Morgunblaðið - 16.04.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.04.2014, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2014 Vandaðir og vottaðir ofnar Ofnlokasett í úrvali NJÓTTU ÞESS AÐ GERA BAÐHERBERGIÐ AÐ VERULEIKA FINGERS 70x120 cm • Ryðfrítt stál JAVA 50x120 cm • Ryðfrítt stál COMB 50x120 cm • Ryðfrítt stál Handklæðaofnar í miklu úrvali þar sem gæði ráða ríkjum á góðu verði. Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Í dag verður árvekniátakinu Fram- tíðarstarfið hleypt af stokkunum en markmiðið með verkefninu er að fræða fólk um leikskólakennarastarf- ið og námið að baki því. Að átakinu standa Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, mennta- og menningar- málaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga, Félag leikskólakenn- ara, Félag stjórnenda leikskóla og Efling stéttarfélag en tilurð þess má rekja til skýrslu um aðgerðir til efl- ingar leikskólastiginu, sem unnin var fyrir ráðuneytið 2012. Samkvæmt lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórn- enda skulu að lágmarki 2⁄3 hlutar stöðugilda við hvern leikskóla teljast til stöðugilda leikskólakennara en til að mæta þeim kröfum vantar 1.300 leikskólakennara. Að óbreyttu er út- lit fyrir að vöntunin verði enn meiri því umsóknum í leikskólakennara- nám hefur fækkað og meðalaldur stéttarinnar fer hækkandi. Arna H. Jónsdóttir, formaður námsbrautar um menntun ungra barna í leik- og grunnskóla hjá Há- skóla Íslands, segir mörgu um að kenna en hún telur að viðhorfin í samfélaginu leiki stórt hlutverk. „Ég held að þetta starf og ýmis önnur, sem tengjast kennslu, uppeldi og umönnun, séu ekki nógu hátt skrifuð í samfélaginu, þótt við tölum kannski þannig á tyllidögum. Mér finnst að það þurfi að sýna það í verki alla daga að við viljum stuðla að góðri menntun okkar yngstu samfélagsþegna en mér finnst menntun þessarar stéttar oft vera töluð niður,“ segir hún. Menntun lykilforsenda gæða Arna segir leikskólakennarastarf- ið lifandi og skemmtilegt og það sé algengt að afstaða fólks til þess breytist þegar það hefur prófað að vinna í leikskóla. Hún segir leikskóla- kennara ganga í margvíslegar stöður og launaskalinn sé fjölbreytilegur en á sama tíma og rýr kjör takmarki áhuga á kennaranáminu virðist margir halda að laun kennara séu lé- legri en þau raunverulega eru. Átakið fer fram á Facebook og vef- síðunni www.framtidarstarfid.is en að auki verður auglýsingum komið fyrir á strætóskýlum. Markmiðið er að ná til ungs fólks og almennra starfsmanna leikskólanna en Arna segir langtímarannsóknir sýna að fagmenntað starfsfólk sé lykilfor- senda gæða í leikskólastarfi. Brýnt að leiðrétta launin „Leikskólastigið sem skólastig hefur þróast mjög hratt, leikskólum hefur fjölgað og við höfum ekki náð, því miður, að framleiða miðað við þróunina,“ segir Haraldur F. Gísla- son, formaður Félags leikskólakenn- ara, um kennaraskortinn. Hann segir brýnt að leiðrétta kjör leikskóla- kennara. „Það er okkar hlutverk, og sam- félagsins alls, að búa þannig um hnútana að laun og starfskjör séu samkeppnishæf við aðra sérfræð- inga. Við getum endalaust talað en nú þarf bara að gera og það stendur ekki á okkur, heldur þurfa sveitar- félögin að gera sér grein fyrir vand- anum og bregðast við honum. Það þýðir ekki að segja: Við viljum metn- að, við viljum hafa gott skólastig, við viljum vel menntaða einstaklinga, en stíga svo ekki nægilega stór skref til að leiðrétta laun og starfskjör,“ segir hann. Haraldur segir samningaviðræður á góðu róli en þolinmæði leikskóla- kennara verði af skornum skammti ef á daginn kemur að sveitarfélögin eru ekki reiðubúin til að stíga fyrr- nefnd skref. Vilja ná til unga fólksins og ómenntaðra