Morgunblaðið - 25.04.2014, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.04.2014, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2014 Ryðfrí samtengi Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288 Varanleg tengi fyrir flestar gerðir af pípum og rörum. Auðveld samsetning og alvöru þétting. einstakt eitthvað alveg STOFNAÐ1987 | S k i p h o l t 5 0 S í m i 5 8 1 4 0 2 0 | w w w . g a l l e r i l i s t . i s VA XTALAUS M ál ve rk : A u ð u r Ó la fs d ó tt ir Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Þetta eru dagbækur mínar, í mynd- um,“ segir myndlistarkonan Anna Jóelsdóttir og tekur eina harm- ónikkubókina ofan af hillu. Hún teygir á henni þannig að samhang- andi myndirnar birtast, hver á fætur annarri; litríkar línuteikningar, með abstrakt kjörnum sem tengjast. Á sýningu Önnu, sem stendur þessar mundir yfir í Ásmundarsal Lista- safns ASÍ, gefur að líta þessi for- vitnilegu bókverk, auk þess sem á veggjum eru málverk á striga og svo flæða önnur litrík málverk um sal- inn, um veggi og upp í loft. Þetta eru þrívíð verk sem bylgjast og sveigjast um, sundurklippt og fléttuð; verk sem eiga rætur í persónulegri reynslu, listasögunni og eru einnig túlkun á uppbrotinni og tættri til- veru. Anna nam myndlist í Chicago, þar sem hún hefur verið búsett í rúma tvo áratugi. Hún starfar með gall- eríum vestra en finnst mikilvægt að koma hingað heim og sýna; síðasta einkasýning hennar hér var einnig í Listasafni ASÍ, fyrir sjö árum. „Þetta er mitt myndmál, ég hugsa í abstrakt myndum, línum og form- um,“ segir hún og flettir áfram bók- inni. „Í þessari bók eru til að mynda smásögur, abstrakt myndir sem ég gaf síðan titla. Tungumálið og mynd- málið mætast.“ Sýninguna kallar hún Brot og vissulega eru verkin brotin upp, á at- hyglisverðan hátt, þar sem litríkur myndheimur listakonunnar flæðir um salinn. „Verkin vinn ég á meðvitaðan hátt, fylgi því sem ég hugsa og sé fyrir mér,“ segir hún. „Ég nota mikið penna en skilgreini þetta allt sem málverk – ég er málari. Fyrstu árin var ég bara að mála myndir á striga en hef innan ramm- ans alltaf reynt að komast lengra og dýpra, búa til innri rými. Svo kom að því að fyrrverandi kennari minn í listaháskólanum í Chicago bauð mér að búa til innsetningu í ónýta lyftu og ég sá að þar gæti ég ekki sýnt hefð- bundin málverk. Á vinnustofunni lágu nokkur prik uppi við vegg og ég tók eitt þeirra og fór að mála á það. Að lokum var komið verk allan hringinn, mér líkaði útkoman og bjó til verk á tuttugu slík prik.“ Anna sýndi slík málverk í Nýlistasafninu fyrir nokkrum árum. „Þessi verk hér þróuðust á svip- aðan hátt,“ segir hún og bendir á málverkin á plastkenndum örkum fyrir tækniteikningar sem sveigjast upp í loftið. „Ég hafði málað á svona efni og hengt örkina upp á vegg. Einn daginn beyglaði ég hana saman og festi síðan aftur upp, þá fannst mér eitthvað áhugavert gerast. Nú mála ég á örk eftir örk, á báðar hlið- ar, og sumar arkirnar nota ég á sýn- ingu eftir sýningu, alltaf á nýjan hátt. Ég er alltaf að sortera, taka sundur og setja saman, aftur og aft- ur að skapa eitthvað nýtt, úr því sama – án þess að það sé það sama. Svona er endapunkturinn – í þetta sinn.“ Hún þagnar og lítur í kringum sig, með verkin flæðandi allt um kring. Anna lærði fyrst menntavísindi og er með meistaragráðu á því sviði. Eftir að hún hafði haldið heimili hér á landi ásamt bandarískum eig- inmanni í sex ár, bauðst honum góð staða í Chicago og þau fluttu út. Það var fyrir 22 árum. Mál æxluðust þannig að Anna fór að læra myndlist og lauk árið 2002 meistaranámi á því sviði. „Síðan hef ég unnið hörðum hönd- um að listinni,“ segir hún. „Ég er alltaf að, alltaf á vinnustofunni, alltaf að puða. Ég vinn og sýni og það hef- ur gengið mjög vel. Ári eftir útskrift var mér boðin einkasýning í Museum of Contemporary Art í Chicago og það skipti miklu máli. Fljótlega eftir það fór ég að vinna með galleríi í New York og vinn einnig með öðru í Chicago.“ Hún bætir við að það sé sér mik- ilvægt að koma hingað heim með verkin að sýna. „Þótt ég hafi lært úti og orðið fyrir miklum áhrifum þar, þá tekur eng- inn upprunann af manni. Í verkunum er alltaf eitthvað sem tengist honum. Í þeim eru eflaust áhrif af landslag- inu, fólki og ýmsu öðru, ómeðvitað. Ég nýt þess að vera í Chicago en við- urkenni að hugurinn er klofinn, ég er alltaf með hugann á báðum stöðum í einu, þar og hjá fjölskyldunni hér.“ Tungumálið og myndmálið mætast  Málverk Önnu Jóelsdóttur hlykkjast um Ásmundarsal Listasafns ASÍ Morgunblaðið/Einar Falur Flæði „Ég er alltaf að sortera, taka sundur og setja saman, aftur og aftur að skapa eitthvað nýtt,“ segir Anna. Morgunblaðið/Einar Falur Dagbók Anna handleikur eitt litríkra bókverkanna á sýningunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.