Morgunblaðið - 16.04.2014, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.04.2014, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2014  Fleiri minningargreinar um Pál Vídalín Jónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. fjölskyldan saman á Borgir. Í fjölda ára hittumst við hjá ykkur afa um jólin og svo síðar hjá þér. Það voru meiriháttar stundir sem einkenndust af gleði, sögum og hlátri. Þú saknaðir afa mikið og hann kvaddi okkur fyrir löngu og allt of fljótt. Hann lét okkur samt vita af og til að hann væri að fylgj- ast með þér og við vitum að núna eru þið saman, loksins. Við dáðumst alltaf að því hvað þú varst virðuleg og fín, svo hress, ófeimin og óhrædd við að vera þú sjálf. Bleiki varaliturinn var aldrei langt undan og naglalakkið í stíl, það er og mun alltaf vera hluti af minningunni um þig. Alltaf varstu fín um hárið, lagning og litur á sín- um stað og ef það er eitthvað ann- að sem líka stendur upp úr þá eru það yndislegu dragtirnar þínar og þá sérstaklega bleika dragtin. Þú lagðir okkur svo sannarlega lín- urnar með hvernig ætti að vera al- vöru dama, alltaf svo gullfalleg og góð. Við þökkum fyrir þau góðu ráð sem þú gafst okkur, fyrir að vera til staðar þegar á reyndi, fyr- ir að vera stolt af okkur, hvetja okkur áfram og hafa elskað okkur skilyrðislaust. Við eigum frábærar minningar sem við geymum. Stundirnar með þér voru margar og góðar, sama hvar og hvenær. Elsku fallega og góða amma, við minnumst þín með tár í aug- unum en mikla gleði í hjarta og bros á vörum. Þú varst og verður alltaf elskuð, takk fyrir að hafa verið okkur svona góð og skemmtileg amma sem og börn- um okkar. Þín er sárt saknað. Þínar stelpur, Sólborg, Berglind og Steinunn. Hún var nýkomin í bæinn og hafði lengi beðið eftir þessari stund. Við útidyrnar hjá Ingi- björgu og Ögmundi stóð hún og beið þess að hitta systur sína eftir margra ára aðskilnað. Húsmóðir- in opnar en þekkir ekki þessa ungu konu sem stendur í dyrun- um, svo mikið hafði hún breyst. Þessa ljúfu minningu sögðu þær mér oft, Inga amma mín og Bogga frænka, enda voru þessir endurfundir þeim báðum eftir- minnilegir og kærir. Mér finnst ég heppin að hafa kynnst einstöku sambandi þessara systra. Nándin og væntumþykjan á milli þeirra var áþreifanleg og hláturinn aldrei langt undan. Eins og pabbi sagði um daginn; það var aldrei hægt að ná sambandi við þær þegar þær voru saman í gamla daga, þær voru í sínum eigin heimi, hlæjandi að vitleysunni hvor í annarri. Ég átti það einstaka sinnum til að kalla Boggu ömmu fyrir slysni, enda voru þær líkar systurnar. Báðar glæsilegar konur, skörung- ar, ótrúlega duglegar, vonlausir þverhausar, léttlyndar og skemmtilegar. Einstakir karakt- erar sem ég dáist að. Síðustu árin hafði samveru- stundum þeirra fækkað og hlátur- inn orðið fyrirferðarminni, en væntumþykjan á milli þeirra var alltaf jafnsterk. Ég var svo heppin að hitta Boggu á heimili sínu í Mörkinni að minnsta kosti viku- lega síðustu tvö árin og varð ég því hálfgerður miðill þeirra á milli. Sagði fréttir og bar fyrir kveðjum. „Hvað segir Solla?“ var amma vön að segja og „hvað er að frétta af Ingu?