Morgunblaðið - 07.04.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.04.2014, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2014 565 6000 / somi.is Salatið okkar er eitthvað ofan á brauð. Áratuga reynsla af samlokugerð skilar sér til þín í ferskara og ljúffengara salati. Lögreglumenn í Venesúela ganga um götur vopnaðir til að berja niður mótmæli stjórnarand- stæðinga og stúdenta. Hátt í 1.400 manns hafa verið handteknir vegna mótmælanna sem staðið hafa yfir í nokkrar vikur. Mótmælin hafa fengið aukna athygli í heimspressunni eftir að stórleik- arinn Kevin Spacey lýsti stuðningi við mótmæl- endur sem hann segir vera að berjast fyrir sjálf- sögðum mannréttindum. Þá hefur utanríkisráðherra Spánar, Jose Manuel Garcia, sagt að Nicolas Maduro, forseta Venesúela, hafi mistekist að sameina þjóð sína sem nú mótmælir. AFP Stjórnvöld berja niður mótmæli í Venesúela Fjöldi mótmælenda í Venesúela hefur verið handtekinn Bandaríkin senda tvö herskip til viðbótar til Jap- ans á næstu dög- um en þetta til- kynnti Chuck Hagel, varn- armálaráðherra Bandaríkjanna, í gær. Hagel segir ráðstöfunina vera viðbrögð við hugsanlegri ógn frá Norður-Kóreu sem hefur verið að prófa meðal- og skammdrægar eld- flaugar undanfarna mánuði. Skipin tvö bætast í hóp fimm skipa Banda- ríkjanna í Japan. BANDARÍKIN Fjölgun bandarískra herskipa í Japan Chuck Hagel Benjamin Net- anyahu, forsætis- ráðherra Ísraels, hefur hótað því að beita stjórn- völd í Palestínu einhliða aðgerð- um ef þau hætta ekki við áform sín um að sækja um aðild að ýms- um alþjóðasátt- málum. Hann segir að slík áform muni aðeins gera ríkjunum erfiðara um vik að komast að samkomulagi. ÍSRAEL Hótar aðgerðum gegn Palestínu Benjamin Netanyahu Kínverska skipið Haixun 01 heyrði hljóð um helgina sem talin eru geta verið úr flugrita malasísku farþegavélarinnar sem hvarf af ratsjá fyrir rúmum fjórum vikum. Þó hefur ekki verið staðfest að hljóðin komi úr flugrita vélarinnar. Kínversk flugvél sem hefur ver- ið við leit á sama svæði í Indlands- hafi og skipið Haixun 01 hefur fundið hluti á floti á svæðinu sem styrkir þá tilgátu að vélin hafi hrapað á svæðinu. 216 þúsund fer- kílómetra svæði Breskt herskip er nú á leiðinni á svæðið þar sem kínverska skipið heyrði hljóðin. Aftur á móti kann- ar ástralska herskipið Ocean Shield hljóð sem hafa heyrst á öðru svæði. Þetta sagði Angus Houston, yfirmaður ástralska hersins, á blaðamannafundi um helgina. Allt að 10 herflugvélar og þrett- án skip munu koma að leitinni. Til stendur að leita á þremur svæðum sem eru samtals um 216 þúsund ferkílómetrar. Tíminn er naumur og óttast er að rafhlöður í flugrit- unum tæmist í dag og ritarnir hætti að senda frá sér boð. vilhjalmur@mbl.is AFP Leit Enn hefur ekki tekist að staðsetja flugrita malasísku flugvélarinnar, sem hvarf fyrir rúmum fjórum vikum, þrátt fyrir mikla leit. Heyrðu mögulega í flugritum vélarinnar  Óttast er að rafhlöður flugritanna tæmist bráðlega Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Þingkosningar fóru fram í Ung- verjalandi í gær og samkvæmt út- gönguspám sigraði flokkur Viktors Orbans, forsætisráðherra Ung- verjalands, örugglega í þingkosn- ingunum. Flokkur hans, Fidesz, fékk 48 prósent atkvæða en þar á eftir kom bandalag mið- og vinstri- flokka með 27 prósent greiddra at- kvæða. Hægriflokkurinn Jobbik fékk átján prósent atkvæða, ef marka má útgönguspárnar, að því er fram kemur í frétt AFP. Flokkur Orbans hlaut 52 prósent atkvæða í seinustu kosningum, árið 2009, sem tryggði honum 2/3 þing- sæta. Honum var spáð nokkuð öruggum sigri fyrir kosningarnar um helgina en stjórnarandstæð- ingar töldu lítið mark takandi á skoðanakönnunum. „Fólk er hrætt við að tjá skoðanir sínar,“ sagði stjórnarandstöðuleiðtoginn Atitila Mesterhazy við AFP. „Ég trúi því að ég verði forsætisráðherra eftir fáeina daga,“ bætti hann við. Þingkosningar í Ungverjalandi AFP Kosningar Skoðanakannanir sýndu mikið fylgi forsætisráðherrans.  Flokkur forsætisráðherra, Fidesz, fékk 48 prósent í kosningunum í gær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.