Morgunblaðið - 16.04.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.04.2014, Blaðsíða 16
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Svonefnd hattalán sparisjóðanna og Íbúðalánasjóðs gerðu tekjulágum einstaklingum kleift að kaupa fast- eignir á tímabilinu frá desember 2004 til ársloka 2005 með mikilli veð- setningu. Þá veittu sparisjóðirnir lán til tekjulágra sem fengu ekki fyrir- greiðslu annars staðar á árunum 2006 til 2008, eða þegar raunverð fasteigna náði sögulegum hæðum. Raunverðið varð hæst í október 2007 en tók svo að lækka fram að hruninu. Svo lækkaði það meira. Þetta má lesa út úr skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis um spari- sjóðina en þar er rifjað upp að við- skiptabankarnir hafi byrjað að lána til fasteignakaupa á fyrsta veðrétti haustið 2004 og án hámarks, ólíkt því sem gilti hjá Íbúðalánasjóði. Um þessi umskipti segir orðrétt í sparisjóðaskýrslunni: „Margir fasteignaeigendur kusu að endurfjármagna húsnæði sitt og mörg lán hjá Íbúðalánasjóði voru greidd upp, en þau voru með lakari kjörum en hjá bönkunum. Íbúða- lánasjóður sat því uppi með mikið laust fé í kjölfarið. Viðskiptavinir sparisjóðanna sóttust eftir að taka sambærileg lán og bankarnir buðu og sparisjóðirnir töldu sig þurfa að svara samkeppninni,“ segir þar m.a. Viðbótarlán frá sjóðunum Til þess að vinna aftur markaðs- hlutdeild sína til baka gerðu spari- sjóðirnir og Íbúðalánasjóður með sér samning sem snerist um kaup á greiðsluflæði af íbúðalánum sem áttu að uppfylla reglur ÍLS. Undir hann féllu svokölluð „hatta- lán“ sem voru í boði frá desember 2004 en með þeim gátu íbúðakaup- endur nýtt sér hámarkslán Íbúða- lánasjóðs fyrst, en áttu síðan mögu- leika á láni frá sparisjóðunum til viðbótar við það, á öðrum veðrétti. Voru slík lán í boði til ársloka 2005. Frá og með ársbyrjun 2006 gátu lántakar fengið viðbótarlán hjá sparisjóðum ofan á lán frá Íbúða- lánasjóði. Ólíkt hattalánunum kom Íbúðalánasjóður ekki að þeim lánum. Í skýrslunni segir að frá lokum árs 2003 til loka árs 2005 hafi útlán sparisjóðanna farið úr 131 milljarði króna í 235 milljarða. Hlutur fast- eignalána er ekki tilgreindur. „Á sama tíma seldu sparisjóðirnir greiðsluflæði af fasteignalánum og skuldabréf með veði í fasteignalán- um fyrir 42 milljarða króna. Samn- ingarnir við Íbúðalánasjóð áttu því stóran þátt í að fjármagna þessa út- lánaaukningu, en ósagt skal látið hvort sparisjóðirnir hefðu getað út- vegað fjármagn til þessa með öðrum hætti,“ segir í skýrslunni en höfund- ar hennar leggja að öðru leyti ekki mat á áhrif þessara lána á fasteigna- markaðinn. Má álykta að þau hafi átt einhvern þátt í raunverðshækkunum á tímabilinu. Tekjulágir fengu kaup- getu sem þeir hefðu ella ekki haft. Þeir sem seldu þeim fasteignir gátu keypt stærri eignir og svo framvegis. Eins og rakið er hér til hliðar höfðu stóru bankarnir skrúfað fyrir útlán, enda væri ofgnótt lánsfjár. Lánin uppfylltu ekki skilyrði Samningur sparisjóðanna og Íbúðalánasjóðs um samstarf við veit- ingu íbúðalána gilti frá 6. desember 2004. Honum