Morgunblaðið - 25.04.2014, Side 8

Morgunblaðið - 25.04.2014, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2014 Svavar Alfreð Jónsson segir at-hyglisverða sögu á blog.is: „Nýlega reyndi ég að útskýra stöðuna í ESB-málinu hér á Ís- landi fyrir þýskum vini. Ég sagði honum að kannanir sýndu að meirihluti þjóðarinnar vildi ekki ganga í Evr- ópusambandið. Þegar ég bætti því við að meirihluti þjóðarinnar vildi ennfremur ljúka aðildarferli að sambandi sem meirihluti þjóðarinnar vill ekki ganga í fór sá þýski að klóra sér í hausnum.    Til að róa vin minn sagði éghonum að sennileg skýring á þessari undarlegu afstöðu væri sú að Íslendingar væru ekki sammála um í hverju þetta aðildarferli væri fólgið. Annars vegar væru þeir sem teldu óhætt að trúa skilgrein- ingum og skýringum Evrópusam- bandsins sjálfs á því ferli. Flestir þeirra vildu ekki ganga í Evrópu- sambandið. Hins vegar væru þeir sem segðu ekkert að marka hvernig Evrópusambandið skýrði og skilgreindi aðildarferlið. Þeir vildu á hinn bóginn endilega ganga í Evrópusambandið.    Þegar hér var komið sögu varÞjóðverjinn tekinn til við að klóra sér í hausnum aftur, að þessu sinni með flugbeittu spurn- ingarmerki.    Næst verð ég að velja eitthvaðauðmelt og vel skiljanlegt til að segja vini mínum.    Ég gæti til dæmis sagt honumfrá hinum nýstofnaða hægri- flokki evrópusinnaðra og óánægðra sjálfstæðismanna sem samkvæmt könnunum fær rok- fylgi – hjá öllum helstu andstæð- ingum Sjálfstæðisflokksins.“ Svavar Alfreð Jónsson Þjóðverji klórar sér í hausnum STAKSTEINAR Veður víða um heim 24.4., kl. 18.00 Reykjavík 11 skýjað Bolungarvík 10 skýjað Akureyri 13 léttskýjað Nuuk -5 skýjað Þórshöfn 7 þoka Ósló 11 heiðskírt Kaupmannahöfn 10 skýjað Stokkhólmur 10 heiðskírt Helsinki 10 heiðskírt Lúxemborg 17 skýjað Brussel 17 léttskýjað Dublin 11 skýjað Glasgow 15 léttskýjað London 16 léttskýjað París 18 skýjað Amsterdam 17 léttskýjað Hamborg 13 skýjað Berlín 17 léttskýjað Vín 21 skýjað Moskva 7 heiðskírt Algarve 17 léttskýjað Madríd 17 léttskýjað Barcelona 18 léttskýjað Mallorca 20 léttskýjað Róm 21 heiðskírt Aþena 21 léttskýjað Winnipeg 3 súld Montreal 7 léttskýjað New York 12 heiðskírt Chicago 13 alskýjað Orlando 27 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 25. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:20 21:32 ÍSAFJÖRÐUR 5:12 21:50 SIGLUFJÖRÐUR 4:55 21:33 DJÚPIVOGUR 4:47 21:05 NýlegirMitsubishi Pajero á rekstrarleigu til fyrirtækja Laugavegi 174 | Sími 590 5040 - Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16 HEKLA býður nú fyrirtækjum nýlegar Mitsubishi Pajero bifreiðar í rekstrarleigu. Í rekstrarleigu fá fyrirtæki nýlegar bifreiðar til umráða í 1 ár gegn föstumánaðar- gjaldi. Leigutaki losnar við alla fjárbindingu og endursöluáhættu. Greitt er fast mánaðarlegt leigugjald og bifreiðinni einfaldlega skilað í lok leigutímans. Dæmi: Pajero 3.2 Instyle Árgerð 2012, dísil Ekinn 38.000 km, sjálfskiptur Mitsubishi Pajero er knúinn 3,2 l dísilvél sem skilar 200 hestöflum. Meðal búnaðar bifreiðanna eru leðurinnrétting, rafdrifin framsæti, aukasæti (7 manna), bakkmyndavél, xenon ljós, ný heilsársdekk o.fl. (miðað við Instyle útfærslu). Mánaðarlegt leigugjald: 136.041 kr.m/vsk Hlaut Verðlaun Jóns Sigurðssonar Hátíð Jóns Sigurðssonar var hald- in í Jónshúsi í Kaupmannahöfn í gær, Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, setti hátíðina og afhenti Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta. Verðlaunin féllu að þessu sinni í hlut Bertels Haarders, fyrrverandi menntamálaráðherra Danmerkur, fyrir framlag hans til menningar- samstarfs Danmerkur og Íslands, sem og fyrir stuðning hans við varð- veislu þjóðararfsins. Forysta Bertels Haarders sem menntamálaráðherra við lyktir handritamálsins og full- tingi hans við eflingu og samstarf handritastofnana í báðum löndum er ómetanlegt, segir í fréttatilkynn- ingu. Aðalræðumaður á hátíðinni var Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, og gerði hún að um- fjöllunarefni handritin og hlutverk þeirra í menningarsögu Íslands. Al- þingi veitir Verðlaun Jóns Sigurðs- sonar forseta í minningu starfa hans í þágu Íslands og Íslendinga. Þau hlýtur hverju sinni einstaklingur sem hefur unnið verk er tengjast hugsjónum og störfum Jóns Sigurðs- sonar. Þau verk geta verið á sviði fræðistarfa, viðskipta eða mennta- og menningarmála. Verðlaunin hafa áður hlotið: 2013: Erling Blöndal Bengtsson, sellóleik- ari. 2012: Pétur M. Jónasson, vatna- líffræðingur og prófessor emeritus. 2011: Vigdís Finnbogadóttir, fyrr- verandi forseti Íslands. 2010: Søren Langvad, byggingarverkfræðingur og forstjóri. 2009: Erik Skyum- Nielsen, bókmenntafræðingur og þýðandi. 2008: Guðjón Friðriksson sagnfræðingur. Viðurkenning Einar K. Guðfinns- son, forseti Alþingis, og Bertel Haarder, fyrrverandi mennta- málaráðherra Danmerkur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.