Morgunblaðið - 07.04.2014, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2014
FRJÁLSI
LÍFEYRISSJÓÐURINN
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
4
-0
9
1
8
Frjálsi lífeyrissjóðurinn hentar þeim sem hafa frjálst val um í
hvaða lífeyrissjóð þeir greiða skyldulífeyrissparnað sinn og
er opinn öllum sem leggja fyrir í viðbótarlífeyrissparnað.
Hafðu samband við okkur í síma 444 7000, sendu tölvupóst á
lifeyristhjonusta@arionbanki.is eða komdu við í næsta útibúi
Arion banka. Einnig má nálgast upplýsingar á vefsíðu sjóðsins,
frjalsilif.is.
Ársfundur
Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins verður haldinn 29. apríl
nk. kl. 17.15 í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19.
Dagskrá
1. Skýrsla stjórnar
2. Kynning ársreiknings
3. Tryggingafræðileg athugun
4. Fjárfestingarstefna sjóðsins
5. Kosning stjórnar og varamanna
6. Kjör endurskoðanda
7. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins
8. Laun stjórnarmanna
9. Önnur mál
Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins verða birtar á
frjalsilif.is og verða aðgengilegar í höfuðstöðvumArion banka
tveimur vikum fyrir ársfund.
Á fundinum verður kosið um tvo stjórnarmenn til tveggja ára
og tvo varamenn til eins árs. Framboð til stjórnar þarf að
liggja fyrir eigi síðar en sjö dögum fyrir ársfund og ber að
tilkynna framboð til stjórnar með sannanlegum hætti.
Stjórn sjóðsins hvetur sjóðfélaga til að mæta á fundinn.
Frjálsi lífeyrissjóðurinn var á árinu 2013 valinn besti lífeyris-
sjóður Evrópuþjóða með undir milljón íbúa af fagtímaritinu
Investment Pension Europe (IPE).
Sjóðurinn hefur hlotið fjölmörg alþjóðleg verðlaun:
2013 – Besti lífeyrissjóður Evrópuþjóða með undir
milljón íbúa
2011 – Besti lífeyrissjóður á Íslandi
2010 – Besti lífeyrissjóður á Íslandi
2009 – Besti lífeyrissjóður á Íslandi
2005 – Besti lífeyrissjóður Evrópu í þemaflokknum
Uppbygging lífeyrissjóða
MARGVERÐLAUNAÐUR
LÍFEYRISSJÓÐUR
Meginniðurstöður ársreiknings
(í milljónum króna)
LÍFEYRISSKULDBINDINGAR SKV. NIÐURSTÖÐU
TRYGGINGAFRÆÐINGS 31.12.2013
EFNAHAGSREIKNINGUR 31.12.2013
EIGNIR
Verðbréf með breytilegum tekjum 53.107
Verðbréf með föstum tekjum 66.683
Veðlán 2.164
Verðtryggð innlán 2.766
Aðrar fjárfestingar 43
Fjárfestingar alls 124.763
Kröfur 636
Aðrar eignir 6.992
Eignir samtals 132.392
Skuldir -357
Hrein eign til greiðslu lífeyris 132.034
YFIRLIT UM BREYTINGAR Á HREINNI EIGN
TIL GREIÐSLU LÍFEYRIS FYRIR ÁRIÐ 2013
Iðgjöld 8.994
Lífeyrir -2.531
Fjárfestingartekjur 9.367
Fjárfestingargjöld -315
Rekstrarkostnaður -149
Hækkun á hreinni eign á árinu 15.366
Hrein eign frá fyrra ári 116.668
Hrein eign til greiðslu lífeyris 132.034
Eignir umfram áfallnar skuldbindingar 284
Í hlutfalli af áföllnum skuldbindingum 0,8%
Eignir umfram heildarskuldbindingar 206
Í hlutfalli af heildarskuldbindingum 0,2%
KENNITÖLUR
¹ Meðaltal fjölda sjóðfélaga sem greiddi iðgjald á árinu.2
Meðaltal lífeyrisþega sem fengu greiddan lífeyri á árinu.
Eignir í íslenskum krónum 79,4%
Eignir í erlendri mynt 20,6%
¹Fjöldi virkra sjóðfélaga 14.580
Fjöldi sjóðfélaga í árslok 47.983
²Fjöldi lífeyrisþega 1.711
NAFNÁVÖXTUN
2013 2009-2013
Frjálsi 1 7,7% 10,9%
Frjálsi 2 5,8% 9,2%
Frjálsi 3 4,2% 8,7%
Frjálsi Áhætta 12,6% 12,4%
Tryggingadeild* 9,2% 9,2%
*Skuldabréf gerð upp á kaupkröfu
Ávöxtun í fortíð gefur ekki vísbendingu um ávöxtun í framtíð. 5 ára ávöxtunartölur
sýna meðalnafnávöxtun frá 31.12.2008 - 31.12.2013 en ávöxtun er mismunandi
milli ára. Frekari upplýsingar um ávöxtun hvers árs má nálgast á frjalsilif.is.
Eitt nýtt framboð er komið fram fyr-
ir bæjarstjórnarkosningar í Reykja-
nesbæ og fleiri eru í undirbúningi.
Fyrrverandi bæjarfulltrúi Samfylk-
ingarinnar er efstur á lista Beinnar
leiðar og einn af forystumönnum
Sjálfstæðisflokksins síðustu fjögur
árin er að íhuga sérframboð með
stuðningsmönnum sínum. Þá hafa
Píratar auglýst eftir frambjóðendum
á lista.
