Morgunblaðið - 16.04.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.04.2014, Blaðsíða 17
Fimm ár á strandveiðum Bátar Róðrar Þorskur Ufsi Afli alls Afli/bát Afli/róður 2009 554 7.313 3.396 tonn 568 tonn 4.028 tonn 7,3 tonn 551 kg 2010 741 10.579 5.042 tonn 1.192 tonn 6.363 tonn 8,6 tonn 601 kg 2011 685 15.484 7.095 tonn 1.276 tonn 8.544 tonn 12,5 tonn 552 kg 2012 759 16.141 7.420 tonn 1.155 tonn 8.749 tonn 11,5 tonn 542 kg 2013 675 16.928 7.368 tonn 1.134 tonn 8.679 tonn 12,9 tonn 513 kg Heimild: Landssamband smábátaeigenda Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Reglugerð hefur verið gefin út um strandveiðar sumarsins og mega þær hefjast mánudaginn 3. maí. Reglur um veiðarnar eru lítt breytt- ar frá síðasta ári og er í maí, júní, júlí og ágúst heimilt að veiða á hand- færi allt að 8.600 lestir samtals af óslægðum botnfiski að fengnu leyfi Fiskistofu. Aflinn reiknast ekki til aflamarks eða krókaaflamarks þeirra fiskiskipa sem stunda veið- arnar. Örn II SF 70 varð aflahæstur á strandveiðunum í fyrra með 43,6 tonn og var eini báturinn sem fiskaði yfir 40 tonn. Skipstjóri og eigandi Arnar er Elvar Unnsteinsson á Höfn. Gunnar KG ÞH 34 kom með 39,8 tonn að landi og varð í öðru sæti. Strangar reglur Strandveiðarnar hafa frá upp- hafi verið háðar ströngum reglum og verður svo áfram. Þannig er aðeins heimilt að róa fjóra daga í viku frá mánudegi til föstudags og ekki á rauðum dögum á almanakinu. Fjög- ur veiðisvæði eru við landið og eru leyfi bundin heimilisfesti útgerðar- aðila. Aflamagn er háð takmörkunum fyrir hvert landsvæði innan hvers mánaðar. Sé heimildin ekki fullnýtt flyst heimildin á milli mánaða, allt til ágústloka. Sama gildir ef afli er um- fram heimildir. Veiðisvæðin eru svæði A frá Arnarstapa til Súðavík- ur, svæði B frá Norðurfirði til Greni- víkur, svæði C frá Húsavík til Djúpavogs og svæði D frá Horna- firði til Borgarness. Einungis er heimilt að veita hverri útgerð, eiganda, einstaklingi eða lögaðila leyfi til strandveiða fyr- ir eitt fiskiskip. Enginn eigenda lög- aðila sem á bát með strandveiðileyfi getur átt aðild nema að einu strand- veiðileyfi, og er þetta ákvæði nýtt í reglugerðinni. Eigandi fiskiskips skal vera lögskráður á skipið. Þegar fiskiskip er í eigu lögaðila er full- nægjandi ef einn eigenda lögaðilans er lögskráður á skipið. Fái fiskiskip leyfi til strandveiða falla úr gildi önnur veiðileyfi sem skipið kann að hafa innan íslenskrar lögsögu. Hámark í róðri er 650 kíló Veiðiferð má ekki standa lengur en í 14 klukkustundir og eingöngu er heimilt að ljúka einni veiðiferð á hverjum degi. Hámarksfjöldi hand- færarúlla um borð eru fjórar og ein- göngu er heimilt að draga 650 kíló, í þorskígildum talið, af kvótabundn- um tegundum í hverri veiðiferð Styttist í upphaf strandveiða sumarsins  Aflahæsti báturinn fékk yfir 40 tonn á síðasta ári FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2014 Strandveiðar hófust hér við land sumarið 2009 og áætlaði sjávarútvegs- ráðuneytið að um 300 bátar myndu þá stunda veiðarnar. Niðurstaðan varð 554 bátar og ári síðar voru þeir 741. Árið 2012 var metár þegar 759 bátar stunduðu strandveiðar. Í Morgunblaðinu mátti lesa eftirfarandi í aðdraganda veiðanna vorið 2009: „Þegar áformin um strandveiðarnar voru kynnt í vetur skapaðist nokkurs konar gullgrafarastemning í þjóðfélaginu því segja má að fiski- miðin við landið hafi verið lokuð nýliðum allt frá árinu 2006. Til dæmis varð stóraukin spurn eftir smábátum hjá þeim fyrirtækjum sem sérhæfa sig í sölu smábáta.“ Gullgrafarastemning MEST 759 BÁTAR 2012 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við sem höfum verið lengi í þessu höfum upplifað miklu verri stöðu en nú er uppi. Við lifum á meðaltalinu en ekki á einstökum uppboðum,“ segir Björn Halldórsson á Akri í Vopnafirði, formaður Sambands ís- lenskra loðdýrabænda. Enn heldur heimsmarkaðsverð á minkaskinnum áfram að lækka. Á uppboði danska uppboðshússins sem lauk á mánu- dag lækkaði verðið um 16-18% frá síðasta uppboði. Gríðarlegt verðfall hefur orðið á minkaskinnum á þessu sölutímabili, frá því síðasta sem var vel að merkja það besta í sögunni. Verðið er nú komið niður fyrir helming af með- alverði síðasta sölutímabils. Það er rakið til mikils offramboðs vegna þess að margir byrjuðu eða bættu við sig þegar verðið var hátt. Dýfa í eitt til tvö ár „Það má búast við að dýfan standi í eitt til tvö ár. Skinnaverðið er kom- ið langt undir framleiðslukostnað í þeim löndum sem eru með lökustu gæðin. Ef strax verður farið í að lóga dýrum í þeim löndum klárast þetta á næsta ári en ef læðurnar verða látn- ar gjóta þá bætist annað ár við. Það verður að horfast í augu við það,“ segir Björn. Hann segir stöðu íslenskra minka- bænda misjafna, bæði séu gæði skinna misjöfn og menn á misjöfnum stað í uppbyggingu. Björn telur að það verð sem fæst fyrir skinnin sé að meðaltali undir framleiðslukostnaði á Íslandi. Það þýðir að sumir eru enn með hagnað en aðrir komnir í tap. Hann á þó ekki von á að neinn hætti. „Ég tel það ólíklegt. Bændur gera sér fulla grein fyrir sveiflunum.“ Höfum upplifað miklu verri stöðu  Verð á minkaskinnum lækkar enn Ljósmynd/Einar E. Einarsson Minkur Íslenskir bændur hafa verið að auka hlut sinn í ljósu skinnunum. 565 6000 / somi.is Skelltu þér út að borða. Við bjóðum spennandi matseðil. • Konica Minolta fjölnotatækin (MFP) eru margverðlaunuð fyrir hönnun, myndgæði, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika. • Bjóðum þjónustusamninga, rekstrarleigusamninga og alhliða prentumsjón. • Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt að gera kröfur um gæði og góða þjónustu. • Kjaran er viðurkenndur söluaðili á prentlausnum af Ríkiskaupum. Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is • BLI A3 MFP Line of the Year 2013 • BLI A3 MFP Line of the Year 2012 • BLI A3 MFP Line of the Year 2011 bizhub margverðlaunuð fjölnotatæki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.