Morgunblaðið - 07.04.2014, Blaðsíða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2014
Fjör í Hörpu Áhorfendur skemmtu sér konunglega á úrslitakvöldi Músíktilrauna í Hörpu á laugardag. Tíu hljómsveitir komust í úrslit tónlistarhátíðarinnar og þóttu standa sig með mikilli prýði.
Styrmir Kári
Á Íslandi gilda lög
um að samkynhneigðir
mega ættleiða. Staðan
er sú að ekkert erlent
land sem við erum í
samskiptum við leyfir
ættleiðingar milli landa
til samkynhneigðra. Í
þessu máli skarast
reglur upprunaríkis og
móttökuríkis svipað og
gerist með lög um ætt-
leiðingar einhleypra
einstaklinga og fatlaðra. Þetta er
ástæða þess að samkynhneigð pör
geta aðeins ættleitt innanlands.
Misskilningurinn er sá að margir
lesa út úr þessum tilmælum að það
sé verið að banna sam-
kynhneigðum hér-
lendis að ættleiða. En
sú er ekki raunin og í
rauninni er Ísland al-
veg undir það búið, ef
önnur lönd fara að
leyfa ættleiðingar milli
landa til para af sama
kyni, að taka þá þátt í
því.
Þegar við skoðum
hvaða lönd það eru
helst sem Íslendingar
eru að ættleiða frá, þá
sjáum við að það eru
lönd sem eru frekar aftarlega í röð-
inni þegar kemur að mannréttindum
og réttindum samkynhneigðra sér í
lagi, það eru Indland, Kína, Kól-
umbía, Tékkland og Tógó.
Ísland hefur í lengri tíma unnið að
því að bæta stöðu sína hvað varðar
ættleiðingar sem og uppfæra lög og
reglur er að því snúa. Samkvæmt
Haag-samningnum, sem Ísland er
aðili að, skal tryggja við ættleiðingar
á börnum milli landa að hagsmunir
þeirra séu hafðir að leiðarljósi og
þær ættleiðingar fari fram í sam-
vinnu stjórnvalda í bæði uppruna-
og móttökuríki, einnig setja reglur
um hæfi væntanlegra kjörforeldra.
Stjórnvöld geta þá sett reglur um
þau skilyrði sem þarf að uppfylla til
að ættleiða milli landa.
Innanríkisráðuneytið
og baráttan
Í svari innanríkisráðuneytis við
fyrirspurn minni kemur fram að:
„Ráðuneytinu er kunnugt um að
ekkert par af sama kyni, búsett á Ís-
landi, hafi ættleitt barn (saman) er-
lendis frá síðan lög um breytingu á
lagaákvæðum er varða réttarstöðu
samkynhneigðra (sambúð, ættleið-
ingar, tæknifrjóvgun), nr. 65/2006,
tóku gildi. Staðan á Íslandi hvað
þetta varðar er sambærileg og þegar
kemur að öðrum norrænum ríkjum,
en samstarfsríki þeirra eru þó mun
fleiri en samstarfsríki Íslands.“
Hér á landi fara löggilt ættleiðing-
arfélög með milligöngu fyrir milli-
landaættleiðingum. Þau hafa séð um
að afla nýrra sambanda við ríki sem
núna er og verður hægt að ættleiða
frá. Innanríkisráðuneytið leggur til
alla þá hjálp sem það getur í þessum
málum.
Í dag er virkur samstarfshópur
Íslenskrar ættleiðingar og Samtak-
anna ’78 sem hefur unnið að því að
kanna möguleika á ættleiðingum til
samkynhneigðra. Og á meðan önnur
lönd vinna sig í áttina að því að leyfa
ættleiðingar milli landa til samkyn-
hneigðra þá ættum við að vinna
áfram það góða starf sem við getum
hérlendis til að vera undir það búin
þegar stundin kemur.
Eftir Jóhönnu Mar-
íu Sigmundsdóttur »Misskilningurinn er
sá að margir lesa út
úr þessum tilmælum að
það sé verið að banna
samkynhneigðum
hérlendis að ættleiða.
