Morgunblaðið - 25.04.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.04.2014, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2014 ✝ Gróa fæddist íReykjavík 18. október 1922. Hún lést 8. mars 2014. Gróa var dóttir hjónanna Eyjólfs Guðbrandssonar og Steinunnar Sig- urgeirsdóttur. Hún var sú þriðja í hópi fjögurra systkina, Ástu, Friðgeirs og Stellu. Eiginmaður Gróu var Gunnar Auðunsson skipstjóri, d. 2012 og áttu þau tvö börn, Sigríði Rósu, d. 2003, og Pétur Guðjón. Barnabörn Gróu eru fjögur og barna- barnabörn hennar eru einnig fjögur. Útför Gróu fer fram frá Fríkirkj- unni í dag, 25. apríl 2014, kl. 11. Andlát móður minnar, Gróu Eyjólfsdóttur, markar tímamót. Gróa var sú síðasta á lífi af þeirri kynslóð sem hún tilheyrði innan minnar nánustu fjölskyldu. Í huga mínum eru Gróa og Gunnar á flestan hátt óaðskiljan- leg og því fjalla eftirmæli Gróu, mömmu minnar, líka um Gunnar föður minn, traustan lífsförunaut Gróu. Gróa ólst upp á Lokastíg 17 í Reykjavík, heimi sem stendur fleiri kynslóðum fjölskyldu okkar í skýrri minningu. Gróa lauk grunnskóla, fór að vinna hjá Sig- ríði Zoëga og seinna í Reykjavík- urapóteki. Gróa giftist Gunnari Auðuns- syni 21. júlí 1949 og voru þau þannig gift í yfir 60 ár. Sem sjó- mannskona stóð Gróa fyrir öllu heimilishaldi, fyrst á Norðfirði, síðan Akureyri og að lokum Reykjavík/Seltjarnarnesi. Gróa og Gunnar bjuggu yfir 50 ár á Sel- tjarnarnesi og settu sinn svip á bæinn. Gróa var glaðlynd í góðra vina hópi og alltaf til í að syngja með frændfólki og gestum, enda hafði hún góða söngrödd og kunni mikið af söngvum og ljóðum. Það var alltaf „Gróa og Gunn- ar“. Já, þú ert sonur Gróu og Gunnars. Já, það var alltaf gaman að koma til Gróu og Gunnars á Vallarbrautinni, o.s.frv. Gróa og Gunnar voru einstaklega gestrisin og fannst alltaf gaman að taka í spil með ættingjum og vinum, og má segja að Gróa hafi haft vinn- inginn, því hún var mikil spila- kona. Þegar hún var að vinna átti hún til að segja: „Já, þetta kenndi Sæmundur mér.“ Frændrækni Gróu og Gunnars var einstök og traust fram til þess síðasta. Gróa og Gunnar voru heiðarleg, samrýmd alla ævi og ferðuðust mikið, sérstaklega seinni árin. Eftir langt líf saman, trausta samveru í mörg ár, tár, bros og margar góðar stundir, var eðlilegt að Gróa saknaði Gunnars eftir að hann dó í mars 2012. Þó að heilsunni hrakaði bar Gróa sig vel, enda naut hún ennþá vinskapar vina og vandamanna. Án þess að gera upp á milli ykkar gömlu vina Gróu þá vil ég hér færa kveðju frá Karen Christensen í Kalundborg, sem var pennavinkona Gróu í 75 ár. Þær hittust oft í gegnum árin og var glatt á hjalla. Bless, mamma mín. Blessuð sé minning þín. Pétur Guðjón Gunnarsson. Mig langar að minnast Gróu, móðursystur minnar, með nokkr- um orðum. Gróa var skemmtileg kona og afskaplega myndarleg húsmóðir og var margt til lista lagt. Hún hafði til dæmis undur- fagra rithönd, saumaði út, prjón- aði og heklaði af miklu listfengi. Hún var líka flink í eldhúsinu og bakaði þynnstu pönnukökur sem sögur fara af og það var ófáum sinnum sem ég, systkini mín og síðar börnin mín sátum í góðu yf- irlæti í eldhúsinu hjá Gróu