Morgunblaðið - 25.04.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.04.2014, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2014 ✝ Þorsteinn Rín-ar Guðlaugsson fæddist í Reykjavík 4. júní 1934. Hann lést á gjörgæslu- deild Landspítala 9. apríl 2014. Foreldrar voru Guðlaugur Júlíus Þorsteinsson, stýri- maður, f. 27. júlí 1909 í Reykjavík, d. 9. sept. 1974 og eft- irlifandi móðir, Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 18. júní 1911 að Bala í Gnúpverjahreppi. Systkini Þor- steins eru: 1) Hilmar, f. 2. desem- ber 1930, m. Jóna G. Steinsdóttir, f. 6. desember 1928, 2) Kristín Jóna, f. 17. febrúar 1937, m. Krist- ján K. Pálsson, f. 15. júlí 1933, d. 4. nóv. 2012 og 3) Ástríður Hafdís, f. 16. júní 1948, m. Heinz- Dieter Ginsberg, f. 27. feb. 1939. Árið 1959 kvæntist Þorsteinn Sigríði Eggertsdóttur, f. 13. desember 1933, d. 27. apríl 1996. Foreldrar Eggert Kristjánsson, skipstjóri, f. 20. apríl 1896, d. 1. júní 1967 og Katrín Eiríksdóttir, f. 18. okt. 1904, d. 21. feb. 1996. Sonur Þor- steins og Sigríðar er Gylfi Þór, auglýsingastjóri, f. 11. september Katrín, f. 1992 og c) Valgerður, f. 2000. Þorsteinn hóf nám við Verzl- unarskóla Íslands árið 1948 og lauk þar stúdentsprófi 1954. Hann stundaði nám við Háskóla Íslands í viðskiptafræði og lauk fyrrihlutaprófi þar 1962. Árið 1975 lauk hann bóklegu prófi til löggildingar sem endurskoðandi. Þorsteinn stundaði bygging- arvinnu á sumrin á námsárunum með afa sínum, Jóni Eiríkssyni, og var tvö sumur á sjó með föður sínum á togaranum Jóni forseta. Þorsteinn vann við bókhalds- og skrifstofustörf á árunum 1956- 1962, lengst sem skrifstofustjóri hjá BM Vallá. Árið 1962 hóf hann störf á Endurskoðendaskr. Þor- geirs Sigurðss. og eftir lát hanns, rak hann stofuna um hríð ásamt Símoni Hallssyni eða þar til hann hóf rekstur eigin stofu sem hann rak til æviloka, síðustu árin að Njálsgötu 64. Þorsteinn gerðist félagi í Odd- fellow-stúkunni Þórsteini nr. 5 árið 1966. Hann gegndi mörgum trúnaðarstörfum á vegum Þór- steins og sá m.a. um minning- argjafir í líknarsjóð stúkunnar. Þorsteinn var virkur í safn- aðarstarfi Hallgrímskirkju og sat í sóknarnefnd hennar síðasta áratuginn sem hann lifði. Þorsteinn verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í dag, 25. apríl 2014, og hefst athöfnin kl. 15. 1970. Börn hans og fv. maka, Guðrúnar J. M. Þórisdóttur, f. 11. júlí 1970, eru: 1) Guðmunda Íris, f. 25. mars 1996, 2) Þor- steinn Alex, f. 25. nóvember 1997 og 3) Stefanía Mjöll, f. 11. nóvember 2004. Ár- ið 2001 kvæntist Þorsteinn Aðalheiði Birnu Gunn- arsdóttur, f. 13. mars 1943. For- eldrar: Gunnar B. Halldórsson, sjóm., f. 9. september 1900, d. 13. október 1978 og Aðalheiður M. Jóhannsdóttir, f. 6. september 1904, d. 26. júlí 1989. Synir Birnu og fv. maka, Helga H. Jónssonar, f. 1939, eru: 1) Hannes Snorri, ráðgjafi, f. 1961, börn hans og fv. maka, Huldu B. Víðisd., f. 1961, eru: a) Víðir Hallgrímsson, f. 1978, b) Hákon, f. 1985, m. Anna Traus- tad., f. 1985, sonur Snorri, f. 2013, c) Viktor, f. 1987, m. Gígja Björnss., f. 1988, sonur Baldur, f. 2013, d) Heiðrós, f. 1989, e) Hans, f. 1994. 