“ fékk ég síðan þegar ég hitti á Boggu. Góðar fréttir voru alltaf vel þegnar. Bogga kvaddi systur sína eftir síðasta fund þeirra með kossi og þéttu handtaki. Nú kveð ég ynd- islega ömmusystur mína með þakklæti og söknuð í hjarta. Blessuð sé minning hennar. Fjölskyldu hennar sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Bryndís Hreiðarsdóttir. Góða tungl um loft þú líður, ljúft við skýja silfur skaut. Eins og viljinn alvalds býður, eftir þinni vissu braut. Öllum þreyttum, ljós þitt ljáðu, læðstu um glugga sérhvern inn. Lát í húmi, hjörtun þjáðu huggast blítt við geisla þinn. (Steingrímur Thorsteinsson.) Hvíldu í friði, elsku Palli. Kveðja, Þórunn Edda Magnúsdóttir. Kær vinur er farinn frá okkur, hann Palli okkar er dáinn. Palli var góður vinur og félagi sem við kynntumst í læknadeild- inni og fylgdumst að í gegnum ár- in í háskólanum og eftir það á kandidatsárinu á Akureyri. Það myndaðist fljótt sterkur vinskap- ur á milli okkar og við deildum sigrum, sorg og gleði í starfi sem og prívat. Við fluttum saman til Akureyr- ar eftir útskriftina úr læknadeild- inni til að taka kandidatsárið og við áttum góðan tíma saman. Það var mikill samgangur á milli okk- ar, við ferðuðumst saman og Palli var nánast sem einn af fjölskyld- unni. Palli var traustur vinur sem maður gat stólað á, hann var alltaf til reiðu ef maður þurfti að fá góð ráð eða bara tala um hlutina. Og þeir eiginleikar ruddu brautina fyrir því að hann valdi að sérhæfa sig í geðlækningum og flytja til London. Þar var hann á réttri hillu því Palli var góður og hæfileika- ríkur læknir, sem alltaf tók mál- stað sjúklinganna og reyndi allt sem hann gat til að hjálpa þeim. Þó að leiðir okkar skildi og við flyttum hver í sína áttina, við til Danmerkur og Palli til London, hélst alltaf góður vinskapur á milli okkar. Og þó að við hittumst sjald- an var alltaf eins og við hefðum síðast sést í gær og Palli var alltaf sami glaði drengurinn og grallar- inn. Þegar við fengum jólakveðju frá Palla um síðustu jól, sagði að hann okkur frá því að hann væri búinn að vera mjög veikur af krabbameini og að hann væri að ganga í gegnum erfiða lyfjameð- ferð. Því miður gekk þetta hratt yfir og rúmum mánuði seinna fengum við þær fréttir að Palli okkar hefði mátt láta undan í bar- áttunni við krabbameinið. Þvílíkt óréttlæti, Palli sem var svo sterk- ur og hugsaði vel um heilsuna, sem átti allt lífið framundan og var svo hæfileikaríkur. Þvílíkur missir fyrir fjölskylduna, Brigitte og syni, Magnús, Daníel og Oliver, sem hann lætur eftir sig. Við komum til með að sakna hans Palla okkar og það hljómar svo óraunverulega að hugsa til þess að við komum aldrei til með að hitta hann aftur. Það sem við eigum alltaf eru minningarnar um traustan vin og góðar stundir sem við áttum saman. Hugur okkar er fyrst og fremst hjá fjölskyldunni, Brigitte og son- um. Við vottum okkar innilegustu samúð, megi Guð vera með ykkur og styrkja í sorginni. Farvel, kæri vinur, takk fyrir allt. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Gunnar og Gyða.  Fleiri minningargreinar um Sólborgur S. Sigurð- ardóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Sverrir Orms-son fæddist 23. október 1925 á Baldursgötu 31 í Reykjavík. Hann lést á Sólvangi í Hafnarfirði 11. apríl 2014. Foreldrar hans voru Helga Krist- mundardóttir hús- móðir, fædd í Vestmannaeyjum 19. desember 1897, og Ormur Ormsson rafvirki, fæddur í Efri-Ey í Meðallandi 4. mars 1891. Sverrir var 5. barnið í 12 barna hópi þeirra og eru 7 eftirlifandi. Sverrir kvæntist 3. mars 1951 Döddu Sigríði Árnadóttur, f. 14. september 1931 á Blönduósi. Börn þeirra eru: Kristín Þóra, f. 1950. Börn hennar eru Ludwig, Helga Dögg og Birgir sem á eitt barn. Ingvar Árni, f. 1952, hann er kvæntur Valgerði Kristjánsdóttur, f. 1953. Börn hans frá fyrra hjónabandi eru Dadda Sigríður, hún á tvo stráka, og Thelma Björk sem á tvo stráka. Valgerður á tvær dætur frá fyrra hjónabandi, Kristínu Björgu sem á þrjú börn og Rakel. María Edda, f. 1946 settist síðan fjölskyldan að í Borgarnesi þar sem Orm- ur var rafveitustjóri. Sverrir lærði rafvirkjun hjá föður sín- um og starfaði hann alla tíð við það. Hann kynntist eig- inkonu sinni í Borgarnesi og fyrstu