og röð- uðum í okkur pönnukökum eða öðru góðgæti. Það var ánægjulegt að sækja þau hjónin heim, enda voru þau bæði mjög fróð, vel lesin og fylgdust vel með t.d. náttúru- fari og veðurfari. Gróa sagði skemmtilega frá gömlum tímum og fólki hér í Reykjavík fyrr á síð- ustu öld enda mjög minnug og ættfróð. Þótt hún talaði stundum mikið var hún líka góður hlust- andi, hispurslaus og heiðarleg. Henni var annt um fólk. Í síðasta skiptið sem ég hitti Gróu var hún á Borgarspítalanum en þá sagði hún mér frá því þegar Geiri bróðir hennar fékk hana með sér á ball í Stýrimannaskól- anum og hitti Ellu sem síðar varð eiginkona hans. Þetta hefur verið örlagaríkt kvöld því ekki aðeins urðu Ella og Geiri hjón og eign- uðust sjö börn heldur giftist Gróa síðar Gunnari, bróður Ellu, og síð- an giftist faðir minn Auðun, bróðir Gunnars, Sigríði Stellu, yngri systur Gróu, en þau eignuðust fimm börn. Þannig kom það til að þrjú systkini á Þórsgötunni giftust jafnmörgum systkinum af Loka- stíg og er kominn af þeim stór ætt- bálkur. Gróa sagði svo skemmti- lega frá þessu kvöldi að það gerði ekkert til þó að ég hefði heyrt sög- una áður. Mamma kveður systur sína með söknuði og innilegu þakklæti fyrir vináttu og tryggð gegnum alla æv- ina bæði við sig og börnin. Sömu- leiðis sjá synir mínir á eftir litríkri og góðri frænku með söknuði. Ásdís. Nú er komið að því að kveðja Gróu, föðursystur mína, og er það gert með miklum söknuði. Hún var ætíð hluti af lífi mínu og er ég þakklát fyrir það. Gróa var glæsi- leg kona með hlýja og hressilega nærveru. Hún var umhyggjusöm, vel upplýst og áhugasöm um fólk og málefni. Þegar foreldrar mínir fluttu frá Reykjavík til Akureyrar með mig þriggja mánaða gamla og fimm systkini mín, tóku Gróa og Gunnar mig til sín í nokkrar vikur á meðan fjölskyldan var að koma sér fyrir á nýja staðnum. Þá voru þau enn barnlaus og þótti sjálfsagt að létta undir með stórri barnafjölskyld- unni af gleði eins og þeim var lagið. Fyrst man ég eftir Gróu þegar hún og Gunnar bjuggu á Möðru- vallastræti á Akureyri. Þar voru þau með börnin sín, Siggu Rósu og Pétur, þar til þau fluttu til Reykjavíkur. Á sumrin fór ég með mömmu suður þar sem við vorum í nokkrar vikur í senn. Í þeim heimsóknum bjó ég alltaf hjá Gróu og Gunnari, fyrst á Holts- götu og svo á Vallarbraut. Mér leið vel hjá þeim í þessum heim- sóknum, enda voru þau bæði sér- staklega barngóð og oft var glatt á hjalla hjá okkur krökkunum. Eftir að foreldrar mínir fluttu með fjölskylduna suður vorið 1964 var þó nokkur samgangur á milli fjölskyldnanna. Við Sigga Rósa vorum líka ágætar vinkonur og gerðum ýmislegt saman. Það má segja að Gróa hafi verið húsmóðir fram í fingurgóma. Hún gerði heimili sitt einstaklega fal- legt, var gestrisin og hlúði vel að fjölskyldu sinni. Hennar mesta stolt í lífinu voru börnin og afkom- endur þeirra. Það var mikið áfall fyrir hana að missa Siggu Rósu langt um aldur fram og talaði hún stundum um þann missi við mig. Gróa og Gunnar voru yfir sig ánægð með ferð sína til Tékklands í brúðkaup dótturdóttur sinnar, Helgu Bjarkar, fyrir nokkrum ár- um. Þau ljómuðu þegar þau sögðu frá ferðinni og sýndu