Morgunblaðið - 16.04.2014, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Eitt af þvísem haldiðhefur verið
fram hérlendis hin
síðustu ár er full-
yrðingin um að hér
hafi verið of mikið frelsi og of
lítið eftirlit. Tvær fjaðrir verða
þar að heilu hænsnabúi þegar
nauðsynlegar breytingar á ís-
lensku efnahagslífi í frjálsræð-
isátt eru ranglega sagðar hafa
verið einhvers konar vísir að
allt að því anarkískri frjáls-
hyggjuparadís þar sem allt hafi
verið falt. Það hentar þeim sem
slíku halda fram að gleyma því
að allur hinn vestræni heimur
og vel það varð illa úti í láns-
fjárkreppunni. Varla verður því
haldið fram að skortur á reglu-
gerðum og eftirliti hafi valdið
því.
Þrátt fyrir það hafa við-
brögðin víðast hvar á Vest-
urlöndum verið á eina leið:
Annars vegar að reyna að
„þétta“ reglugerðarnetið, og
jafnframt að láta ríkisvaldið
taka á sig auknar ábyrgðir til
þess að hjálpa fjármálastofn-
unum í vanda. Virðist það
byggjast á þeirri trú að hin svo-
nefndu „undirmálslán“ á
bandarískum húsnæðismark-
aði, sem hrundu allri atburða-
rásinni af stað, hefðu gufað
upp, bara ef nógu mikið af eft-
irlitsstofnunum og reglugerð-
um hefði verið til staðar til þess
að reyna að koma í veg fyrir
vandamálið, sem
fáir sáu þó fyrir.
Var bandaríski
húsnæðismark-
aðurinn þó líklega
einn af þeim sem
hafði flestar ríkisstofnanir til
þess að passa upp á að ekkert
færi úrskeiðis.
Með þessari þróun er
ábyrgðin færð í síauknum mæli
frá viðkomandi stofnunum og
sett yfir á ríkið sem breiðir pils-
faldinn sinn yfir allt saman.
Neytandinn þarf ekki að íhuga
hvort bankinn hans sé trausts-
ins verður, því að ríkið, og
skattgreiðendur þar með,
ábyrgist allar innistæður upp
að vissu marki. Og stjórnendur
í fjármálageiranum þurfa ekki
að óttast það að „áhættu“-
fjárfestingar þeirra leiði til
taps, því að ríkið, og skattgreið-
endur þar með, muni alltaf
koma til bjargar, sérstaklega ef
viðkomandi fyrirtæki eða stofn-
un er talin „of stór til að falla“.
Í ljósi þess að síaukið reglu-
gerðafargan, síaukið eftirlit og
tilfærsla ábyrgðar á ríkið hefur
ekki enn getað komið í veg fyrir
fjármálakreppur er það áleitin
spurning hvers vegna sú lausn
ætti að ganga upp nú. Á sama
tíma má spyrja sig hverju það
hefði afstýrt hér á landi þó að
enn strangari reglur en þær,
sem fengnar voru að fyrirmynd
Evrópusambandsins, hefðu
verið í gildi?
Meira eftirlit og
meiri reglur eru
engin lausn}
Ábyrgð og reglugerðir
Sigurður MárJónsson gerði
umræðuna um
sjávarútveginn að
umtalsvefni í pistli
á mbl.is á dög-
unum. Hann bendir
á að lengst af hafi flestir lands-
menn haft sterk tengsl við sjáv-
arútveginn og sýnt mikilvægi
hans fyrir efnahag landsins
skilning. Þetta hafi breyst og
nú virðist flestir telja rekstrar-
stöðu sjávarútvegsins gefna
staðreynd, þar sem allt sé með
kyrrum kjörum. Í áróðursskyni
hafi verið talað um „sægreifa“ í
stað útvegsmanna og áróðurinn
gegn greininni hafi dregið mjög
úr skilningi á henni.
Sigurður bendir á að hag-
ræðingin sem fylgdi kvótakerf-
inu hafi skapað þann sjávar-
útveg sem við þekkjum í dag og
líklega sé óhætt að fullyrða að
hvergi sé sjávarútvegur rekinn
með jafnhagkvæmum hætti og
hér.
En fleira skipti máli í sjávar-
útvegi en fiskveiðistjórn-
unarkerfið. Markaðsstarfið
sem íslenskur sjávarútvegur
stundi skipti miklu og það starf
byggist á gæðum þar sem var-
an, vinnslan og afhendingarör-
yggi séu grundvallaratriði, en
skilningsleysið á
þessu sé útbreitt
og margir líti fyrst
og fremst á grein-
ina sem skattstofn
og kalli eftir ofur-
skattlagningu.
„Óhjákvæmilegur fylgifiskur
þessarar umræðu er sá að
greinin fær ekki að þróast með
eðlilegum hætti. Á meðan
margir hafa talað fyrir því að
auka verðmætasköpun sjáv-
arfangs umtalsvert og setja
þannig nýjar stoðir undir efna-
hag landsins virðast aðrir telja
að sjávarútvegurinn eigi ekki
að fá að þróast þannig, þess í
stað beri honum að greiða auð-
lindaskatt af áður óþekktri
stærðargráðu auk annarra
skatta sem sjávarútvegurinn
greiðir eins og önnur fyrirtæki
í landinu,“ segir Sigurður Már
Jónsson.