búskaparárin voru þau þar en síðar tóku þau sig upp og fluttu til Reykjavíkur, þá voru þrjú barnanna fædd. Í Reykjavík var hann í vinnu hjá Júlíusi Björnssyni raf- virkja en síðar fór hann að vinna hjá föðurbræðrum sín- um í Bræðrunum Ormsson, sú vinna leiddi hann að Landa- kotsspítala þar sem hann réð sig til St. Jósefssystra og vann hann þar lengstan starfsaldur sinn eða þar til hann hætti fyrir aldurssakir 1995. Hann vann alla tíð náið með systr- unum og sinnti ýmsum við- vikum fyrir þær utan spítalans einnig. Meðfram vinnunni á Landakotsspítala vann hann einnig sjálfstætt við raflagnir og viðgerðir. Sverrir og Dadda bjuggu lengst af í Huldulandi en síðustu árin hafa þau búið við Hringbraut í Hafnarfirði. Sverrir naut umönnunar í Drafnarhúsi í Hafnarfirði síðustu ár. Hann lagðist inn á Hjúkrunarheim- ilið Sólvang í Hafnarfirði í desember sl. og lést þar 11. apríl. Útför Sverris fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 16. apríl 2014, klukkan 13. 1956, eiginmaður hennar er Guð- mundur Már Þór- isson, f. 1955. Börn þeirra eru Sverrir Þór sem á 3 börn, Andri Már d. 2000, hann átti eina dóttur, og Arndís Halla sem á 4 börn. Ormur Helgi, f. 1958, kvæntur Ástu Þóru Ólafsdóttur, f. 1963. Börn þeirra eru Sverrir, Marta Rós og Arna María. Brynja Dadda, f. 1962, eig- inmaður hennar er Hafþór Bjarnason, f. 1957. Börn þeirra eru Ingvi Rafn sem á 3 börn og Íris sem á 2 börn. Linda Bára, f. 1966, sambýlis- maður hennar er Gísli Jóhann- esson, f. 1956. Börn hennar eru Óskar Örn sem búsettur er í Ameríku, og Fanndís Ösp. Gísli á 4 börn frá fyrra hjóna- bandi: Jóhönnu sem á 3 börn, Gunnar sem á eitt barn, Arn- þór og Sigríði. Sverrir fæddist á Bald- ursgötu 31 í Reykjavík. Árið 1931 var flutt að Hofgörðum í Staðarsveit og 1936 að Lax- árbakka í Miklaholtshreppi. Í aðdraganda vorsins, fyrstu farfuglarnir lentir, þegar skall á með suðaustan slyddu og strekkingi, ákvað pabbi minn að nóg væri komið og kvaddi þetta líf eins og hann hafði lifað því, með friði og spekt. Pabbi var afskaplega rólegur maður, vildi öllum vel og mátti ekkert aumt sjá. Hann var dulur, sagði ekki margt en undir niðri leyndist kímnin. Pabbi var með eindæmum samviskusamur maður og í minningunni varð hann aldrei veikur allan sinn starfsferil á Landakoti. Marga sunnudagsmorgna fór ég með honum niður á Landakot til að athuga að súrinn væri í lagi. Oft hittum við systur Elísabetu og hún sendi okkur heim með góðgæti úr eldhúsinu. Á heim- leiðinni stoppuðum við svo í litlu sjoppunni og ég hljóp inn og keypti fimmaurakúlur í poka sem við mauluðum saman á leiðinni heim í sunnudagssteik- ina til mömmu. Þegar svo pabbi átti frí var umsvifalaust úti- legudótinu pakkað eftir kúnst- arinnar reglum í Land Rover- inn og keyrt sem leið lá út úr bænum. Margar ferðirnar fór ég með mömmu og pabba um landið þvert og endilangt, upp um fjöll og firnindi. Pabbi þekkti alla fugla og talaði við þá og bar mikla virðingu fyrir náttúrunni og öllu lífríki. Keyrði aldrei utan slóða og hróflaði sem minnst við gróðr- inum þar sem við áttum nátt- stað. Ferðirnar vestur á Lax- árbakka vekja margar góðar minningar. Pabbi kenndi mér að veiða á stöng í Laxá og við Haffi frændi röltum ósjaldan saman með stangirnar niður að á að æfa okkur. Nú er pabbi kominn í bússurnar aftur og stikar með Þóri yfir himinsins tún niður að á. Síðustu árin hafði pabbi hægt og sígandi týnst inn í heim Alzheimer og var oft erfitt að horfa upp á þann pabba sem við þekktum hverfa í þá óskiljanlegu hulu. Alltaf stóð mamma mín eins og kletturinn við hlið hans og við systkinin reyndum enn frekar að þétta hópinn okkar og halda vel utan um hana og hvert ann- að. Þegar sjúkdómurinn