myndir úr henni. Mikið var gaman að taka á móti þeim hjónum í bústaðnum okkar, ásamt Stellu systur Gróu. Seinna komu þær systur í bústaðinn með Karen, æskuvinkonu sinni frá Dan- mörku, og fleira fólki. Þá var ald- eilis glatt á hjalla, og margar sögur sagðar, bæði á íslensku og dönsku! Gróa lifði löngu, gæfuríku lífi og var nokkuð hraust fram á síðustu ár. Hún gat séð um sig og Gunnar þar til hann fór á elliheimili og þá heimsótti hún hann á hverjum degi þar til hann féll frá. Síðan sá hún að mestu um sig sjálf uns hún fór á Grund, þar sem hún lést eftir stutta dvöl. Með þakklæti og yl í hjarta kveð ég Gróu frænku mína. Ég og fjölskylda mín vottum Pétri og fjölskyldu hans og öðrum nánum aðstandendum hennar okkar dýpstu samúð. Edda Friðgeirsdóttir. Látin er Gróa vinkona mín Eyj- ólfsdóttir. Fyrir tveimur árum lést Gunnar, maður hennar, og dóttir þeirra, Sigríður Rósa, lést árið 2000. Ég vil minnast þeirra allra með þessum fátæklegu orðum. Ég kynntist þeim öllum haustið 1969. Þá var ég nýflutt heim til Ís- lands eftir átta ára dvöl í Kaliforn- íu. Ég var á fimmtánda ári, fór í Mýrarhúsaskóla og þekkti engan á mínum aldri. En ég var heppin. Stúlka ein í bekknum, Sigga Rósa Gunnarsdóttir, tók mig að sér. Sigga Rósa varð fyrsta íslenska vinkona mín. Entist sú vinátta alla tíð. Ég á margar góðar minningar um hana frá fyrri hluta áttunda áratugarins þegar við vorum ung- lingar og lífið blasti við. Margar ljúfar minningar á ég einnig um Gunnar og Gróu sem tóku mér ávallt opnum örmum á fallega heimili sínu á Vallarbrautinni. Sigga flutti snemma að heiman, enda lá henni á að verða fullorðin og standa á eigin fótum. Hún lærði röntgentækni eða geislafræði, eins og það heitir nú, og fór síðan að vinna á Borgarspítalanum þar sem hún vann þangað til hún flutti til Noregs 1976. Þar giftist hún ís- lenskum lækni, Helga Þórarins- syni, og eignaðist tvö börn, Helgu Björgu og Gunnar Þór, og vann og bjó til dauðadags. Ég heimsótti hana tvisvar til Noregs undir lok aldarinnar og var seinna skiptið erfitt þar sem hún var þá komin með krabbamein. Hún dó árið 2000, aðeins 46 ára gömul. Hún var öllum sem þekktu hana mikill harmdauði. Það er fjarstæðu- kennt að þessi glæsilega, klára kona sem var svo full af fjöri og lífslöngun skyldi deyja svona ung. Með andláti Gróu er ákveðnum kafla í lífi mínu lokið. Ég vil þakka þeim Siggu Rósu, Gróu og Gunn- ari fyrir allt sem þau gáfu mér. Þau munu alltaf eiga stað í hjarta mínu. Megi þau hvíla í friði. Ég votta Pétri Gunnarssyni, Helgu Björgu, Gunnari Þór, Stellu Eyjólfsdóttur og öðrum að- standendum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Þuríður Þorbjarnardóttir. Gróa Eyjólfsdóttir ✝ Guðrún Jón-asdóttir fædd- ist í Álftagerði við Mývatn 7. febrúar 1924. Hún andaðist á Sjúkrahúsinu á Akureyri 15. apríl sl. Foreldrar henn- ar voru Jónas Ein- arsson frá Reykja- hlíð, bóndi í Álftagerði, f. 27. febr. 1891, d. 26. nóv. 1970, og k.h. Kristjana Lovísa Jóhann- esdóttir frá Laugaseli í Reykja- dal, húsfreyja, f. 31. okt. 1885, d. 7. maí 1962. Bróðir Guðrúnar var Gestur, bóndi og bifreið- arstjóri í Álftagerði, f. 21. febr. 1919, d. 