2) Jón Karl, bókmenntafr., f. 1965, m. Fríða B. Jónsdóttir, leikskólaráðgj., f. 1966, börn þeirra eru: a) Marteinn, f. 1989, b) Elsku pabbi, þá er komið að því, starfi þínu er lokið. Það eru margar minningarnar sem koma upp í hug- ann, ferðalögin hér heima og er- lendis og ekki síst það hvernig þú hvattir mig og kenndir að meta landið, umhverfið og lífið. Það siglir enginn í gegn um lífið án mótbyrs, þú fékkst þinn skerf af þeim byr sem á stundum virtist ósanngjarn og illviðráðanlegur, en alltaf sögð- um við, að á meðan við hefðum hvor annan þá myndi ekkert sigra okkur. Þann slag mun ég nú taka fyrir okkur báða. Örlögin höguðu því þannig að leiðir okkar lágu saman, þér og Siggu mömmu varð ekki barna auðið og ættleiðing mín reyndist okkur öllum blessun. Ykk- ur var umhugsað um að ég þekkti rætur mínar og blóðmóður, eitt- hvað sem var óeigingjarnt en sýndi um leið þann karakter sem þið mamma bjugguð yfir. Alltaf frá því ég man fyrst eftir mér kennduð þið mér að meta lífið og lifa því lifandi. Engin áskorun var óyfirstíganleg og allir vegir færir ef notað væri hyggjuvitið og heiðarleikinn væri í fyrirrúmi. Skila skyldi allri vinnu þannig af sér að maður gæti stoltur litið yfir verkið og sagt, ég gerði mitt besta. Með árunum og eftir sviplegt frá- fall mömmu tókst með okkur mikil vinátta, sem er mér dýrmætt veganesti út í lífið. Stuðningur þinn við okkur ungu hjónin þegar á þurfti að halda var ómetanlegur en alltaf varstu boðinn og búinn að leiðbeina , aðstoða og drífa hlutina í gang. Það er ekki eftir það sem búið er, var viðkvæðið sem faðir þinn Guðlaugur hafði sagt svo oft, svo þú og nú ég. Samferðamenn og börn þeirra fengu oftar en ekki að njóta gjafmildi þinnar, jólagjaf- ir skiptu á stundum hundruðum frá þér til þeirra sem höfðu unnið með þér og aldrei gleymdir þú að gefa gæludýrunum líka.Sérstak- lega þarf að minnast á samband þitt við barnabörnin þín, Guð- mundu Írisi, Þorstein Alex og Stefaníu Mjöll sem var einstakt og fallegt, söknuður þeirra er mikill í dag en minningarnar um þig dýr- mætar. Veiðiferðirnar ykkar sem oftar en ekki urðu eftirminnilegar þar sem þú kenndir þeim virðingu við lífríkið, náttúruna og ekki síst vegna þess að þú dast í hylinn og virtist aldrei ætla að koma upp aftur. Mikið sem við gátum hlegið að því eftir á, og ekki síst við- brögðum barnanna sem buðust til að lána þér buxurnar sínar og að gera við veiðijakkann sem hafði rifnað, þau þá 12 og 13 ára. Veiðiferðin sem plönuð var í sumar hefði eflaust verið enn ein minningin og ævintýrið. Ekki er hægt að minnast þín án þess að hugsa um allar veislurnar sem þú hristir fram úr erminni, undirbún- ingur hófst í huganum löngu fyrr og ekkert var til sparað, hvorki í hráefni eða vinnuframlagi. Við syrgjum þig í dag en bros- um yfir minningunum og öllum góðu stundunum sem við áttum saman. Við erum stolt af þér og þökkum fyrir þann tíma sem við áttum með þér. Ömmu Birnu sem reyndist þér