Þær áhyggjur sem Sigurður
hefur af skilningsleysi á rekstri
sjávarútvegsfyrirtækja eiga
því miður fullan rétt á sér og
hafa sett þessa undirstöðu-
atvinnugrein og þar með efna-
hag landsins í uppnám. Mik-
ilvægt er að skilningur aukist á
að rekstrarumhverfi þessarar
greinar þarf ekki síður en ann-
arra greina að vera hagstætt.
Sjávarútvegur þarf
ekki síður en aðrar
greinar hagstætt
rekstrarumhverfi}
Umræðan um sjávarútveginn
Þ
að var skemmtlegt framtak á há-
tíðinni HönnunarMars að efna til
samkeppni um nýjan þjóðfána
og sýna afraksturinn. Þannig má
vekja umhugsun um fánann og
sögu hans, hlutverk og þýðingu. Tilefnið var
við hæfi; það eru tæp hundrað ár síðan við
fengum núverandi fána og í aðdraganda
þess var einnig auglýst eftir tillögum frá al-
menningi. Er það út af fyrir sig merkilegt;
ég þekki ekki dæmi þess í öðru landi að fólki
hafi gefist tækifæri til að segja hug sinn um
þjóðartákn áður en ákvörðun um það er tek-
in. Segið svo að hér sé ekkert lýðræði!
Þegar tillögurnar sem bárust 1914, tæp-
lega fimmtíu að tölu, eru skoðaðar vekur at-
hygli hve keimlíkar þær voru í litum og
formi; flestar voru um krossfána, bláan og
hvítan, eins og lengi hafði verið í tísku, eða bláan,
hvítan og rauðan. Grænn litur var nefndur í tveimur
tillögum, en aðrir litir komust ekki á blað. Var þó í hópi
tillögusmiða Jóhannes Kjarval, einn frumlegasti lista-
maður síns tíma. Svona getur tíðarandinn haft lamandi
áhrif á sköpunarkraftinn.
Tillögurnar 120 sem bárust í tengslum við Hönn-
unarMars og voru sýndar í galleríinu Þoku á Lauga-
vegi voru fjölbreyttari að formi, en litavalið var ekki
miklu frumlegra en fyrir hundrað árum. Blái liturinn
yfirgnæfandi og yfirleitt hvítur og rauður samferða.
Nokkur dæmi voru um grænan lit, en fá um aðra liti.
Hvers vegna? Rifjast upp gamla umræðan
um „þjóðliti“ okkar Íslendinga, en hún hófst
með ritgerð Sigurðar málara í tímariti Jóns
forseta, Nýjum félagsritum, árið 1857.
„Þjóðlitur Íslendinga í fornöld var sá sami
og hann er enn í dag,“ skrifaði Sigurður,
„dökkbláan eða hrafnbláan lit báru vana-
lega þeir, sem ekki höfðu verið í útlöndum,
og flestir hinir mestu og bestu Íslendingar
riðu í bláum kápum.“ Síðar skrifaði Einar
skáld Benediktsson: „Þjóðlitir Íslands eru
blátt og hvítt, er tákna himininn og snjó-
inn.“
Sigurður málari og Einar Ben og spor-
göngumenn þeirra voru rómantískir eins og
sjálfstæðisbaráttan bauð upp á. En í þúsund
ár hafði íslensk alþýða þekkt fáa aðra liti en
sauðalitina. Þeir þóttu reyndar svo fábrotnir
að þeir töldust ekki eiginlegir „litir“. Þess vegna kom
engin tillaga um þjóðfána í sauðalitum. Það var ekki
fyrr en Íslendingar voru búnir að vera heimsborgarar
nokkra áratugi að þeir treystu sér til að horfa um öxl
án minnimáttarkenndar. Þá uppgötvuðu menn fegurð,
fjölbreytni – og liti – ullarinnar. Birgir heitinn Andrés-
son myndlistarmaður gerði fyrir tveimur áratugum
myndverk um íslenska fánann í sauðalitunum, verk
sem í mínum huga er hrein snilld í hugsun og sögu-
skilningi. Ef einhvern tíma þarf að skipta um þjóðfána
legg ég til að ullarfáni Birgis verði fyrir valinu.
gudmundur@mbl.is
Guðmundur
Magnússon
Af þjóðfána og þjóðlitum
Pistill
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Mengun vegna eldtefjandiefna (PBDE og HBCD)var rannsökuð í eggjumsjö íslenskra sjófugla-
tegunda. Einnig er í þeim meira af
skordýraeitrinu PCB en evrópska
matvælalöggjöfin leyfir að sé í
hænueggjum. Þetta kom fram í
rannsókn sem dr. Hrönn Jörunds-
dóttir, umhverfisefnafræðingur og
verkefnastjóri hjá Matís, gerði
ásamt samstarfsmönnum. Greint
var frá niðurstöðunum í vísindarit-
inu Chemosphere. Þar mælti Hrönn
með að möguleg áhrif efnamengunar
í umhverfinu á heilsu og viðkomu
skúmastofnsins yrðu rannsökuð bet-
ur.