var sagt upp af hálfu Íbúðalánasjóðs 28. ágúst 2009. Nýtti ÍLS sér ákvæði í samningunum og leysti hin undirliggjandi skuldabréf til sín. Fóru þau þá út af efnahags- reikningi sparisjóðanna og skuldin, sem þar hafði staðið á móti, fór með. Soffía Guðmundsdóttir, sviðsstjóri einstaklingssviðs hjá Íbúðalánasjóði, sagði í samtali við rannsóknarnefnd Alþingis um sparisjóðina að lána- söfnin að baki hattalánum hefðu ekki uppfyllt þau skilyrði sem sett voru í samningunum. „Þetta áttu að vera mjög góð lán í þessum söfnum og samsetningin átti að vera fín og falla betur að þeim reglum sem Íbúðalánasjóður hefur verið að lána eftir, svo sem með tilliti til hámarkslánsfjárhæðar, veðhlut- falls og að lána eingöngu til fast- eignakaupa. Það hefur svo komið í ljós að sett voru inn fleiri lán en þau sem uppfylltu þessi skilyrði, þar eru lánsveð og fleiri lán sem hefðu ekki átt að vera,“ sagði Soffía. Tekjurnar lægri en gjöldin Athygli vekur að í sparisjóða- skýrslunni kemur fram að sparisjóð- irnir höfðu lítinn ábata af lánunum sem veitt voru frá ársbyrjun 2006 og fram að hruni. Annars vegar var um að ræða lánasamninga sem fólu í sér gegn- umstreymi greiðslna frá lántaka til sparisjóðs og frá sparisjóði til Íbúða- lánasjóðs. Hins vegar var um að ræða skuldabréf sem sparisjóðirnir og Sparisjóðabankinn höfðu gefið út til Íbúðalánasjóðs. „Skuldabréfin … voru með 4,5% vöxtum en fasteigna- lánasöfnin að baki skuldabréfunum voru með 4,15% eða 4,20% vöxtum samkvæmt ákvæðum skuldabréf- anna. Sparisjóðirnir höfðu því lægri vaxtatekjur af fasteignalánunum en þeir greiddu í vaxtagjöld til Íbúða- lánasjóðs,“ segir í skýrslunni. Stefán Sveinbjörnsson, fyrrver- andi forstöðumaður fyrirtækjasviðs Sparisjóðs Mýrasýslu, lýsti sam- keppninni á fasteignamarkaði svo: „Það var ekkert vitað hvernig ætti að fjármagna þetta þegar byrjað var að veita íbúðalán á lágum vöxtum. En fljótlega kom í ljós að Íbúðalána- sjóður var tilbúinn að koma að fjár- mögnun á þessu fyrir banka og sparisjóði. Ég sá ekki af hverju Íbúðalánasjóður væri að fara út í þessa fjármögnun fyrir banka og sparisjóði þar sem hann var kominn í samkeppni við sjálfan sig.“ Skýrsluhöfundar vilja að því sé haldið til haga að Íbúðalánasjóður tók alla áhættu af fasteignalánunum og þar með mögulegt tap vegna þeirra. En ÍLS tapaði sem kunnugt er miklu á efnahagshruninu. „Hattalán“ þöndu fasteignabólu  Samstarf sparisjóða og Íbúðalánasjóðs gaf tekjulágum kost á hærri lánum en þeim hefði ella boðist  Sparisjóðirnir hófu stórsókn þegar stóru bankarnir töldu að fasteignamarkaðurinn væri að ofhitna Morgunblaðið/Golli Blaðran sprungin Þessi parhús stóðu auð og óseld í desember 2008. Loftið var þá farið úr mestu fasteignabólu Íslandssögunnar. Fengu margir lánað. Sniðgengu aðvaranir frá endurskoðendum Fram kemur í sparisjóðaskýrslunni að á árunum fyrir bankahrunið hafi margir sjóðir aukið eignarhlut sinn í verðbréfum, þvert á aðvaranir endurskoðenda. Á árunum fyrir fall bankanna 2008 hafi kjarna- starfsemi sparisjóðanna ekki skilað þeirri afkomu sem að var stefnt. „Þótt