24. febr. 1986, kvæntur Kristínu Jónsdóttur frá Stóru- völlum í Bárðardal, f. 14. okt. 1924. Hinn 14. júlí 1950 giftist Guðrún, Ólafi Skaftasyni, bónda í Gerði í Hörgárdal, f. 24. jan. 1927, d. 8. apríl 1999. For- eldrar hans voru Skafti Guð- mundsson bóndi, f. 14. maí 1894, d. 19. jan. 1987, og k.h. Sigrún Sigurðardóttir hús- freyja, f. 28. maí 1893, d. 4. júlí 1972. Börn Guðrúnar og Ólafs eru fjögur: 1) Þórdís, fyrrv. bóndi, f. 20. febr. 1951. Eig- þeirra er Bergþór, f. 20. des. 1975, sambýliskona Gunnþór- unn Sigurðardóttir, f. 7. sept. 1975. Börn þeirra eru Hilda Ósk og Viktor Máni. 3) Ívar bóka- safnsfræðingur, f. 4. mars 1962. Sambýlismaður hans er Einar Jóhannesson klarínettuleikari, f. 16. ágúst 1950. 4) Arnþór bankastarfsmaður, f. 13. mars 1971. Guðrún ólst upp í Álfta- gerði en þar var þá fjórbýli. Um árabil dvaldi á heimilinu frændi hennar og jafnaldri, Snæbjörn Kristjánsson. Fleiri börn voru þar um lengri eða skemmri tíma. Guðrún vann í eldhúsi Héraðsskólans á Laugum seinni hluta vetrar 1945. Hún lauk prófi frá Húsmæðraskóla Ak- ureyrar 1947, starfaði á Prjóna- stofunni Heklu á Akureyri vet- urinn 1947-1948 og var matráðskona við Héraðsskól- ann á Laugum veturinn 1948- 1949. Í Pylsugerð K.E.A. starf- aði hún veturinn 1950. Sumarið 1950 fluttist Guðrún að Gerði og gerðist húsfreyja þar. Hún tók þátt í félagslífi í Hörgárdal og fimmtug gekk hún í Kven- félag Hörgdæla. Hún var ritari félagsins 1977-1983 og starfaði í því til æviloka. Árið 2001 flutt- ist Guðrún til Akureyrar og stóð heimili hennar í Lindasíðu 4 eftir það. Útför Guðrúnar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag, 25. apríl 2014, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður að Myrká. inmaður hennar var Pétur Ó. Helgason, bóndi á Hranastöðum í Eyjafirði, f. 2. maí 1948, d. 7. ágúst 2002. Dætur þeirra eru: a) Hafdís Hrönn, f. 15. júní 1971, gift Sigurði Eiríkssyni, f. 3. mars 1966. Börn þeirra eru Pétur Elvar, Ólafur Ingi, Aldís Lilja og Trausti Freyr. b) Heiðdís Fjóla, f. 18. nóv. 1973, gift Ein- ari Geirssyni, f. 8. apríl 1972. Börn þeirra eru Lovísa Kristín, Óliver og Alex Þór. Sonur Ein- ars er Valgeir. c) Ásta Arn- björg, f. 6. okt. 1974, gift Arnari Árnasyni, f. 8. ágúst 1974. Börn þeirra eru Kristjana Líf, Elmar Blær og Þórdís Birta. d) Helga Ólöf, f. 17. ágúst 1981, sam- býlismaður Atli Hafþórsson, f. 24. apríl 1978. Synir þeirra eru Pétur Ólafur og Helgi Þór. 2) Álfhildur búfræðikandidat, f. 27. ágúst 1956. Sambýlismaður hennar er Sigurður Bárðarson byggingameistari, f. 25. febr. 1955. Fyrrv. sambýlismaður Álfhildar er Björn Halldórsson bóndi, f. 14. des. 1956. Sonur Það er alltaf erfitt að kveðja og það er sannarlega erfitt að kveðja hana ömmu. Minningarnar streyma fram en það er gott að ylja sér við fallegar minningar. Við systur munum svo vel þegar við vorum stelpur og fórum á vor- in í nokkra daga í Gerði til þeirra afa og ömmu. Það var alltaf mikil upplifun, sauðburður í fullum gangi og mikið um að vera. Það var alltaf hægt að ganga að ömmu vísri að hún sinnti sínum störfum vel, mjólkaði kvölds og morgna ásamt honum afa og sinnti heimilinu af