Morgunblaðið - 16.04.2014, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2014
● Stjórn Skeljungs
hefur gengið frá
ráðningu Valgeirs
M. Baldurssonar,
framkvæmdastjóra
neytendasviðs fé-
lagsins, í stöðu for-
stjóra. Tekur hann
við af Einari Erni
Ólafssyni sem
sagði nýverið upp
en mun starfa sem
forstjóri til 9. maí. Valgeir tekur þá við
og Einar mun gegna tilfallandi verk-
efnum fyrir Skeljung fram til 30. maí.
Valgeir hefur starfað hjá Skeljungi í
fimm ár, fyrst sem fjármálastjóri en síð-
ustu tvö árin á neytendasviði. Hann var
áður framkvæmdastjóri fjármálasviðs
SPRON og ráðgjafi hjá KPMG.
Valgeir Baldursson ráð-
inn forstjóri Skeljungs
Valgeirs M.
Baldurssonar
FRÉTTASKÝRING
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Slitastjórn Kaupþings telur „hugs-
anlegt“ við núverandi pólitískar að-
stæður að kynntar verði til sögunnar
frekari breytingar á lögum um slita-
meðferð fjármálafyrirtækja. Ekki sé
hægt að „útiloka þann möguleika“ að
í tengslum við slíkar lagabreytingar
verði slitabú Kaupþings tekið til
formlegra gjaldþrotaskipta.
Þetta er á meðal þess sem kemur
fram í nýrri skýrslu slitastjórnar
Kaupþings til kröfuhafa. Það vekur
eftirtekt við lestur skýrslunnar
hversu opinská slitastjórnin er í um-
fjöllun sinni um þær aðstæður sem
uppi eru hérlendis gagnvart áform-
um bankans að fá undanþágu frá
fjármagnshöftum og í kjölfarið ljúka
slitameðferð með nauðasamningi.
Óskaði slitastjórn Kaupþings eftir
undanþágu í október 2012. Seðla-
banki Íslands hefur ekki léð máls á
því að veita slíka heimild á meðan
ekki liggur fyrir raunhæf lausn á 148
milljarða krónueign búsins. Fyrir
liggur að útgreiðsla á þeim eignum til
kröfuhafa, en þeir eru 90,5% erlendir
aðilar, má ekki hafa neikvæð áhrif á
greiðslujöfnuð Íslands og áform
stjórnvalda um losun hafta.
Fram kemur í skýrslunni til kröfu-
hafa Kaupþings að slitastjórnin hafi
lýst yfir eindregnum vilja til að starfa
með Seðlabankanum í því skyni að
finna lausnir á þeim álitaefnum sem
tengjast markmiðinu um að ljúka
slitameðferð með framlagningu
nauðasamnings. „Í raunveruleik-
anum,“ útskýrir slitastjórnin, þurfa
allar tillögur að taka ekki aðeins tillit
til fjármálastöðugleika á Íslandi held-
ur einnig „hins pólitíska umhverfis.“
Á meðan ekki fæst efnislegt svar
frá Seðlabankanum við undan-
þágubeiðni Kaupþings er það mat
slitastjórnar að hún sé í þeirri stöðu
að geta ekki brugðist við þeim
áhyggjum sem bankinn kunni að hafa
í tengslum við nauðasamningstillögur
slitabúsins. Þær tillögur gerðu ráð
fyrir að hægt yrði að greiða út laust
fé í erlendum gjaldeyri, sem nam
tæplega 400 milljörðum í árslok 2013,
til kröfuhafa. Ekkert lá fyrir um
hvernig fara ætti með innlendar eign-
ir búsins.