svo vel sendum við samúðarkveðjur sem og öllum barnabörnunum ykkar og fjöl- skyldu. Og með bros á vör minn- umst við þess sem þú kenndir okkur: Þótt þig lífið leiki grátt, og lítið henti gaman. Skaltu bera höfuð hátt, og hlæja að öllu saman Gylfi Þór Þorsteinsson og börn. Kæri bróðir Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir) Þorsteinn bróðir minn, Dinni eins og hann var kallaður af fjöl- skyldunni, er fallinn frá eftir stranga og harðvítuga baráttu fyrir lífinu. Við vorum alla tíð mjög nánir. Síðustu áratugi störfuðum við saman í Oddfellowreglunni, en þar sótti hann vel fundi og vann af samviskusemi. Hann var virkur í stúkustarfinu og mat mikils og virti kenningar og markmið regl- unnar. Hans leiðarljós var ávallt vináttan, kærleikurinn og sann- leikurinn. Hann kom vel fyrir sig orði og var oft fenginn til þess að flytja ræður við ýmis tækifæri og fórst það vel úr hendi. Það sakna hans margir. Dinni átti ekki alltaf sjö dagana sæla. Bakkus tók snemma sinn toll, fráfall föður okkar sem varð bráðkvaddur aðeins 65 ára gamall, fékk mikið á hann, en Dinni vann sigur á Bakkusi og fór með fyrstu mönnum á meðferðarheimilið Freeport sem bjargaði honum frá ógæfu Bakkusar og sem varð til þess að hann fór margar ferðir til Freeport með vini og kunningja og bjargaði þannig mörgum manninum frá glötun. Líf hans var sem áður sagði ekki alltaf dans á rósum. Hann missti fyrri eiginkonu sína skyndi- lega árið 1996, sem fékk mikið á hann. Eins og áður sagði vorum við ætíð mjög nánir og gat ég ekki annað en dáðst að æðruleysi hans þegar mest gekk á. Það var mikil gæfa í lífi hans er hann kynnist eftirlifandi eigin- konu sinni Birnu Gunnarsdóttur. Þá breyttist líf hans mikið og það geislaði af honum. Saman áttu þau góðar stundir enda hugsaði hann vel um fjölskyldu sína og sólar- geislana, afabörnin. Móður okkar, 102 ára, varð að orði er henni var tjáð andlát sonar síns. „Hann var góður drengur, en fór allt of fljótt frá okkur.“ Undir þau orð er hægt að taka af heilum hug. Að lokum viljum við Jóna senda Birnu og Gylfa Þór og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu Þor- steins Guðlaugssonar. Friðhelg veri minning hans. Hilmar Guðlaugsson. Þorsteinn Rínar Guðlaugsson ✝ Svavar Sæ-mundur Tóm- asson fæddist í Kópavogi 5. júní 1959 og lést þann 13. apríl 2014. Hann er sonur hjónanna Tómasar Sæmundssonar, skipstjóra og út- gerðarmanns, f. 15. apríl 1936 og Írisar Björnsdóttur, hús- móður, f. 10. mars 1937, d. 18. ágúst 2000. Svavar var elstur þriggja bræðra, þeir eru: 1) Magnús Örn Tómasson, f. 16. júlí 1966, sambýliskona hans Oddný Halldórsdóttir, f. 25. júlí 1967. Dóttir Magnúsar og Önnu Alexandra Eik Októsdóttir, f. 20. september 2001, Aron Örn Októsson, f. 13. mars 2007 og Emilíana Sara Októsdóttir, f. 6. apríl 2011. 2) Tómas Örn Svav- arsson, f. 18. febrúar 1987. 