Morgunblaðið - 16.04.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.04.2014, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2014 ✝ Ólöf Ragn-heiður Helga- dóttir fæddist 24. júlí 1920 á Rúts- stöðum, Öng- ulsstaðahreppi, Eyjafjarðarsveit. Hún lést á dval- arheimilinu Lög- mannshlíð á Ak- ureyri hinn 5. apríl 2014. Foreldrar henn- ar voru Helgi Ágústsson, f. 1892, d. 1982 og Júlíana Helga Sigurðardóttir, f. 1892, d. 1969. Hinn 18. desember 1941 giftist hún Tryggva Gunn- arssyni, f. 1917, frá Helgastöð- um í Eyjafjarðarsveit, en hann lést 27. júlí 1983. Ólöf og Tryggvi bjuggu á Krónustöð- um til ársins 1967 en þá flutt- ust þau í Norðurgötu á Ak- ureyri. Saman eignuðust þau Gunnar Hólm, f. 1942, d. 2014, Júlíönu Helgu, f. 1943, Stúlku (fædda andvana), Guðbjörn Al- bert, f. 1947, d. 1976, Magnús Þór, f. 1949, Jakob Sigfús, f. 1950, Ragnar Aðalstein, f. 1953, Maríu Ingunni, f. 1956, Guðbjörgu Ragnheiði, f. 1960, og Helga Hólm, f. 1965. Af- komendur Ólafar og Tryggva eru 73 talsins. Ólöf verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju í dag, 16. apríl 2014, klukkan 13.30. 1927. Alsystkini voru Óskar, Brynj- ólfur og Anna tví- burasystir, hálf- systkini voru Þormóður, Einar, Skafti og Heba. Ólöf bjó á Saurbæ í Eyjafjarðarsveit til 7 ára aldurs en þá fór hún í fóstur að Krónustöðum í Eyjafjarðarsveit hjá Magnúsi Hólm Árnasyni, f. 1891, d. 1965, og Guðbjörgu Friðriksdóttur, f. 1889, d. Eins og oft gerist þegar ein- hver deyr reikar hugurinn aftur í tímann og minningar streyma fram. Mér kemur margt í hug þegar ég hugsa um Ólöfu Ragn- heiði tengdamóður mína til margra ára eða Lóu eins og hún var alltaf kölluð. Lóa var fersk og hress og hafði kröftugt skap. Hún var ekki að skafa utan af hlutunum heldur kom sér beint að því sem hún vildi segja. Lóa var opin fyrir nýjungum og ung í anda þrátt fyrir háan aldur. Hún dvaldi oft hjá okkur Guð- björgu í Reykjavík. Hún var okkur gjarnan innan handar þegar á þurfti að halda og þá var ekkert mál að fljúga til höfuð- borgarinnar og passa barna- barnið, Margréti Petrínu. Lóa var skemmtileg kona og Mar- gréti minni þótti alltaf gaman heimsækja hana og ég veit að amma Lóa var stolt af henni eins og öðrum afkomendum. Við Lóa áttum vel skap saman og mér eru minnisstæð öll ferða- lögin og bíltúrarnir. Þá stendur upp úr fyrsta utanlandsferð hennar. Það var þegar hún varð sjötug. Þá fórum við Guðbjörg með henni til Spánar og dvöldum í þrjár vikur. Hún var glöð og ánægð með ferðina og naut þess að vera í hitanum og sólinni. Seinna skoðaði hún gjarnan myndirnar sem teknar voru í ferðinni og leyfði huganum að ferðast til Spánar á ný. Lóa var líka dugleg að koma í heimsókn þegar við bjuggum í Danmörku og var alltaf skemmtilegt að aka um sveitir Danmerkur með henni og skoða hallir og herra- setur og sjá hvar hinir konung- bornu áttu heima. Hún var í eðli sínu mikil heimskona og naut þess að ferðast og sjá eitthvað nýtt. Lóa var iðin og dugleg kona, vann alla sína tíð hörðum hönd- um, sinnti vel öllum afkomend- um sínum og fylgdist vel með allt til enda. Líf hennar var ekki allt- af auðvelt og hún mátti horfa