apríl kl. 15.00. Þorsteinn Loftsson, Hanna Lilja Guðleifsdóttir, Matthías Loftsson, Kolbrún Þorsteinsdóttir, Ingibjörg Loftsdóttir, Páll Loftsson, Anna Pála Vignisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ BENEDIKT ÖRN ÁRNASON leikari og leikstjóri lést sunnudaginn 25. mars. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 8. apríl kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hans er bent á að Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna njóti þess. Erna Geirdal, Einar Örn Benediktsson, Árni Benediktsson og aðrir aðstandendur. ✝ Elskulegur bróðir okkar, KOLBEINN ÓLAFSSON, Hjálmholti, verður jarðsunginn frá Hraungerðiskirkju miðvikudaginn 9. apríl kl. 13.30. Systkini hins látna. ✝ Ástkær dóttir mín, móðir okkar, amma og systir, BERGÞÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á Akranesi laugardaginn 22. mars. Úförin hefur farið fram í kyrrþey. Guðbjörg B. Árnadóttir, Einar Valur Ásgeirsson, Guðbjörg Þóra Ingimarsdóttir og börn, Gautur Ingi Ingimarsson og barn, Guðmundur, Pétur, Jónína, Ólafur Már og Einar Valur Guðmundarbörn. Þegar ég 19 ára piltur réðst til vinnu á skrifstofu Þjóðleikhúss- ins 1972 tók Svava á móti mér með blíðasta brosi sem ég hef séð um ævina, ég var þarna sendill á móti Jóni Eyjólfssyni og vorum við tveir þangað til hann féll frá. Þarna kynntist ég mörgum leik- urum og söngvurum og nægir að nefna Guðmund Jónsson og Guð- rúnu Á. Símonar, svo örfáir seu Svava Þorbjarnardóttir ✝ Svava Þorbjarn-ardóttir söng- kona fæddist á Hraunsnefi í Norð- urárdal 13. janúar 1917. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík 18. mars 2014. Svava var jarð- sungin frá Dóm- kirkjunni 2. apríl 2014. nefndir. Þarna sá ég Bessa Bjarnason, Emilíu Jónasar og fleira gott fólk, skrifstofa leikhúss- ins var þar sem nú er fundarherbergi og þar sem leikar- arnir bíða í græna herberginu var skrifstofa þjóðleik- hússtjóra. Svava var alltaf mjög góð við mig allan þann tíma sem við unn- um saman og hún kom í kveðju- hófið mitt þegar ég hætti í leik- húsinu. Þangað kom líka vinkona hennar sem nú er fallin frá og hét Guðrún Guðmundsdóttir. Kæru systur, Guðný, Þorbjörg og Helga, og fjölskyldur, ég sendi ykkur mínar innilegstu samúðar- kveðjur, megi birta ljóssins lýsa ykkur í sorginni. Kristinn G. Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.