3) Áslaug Svava Svavarsdóttir, f. 4. apríl 1989, sambýlismaður hennar er Sigurður Svansson, f. 4. júlí 1987. Svavar byrjaði að vinna á sjó hjá föður sínum að- eins 13 ára gamall. Eftir gagn- fræðapróf fór hann í Iðnskólann í Reykjavík þar sem hann stund- aði nám við trésmíði í eitt ár. Ár- ið 1979 lá leið hans í Stýri- mannaskólann þar sem hann útskrifaðist árið 1981. Svavar settist svo aftur á skólabekk og lauk rafeindavirkjun úr Iðnskól- anum í Reykjavík árið 1984. Eft- ir útskrift hóf hann störf hjá Friðriki A. Jónssyni og starfaði hann þar til dauðadags. Svavar verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag, 25. apr- íl 2014, og hefst athöfnin kl. 13. Rakelar Sigurð- ardóttur er Íris Mist Magnúsdóttir, f. 2. janúar 1987. 2) Einar Björn Tóm- asson, f. 1. maí 1970, dóttir hans og Margrétar Hall- dórsdóttur er Mar- grét Þ. E. Ein- arsdóttir, f. 11. ágúst 2002. Svavar var giftur Rann- veigu Raymondsdóttur, f. 1. febrúar 1958 og giftu þau sig 23.janúar 1988. Börn þeirra eru: 1) Anna Hlíf Svavarsdóttir, f. 10. ágúst 1981, eiginmaður hennar er Októ Þorgrímsson, f. 27. des- ember 1972, og börn þeirra eru Oft er reynt að fegra fólk í minningargreinum en þess þarf ekki í þessu tilfelli, pabbi minn var einstakur maður og ég held að all- ir sem þekktu hann geti tekið und- ir það með mér. Pabbi hafði ofboðslega góða nærveru, hann var alltaf hlæjandi og allt var svo gaman og æðislegt. Hann gat lýst upp heilt herbergi með því einu að ganga inn í það. Pabbi hafði viðurnefnið „Svavar fullkomni“ og „gulldrengurinn“ og það var sko ekki að ástæðulausu. Hann var alltaf með allt á hreinu og það var hægt að treysta á hann í einu og öllu. Hann vildi allt fyrir alla gera og taldi það aldrei eftir sér. Pabbi var einnig gríðarlega skipulagður, hann hafði röð og reglu á öllu og ef það var hægt að setja eitthvað upp í Excel þá fór það þangað. Einnig átti hann það til að merkja sér hluti með appels- ínugulum lit og ST skammstöfun, og var oft gert mikið grín að þess- ari þráhyggju hans. Pabbi var líka mjög varkár og öruggur maður, hann tók aldrei neina óþarfa sénsa og lifði algjörlega eftir bókinni. Pabbi var einnig þannig að ef honum líkaði eitthvað þá var hann ekkert að breyta til. Hann átti allt- af sömu konuna, gekk alltaf í Lev- i’s 501-gallabuxum og polo-bol, vann alla tíð hjá FAJ, borðaði allt- af cheerios og AB-mjólk í morg- unmat og svona mætti lengi telja. Yndislegur karakter. Pabbi átti mörg áhugamál, hon- um þótti alveg afskaplega gaman að ferðast, hvort sem það var inn- an- eða utanlands. Á sumrin fóru yfirleitt allar helgar í ferðalög og á veturna var hann duglegur að fara á veiðar eða á vélsleða. Pabbi var einnig duglegur að fylgjast með allskonar tilboðsferðum til út- landa og þegar góð tilboð runnu inn á borð til hans æstist hann all- ur upp og það endaði yfirleitt með því að hann bauð mömmu út, sem henni þótti alls ekki leiðinlegt. Einungis mánuði áður en þetta áfall skall á okkur hafði hann ein- mitt boðið henni út í eina slíka skyndiferð til Tenerife þar sem þau nutu sín alveg í botn. Ég get eiginlega ekki lýst því hversu heppin ég er að hafa átt þennan pabba. Við áttum einstak- lega gott samband, töluðum sam- an á hverjum