á eftir eiginmanni sínum og þrem- ur börnum yfir móðuna miklu. Í dag kveð ég hörkuduglega, skemmtilega og frjálsa konu sem auðgaði líf mitt á margan hátt. Ég er þakklátur fyrir að hafa verið henni samferða um tíma. Ég votta börnum hennar og fjölskyldum þeirra innilega sam- úð mína. Hallur Guðjónsson. Elsku amma Lóa. Mikið rosa- lega er tómlegt nú þegar þú ert farin, en ég veit að afi og allt fólkið þitt hinum megin er ákaf- lega ánægt að fá þig. Ég er auð- vitað bara sjálfselsk og vil hafa þig alltaf hjá mér, en það er víst ekki hægt. Þú kenndir mér svo margt, varst alltaf bjartsýn og jákvæð alveg sama á hverju gekk. Verk- efni þín voru ærin og þú leystir þau öll með fádæma jákvæðni og dugnaði svo eftir var tekið. Þú hefur verið mín fyrimynd og ég get bara vonað að ég verði jafn- góð mamma, amma og lang- amma og þú varst. Ég gæti endalaust rifjað upp skemmtileg- ar sögur af þér. Þau voru ófá skiptin sem við Helgi vorum ná- lægt því að gera þig gráhærða langt um aldur fram, en þú varst alltaf fljót að fyrirgefa okkur prakkarastrikin og seinna hlóg- um við að öllu saman. Við áttum einstaklega gott og sterkt sam- band og þú vissir alltaf þegar mér leið ekki vel. Það brást ekki að þá hringdir þú og sagðir: Hel- ena mín, er ekki allt í lagi? Eina mjög mikilvæga lexíu kenndir þú mér: Alltaf að sofa á hlutunum og sjá hvort allt verður ekki betra á morgun og auðvitað var allt mun betra þegar maður var búinn að sofa á vandamálinu. Þú varst alltaf syngjandi og hlustaðir mikið á tónlist, það eig- um við sameiginlegt. Það verður skrýtið að koma norður og engin amma Lóa. Kaffispjall eigum við víst ekki oftar svo nú sit ég bara ein með kaffibollann og spjalla út í loftið í von um að þú heyrir. Elsku amma, ég mun alltaf elska þig til tunglsins og til baka, endalausar ferðir. Björkin þín, eins og þú varst vön að segja, Helena Björk. Ólöf Ragnheiður Helgadóttir ✝ GuðmundurMár Sig- urbjörnsson fædd- ist í Reykjarvík 12 október 1943. Hann andaðist á Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri hinn 4. apríl 2014. Foreldrar Guð- mundar voru Björg Þorkelsdóttir, f. 1918, d. 2003, og Sigurbjörn Maríusson, f. 1912, d. 1945. Systkini Guðmundar eru: Þórey Sigurbjörnsdóttir, Jóhannes Sigurbjörnsson, Katr- ín Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, Mar- íus Sigurbjörnsson, Sigurbjörn Ómar Ragnarsson, Reynir Bjartmar Ragnarsson, d. 1995, Sigríður Kolbrún Ragn- arsdóttir, d. 1966, Tómas Aldar Ragnarsson og Halldór Jökull Ragnarsson. Hinn 27. desember 1969 kvæntist Guðmundur Grétu Sigrúnu Tryggvadóttur, f. 1941, þau slitu sambúð 1992. Börn Guðmundar og Grétu eru: 1) Sigríður Kolbrún, f. 1966, maki Svav- ar Magnússon. Börn þeirra eru a) Guðmundur Gísli, b) Magnús Ingi, maki Oddný Alda Bjarnadóttir, c) Sigurður Svavar, maki Poula Rós Mittelstein, barn þeirra er Petur Marínó Sig- urðsson, d) Kristín María. 2) Tryggvi Kristbjörn, f. 1967, maki Lára Soffía Hrafnsdóttir. Börn þeirra a) Petra Breið- fjörð, maki Ingi Valur Dav- íðsson, barn þeirra drengur Ingason, b) Alexander Reynir, c) Siguringi Hólmgrímsson. 