ágerð- ist var pabbi svo heppinn að komast í dagvistun í Drafnar- húsi þar sem hann naut umönn- unar þess einstaka starfsfólks sem þar er og þar leið honum óskaplega vel. Síðustu mánuð- ina dvaldi pabbi svo á Sólvangi þar sem hlúð var að honum af alúð og nærgætni og kann ég starfsfólkinu á báðum þessum stöðum bestu þakkir fyrir. Þrátt fyrir þessi veikindi var pabbi samt alltaf sami ljúfi og góði pabbinn og alltaf stutt í brosið og gleðina sem var svo óskaplega dýrmætt. Síðasta ferðalagið hans hérna megin var núna á nýársdag þegar hann kom í kaffi til okkar hing- að á Árvöllum og Kjalarnesið heiðraði hann og tók á móti eins og þeim heiðursmanni sem hann alltaf var, með hviðum upp á 40 metra á sekúndu. Hann ætlaði sér nú alltaf að ganga með mér á Esjuna en það bíður betri tíma. Mig lang- ar að kveðja pabba með þessum orðum sem við Fanndís rák- umst á eitt yndislegt sumar- kvöld á legsteini í Brautarholts- kirkjugarði og okkur þótti strax vera ætluð honum. Þegar fagur fuglaher, flýgur að húsi þínu. Bið ég þeir allir beri þér blessun í nefi sínu (Ólína Andrésdóttir.) Farvel, pabbi minn, takk fyr- ir allt og allt. Linda Bára Sverrisdóttir. Það er í raun merkilegt þetta líf, þegar maður sest nið- ur og rifjar upp lífshlaup föður míns núna við andlát hans og þau rúmlega sextíu ár sem við höfum fengið að vera saman. Í fyrstu er upplifunin öryggi og vernd, sterkur einstaklingur sem veitir manni skjól. Síðan kemur tími leiðbeinandans, þar sem upplýst er um hvernig best er að rata hina bugðóttu vegi lífsins, sem smátt og smátt tvinnast saman með tímabili jafningjans þar sem skipst er á skoðunum um helstu verkefni og vandamál hvort heldur er innan fjöl- skyldu eða þjóðfélagsins alls. Þegar líður á seinni hlutann er ábyrgðin farin að færast yfir á þann sem yngri er og þá kem- ur í ljós hversu mikilvæg árin með leiðbeinandanum voru. Undir lokin er sá yngri einnig búinn að taka að sér öryggið og verndina og lifir og nærist á þakklætinu fyrir langa og góða samverustund. Pabbi var einstaklega ljúfur og góður leiðbeinandi, hann lærði það sjálfur í hópi margra systkina á Laxárbakka að sam- vinna og tillitssemi var það sem skilaði árangri. Móðir hans þurfti ásamt barnahópn- um að sjá um búskapinn löngum stundum þar sem faðir hans var fjarverandi vegna vinnu. Þessi tími hefur mótað hann sem manneskju og þann- ig gekk hann gjarnan til sinna verka af æðruleysi og atorku. Eftir að afi minn gerðist raf- veitustjóri í Borgarnesi fluttist fjölskyldan þangað frá Laxár- bakka og þar fóru stóru hlut- irnir að gerast í lífi pabba. Hann kynntist mömmu, Döddu Sigríði sem kom í Borgarnes til vinnu á hótelinu. Fjölskyld- an varð til og börnin fæddust eitt af öðru. Pabbi hafði lært rafvirkjun hjá afa og árið 1956 fékk hann vinnu í sínu fagi í Reykjavík og ákvörðun var tekin um að flytjast með fjöl- skylduna þangað. Pabbi kenndi mér að vinna og taka ábyrgð. Það að fá að vinna með honum við rafvirkjun og viðhald á Landakotsspítala varð mér ómetanleg reynsla. Hann vissi hvað var mér fyrir bestu og hann leiðbeindi þannig að ekkert fór á milli mála. Stundum upplifði ég tilviljun í lífinu sem seinna kom í ljós að hann hafði í raun skipulagt. Pabbi naut náttúru landsins eins og hann frekast gat. Hann fór á fjöll, stundaði lax- og sil- ungsveiði og hafði mikinn áhuga á fuglalífi. Hvort heldur hann var í návist arna vestur á Snæfellsnesi eða með lóunni á sumrin og rjúpunni á veturna austur í sumarbústað í Hraun- borgum þá naut hann sín mjög vel. Á síðustu árum hefur hallað undan fæti og heilabilun fór að gera vart við sig. Þá kemur best í ljós hversu sterkt það skilar sér að hafa upplifað ást og umhyggju í uppvextinum. Við