einasta degi og stundum oft á dag. Greyið pabbi fékk stundum ekki frið fyrir mér því ég var alltaf með einhverjar pælingar í gangi. Ég leit mikið upp til hans og leitaði til hans um allt milli himins og jarðar. Pabbi var mín stoð og stytta. Tilhugsunin um að geta ekki tekið upp tólið og hringt í hann eða kíkt í heimsókn til hans er ólýsan- lega erfið og maður sér ekki alveg hvernig lífið getur gengið sinn vanagang án hans. Pabbi hafði allt- af talað um að hann ætlaði sko að verða 100 ára og búa hjá mér í ell- inni. Mér datt ekki í hug í eina sek- úndu að það myndi ekki fara svo, því pabbi hugsaði svo vel um heils- una. Hann tók inn öll vítamín sem til voru, var duglegur í ræktinni og svo afskaplega varkár í einu og öllu. Það sem mér finnst líka hrika- lega erfitt er að hann eigi aldrei eftir að kynnast litlu stelpunni minni sem er væntanleg núna í lok maí. Það sem ég reyni þó að hugga mig við er að vita að hún mun eiga besta verndarengil í heimi. Áslaug Svava Svavarsdóttir. Svavar var frábær tengdafaðir og tel ég mig einstaklega heppinn að hafa fengið tækifæri til að kynnast honum. Það var óteljandi margt sem ég lærði af Svavari sem ég á eftir að taka með mér inn í lífið. Það er svo sorglegt að geta ekki fengið að eyða fleiri góðum stundum með þessum yndislega manni. Fyrstu mánuði af sambandi okkar Áslaugar var ég mikill heimagangur hjá þeim Svavari og Ransý. Þegar ég hugsa til baka þá gleymi ég aldrei hvernig hann tók alltaf á móti manni inni í eld- húsi á morgnana, það var alveg sama hversu þreyttur maður var, ávallt náði hann að hressa mann við með einu „Nei góðan daginn“, skælbrosandi og hlæjandi. Ég hef oft viðurkennt að ég er ekki mjög handlaginn og var það alveg sama hvað maður bað Svav- ar um að aðstoða sig með, hann gat það. Í innflutningsgjöf frá hon- um fékk ég svaklega flott verk- færasett sem ég skildi ekkert af hverju hann væri að gefa mér. Ég var ekki lengi að átta mig á að ástæðan var einföld, alltaf þegar hann kom í heimsókn til að að- stoða mig með eitthvað þá lagði hann mikið uppúr því að ég myndi læra handbrögðin sjálfur. Ég og Svavar vorum algjörir kaffi- og súkkulaðibræður. Þegar ég kom í heimsókn þá var mér allt- af boðið uppá kaffi og súkku- laðibita. Súkkulaðið var í miklu uppáhaldi hjá okkur Svavari og eftir kvöldmat þá laumaðist hann alltaf inn í matarbúrið og nældi sér í einn mola og sagði svo: „Mað- ur verður nú að fá smá sætt eftir matinn“, og það leið ekki á löngu þar til ég var farinn að apa þetta upp eftir honum. Allt þetta súkku- laðiát á okkur varð svo til þess að við byrjuðum að hafa smá áhyggj- ur af vigtinni. Það var orðin hálf- gerð athöfn þegar maður kom í heimsókn að stíga á vigtina og kanna hvor væri léttari. Alveg sama hvor hafði vinninginn þá var ávallt hlegið mikið og skutum við hvor á annan hvor væri meiri feitabolla. Sleðaferðir með Svavari voru æðislegar. Svavar sá til þess að maður varð aldrei svangur í ferð- unum, pokar fullir af samlokum, súkkulaði, gosi og kaffi. Svavar passaði einnig uppá að maður færi