endurskoðendur hefðu uppi varnarorð héldu stjórnendur spari- sjóðanna engu að síður áfram á sömu braut og fyrr,“ segir í skýrsl- unni og er svo tekið dæmi af endur- skoðunarskýrslu vegna endurskoð- unar ársreiknings Sparisjóðs Svarfdæla fyrir 2007: „Kostnaður í hlutfalli af hreinum rekstrartekjum er 58,5% en á árinu 2006 var sama hlutfall 15,1%. Ef áhrif gengishagnaðar og hlut- deildar í afkomu Icebank hf. á hreinar rekstrartekjur eru færð út kemur í ljós að þetta hlutfall er 148,4% á árinu 2007 samanborið við 103,9% á fyrra ári og hækkar því umtalsvert milli ára. Grunnrekstur sparisjóðsins, þ.e. útlánastarfsemin og þjónustan henni tengd, stendur því ekki undir rekstrarkostnaði.“ Höfundar skýrslu rannsóknar- nefndarinnar skrifa að þrátt fyrir athugasemdirnar í endurskoðunar- skýrslu Sparisjóðs Svarfdæla hafi verðbréfaeign sparisjóðsins sem hlutfall af heildareignum aukist úr 30,1% á árinu 2005 í 54,1% 2007. „Þvert á þessar viðvaranir var eignarhlutur sparisjóðsins í Ice- bank hf. aukinn á árinu 2007 og færður úr flokknum eignarhlutir í hlutdeildarfélögum yfir í veltubréf. Um var að ræða óskráða hluta- bréfaeign, en í lok ársins 2008 var hluturinn metinn verðlaus og því færður í gegnum rekstrarreikning- inn sem tap upp á 671 milljón kr. Þrátt fyrir varnaðarorð endurskoð- andans fjárfesti sjóðurinn fyrir 340 milljónir króna í VBS fjárfestingar- banka hf. á árinu 2007 og í Saga Capital hf. fyrir 345 milljónir kr.“ VBS var tekið yfir af Fjármála- eftirlitinu vorið 2010. Saga Capital veitti í árslok 2007 rúmlega 100 stofnfjáreigendum lán í tengslum við stofnfjáraukningu í Sparisjóði Svarfdæla. Morgunblaðið/Skapti Höfuðstöðvar Fyrrverandi höfuð- stöðvar Saga Capital á Akureyri. 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2014 Rifjað er upp í sparisjóðaskýrsl- unni að eftir 2006 fóru bank- arnir „að draga sig í hlé á fasteignalánamarkaði þegar teikn voru á lofti um verulega of- hitnun á húsnæðismarkaðinum“. „Sparisjóðirnir gripu þá tækifær- ið til þess að auka markaðs- hlutdeild sína með fulltingi Íbúðalánasjóðs og tóku einnig að lána verktökum sem bankarnir höfðu neitað.“ Á öðrum stað í sparisjóða- skýrslunni segir að „þess voru mörg dæmi að sparisjóðir lán- uðu fasteignafélögum að fullu fyrir kaupum á fasteign gegn veði í eigninni sjálfri“. Má ætla að það hafi ýtt undir þenslu. „Veðhlutföll voru oft komin upp fyrir 100% áður en komið var fram á árið 2008.“ Fram kemur í skýrslunni Nauð- syn eða val? Verðtrygging, vextir og verðbólga eftir Ásgeir Jóns- son, Sigurð Jóhannesson og Valdimar Ármann, sem kom út í september 2012, að bankarnir höfðu dregið töluvert úr veit- ingum verðtryggðra lána þegar kom fram á árið 2006 og hafi verið nær alveg hættir að lána verðtryggð lán þegar kom fram á árið 2008. „Íbúðalánasjóður tók þá við keflinu,“ segir þar. Töldu hættu á ofhitnun STÓRU BANKARNIR DRÓGU ÚR LÁNVEITINGUM Morgunblaðið/Golli Ármúli 32 | 108 Reykjavík | Sími 568 1888 | www.parketoggolf.is Brooklyn Pine Stærð: 8x243x2200mm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.