Morgunblaðið - 16.04.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.04.2014, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2014 Ætli ég fariekki í bíltúrog keyri um Vatnsdalinn. Þar eru æskustöðvarnar og jafnframt fegursti staður á landinu,“ seg- ir Ingibjörg Rósa Auð- unsdóttir sem er 50 ára í dag en hún sleit barnsskónum á Marð- arnúpi í Vatnsdal í A- Húnavatnssýslu. Árið 1993 flutti hún á Kollsá 2 í Hrútafirði og er þar sauðfjár- bóndi með rúmlega 500 fjár. Þá er hún á fullu í ferðaþjónust- unni og rekur, ásamt tengdamóður sinni, Tangahús á Borðeyri og hefur gert síðast- liðin tíu ár. „Það er stígandi í ferðaþjón- ustunni. Tímabilið er að lengjast í báðar átt- ir. Strandirnar og Vestfirðirnir eru vin- sælir núna. Fólk leitar út fyrir þessa hefð- bundu ferðamanna- staði og sækir þangað sem ekki er fullt af fólki.“ Hún segir fólk forvitið um sögu Borðeyrar, sem sé eitt minnsta þorp á landinu en eigi sér stóra sögu. Í júní útskrifast hún með BA-próf í ferðamálafræði frá Háskól- anum á Hólum. Hún segir námið hafa gefið sér mjög mikið þar sem kúrsarnir séu vel tengdir við atvinnulífið og því auðvelt að tvinna saman nám og reynslu. „Ég hef fengið mikla hvatningu og stuðning frá fjölskyldunni. Strákarnir hafa verið duglegir að leiðbeina móður sinni, sérstaklega með tölvukunnáttuna. Það er alltaf gaman að læra og menntunin verður aldrei af manni tekin,“ segir Ingibjörg sem var í óðaönn að gefa í fjárhúsinu en sauðburður hefst þar í byrj- un maí. Hún á fjögur börn ásamt manni sínum Ragnari Pálmasyni á aldrinum 27 til 11 ára, þau Jón Pálmar, Auðun Inga, Kára og Ásdísi Björgu. thorunn@mbl.is Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir 50 ára Sauðfjárbóndi í ferðaþjónustu Ljósmynd /úr einkasafni Sig Ingibjörg að síga í fyrsta skipti niður af Gálgabrú við Sleitustaði í Skagafirði í nám- skeiði í ferðamálafræði við Hóla árið 2012. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Akranes Þórinn Haukur fæddist 17.7. 2013. Hann vó 3.550 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Jóhanna Sigrún Andrésdóttir og Jóhann Viðar Bragason. Nýr borgari Reykjavík Róbert Ingi fæddist 23. júlí 2013.Hann vó 4.200 g og var 59 cm langur. Foreldrar hans eru Arnar Geir Gestsson og Ásdís Birna Bjarna- dóttir. F reydís Anna fæddist í Reykjavík 16.4. 1964 og átti þar heima fyrsta æviárið. Fjöl- skyldan bjó á Laugum í Reykjadal 1965-69, eitt ár í Dan- mörku og síðan aftur á Laugum til 1973, þá í Skútutstaðaskóla í Mý- vatnssveit á árunum 1973-86. Freydís var síðan aftur búsett á Laugum á árunum 1986-96 en flutti þá að Hömrum í Reykjadal þar sem hún hefur átt heima síðan: „Áður en við fluttum í Mývatns- sveitina, 1973, dvaldi fjölskyldan öll sumur við bústörf hjá afa mínum og ömmu í Álftagerði III í Mý- vatnssveit, en þar búa foreldrar mínir núna.“ Freydís var í Litlulaugaskóla 1970-73, í Skútustaðaskóla 1973-78 og lauk grunnskólaprófi frá Hér- aðsskólanum á Laugum vorið 1979. Hún tók eitt ár í framhaldsnámi á Laugum, lauk stúdentsprófi frá MA 1983, vann því næst í eitt ár á verk- smiðjunum á Akureyri, stundaði síðan nám við Íþróttakennaraskól- ann á Laugarvatni frá 1984 og lauk íþróttakennaraprófi 1986. Freydís starfaði við Héraðsskól- ann á Laugum 1986-98 (er varð Framhaldsskólinn á Laugum 1988) og var stundakennari við Litlu- laugaskóla á sama tíma, hefur verið kennari í fullu starfi við Litlulauga- skóla frá 1998, verið aðstoð- arskólastjóri þar frá 2005 og skóla- stjóri í afleysingum í eitt ár. Þá hefur hún tvisvar eftir það sinnt íþróttakennslu við framhaldsskól- ann. Freydís og eiginmaður hennar hafa stundað búskap á Hömrum frá 1990 með tæplega 100 kindur og 12 hross. Þau starfræktu hestaleigu yfir sumartímann á Narfastöðum um skeið en eru nú aðilar að hesta- leigu Arngríms (Safari-hestar) og koma þar að rekstrinum á sumrin eftir því sem tími gefst til. Nóg að gera í félagsstörfum Freydís var sundlaugarvörður við sundlaugina á Álftabáru sumrin 1976-79, vann við gistirekstur í Skútustaðaskóla sumrin 1980-85 og þjálfaði unglinga í frjálsum íþrótt- um og sundi í Mývatnssveit. Þá starfaði hún lengi við sumarbúðir Freydís A. Arngrímsdóttir, aðstoðarskólastjóri á Litlulaugum – 50 ára Um áramót f.v. Arna Benný, Guðrún Sædís, Gígja Valgerður, Sandra Hrafnhildur, Freyþór Hrafn, Freydís og Hörður. Í kennslu, íþróttum, leiklist, búskap og söng Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Akralind 8 | 201 Kópavogur | sími 564 6070 Fax 564 6071 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is Tilboðið gildir til 25. apríl Sorpkvarnir í eldhúsvaska 20% afsláttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.