3) Guðmundur Rúnar, f. 1974, maki Sigurlaug Íris Hjaltested, Börn þeirra a) Birgitta Þórey, b) Gréta Þórunn, c) Áróra Sif. Útför Guðmundar verður gerð frá Dalvíkurkirkju í dag, 16. apríl 2014, kl. 13:30. Eitt það fyrsta sem ég man eftir var þegar við mamma fór- um niður á bryggju og hittum þig, nýkominn frá Þýskalandi. Við förum niður í káetu og þar sé ég þetta svakalega flotta gráa reiðhjól með hjálpardekkj- um. Ég lít á þig eftirvænting- arfullur. „Ég er að geyma þetta fyrir skipstjórann, hann ætlar að gefa syni sínum þetta,“ segir þú bara til þess að stríða mér. Mig langar að þakka þér fyr- ir öll atriði sem þú leiðbeindir mér í gegnum lífið. Þegar þú komst að mér, blóðugum í framan, og ákvaðst að sýna mér hvernig á að raka sig frek- ar en að keyra mig á slysó. Þegar þú sást mig vera að reyna að drekka sjóðandi heitt kaffi og í þann mund að setja í það mjólk sagðir þú: „Ef þú ætlar að drekka kaffi, drengur, skaltu gera það svart og syk- urlaust.“ Ég hlýddi þér eins og nánast alltaf. Svo voru það veiðiferðirnar þar sem helstu handtökin voru kennd. Seinna var komið að því að kenna mér golfsveifluna, eða öllu heldur fórum við saman á Bakkakotsvöll og reyndum fyr- ir okkur í golfíþróttinni. Enda þótti þér alls ekkert leiðinlegt að taka þátt í einhvers konar leikjum, við erum trúlega búnir að eyða u.þ.b. milljón klukku- stundum í að spila yatzy, bingó, manna o.m.fl. Stundum var bara fundinn upp leikur og stigatafla með, sbr. þegar ég fékk kranabíl með skóflu í gjöf fannst þér upplagt að við myndum nota krana til að lyfta upp kubbum og raða þeim á réttan hátt og gefin voru stig fyrir tíma og vandvirkni. Talandi um íþróttir þá minn- ist ég þess eitt sinn þegar við vorum að horfa á enska boltann í Jórufellinu, ég var nýkominn úr vinnu og var á leiðinni í bað, leikurinn var spennandi og við gátum ekki slitið okkur frá honum. Eftir nokkra stund var okkur farið að hitna á fótunum og vorum farnir að lyfta þeim upp, orðið býsna óþægilegt þegar ég átta mig á þessu og æpti „baðið!“ Afleiðingin: Skipta þurfti um u.þ.b. 20 fm af teppi. Seinna fórum við að vinna saman, sóttum kartöflur suður í Þykkvabæ á appelsínugula van- inum, mest var selt í Kolaport- inu um helgar og vorum við þar fyrsta daginn sem það var opið og í mínum huga varst þú frumkvöðull í sölu á grænmeti á flóamarkaði á Íslandi. Eftir þetta fórst þú í garðaúðun og gerðist meindýraeyðir. Ég fylgdi þér þangað og náði að úða nokkur hundruð garða og farga nokkrum geitungabúum, músum og rottum. Þú hafðir lag á því að koma keppniseðlinu í gang hjá mér og hef ég, í minni vinnu, reynt að gera betur en næsti maður, innst inni er það til þess að geta hringt í þig og grobbað mig af afrekum mínum við þig, því þú kunnir lag á því að láta manni finnast maður vera stór- menni. Núna í síðustu viku lenti ég í því að starri var að reyna að komast inn í loftræstirörið hjá mér. Seinna um morguninn hringdi ég í Sigurlaugu og bað hana að loka gatinu til bráða- birgða. Strax eftir að ég lagði á hana tók ég símann aftur og var í þann mund að fara að slá inn númerið þitt. Þá fyrst átt- aði ég mig á því hvað ég sakn- aði þín mikið. Elsku faðir, samstarfsfélagi, spilafélagi og vinur, hvíl í friði. Guðmundur Rúnar Guðmundsson. Aðfaranótt 4. apríl lést faðir minn eftir mikil veikindi. Þá er komið að kveðjustundinni sem kom allt of fljótt, ég var ekki tilbúin að kveðja þig svona fljótt, vildi eiga fleiri ár með þér elsku pabbi. En kallið kom, þú varst sönn hetja í þínum veikindum en nú ertu búinn að fá hvíldina og þjáningarnar liðnar. Ég kveð þig nú með tár- um og ég mun ávallt elska þig, pabbi minn. Guð geymi þig. