Morgunblaðið - 25.04.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.04.2014, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2014 bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Óbr eytt verð í 4 ár FYRIR ÓLITAÐ HÁR SÉRSTAKAR ÞARFIR. EINFALDAR LAUSNIR. FÆST Á REDKEN HÁRGREIÐSLUSTOFUM GET INSPIRED. SEE YOUR STYLIST.Dreifing: HÁR EHF s. 568 8305 | har@har.is | REDKEN Iceland á FYRIR HÁRLOS FYRIR ÚFIÐ HÁR FYRIR LJÓST HÁR FYRIR ÞURRT HÁR FYRIR KRULLAÐ HÁR SÖLUSTAÐIR REDKEN SENTER SCALA SALON VEH SALON REYKJAVÍK PAPILLA N-HÁRSTOFA LABELLA MENSÝ MEDULLA KÚLTÚRA HÖFUÐLAUSNIR HJÁ DÚDDA FAGFÓLK BEAUTY BARFYRIR FÍNGERT HÁR FYRIR LITAÐ HÁR FYRIR SKEMMT HÁR FYRIR ÓRÓLEGT HÁRFYRIR HÁR Í SÓL OG SJÓ REDKEN hárvörurnar gera hárið heilbrigt, fallegt og fyllir það lífi PRÓTEINRAKI FYRIR LÍFLAUST HÁR Aldurinn hefur farið blíðum höndum um trúð- inn Ronald McDonald, sem varla virðist hafa elst um dag þrátt fyrir að hafa verið andlit McDonald’s veitingastaðanna í rösklega hálfa öld. Nú hefur fyrirtækið ákveðið að hressa upp á ímynd Ronalds og láta hann taka virkari þátt í markaðs- starfinu á öld netsins. Hefur trúðurinn fengið nýtt sett af flíkum, ögn betri hárgreiðslu og er á leiðinni á Twitter. MarketWatch, markaðsvefur Wall Street Journal, segir að trúðurinn brosmildi hafi verið látinn halda sig til hlés undanfarin ár og ekki verið mjög áberandi í markaðsefni McDonald’s. Er þetta langa frí frá sviðsljósinu talið tengj- ast gagnrýni í garð McDonald’s um að trúðurinn laði börn að mishollum réttunum á matseðlunum. Á sama tíma hefur keðjan þótt eiga við ákveðinn ímynd- arvanda að etja og gengið brösuglega að tengjast yngri kynslóðum neytenda. Með því að virkja Ronald á ný og láta hann tjá sig á Twitter (#RonaldMcDonald) vonast stjórnendur keðjunnar til að fanga athygli neytenda á nýjan hátt og gefa vöru- merkinu nútímalegra yfirbragð sem er meira með á nót- unum. ai@mbl.is Ronald McDonald fær andlitslyftingu AP Tískan Nýi Ronald til hægri og sá gamli til vinstri. Guli sam- festing- urinn hefur vikið fyrir jakka og rúgbí-bol.  Stígur fram í sviðsljósið til að hressa upp á ímynd keðjunnar Höftin í samræmi við EES Gjaldeyrishöftin sem í gildi eru á Ís- landi eru í samræmi við EES- samninginn enda sé unnið að því að afnema þau. Sér framkvæmdastjórn Evrópusambandsins enga ástæðu til að hrófla við EES-samningnum þrátt fyrir höftin. Þetta segir Catherine Ashton, ut- anríkismálastjóri ESB, í svari sínu til danska Evrópuþingmannsins Mortens Løkkegaard. Í svari sínu segir Ashton að frjálst flæði fjármagns sé ein af und- irstöðum innri frjáls markaðar og ómissandi hluti af regluverki EES, en samt sem áður séu heimildir til staðar sem leyfa að settar séu höml- ur á flæði fjármagns milli ESB- og EFTA-ríkja. EFTA-dómstóllinn hafi úrskurðað í þá veru í desember 2011 og hafi jafnframt verið fullt samráð um framkvæmd haftanna milli Íslands, EFTA og sameignlegu EES-nefndarinnar. ai@mbl.is Samfélagsmiðillinn vinsæli birti á miðvikudag sterkar ársfjórð- ungstölur. Tekjur Facebook jukust um 72,% m.v. sama tímabil í fyrra og námu 2,5 milljörðum dala, vel yfir þeim 2,36 milljörðum sem markaðs- greinendur höfðu vænst. Þessar kröftugu sölutölur skrifast bæði á að auglýsendur leita í aukn- um mæli til Facebook og sömuleiðis að virkum notendum hefur fjölgað um 15% og eru nú samtals um 1,28 milljarðar manna í þeim hópi. Þar af eru 802 milljónir sem fara á Face- book daglega og er það 21% fjölgun frá sama tíma fyrir ári. Athygli vekur að mikil aukning hefur orðið í tekjum af auglýsingum í snjallsímaútgáfu Facebook. Stóð farsímahliðin undir 59% af auglýs- ingatekjunum en var aðeins 30% ári áður, og var 53% á síðasta fjórðungi 2013. MarketWatch greinir frá að Fa- cebook stefni að því að opna n.k. auglýsingamiðlun fyrir snjallsíma- forrit, og gera auglýsendum þannig kleift að kaupa auglýsingar í öðrum snjallforritum, en notast um leið við gagnasöfn Facebook í herferðum sínum. Á nýja auglýsingakerfið líka að auðvelda auglýsingar á hreyfi- myndaformi í snjallsímum og vonast Facebook til að taka þannig til sín sneið af sjónvarpsauglýsingakök- unni. ai@mbl.is AFP Samskipti Allir eru alltaf á Facebook. Stúlka í Kabúl skoðar „lækin“ sín. Auglýsingasala stór- jókst hjá Facebook Sigþór Jónsson hefur verið ráð- inn fram- kvæmdastjóri eignastýr- ingasviðs Straums fjárfest- ingabanka hf. Í tilkynningu frá bankanum segir að Sigþór muni hefja störf 1. ágúst. Sigþór var áður framkvæmda- stjóri Landsbréfa og gegndi hann því starfi frá 2012. Áður var hann forstöðumaður sérhæfðra fjárfest- inga hjá Stefni hf. Er Sigþór við- skiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hefur hann lokið prófi í löggildri verðbréfamiðlun ai@mbl.is Sigþór Jóns- son til Straums Sigþór Jónsson mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.