Leysa þarf allt í einu
Líkt og fram hefur komið í bréfi
Más Guðmundssonar seðlabanka-
stjóra til slitastjórnar Glitnis er hins
vegar fyllilega ljóst að mögulegar út-
greiðslur á erlendum gjaldeyri eru
háðar því skilyrði að slitabúin komi
fyrst með „útfærða“ lausn á krónu-
eignum búanna. Þurfa útgreiðslur
þeirra til erlendra kröfuhafa að „rúm-
ast vel innan svigrúms“ greiðslujafn-
aðar Íslands. Miðað við spá Seðla-
bankans um undirliggjandi viðskipta-
jöfnuð, sem á að snúast í halla á
næstu árum, liggur fyrir að það svig-
rúm er ekkert.
Slitastjórn Kaupþings telur rétt að
undirstrika í skýrslu sinni að jafnvel
þótt það næðist að leysa þann vanda
sem stafar af krónueign búsins fyrir
fjármálastöðugleika sé hugsanlegt að
slitabúið geti samt ekki hafið út-
greiðslur á erlendum gjaldeyri til
kröfuhafa. Þau ummæli þurfa ekki að
koma á óvart. Íslensk yfirvöld hafa
ítrekað lýst því yfir að leysa þurfi alla
þætta í einu – krónueign búanna,
aflandskrónur í eigu erlendra aðila og
skuldabréfið milli gamla og nýja
Landsbanka – áður en hægt sé að
hefja afnám hafta.
Líkur á því að bú Kaupþings og
Glitnis verði tekin til gjaldþrota-
skipta hafa aukist síðustu misseri.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins er í tillögum sérfræðihóps um af-
nám hafta lögð mest áhersla á að
slitameðferð þeirra ljúki með gjald-
þrotaskiptum. Bjarni Benediktsson
fjármálaráðherra sagði í ræðu á árs-
fundi Seðlabankans í liðnum mánuði
að líftími þeirra gæti ekki verið
„endalaus“. Takist ekki að klára
nauðasamninga væri „ekki annað að
gera en að fara með búin í gjaldþrot“.
Við gjaldþrot yrði erlendum eign-
um Glitnis og Kaupþings – samtals
um 1.600 milljörðum króna – um-
breytt í gjaldeyri sem yrði síðan seld-
ur, ásamt þeim gjaldeyri sem búin
eiga í reiðufé, fyrir krónur á íslensk-
um gjaldeyrismarkaði. Þær krónur
yrðu greiddar út til kröfuhafa. Hafa
ýmsir bent á að Seðlabankinn gæti
þannig eignast umtalsverðan óskuld-
settan gjaldeyrisforða. Ljóst er að
mikil andstaða yrði við það af hálfu
erlendra kröfuhafa ef slík leið yrði
farin. Fastlega má gera ráð fyrir að
þeir myndu leita til erlendra dóm-
stóla til að stöðva slíka fjármagns-
flutninga til Íslands.
Ekki er þó víst að stjórnvöld telji
sérstaka þörf á því að gera breyting-
ar á lögum um slitameðferð fjármála-
fyrirtækja í því skyni að setja slitabú-
in í gjaldþrot. Ef næstu nauðasamn-
ingstillögur Kaupþings og Glitnis
uppfylla ekki skilyrði yfirvalda má
telja fullreynt að hægt sé að klára
slitameðferðina með nauðasamningi.
Slitastjórnir búanna þyrftu þá, lögum
samkvæmt, að óska eftir gjaldþrota-
skiptum.
Fá ráðgjöf hjá Blackstone
Rétt eins og áður hefur verið greint
frá í Morgunblaðinu var bandaríska
fjárfestingafyrirtækið Blackstone
fengið sem ráðgjafi fyrir hönd helstu
kröfuhafa Kaupþings í tengslum við
áform um að leggja fram nýjar til-
lögur að nauðasamningi. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins er um að
ræða háttsetta aðila sem voru í ráð-
gjafateymi Blackstone fyrir hóp al-
þjóðlegra fjárfesta sem samþykktu í
mars 2012 að afskrifa um 70% af
nafnvirði krafna sinna á hendur
gríska ríkinu. Um var að ræða
stærsta gjaldþrot þjóðríkis í verald-
arsögunni en 260 milljarða dala
skuldir Grikklands voru endurskipu-
lagðar.
