Morgunblaðið - 25.04.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2014
Auður Albertsdóttir
audura@mbl.is
Fágun er félag áhugamannaum gerjun sem stofnaðvar árið 2009. Að sögn Ey-vindar Karlssonar, for-
manns Fágunar, er markmið félags-
ins að deila þekkingu og stuðla að
umræðu um gerjum á bæði
drykkjum og matvælum. „Fágun
byrjaði sem hópur á Facebook sem
þróaðist í spjallborð en er núna orðið
félag. Bjór hefur alltaf verið rauði
þráðurinn í umræðunni en við skoð-
um líka vín og osta, súrkál og brauð
og hvað sem hægt er að gerja heima
hjá sér.“ Að sögn Eyvindar er erfitt
að áætla hversu margir eru í félag-
inu nákvæmlega en meðlimir eru
eitthvað um 50 til 70 talsins og bæt-
ist ört við.
Yfir 50 innsendingar bárust
Á laugardaginn fer fram á Kex
hostel árleg keppni Fágunar í bjór-
gerð þar sem dómnefnd velur besta
heimabruggaða bjórinn. „Kepp-
endur skiluðu inn bjórum sem þeir
hafa bruggað fyrir um hálfum mán-
uði síðan. Við erum með dómnefnd
sem er skipuð bjór- og matarspek-
ingum, vínsmökkurum, kaffibar-
þjónum og allskonar fólki sem er í
góðum tengslum við bragðlaukana í
sér,“ segir Eyvindur. Segir hann
jafnframt að dómnefndin muni fara
faglega yfir bjórana, meta þá og gefa
þeim einkunnir. Síðan eru úrslit
kynnt um kvöldið. Óhætt er að segja
að áhuginn sé mikill en að sögn Ey-
vindar bárust keppninni hátt í 50
innsendingar. „Ég er nokkuð viss
um að innsendingarnar í ár séu fleiri
en nokkurn tímann fyrr í keppninni,
Sífellt fleiri brugga
sinn eigin bjór
Á morgun mun fara fram árleg bjórgerðarkeppni Fágunar, sem er félag áhuga-
manna um gerjun. Félagið er ört vaxandi en markmið þess er að stuðla að um-
ræðu og deila þekkingu á gerjun. Keppnin er haldin á Kex hostel og hafa um 50
heimabruggaðir bjórar verið sendir til leiks.
Stjórn Eyvindur Karlsson hefur búið til sinn eigin bjór síðan 2008.
Félagsstarf Fágun heldur úti öflugri heimasíðu og mikilli starfsemi.
Nú þegar sólin er farin að skína á
vetrarpínda Íslendinga er næsta víst
að þeir draga fram grillin sín og fara
að glóðarsteikja matinn sinn. Þá er
gott að hafa ýmislegt í huga og á vef-
síðunni leiðbeiningastöð.is eru mörg
góð grillráð. Þar kemur m.a. fram að
fjölhringja efnasambönd myndast við
bruna á aminósýrum (próteini), krea-
tíni og fleiri efnum sem eru í kjöt-
vöðva. Þessi efni myndast síður þeg-
ar fiskur og grænmeti er grillað. Því
skal skera burtu brunnin svæði á bit-
um áður en þeirra er neytt. Blóðvökvi
brennur líka og því getur verið gott
að „loka“ kjöti með því að snögg-
steikja á pönnu áður en það fer á
grillið. Forðast skal að grilla kjöt
lengi, með því móti er hægt að koma í
veg fyrir kolun. Fyrirbyggjandi aðferð
er að skera alla fitu af kjöti áður en
það er grillað. Njótið sumarsins og
góða grillaða matarins!
Vefsíðan www.leidbeiningastod.is
Morgunblaðið/Ómar
Gagnleg grillráð fyrir sumarið
Hún Anna Rósa Róbertsdóttir grasa-
læknir er iðin við kolann. Hún ætlar
að vera með sýnikennslu í gerð græð-
andi jurtasmyrsla þann 5. maí. Þar
getur fólk lært að búa til slík smyrsl
og allir fá smyrsl með sér heim og
námsgögn fylgja. Á námskeiðinu
fjallar Anna Rósa einnig um algengar
lækningajurtir sem notaðar eru í
smyrsl. Námskeiðið er haldið í
Heilsuhúsinu, Lágmúla 5. Takmark-
aður fjöldi kemst að og aðeins þetta
eina námskeið verður hún með á
þessu ári. Skráning fer fram á heima-
síðu Önnu Rósu:
www.annarosa.is/vorur/namskeid.
Endilega…
…lærið að búa
til jurtasmyrsl
Anna Rósa Iðinn grasalæknir.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Þeir sem hafa áhuga á tungumálum,
mannlífi og mannlegum samskiptum
ættu ekki að láta Café Lingua fram
hjá sér fara á morgun, laugardag, kl.
14 í menningarmiðstöðinni Gerðu-
bergi. Þar ætla félagar í félagi Filipps-
eyinga á Íslandi, Phil-Ice, að veita
gestum innsýn í þau fjölmörgu
tungumál sem eru töluð á Filipps-
eyjum, ásamt ýmsum menningar-
legum hefðum og siðum sem eru
ríkjandi í landinu. Eitt af markmiðum
Café Lingua er að virkja þau tungu-
mál sem hafa ratað til Íslands og
auðgað mannlíf og menningu í sam-
félaginu og um leið að vekja forvitni
borgarbúa um heiminn í kringum
okkur.
Cafe Lingua fer fram á fjórum stöð-
um í borginni, á Borgarbókasafni, í
Bíó Paradís, í Menningarmiðstöðinni
Gerðubergi og í Háskóla Íslands.
Café Lingua á morgun í Gerðubergi
Reuters
Filippseyjar Veiðmaður hugar að veiðigildru sinni við Manilaflóa.
Fáið innsýn í fjölmörg tungumál
sem eru töluð á Filippseyjum