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Þín dóttir, Sigríður Kolbrún Guðmundsdóttir. Elsku Gummi, bróðir minn lést á sjúkrahúsi Akureyrar í faðmi fjölskyldunnar hinn 4. apríl sl. Þetta er búin að vera löng þrautaganga, hátt í fimm ár. Oft héldum við að nú væri þetta að verða búið en öllum að óvörum stóðst þú á fætur aftur og aftur. Læknar sögðu, „þú hlýtur að eiga níu líf eins og kötturinn“. Ég dáðist að þér, elsku vinur. Hvað þú gast alltaf slegið á létta strengi með þín- um góða húmor. Þrátt fyrir að við sæjum að þú værir sár- þjáður barstu þig vel. Eftir að þú kvaddir hefur hugur minn verið hjá þér og skrifa ég því örfá minningarbrot frá bernskuárum okkar. Við ólumst upp í Stórholtinu eftir að hafa misst föður okkar í bílslysi þegar þú varst aðeins tveggja mánaða, Maddi þriggja ára og ég fimm. Mamma kynnt- ist Ragnari stjúpföður okkar og börnunum fjölgaði, fimm drengir og tvær stúlkur. Það gefur augaleið að mikið líf og fjör var á heimilinu. Á þeim tíma lékum við okkur mikið úti þar sem ekki voru tölvur og sjónvörp til að lokka okkur inn. Framan af var ég eina stelpan og þar sem þú Gummi minn varst svo nettur og sætur með ljósa síða lokka, fannst mér upplagt að klæða þig í kjól og setja slaufu í hárið. Þú, þessi ljúflingur, lést þetta yfir þig Guðmundur Már Sigurbjörnsson ganga en eftir að Kolla systir kom í heiminn gat ég ráðskast með hana. Þessa yndislegu systur okkar sem fékk ekki nema 15 ár í þessu jarðlífi. Þú gekkst í Barnaskóla Austurbæjar og fórst þaðan í gagnfræðaskóla við Lindar- götu. Sundlaugin við Baróns- stíg var í uppáhaldi, þú gerðir það gott með sundfélaginu Ægi og fótbolti átti hug þinn allan. Árin liðu og þið vinirnir í gegn- um allt lífið, Garðar Guðmunds- son, fóruð að spá í stelpur og djamm. Þegar sú rétta varð á vegi þínum, Gréta Tryggva- dóttir, fóru þið að búa og börn- in ykkar komu eitt af öðru; Sig- ríður Kolbrún, Tryggvi og Rúnar. Það var alltaf notalegt að koma til ykkar í Drápuhlíð- ina og þangað áttum við oft leið. Á þeim tíma stundaðir þú sjóinn. Síðan gerðust þið hjónin bændur í Húnavatnssýslu í nokkur ár en Gréta kunni vel til verka og þú varst alsæll í sveitinni. Leiðir ykkar lágu norður á Árskógsströnd þar sem fjölskyldan þín og börn hafa komið upp fallegum heim- ilum. Nú eru barnabörnin tíu og barnabarnabörnin tvö. Þið Gréta slituð samvistum og þú fluttir inn á Akureyri. Veik- indin fóru að gera vart við sig og það tók að halla undan fæti. Þú gast ekki lengur stundað starf þitt til margra ára sem meindýraeyðir. Þú hættir að geta stundað golf sem hafði gefið þér mikið. Við Maggi eig- um góðar minningar frá ferð okkar til Svíþjóðar í afmæli hjá