Taki mið af pólitískum veruleika
Kaupþing Kröfuhafafundur í síðustu viku. Fyrir miðju er Barry Russell (í
blárri skyrtu), lögmaður hjá Bingham og einn áhrifamesti ráðgjafi kröfuhafa.
Slitastjórn Kaupþings útilokar ekki lagabreytingar sem verði til þess að búið verði tekið til gjald-
þrotaskipta „Í raunveruleikanum“ þurfi allar tillögur að taka mið af „hinu pólitíska umhverfi“
● Kauphöll Íslands hefur samþykkt
umsókn HB Granda um töku hlutabréfa
félagsins til viðskipta á aðalmarkaði
Kauphallarinnar. Bréf félagsins verða
tekin til viðskipta þar hinn 25. apríl
næstkomandi.
Við töku til viðskipta á aðalmark-
aðnum verða hlutabréf Granda afskráð
af First North Iceland og er síðasti við-
skiptadagur þar 23. apríl næstkomandi.
Verða bréfin tekin til viðskipta á að-
almarkaði Kauphallarinnar næsta við-
skiptadag á eftir, eða 25. apríl eins og
fyrr segir.
HB Grandi á aðalmarkað
● Sala svissneska matvælafyrirtæk-
isins Nestlé féll um 5,1% á fyrsta árs-
fjórðungi miðað við sama fjórðung í
fyrra. Stjórnendur þessa stærsta
matvælafyrirtækis heims kenna
gengisþróun og styrkingu svissneska
frankans um samdráttinn, enda hafi
innri vöxtur verið 4,2% á fjórð-
ungnum.
Sala fyrirtækisins nam 20,8 millj-
örðum svissneskra franka eða sem
nemur 2.660 milljörðum króna.
Greinendur áttu von á samdrætti í
sölu hjá fyrirtækinu, meðal annars
vegna kuldaskeiðs í Bandaríkjunum
og vegna þess að páskar lenda á öðr-
um fjórðungi í ár.
Minni sala hjá Nestlé
STUTTAR FRÉTTIR
!"
!#
$
!
"""
##"
%&'() '*'
+,%-%*./ ,&*'0'12% 34*'1.4
!
$#
!
! !$
!$
!55
$"
#"
$"
!
! "
! $
#
!5
$5
##!$
!##"$
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Fjárfestingabankinn Morgan
Stanley hefur að undanförnu
kannað hvort unnt sé að selja 87%
hlut kröfuhafa Kaupþings í Arion
banka til erlendra fjárfesta.
Jóhannes Rúnar Jóhannsson,
formaður slitastjórnar, sagði í
samtali við Morgunblaðið 6. mars
sl. að sú athugun hefði leitt í ljós
að slíkur áhugi væri fyrir hendi.
Eignarhluturinn er metinn á um
130 milljarða og er um að ræða
langstærstu krónueign Kaupþings.
Við sölu á Arion banka þyrfti
slitastjórnin að óska eftir und-
anþágu frá Seðlabankanum svo
kröfuhafar gætu fengið kaup-
verðið til sín í erlendum gjaldeyri.
Að öðrum kosti væri hann skila-
skyldur. Þótt slík sala losaði um
stóran hlut snjóhengjunnar er
hætt við því að annað vandamál
myndi skapast þegar hinir nýju er-
lendu eigendur Arion banka
myndu í framhaldinu vilja greiða
sér út arð í gjaldeyri.
Reyna að selja Arion banka
ÁHUGI ERLENDRA AÐILA Á AÐ KAUPA 87% HLUT KRÖFUHAFA
Glóðarsteiking og gott hráefni
– gerir steik eins og steik á að bragðast
Barónsstíg 11
101 Reykjavík
argentina.is
Borðapantanir
551 9555