„Kosturinn er sá að þessi efni
eru ekki krabbameinsvaldandi, en
þau eru hormónahermandi,“ sagði
Hrönn um eldtefjandi efnin. Þessi
efni geta framkallað sömu áhrif í lík-
amanum og náttúruleg hormón, sem
getur valdið miklu hormónaójafn-
vægi. Efnin geta því haft áhrif á
ónæmiskerfið, frjósemi og gert alls
konar annan óskunda. Hrönn sagði
að tilgangurinn með rannsókninni á
sjófuglaeggjunum hefði verið að
kanna hvort mengun af þessu tagi
væri í íslensku umhverfi.
„Þegar styrkurinn er kominn
yfir þúsundir nanógramma á hvert
gramm fitu þá er það talsvert hátt,“
sagði Hrönn. Sú var raunin, einkum
með skúmseggin. Hún sagði að ekki
hefði mikið verið rannsakað hvaða
áhrif þessi efni hefðu á fugla. Þó
væri til rannsókn á arnareggjum
sem gerð var við Eystrasalt á sjötta
áratug síðustu aldar. Þá varð þar
hrun í arnarstofninum og leiddi
rannsókn í ljós að skurnin á eggj-
unum var orðin svo þunn að eggin
brotnuðu þegar fuglarnir lögðust á.
Það var rakið til mikillar mengunar
af völdum þrávirkra efna í arnar-
eggjunum, m.a. skordýraeitursins
DDT. Það er hormónahermandi efni
líkt og eldtefjandi efnin PBDE og
HBCD. Það olli því að eggjaskurnin
þynntist.
Styrkur efnanna í skúmseggj-
unum hér mældist undir þeim styrk
sem hann var mestur í arnareggj-
unum á sjötta áratugnum. Mengunin
í skúmseggjunum er svipuð og hún
er nú í arnareggjum við Eystrasalt
en ekki er vitað hver þolmörk
skúmsins eru gagnvart þessum efn-
um og ekki víst að þau séu þau sömu
og hjá örnunum. Skurnþykkt var
ekki mæld á skúmseggjunum.
„Við bendum á að það væri
æskilegt að rannsaka hvort þetta
hefur einhver áhrif. Við höfum ekki
komist í frekari rannsóknir á því,“
sagði Hrönn. Ekki er því ljóst hvort
þessi efni eru farin að ógna heilsu
fuglastofnanna.
Einnig var mælt magn PCB,
skordýraeiturs, og önnur þrávirk
efni. Styrkur PCB var langhæstur í
skúmseggjunum og vöknuðu
áhyggjur af áhrifum efnanna á
heilsufar skúmanna og æxlunargetu
þeirra. Líklega ræður fæðuvalið því
að skúmurinn verður helst fyrir
barðinu á menguninni enda er hann
ofarlega í fæðukeðjunni.
En er varasamt að neyta
skúmseggja vegna mengunarinnar í
þeim? „Já, hiklaust,“ sagði Hrönn.
Hún bar magn PCB í eggjum
sjófuglanna saman við hámarks-
gildi fyrir summu sex PCB-efna
samkvæmt evrópsku mat-
vælalöggjöfinni. Sýnin úr öllum
fuglategundunum fóru yfir
leyfileg gildi fyrir allar tegundir
matvæla, sérstaklega egg
skúma, máfa og fýls, sem fóru
langt yfir mörkin. Langvía, fýll og
svartbakur eru staðbundnir
fuglar og safna meng-
uninni hér.
Mengun í eggjunum
yfir neyslumörkum
Morgunblaðið/Ómar
Skúmur Egg þeirra innihalda meira af PCB og eldvarnarefnum en svo að
ráðlagt sé að neyta eggjanna. Óvíst er um áhrifin af menguninni á fuglana.
Rannsakað var magn og dreifing
tveggja eldtefjandi efnahópa
(PBDE og HBCD), sem notaðir
eru í iðnaði, í eggjum sjö sjó-
fuglategunda sem verpa hér á
landi. Það er æðarfugls, kríu,
langvíu, fýls, sílamáfs, svartbaks
og skúms. Eggjunum var safnað í
Sandgerði, Vestmannaeyjum og
Öræfum.
Efnin hegða sér líkt og PCB og
DDT í líkömum dýra og manna.
Þau eru þrávirk og safnast upp
með árunum. Eins eykst styrkur
þeirra eftir því sem ofar
dregur í fæðukeðjunni.
Samanlagt var
styrkur PBDE
langmestur í
skúmseggj-
unum en
minnstur í æð-
areggjunum.
Styrkur HBCD var
minnstur í
kríueggjum en mest-
ur í svartbakseggjum.
Menguð
skúmsegg
EGG SJÖ ÍSLENSKRA
SJÓFUGLA RANNSÖKUÐ
Hrönn
Jörundsdóttir.