starfsmanna  Leikskólakennarinn er framtíðarstarf  Ekki nóg að mæra kennara á tyllidögum Aldursskipting leikskólakennara Heimild: Hagstofa Íslands 600 500 400 300 200 100 0 2000 ‘01 ‘02 ‘04 ‘06 ‘08 ‘10‘03 ‘05 ‘07 ‘09 ‘11 2012 Heildarfjöldi 2000: 937 Heildarfjöldi 2012: 1.878 67 ára og eldri 60-66 ára 20-29 ára 50-59 ára 30-39 ára 40-49 ára 1 15 17 152 131 464 152 134 308 592 328 521 Morgunblaðið/Ómar Nám Viðmælendur segja nauðsynlegt að leggja áherslu á að leikskólarnir séu námsstofnanir, ekki geymslustaðir. Menntað starfsfólk stuðli að gæðum. Leikskólakennarar eru mun færri en lög gera ráð fyrir – launakjör og viðhorf þurfa að breytast Anna Birna Snæbjörnsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs Kópa- vogsbæjar, segir lýsingar deild- arstjóra á leikskólanum Mar- bakka, sem birtust í Morgunblaðinu í gær, ekki eiga við rök að styðjast. Hún segir mönnun á leikskólanum í sam- ræmi við reglugerð og rúmlega það en veikindi séu vissulega vandamál, líkt og annars staðar. „Þetta er nokkuð sem hefur talsvert mikið verið rætt meðal stjórnenda í leik- og grunn- skólum, og meðal sviðsstjóra, hvernig eigi að bregðast við þessu, en það er bara svolítið vandasamt að bregðast við því það eru svo margir þættir sem hafa áhrif á þetta,“ segir hún. Anna segir unnið að því að styrkja skólana hvað þetta varð- ar, t.d. með heilsueflingu, og hún segir starfsfólk bæjarskrifstof- unnar í góðu sambandi við stjórn- endur leikskólanna. „Ég tel okk- ur fylgjast mjög vel með því hvernig aðstæður eru í leikskól- unum, það eru reglulega fundir með öllum leikskólastjórunum og starfsmönnum leikskóladeildar og þar er farið yfir öll mál er varða leikskólana,“ segir hún. Anna segir leikskólakennara í Kópavogi almennt ánægða í starfi en álag og veikindi séu umkvört- unarefni í öllum sveitarfélögum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kópavogur Anna Birna segir leik- skólakennara almennt ánægða. Skólinn vel mannaður Í síðustu viku lauk fundaherferð um framtíðarsýn leikskólans, sem ráðist var í á grundvelli bókunar með kjarasamningi Sambands ís- lenskra sveitarfélaga og Kenn- arasambands Íslands, vegna Fé- lags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla. Haldnir voru átta fundir, í öllum landshlutum, en þátttakendur voru nærri 400; leikskólakennarar, stjórnendur, foreldrar og fulltrúar sveitarfélag- anna. Á fundunum var unnið með fjór- ar sviðsmyndir fyrir árið 2024 og þátttakendur spurðir að því hvað þeir teldu að þyrfti að gerast til að þær yrðu að raunveruleika. Í um- ræðum sem sköpuðust í kjölfarið voru kjaramálin ofarlega á baugi, nauðsyn þess að lögfesta leikskól- ann sem fyrsta stigið í mennta- kerfinu og mikilvægi þess að upp- fræða almenning um störf leikskólakennara. „Kjaramálin eru undirliggjandi þáttur í þessu öllu en það sem stendur upp úr er þessi aukna virðing gagnvart skólunum; að þeir séu ekki þjónustu- eða geymslustofnanir heldur mennta- stofnanir,“ segir Ása Karin Hólm Bjarnadóttir, ráðgjafi hjá Capa- cent, sem heldur utan um verk- efnið. Hún segir að það sjónarmið hafi verið ráðandi að leikskólinn ætti ekki að vera valfrjáls en menn hafi greint á um við hvaða aldur ætti að binda skólaskylduna. Ása segir að á fundunum hafi skapast samráðsvettvangur allra hagsmunaaðila; foreldranna, sem hafi ákveðnar væntingar, fagfólks- ins, sem vill standa undir þessum væntingum, og sveitarfélaganna, sem þurfi að tryggja nauðsynlegar auðlindir. Afrakstur fundanna verður stefnuskjal, sem Ása gerir ráð fyr- ir að verði tilbúið í maí. Leikskólinn verði lögbundið 1. stig Morgunblaðið/Ómar Fróðleikur Leikskólarnir eru ekki þjónustu- eða geymslustofnanir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.