Maríus bróður og Siddý konu hans. Ég trúi að mamma, pabbi og systkini þín hafi tekið þér opn- um örmum. Megi góður Guð styrkja börnin þín og barna- börn auk Grétu sem stóð þétt við hlið þér fram til síðasta dags. Þú veizt, minn guð, ég veikur er verkefnum mínum að gegna, enginn það betur á mér sér, ekkert frekar ég megna að halda þann veg, sem vildir þú, en viðskila aldrei frá mér snú, haltu í höndina mína. (Þorsteinn Lúther Jónsson.) Guð blessi minningu Guð- mundar Más Sigurbjörnssonar. Þín systir. Sjöfn. Elsku afi okkar, þú fallegi, frábæri afi okkar. Nú ríkir söknuður í hjarta okkar og tár fylla hvarma því þú, elsku afi, hefur hvíldina fengið og sefur nú svefninum langa. Þú barðist eins og ljón og gafst okkur hinum aukinn kraft, en nú þarft þú ekki leng- ur að berjast því að stríðinu er lokið. Nú geturðu slakað á og fylgst með úr fjarlægð því þótt líkaminn sé nú hættur störfum lifir sálin áfram. Nú ertu fal- legur engill sem vakir yfir okk- ur og gætir okkar. Þú ert dásamlegur maður, elsku afi,við erum einkar þakklát fyrir þá gjöf sem það var að fá að vera hluti að lífi þínu. Þú munt ávalt vera hluti af okkar lífi, í hjört- um okkar er alltaf staður sér- merktur þér, elsku afi. Minning þín lifir og sögurnar af þér munu verða sagðar með bros á vör. Við elskum þig alla daga, að eilífu, af öllu hjarta. „You’ll nevar walk alone.“ Ástar og saknaðarkveðjur. Guðmundur Gísli Svav- arsson, Magnús Ingi Svavarsson, Oddný Alda Bjarnadóttir, Sigurður Svavarsson, Poula Rós Mittelstein, Petur Marino Sigurðsson og Kristín María Svavarsdóttir. Minningar hrannast upp er í dag kveðjum við einstakan vin sem hefur átt við veikindi að stríða um nokkurra ára skeið. Alltaf var haldið í vonina um að allt færi á betri veg og Gummi hefði betur í baráttunni. Ekki fer allt eins og við óskum í þessu lífi. Garðar og Gummi vour æskuvinir. Frá fimm ára aldri varð vináttan mjög sterk og þeir kölluðu sig fóstbræður. Margt var brallað í gegnum tíð- ina, áhugamálin mörg og þar má nefna fótboltann, skákina og billjard. Farnar voru margar fjöl- skylduferðir í veiði og útilegur. Aldrei féll skuggi á þessi kynni okkar, gagnkvæm virðing og væntumþykja var undirstaðan í öllum okkar samskiptum. Ekki var annað hægt en að láta sér lynda við svo ljúfan og þægileg- an mann sem hann var. Síðustu árin bjó hann á Norðurlandi og voru samskipt- in stopulli en áður, en farið var norður að hitta fjölskylduna á hverju sumri og voru það fagn- aðarfundir og margt til gamans gert. Síðasta ferðin var farin norður í haust er Gummi varð sjötugur, en þá lá hann á sjúkrahúsi. Margs er að minnast, margs er að sakna er við kveðjum þennan vin og fóstbróður. Við sendum Grétu, börnunum og þeirra fjölskyldum okkar inni- legustu samúðarkvðjur, megi góðar vættir vernda ykkur á þessum erfiðu tímum. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Garðar og Anna. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn- ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, "Senda inn minningargrein", valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein- göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.