systkinin höfum lagt okkur fram um að skila því til hans sem hann hefur kennt okkur á lífsleiðinni og trúum því að hann hafi verið stoltur og um leið þakklátur. Hann var alltaf jafn glaður þegar hann var inn- an um barnabörnin og barna- barnabörnin og í raun alltaf áhugasamastur að spjalla við þau sem yngst hafa verið á hverjum tíma. Þrátt fyrir heilsubrestinn var húmorinn alltaf til staðar. Minningin lifir, takk fyrir samveruna, elsku pabbi minn. Árni Sverrisson. Aðeins eru nokkrir dagar síð- an ég kvaddi tengdaföður minn. Nú hefur faðir minn kvatt einn- ig. Það var því stutt á milli þessara tveggja höfðingja sem kenndu mér svo margt og voru miklir örlagavaldar í lífi mínu. Pabbi lifði miklar breytingar á sinni ævi. Hann sagði okkur frá æskuárum í Reykjavík, sögur úr Landeyjum en þangað var hann sendur 6 ára gamall og svo voru margar sögur að vest- an, frá Snæfellsnesi. Hofgarðar og Laxárbakki voru uppeldis- stöðvar hans og systkina hans. Mér er minnisstæð sagan sem hann sagði mér frá því er hann strauk af Baldursgötunni, en þar bjó hann fyrstu 6 árin, nið- ur að Reykjavíkurhöfn og um borð í Skaftfelling. Hann var að leita að pabba sínum og fann hann þar enda var þetta vinnu- staður Orms afa. Hann sagðist hafa gert nokkrar tilraunir en alltaf verið stoppaður af en þarna tókst það. Sögunni fylgdi glettnisblik og kankvíslegt bros, hann var hreykinn af afrekinu. Það er til mynd af honum um borð í Skaftfellingi, 6 ára gutta í frakka, með sixpensara og ljósar krullur. Ég á margar góðar minn- ingar úr uppvexti okkar systk- inanna. Landakotsspítali á nátt- úrlega stóran hlut í minningum frá uppvextinum. Pabbi var alltaf í vinnunni, það var hringt á kvöldin og um helgar, á jól- unum meira að segja. Alltaf hentist hann af stað. Við feng- um stundum að fljóta með. Það voru fastar ferðir á laugardags- og sunnudagsmorgnum, það varð að brenna ruslinu og tékka á súrefninu, skipta út kútum og ýmislegt fleira. Lyft- an var t.d. gjörn á að stoppa. Okkur fannst alltaf að allt sem aflaga fór á Landakoti væri í hans verkahring að laga. Miðað við það hefði átt að ráða 10 menn þegar hann hætti vegna aldurs 1995. Það var alla tíð mjög gott og sérstakt samband á milli pabba og nunnanna. Það var gagnkvæm virðing og vænt- umþykja. Við þekktum þær flestar með nafni. Það komu oft minnisstæðar sendingar frá þeim, myndir, krossar og kökur sem hvergi sáust annars staðar. Pabbi var mikill náttúruunn- andi og elskaði fuglana, sérstak- lega tók hann vel á móti mófugl- unum á vorin. Hann var veiðimaður en passaði alltaf að hvíla ána, engin ofveiði leyfðist þar sem hann veiddi. Pabbi var líka með bíladellu, við fórum sunnudagsbíltúrinn á bílasölur og eru strákarnir með sams konar dellu. Hópurinn okkar er stór og foreldrar okkar byggðu góðan grunn sem er þakkarvert. Við höfum verið lánsöm að halda hópinn en einni stórri sorg lentum við í þegar við misstum Andra Má árið 2000. Þar missti pabbi dótturson og það tók verulega á hann eins og okkur öll. En það eru alltaf miklar gleðistundir þegar allir koma saman, mikið hlegið en ekki rifist. Pabbi hafði yndi af því að hafa börnin í kringum sig. Á seinni árum þekkti hann ekki öll börnin en það skipti ekki máli, þau glöddu hann samt. Og glaðastur var hann ef hann fékk fólkið sitt til að syngja, helst dansa líka. Hann og mamma voru alla tíð gott og samstillt teymi. Í minningu hans verður því að viðhalda sönghefð- unum, það verða haldnar miklar grillveislur á sumrin og skötu- veislan má ekki gleymast. Takk fyrir mig, pabbi minn. Brynja Dadda Sverrisdóttir. Sverrir Ormsson  Fleiri minningargreinar um Sverrir Ormsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.