sér aldrei að voða og gengu ferð- irnar meira útá að njóta sín og út- sýnisins heldur en að fara útí ein- hverja vitleysu og urðu ferðirnar því mun eftirminnilegri fyrir vikið. Það er svo sárt að hugsa til þess að það var svo margt sem maður átti eftir að upplifa með honum Svavari. Við töluðum oft um hvað við ætluðum að gera í sumar og á næstu árum, en núna verður mað- ur að láta allar góðu stundirnar duga sem við áttum saman. Ég var byrjaður að hlakka sérstak- lega mikið til sumarsins, en þá eig- um við Áslaug von á lítilli prins- essu og Svavar orðinn spenntur að fá litla krílið í heiminn. Það er því gríðarlega erfitt að sætta sig við það að börnin mín eigi ekki eftir að fá að kynnast og eyða stundum með afa sínum, en hann Svavar var einstaklega góður með barna- börnin. Svavar var algjör gleðigjafi sem var alltaf hægt að treysta á. Hann var fullkominn í alla staði og ég leit mikið upp til hans. Hann var mér sem fyrirmynd og á ég eftir að sakna hans endalaust mik- ið. Guð blessi minningu þína, elsku Svavar. Sigurður Svansson. Hvernig minnist ég þín, Svavar bróðir? Stundum þarf að færa í stílinn þegar maður kveður sitt fólk, finna það góða og draga það fram. Það á ekki við í þínu tilfelli þar sem ég finn engin lýsingarorð sem duga þér, of akkúrat, rúðu- strikaður, óþolandi nákvæmur og með fullkomnunaráráttu, enda byrjaði ég að kalla þig „hinn full- komna“ og nafnið festist við þig bæði á vinnustaðnum okkar og meðal vina. Þú varst uppáhaldið hennar Áslaugar ömmu, einnig mömmu sem geymdi alltaf bestu bitana í pottinum þangað til Svav- ar hennar settist við matarborðið. Til að einfalda þetta varstu uppá- hald flestra. Ég kemst aldrei með tærnar þar sem þú varst með hæl- ana í umburðarlyndi, glaðværð og óþrjótandi þolinmæði. Ég sagði oft í gríni að ég hefði fengið útlitið en þú gáfurnar og mannkostina, sitt sýnist hverjum og ég held að ég hafi ekki einu sinni haft betur þar. Við gerðum okkar plön um framtíðina og hvernig við ætluð- um að verða gamlir saman, plönin voru yfirleitt mín og þú samþykkt- ir allt, ef ég spurði álits þá varp- aðir þú oft spurningunni aftur yfir á mig: „Hvernig hafðir þú hugsað þér þetta?“ alltaf að hugsa um aðra. Ég sé ekki hlutina í neinu sam- hengi í dag án þín en einu skal ég lofa þér, ég skal tileinka með allt það góða í þínu fari, nota fráfall þitt sem mína gullkistu og verða hamingjusamur aftur í þínu nafni. Ég skil ekki þetta rugl og á senni- lega aldrei eftir að skilja það en ég verð með þig við hlið mér þar til yfir lýkur og á eftir að leita til þín. Svavar Sæmundur Tómasson ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR, Hlíðarvegi 57, Kópavogi, sem lést miðvikudaginn 16. apríl, verður jarðsungin frá Garðakirkju miðvikudaginn 30. apríl kl. 13.00. Árni Björgvinsson, Jenný Sigmundsdóttir, Ragnhildur Björgvinsdóttir, Steingrímur Björnsson, Líney Björgvinsdóttir, Guðný Björgvinsdóttir, Anton Örn Guðmundsson, Páll Björgvinsson, Áslaug Þormóðsdóttir, Lára Magnúsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.