Jóhanna María
Sigmundsdóttir
Höfundur er alþingiskona.
Ættleiðingar og mannréttindi
Fyrir tæpum tveim-
ur vikum birtist frétta-
skýring í Morg-
unblaðinu þar sem
fram kom að í vinnslu
væru fjölmörg fjárfest-
ingaverkefni á Íslandi
þar sem gert væri ráð
fyrir aðkomu erlendra
fjárfesta. Í raun fela
þessar fjárfestingar í
sér að erlendur aðili
ákveður að færa fjár-
magn til Íslands frá heimaríki sínu
og binda það í tilteknum verkefnum
til langs tíma. Við þá stöðu vaknar
það álitamál hvernig slíkur fjárfestir
getur gætt hagsmuna sinna og tak-
markað þá áhættu sem fylgir því að
færa fjármagn frá einu ríki til ann-
ars. Gilda hér sömu sjónarmið án til-
lits til þess hvort fjallað sé um er-
lenda fjárfesta á Íslandi eða íslenska
fjárfesta erlendis.
Almennt fellur erlendur fjárfestir
og fjárfestingastarfsemi hans undir
lögsögu þess ríkis þar sem fjárfest-
ingin verður staðsett. Í því felst að
fjárfestinum ber að fara eftir lögum
og reglum ríkisins, s.s. lögum um
hlutafélög, vinnulöggjöf og skatta-
löggjöf. Í þessu felst töluverð óvissa.
Á meðan fjárfestirinn þekkir al-
mennt lög og reglur heimaríkis síns
hefur hann takmarkaða þekkingu á
réttarkerfi þess ríkis
þar sem hann hyggst
fjárfesta. Þá eru rétt-
arkerfi einstakra ríkja
mjög ólík hvað varðar
réttarstöðu erlendra
fjárfesta, þ.m.t. hvort
og hvernig unnt er að
taka fjárfestingu eign-
arnámi, um heimildir
stjórnvalda til afskipta
af fjárfestinga-
starfseminni og um
rétt fjárfesta til að bera
ákvarðanir stjórnvalda
undir dómstóla. Hefur
fjárfestirinn mikla hagsmuni af því
að eyða þessari óvissu enda geta litl-
ar breytingar á lögum og reglum
haft mikil áhrif á fjárfestingu sem
ráðgert er að standi í 30-50 ár.
Óvissa um slík álitaefni dregur al-
mennt úr áhuga fjárfesta til að fjár-
festa í öðrum ríkjum. Ef fjárfestir
ákveður að fjárfesta erlendis fellur
hann undir lög og reglur móttöku-
ríkisins og getur almennt leitað til
dómstóla ríkisins ef hann telur á sér
brotið. Oft er það svo að fjárfestirinn
telur sig þar ekki njóta réttlátrar
málsmeðferðar vegna stöðu sinnar
en stundum felst umkvörtunarefni
hans í gagnrýni á stofnanir móttöku-
ríkisins sem eiga að tryggja rétt-
aröryggi hans, t.d. dómstóla.
Í þessum tilvikum er fjárfestirinn
hins vegar í þeirri stöðu að ef hann
telur móttökuríkið brjóta á rétti sín-
um verður hann að leita til síns
heimaríkis og óska eftir aðstoð þess
til að ná fram rétti sínum. Getur
heimaríki fjárfestisins þá tekið málið
upp gagnvart því ríki þar sem fjár-
festingin er staðsett og hafið það á
þjóðréttarlegan grundvöll. Heima-
ríki fjárfestisins hefur hins vegar oft
takmarkaðan áhuga á því að beita
sér að fullu fyrir hönd fjárfestisins
vegna þess að hagsmunir ríkisins af
vinsamlegum samskiptum við mót-
tökuríki fjárfestingarinnar vega
stundum þyngra en hagsmunir fjár-
festisins.
Nú um stundir, sérstaklega eftir
fjármálaáfallið 2008, keppa ríki
heims um hylli erlendra fjárfesta og
eru tilbúin að bjóða hvers kyns íviln-
anir í þeim tilgangi að laða að er-
lenda fjárfestingu. Fjárfestum eru
því í framkvæmd boðnar marg-
víslegar undanþágur frá lögum áður
en stofnað er til fjárfestingarinnar.