alúð. Það var gott að koma inn í eldhús til hennar ömmu, henni var alltaf svo umhugað um að við systur fengjum nóg að borða. Amma gerði aldrei neitt vesen þó svo eitthvað væri á boðstólum sem okkur líkaði ekki, hún horfði bara framhjá því og passaði að við fengjum nóg af einhverju sem okkur líkaði. Svona var amma, vildi bara að okkur liði vel. Hún fann alltaf tíma til að gera eitthvað skemmtilegt með okkur eins og að moka snjóhús inn í skafl, þar sem við gátum svo leik- ið okkur. Þá kenndi hún okkur að klippa út dúkkulísur og á klukku. Það var alltaf hápunkturinn þeg- ar amma poppaði því þá tók hún lokið af pottinum og við eltum skoppandi popp um allt eldhús, þá var sko mikið fjör. Svona var amma, oft fjör í kringum hana, en samt svo hlý. Amma var fljót að tileinka sér nýjungar og fór til dæmis að bjóða upp á heimagerð- ar pitsur fljótlega eftir að þær urðu vinsælar á Íslandi og oft kvaddi hún okkur með orðunum „við verðum í bandi“. Fyrir 15 árum þegar afi dó flutti amma til Akureyrar og urðu þá miklar breytingar á hennar lífi. Það vafðist nú ekkert fyrir henni ömmu því hún hafði alveg einstakt lag á að sjá tæki- færin og það jákvæða í lífinu. Hún naut þess að flytja inn í Lindasíðuna þar sem hún eign- aðist marga góða vini og fór oft til vinkvenna sinna í kaffi og tók alltaf vel á móti gestum. En alltaf var fjölskyldan í fyrirrúmi og ömmu þótti ómögulegt að vera ekki heima ef eitthvert okkar ætlaði sér að kíkja í kaffi. Hún fékk sér því GSM-síma sem hún tók alltaf með sér þegar hún skrapp að heiman. Við áttum svo bara að hringja og þá dreif hún sig heim til að taka á móti okkur. Það var henni svo mikilvægt að hitta sitt fólk og geta fylgst með hvernig gengi hjá okkur öllum. Hún spurði frétta og var alltaf með á hreinu hvernig gengi hjá okkur. Það var gott að koma til ömmu og eins og í Gerði þá dreif hún veitingar á borðið, settist svo hjá okkur og spjallaði og oft var slegið á létta strengi og hlegið. Það er ekki hægt að minnast hennar ömmu án þess að minnast á allan prjónaskapinn. Hún prjónaði sokka á okkur öll, börn, barnabörn, tengdabörn og lang- ömmubörn og munum við njóta þeirra áfram því hún valdi gott og slitsterkt garn, þeir áttu að end- ast vel. Í seinni tíð prjónaði hún líka teppi sem yngstu langömmu- börnin fengu að njóta. Við þökkum elsku ömmu fyrir allt, hún var okkur mikil fyrir- mynd. Hranastaðasysturnar, Hafdís Hrönn, Heiðdís Fjóla, Ásta Arnbjörg og Helga Ólöf. Elsku langamma, Ég elska þig svo mikið þótt ég hafi aldrei sagt það. Núna ertu komin í himnaríki og vonandi líð- ur þér vel þar því mig langar að þér líði vel. Ég las einu sinni að dauðinn væri ekki til heldur að- eins nýtt upphaf og ég vona að það sé satt. Ég kom ekki nógu oft til þín, ég vildi að ég hefði gert það því nú fatta ég að það er of seint að koma núna. Ég planaði með ömmu að eftir páskafrí mundi ég koma til þín og spila við þig en svo varðstu veik og mig langar svo að koma til þín og spila við þig og sjá fallegu dúkkuna þína sem mér þótti alltaf svo fal- leg. Þú varst alltaf svo góð við mig og þú varst alltaf svo ynd- isleg og ég sakna þín svo mikið. Mér finnst sárt að