Flokkarnir sem eiga fulltrúa í nú-
verandi bæjarstjórn, Sjálfstæðis-
flokkurinn, Samfylkingin og Fram-
sóknarflokkurinn, hafa tilkynnt lista
í Reykjanesbæ. Vinstrihreyfingin –
grænt framboð bauð einnig fram síð-
ast en náði ekki inn manni.
Gunnar Þórarinsson, formaður
bæjarráðs, kom nýr inn í bæjarstjórn
við síðustu kosningar eftir að hafa
náð 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokks-
ins í prófkjöri. Að þessu sinni sóttist
hann eftir 1.-2. sæti listans en hafn-
aði í því 5. Kjörnefnd gerði breyt-
ingar og bauð Gunnari sæti neðar á
lista. Hann afþakkaði það og lýsti því
yfir í grein í Morgunblaðinu sl. föstu-
dag að hann hefði fullan hug á að
sitja áfram í bæjarstjórn. Hann hefur
einnig lýst yfir óánægju með yfirlýs-
ingar formanna sjálfstæðisfélaganna
í bænum í prófkjörsbaráttunni en
þeir lýstu yfir stuðningi við Árna
Sigfússon bæjarstjóra í fyrsta sæti
listans. Gunnar segist ekki hafa
ákveðið sérframboð en málið skýrist
næstu daga.
Undiralda í samfélaginu
„Við finnum fyrir ákveðinni undir-
öldu, það er greinilegur vilji í sam-
félaginu til breytinga,“ segir Guð-
brandur Einarsson, formaður
Verslunarmannafélags Suðurnesja,
sem er efstur á lista nýs framboðs
sem nefnt er Bein leið.
Guðbrandur var oddviti Samfylk-
ingarinnar í bæjarstjórn en féll úr
fyrsta sætinu í prófkjöri fyrir fjórum
árum og steig þá til hliðar. Hann seg-
ir að framboðið tengist ekki Sam-
fylkingunni, með því starfi fólk úr
öllum stjórnmálaflokkum og margir
sem ekki hafi áður tekið þátt í stjórn-
málum. „Aðaltilgangur framboðsins
er að koma í veg fyrir hreinan meiri-
hluta Sjálfstæðisflokksins, eitt kjör-
tímabilið enn. Það þarf að fara að
hrista upp í þessu,“ segir hann og
tekur um leið fram að framboðið
setji það skilyrði að bæjarstjóri verði
ráðinn faglega. helgi@mbl.is
Ný fram-
boð til bæj-
arstjórnar
Hræringar í póli-
tík í Reykjanesbæ
Guðbrandur
Einarsson
Gunnar
Þórarinsson
Benedikt Jóhannesson segir ekki
hægt að fullyrða um það eða útiloka
að nýr stjórnmálaflokkur Evrópu-
sinna sem rætt hefur verið um að
stofna bjóði fram í kosningum til
sveitarstjórna. Hann segir að þetta
hljóti að verða skoðað þar sem kosn-
ingar séu í vor. „Svo er að hinu að
huga að þetta eru ekki fyrst og fremst
sveitarstjórnamál.“
Benedikt er framkvæmastjóri
Talnakönnunar. Fram kom í ávarpi
hans á samstöðufundi á Austurvelli sl.
laugardag að fólk hefði komið saman
til að ræða stofnun nýs stjórnmála-
flokks og hann teldi líklegt að hann
yrði stofnaður. Benedikt segist í sam-
tali við Morgunblaðið ekki eiga von á
að boðað verði til undirbúningsfunda
eða annars formlegs undirbúnings
fyrr en eftir páska.
Frjáls viðskipti og vestræn sam-
vinna verða að mati Benedikts aðal-
stefnumál hugsanlegs flokks. Í álykt-
un útifundarins á Austurvelli var þess
krafist að ríkisstjórnin boðaði til þjóð-
aratkvæðagreiðslu. Nánar spurður
um Evrópusambandsmálin segir
Benedikt að vel geti verið að hægt
yrði að efla bæði stefnumálin með að-
ild að ESB, ef viðunandi niðurstaða
fengist úr samningaviðræðum.
Einn þeirra sem hafa beitt sér
mjög í umræðunni um þingsályktun-
artillögu ríkisstjórnarinnar, Sveinn
Andri Sveinsson lögmaður, hyggur
ekki á framboð eða að taka að sér for-
mennsku í nýjum stjórnmálaflokki.
Segist frekar vera fótgönguliði. „Ef af
stofnun nýs stjórnmálaflokks verður
mun hann ekki snúast um persónur,“
segir Benedikt um forystumenn
hugsanlegs flokks. Sjálfur segir hann
að þingframboð hafi ekki haldið fyrir
honum vöku undanfarin ár og telur að
það sama eigi við um aðra sem að
þessu koma. Málið snúist um málefn-
in. helgi@mbl.is
Óákveðið með framboð til sveitarstjórna
Talsmaður Benedikt Jóhannesson
undirbýr nýjan stjórnmálaflokk.
Áhugafólk um frjáls viðskipti og vestræna samvinnu hefur hist til að ræða stofn-
un nýs stjórnmálaflokks Ekki búist við formlegum undirbúningi fyrir páska