Morgunblaðið - 25.04.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.04.2014, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2014 Gler, gluggar, glerslípun & speglagerð frá 1922 Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími: 565 0000 | glerborg@glerborg.is Velkomin í nýtt og glæsilegt húsnæði Glerborgar í Mörkinni 4, Reykjavík. FÁÐU TILBOÐ Í GLER OG GLUGGA FYRIR SUMARIÐ WWW.GLERBORG.IS • PVC plast- og álgluggar • Tvöfalt gler • Berðu saman verð og gæði vottuð gæði Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Hildur Hauksdóttir og Eva Margrét Æv- arsdóttir segja samfélagslega og umhverf- islega ábyrgð fyrirtækja ekki eiga að vera gæluverkefni sem stjórnendur láta eftir sér að sinna þegar vel árar en láti annars mæta afgangi. Þvert á mót eigi umhverfis- og samfélagsábyrgð að vera í forgrunni, því þannig er fjárfest í bættum rekstri jafnt til skemmri og lengri tíma. Hildur og Eva reka, ásamt Helgu Láru Hauksdóttur, ráðgjafarfyrirtækið Roadmap (www.roadmap.is). Þær stöllur sérhæfa sig í samfélags- og umhverfisábyrgð og ábyrgum stjórnunarháttum. Hildur segir fjölda rannsókna sýna að fyrirtæki sem gæta vel að umhverfis- og samfélagsáhrifum sínum uppskera eins og þau sá. „Risarnir Wal-Mart og Nike eru kannski þekktustu dæmin um þetta, en bæði fyrirtækin höfðu bakað sér óvinsældir með því að stuðla beint eða óbeint að meng- un og mannréttindabrotum. Gripu bæði Wal-Mart og Nike til þess ráðs að taka sig rækilega á, bættu orðspor sitt um leið og unnu aftur tryggð viðskiptavina sinna.“ Neytendurnir á vaktinni Hún segir þó ekki bara alþjóðleg stórfyr- irtæki græða á því að stunda ábyrgan rekstur, heldur þurfi litlu fyrirtækin líka að láta sig varða þessa hluti. „Neytendur eru í vaxandi mæli meðvitaðir um samfélagsleg og umhverfisleg áhrif og beina þá frekar viðskiptum sínum þangað sem þessi mál eru í lagi. En ávinningurinn getur líka legið í beinhörðum sparnaði í rekstri, bættri líðan starfsamanna og minni starfsmannaveltu.“ Eva tekur sem dæmi banka sem fór yfir umhverfismálin og innleiddi breytt vinnu- brögð við notkun ljósritunarvéla og prent- ara. „Þessi tiltekni banki sparaði strax fyrsta árið tugi milljóna króna í minnkuðu prentmagni en var um leið að auka öryggi gagna enda þýddi ný stefna minni líkur á að prentað efni lægi á glámbekk. Annað gott dæmi er fyrirtæki sem innleiða samgöngu- styrki og hvetja starfsmenn sína til að hjóla eða taka strætó í vinnuna. Þessi fyr- irtæki eru að uppskera ánægðari og hraustari starfsmenn en um leið að hjálpa til við að létta þunga af sam- göngukerfinu og minnka eldsneyt- isnotkun.“ Vannýtt tækifæri Að sögn Hildar er atvinnulífið hérlendis nokkuð á eftir nágrannalöndunum á þessu sviði, en víða sé þó margt gert rétt og kalli jafnvel ekki á miklar breytingar að færa íslensk fyrirtæki í fremstu röð. Eva tekur sjávarútveginn sem dæmi. „Í raun er íslenskur sjávarútvegur allur byggður á hugmyndafræði sjálfbærni og ég þykist vita að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki leggja sig mjög fram við að menga ekki hafið með starfsemi sinni.“ Skrefin sem þarf að taka felast í því að skoða reksturinn vandlega og greina, og er þar hægt að styðjast við alþjóðlega staðla sem vísa veginn. „Til eru ýmsir staðlar eins og Global Reporting Initiative (GRI), ISO staðlar og Integrated Reporting, en Road- Map hefur fengið vottun hjá GRI. Þar er farið í saumana á hvernig starfsemin hefur áhrif á umhverfi og samfélag, leitað leiða til að lágmarka skaða og hámarka jákvæð áhrif og svo innleiða í allri stefnumótun og menningu vinnustaðarins.“ Ábyrgðin gerir útslagið Segja þær að fyrirtæki sem ekki eru vak- andi á þessu sviði séu í hættu á að dragast smám saman aftur úr. „Nú þegar almenn- ingur er að verða mjög meðvitaður um um- hverfisáhrif plastumbúða getum við t.d. hæglega ímyndað okkur að umbúðamál stýri vali neytandans á vörum úti í búð,“ segir Hildur. „Hvað myndi viðskiptavinur velja ef hægt væri að kaupa þrjá mismun- andi pakka af tómötum: einn án plasts, ann- an með litlu plasti, og þann þriðja með tóm- atana í plastbakka pakkaða í plastfilmu. Framleiðandi síðastnefndu tómatanna er þarna að missa viðskiptavini til keppinaut- ana vegna þess einfaldlega að hann fylgdist ekki nógu vel með kröfum og óskum hags- munaaðila.“ Þeir verða eftir sem fylgjast ekki með  Ráðgjafarfyrirtækið Roadmap sérhæfir sig í umhverfis- og samfélagsábyrgð  Ekki bara skraut- fjöður heldur spurning um sparnað, gott orðspor og að hlusta vandlega á óskir og áherslur neytenda Áherslur Eva Margrét Ævarsdóttir og Hildur Hauksdóttir sem reka ráðgjafarfyrirtækið Road- map með Helgu Láru Hauksdóttur. Þær segja umhverfis- og samfélagslega ábyrgð snúast um annað og meira en að flokka skrifstofuúrganginn eða styrkja íþróttafélög.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.