þurfa að kveðja þig en það hjálpar mér að vita að þér líður vel og ég mun sjá þig seinna. En mundu að ég mun alltaf elska þig og þú verður alltaf hluti af mér. Þitt barnabarnabarn, Þórdís Birta. Okkur langar að skrifa nokkur orð til að minnast langömmu okk- ar, Guðrúnar í Gerði. Langamma var alltaf glöð og það var alltaf gaman í kringum hana enda var aldrei langt í húmorinn hjá henni. Minningarnar sem við eigum eru góðar og dýrmætar. Alltaf þegar við komum í heimsókn hafði hún rosalega gaman af því að reyna að rassskella okkur. Úr varð einskonar keppni okkar á milli og þegar einhverjum tókst ætlunarverk sitt var mikið hlegið. Þetta reyndi hún síðast í níræð- isafmælinu sínu 7. febrúar síðast- liðinn sem sýnir kannski hversu spræk og hress hún var allt sitt líf en fyrir það erum við rosalega þakklát. Þegar farið var í heimsókn til langömmu voru alltaf á boðstól- um miklar kræsingar og munum við sérstaklega eftir því að hún átti alltaf nóg af ís í frystinum. Hún sagði manni líka alltaf að fá sér tvær skálar, hún passaði að enginn færi svangur frá henni. Svo voru smjörkökurnar hennar ómissandi partur af heimsóknun- um í kringum jólin. Langamma var alltaf til í að spila við okkur og þá sérstaklega Svarta-Pétur og Undansteypu en þær voru ófáar spilastundirnar sem við áttum með henni í Gerði og síðar í Lindasíðu. Hún kenndi okkur líka kapal sem hún og langafi höfðu lagt saman. En langamma gefur okkur ekki fleiri skelli á rassinn og við fáum ekki oftar að heyra einlæg- an hláturinn sem fylgdi á eftir. Við langömmubörnin minnumst hlýleika hennar og glettni með þakklæti í hjarta og bros á vör eins og hún hefði sjálf kosið að við myndum gera. Elmar Blær Arnarsson, Kristjana Líf Arnarsdóttir, Ólafur Ingi Sigurðsson og Pétur Elvar Sigurðsson. Þó ég hafi aldrei þekkt Gest, móðurafa minn, var ég svo lán- söm að fá að kynnast Guðrúnu afasystur minni og verð ég æv- inlega þakklát fyrir það. Þegar ég hugsa til Gunnu kemur strax upp í hugann minn- ing um hádegismat í Gerði — lambahryggur með öllu tilheyr- andi og að sjálfsögðu ís og ávextir í eftirrétt. Ég minnist líka nota- legra stunda úr íbúðinni hennar á Akureyri. Þangað var ég alltaf velkomin en nú sé ég eftir því að hafa ekki heimsótt hana oftar en ég gerði. Mín síðasta minning af Gunnu er frá einstaklega björtum og fal- legum degi í fyrrasumar, þegar ég fagnaði útskrift úr mennta- skóla með ættingjum og vinum. Ég man eftir henni sitjandi úti sólinni ásamt vinkonu minni, þær voru í hrókasamræðum um mý- vetnskar ættir og báðar höfðu gaman af. Að spjalla við Gunnu var nefnilega eins og að tala við ungling. Hún var skemmtileg, mikill húmoristi og alltaf vel með á nótunum. Elsku Gunna, það tekur mig sárt að geta ekki kvatt þig eins og ég hefði viljað en þessi fátæklegu orð eru mín kveðja til þín. Heiðin var kvödd með trega og tryggð, tárin og sporin hurfu í viðinn. Krakkarnir hröktust um breiða byggð en blærinn söng áfram um heiðar- friðinn. (Pálína Guðrún Jóhannesdóttir) Hvíldu í friði, frænka mín. Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir. Guðrún Jónasdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.