Ástæða þess að slíkt er boðið og þá
áður en fjárfest er er vegna að-
stöðumunar milli móttökuríkis fjár-
festingarinnar og fjárfestisins.
Þannig er staða fjárfestisins í fyrstu
sterk vegna þess að hann hefur ekki
ráðist í fjárfestinguna en móttöku-
ríki fjárfestingarinnar vill með veit-
ingu undanþága frá ákvæðum laga
og reglugerða leggja sitt af mörkum
til að af fjárfestingunni verði. Þegar
fjárfest hefur verið, t.d. gagnaver
byggt eða jarðgangagerð lokið,
breytist aðstaða aðila þannig að mót-
tökuríkið er í mun sterkari stöðu.
Fjárfestingin er orðin og er fjárfest-
inum óhægt um vik að hverfa frá
henni en móttökuríkið getur breytt
lögum og reglugerðum og haft þann-
ig áhrif á fjárfestinguna eftir að fjár-
fest hefur verið, t.d. með hækkun
skatta, afnámi útgefinna leyfa,
o.s.frv. Af þessum sökum gera fjár-
festar almennt miklar kröfur til þess
að laga- og reglugerðarumhverfi
liggi ljóst fyrir strax í upphafi og að
móttökuríki fjárfestingarinnar
skuldbindi sig til að grípa ekki til að-
gerða sem valda fjárfesti tjóni.
Með gerð sérstaks fjárfestinga-
samnings milli fjárfestis og þess rík-
is sem móttekur fjárfestinguna næst
að draga úr neikvæðum áhrifum
framangreinds, þ.e. minnka óviss-
una sem fjárfestirinn stendur
frammi fyrir og draga úr því að fjár-
festir leiti til ríkisstjórnar sinnar og
óski eftir því að hún beiti móttöku-
ríki fjárfestingarinnar þrýstingi
vegna ágreinings þess við fjárfest-
inn. Því er mjög algengt að fjárfest-
ingasamningar milli fjárfestis og
ríkis mæli fyrir um tilteknar íviln-
anir (t.d. skattaívilnanir eða fast-
setning rafmagnsverðs), hvaða regl-
ur skuli gilda um meðferð
fjárfestingarinnar og að ágreiningur
milli fjárfestis og hlutaðeigandi ríkis
falli undir lögsögu alþjóðlegs gerð-
ardóms.
Áralöng fordæmi eru fyrir því hér
á landi að gerðir séu fjárfestinga-
samningar milli stjórnvalda og er-
lendra fjárfesta. Þannig var gerður
sérstakur samningur milli rík-
isstjórnar Íslands og Swiss Al-
uminium Ltd. áður en framkvæmdir
hófust í Straumsvík árið 1966. Þegar
þessi samningur er borinn saman við
fjárfestingaverkefni sem síðar
fylgdu er aftur á móti ljóst að síð-
arnefndu fjárfestingarnar njóta ekki
jafn ríkrar réttarverndar og fjár-
festingin í Straumsvík. Ekki er ljóst
af hverju mál þróuðust síðar með
þeim hætti en telja verður að erlend-
ir fjárfestar geti bætt stöðu sína til
muna með gerð fjárfestingasamn-
inga þar sem mælt er fyrir um til-
tekna meðferð þeim til handa og að
hugsanlegur ágreiningur við mót-
tökuríki fjárfestingarinnar falli und-
ir lögsögu alþjóðlegs gerðardóms.
Eftir Finn
Magnússon »Nú um stundir …
keppa ríki heims um
hylli erlendra fjárfesta
og eru tilbúin að bjóða
hvers kyns ívilnanir í
þeim tilgangi að laða að
erlenda fjárfestingu.
Finnur
Magnússon
Höfundur er lögmaður á JURIS lög-
mannsstofu og aðjunkt við lagadeild
Háskóla Íslands.
Erlend fjárfesting og gerð fjárfestingasamninga