Morgunblaðið - 25.04.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.04.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Sinfóníuhljómsveit Íslands mun leika íslensk tónverk eftir Jón Leifs og Hauk Tómasson á bresku tónlist- arhátíðinni Proms í sumar. Þetta er í fyrsta sinn sem hljómsveitin kem- ur fram á þessari virtu tónlistar- hátíð en tónleikarnir verða haldnir í Royal Albert Hall 22. ágúst næst- komandi. Arna Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníu- hljómsveitarinnar, segir þetta vera mikinn heiður fyrir hljómsveitina. „Þetta er langþráður draumur sem nú er að rætast,“ segir hún um tónleikana. „Í þessum klassíska heimi tónlistar er þetta stærsta tónlistarhátíðin. Þetta er mjög skemmtileg hátíð en yfirbragð henn- ar er mjög óformlegt og afslappað en leitast er við að ná til breiðari hóps,“ segir Arna. „Þetta er gríðar leg landkynning og skipuleggjendur hátíðarinnar hafa greinilega mikla trú á okkur því þeir gefa okkur föstu dagskvöldið í Royal Albert Hall sem þykir flottasta tónlistarkvöldið.“ Efnisskrá tónleika Sinfóníunn- ar verður fjölbreytt en flutt verða meðal annars Geysir eftir Jón Leifs, Magma eftir Hauk Tómasson, pí- anókonsert eftir Schumann og fimmta sinfónía Beethovens. „Ég er sannfærð um að tónverkin sem valin hafa verið til flutnings munu höfða til fólks. Geysir eftir Jón Leifs er mjög áhrifaríkt verk og Haukur Tómasson er eitt helsta núlifandi tónskáld okkar. Dagskráin gefur því eins konar ágrip af okkar tónlistar- sögu. Svo verða flutt fleiri verk eins og til dæmis fimmta sinfónía Beethovens sem er frægasta sin- fónía í heimi og mikil áskorun fyrir okkur að flytja það verk,“ segir Arna. Sinfónían spilar á Proms í ágúst  Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur Geysi eftir Jón Leifs í Royal Albert Hall í Lundúnum  Fyrsta sinn sem Sinfóníunni er boðið að spila á Proms  Langþráður draumur og mikill heiður Proms Ilans Volkov stýrir Sinfóníuhljómsveit Íslands á Proms en einleikari verður Jonathan Bliss. Um BBC Proms » Proms-tónlistarhátíðin hófst í kringum 1895. Proms er stytting á orðinu „promenade concert“ sem vísar til úti- tónleika þar sem gestir geta gengið um og spjallað á meðan hlustað er á tónlistina. » Þegar Proms stendur yfir þá eru rými tónleikasalanna nýtt betur og áhugasömum gert kleift að kaupa miða í stæði á sanngjörnu verði. » Tónlistarhátíðin stendur yfir dagana 18. júlí til 13. sept- ember og fer að mestu leyti fram í The Royal Albert Hall í London. Stjórn kjör- dæmasambands Framsóknar- flokksins hefur fullt traust Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra og formanns Framsóknar- flokksins, til að velja sigurstranglegan lista fyrir borgarstjórnarkosningarnar í lok maí að sögn Jóhannesar Þórs Skúla- sonar, aðstoðarmanns forsætisráð- herra. „Formaður flokksins ætlar ekki að tjá sig um málið. Hann er staddur á fundi með forsætisráð- herra Hollands núna en þetta er lík- lega fyrsti fundur forsætisráðherra Íslands og Hollands frá því Icsave- deilan kom upp,“ segir Jóhannes. Listinn kynntur á þriðjudag Óvíst er hver mun leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavík en Guðni Ágústsson, fyrrverandi for- maður flokksins, tók þá ákvörðun í gær að leiða ekki listann í Reykjavík en vonir voru bundnar við að Guðni færi fyrir listanum í vor. Þórir Ing- þórsson, formaður kjördæma- sambands Framsóknarflokksins, segir málin skýrast á þriðjudaginn en þá verður nýr listi flokksins í Reykjavík kynntur í kosninga- miðstöð Framsóknarflokksins í Reykjavík við Suðurlandsbraut. Spurður hvort Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sem vermir annað sæti núverandi lista muni taka við, segir hann ekkert vera niðurneglt. „Áhugi okkar er að fá öfluga konu til að leiða lista Framsóknarflokksins í Reykja- vík en það er ekkert niðurneglt,“ segir Þórir. Í yfirlýsingu sem Guðni sendi frá sér segir hann að að vel hugsuðu máli og í samráði við fjölskyldu sína ætli hann ekki að gefa kosta á sér til að leiða listann. Vilja öfl- uga konu í 1. sæti  Sigmundur treystir kjördæmasambandinu Þórir Ingþórsson María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Tveir prestar taka við stjórn- artaumunum í Fíladelfíukirkjunni í júní en á aðalfundi kirkjunnar síð- astliðinn þriðjudag var ákveðið að tveir prestar skyldu sinna störfum forstöðumanns kirkjunnar, þeir Helgi Guðnason og Aron Hinriks- son. Taka þeir við af Verði Leví Traustasyni. Athygli vekur að Helgi fetar með þessu í fótspor afa síns en föðurafi Helga var Einar Gíslason sem var til margra ára forstöðumaður í Fíla- delfíu í Reykjavík og Betel í Vest- mannaeyjum. „Þetta er ekki með vilja gert. Ég er alinn upp í kirkjunni og þekki sögu hennar vel. Líf mitt hefur því alltaf verið samofið kirkjustarfinu en þetta er starf sem velur mann frekar en öfugt.“ Engar sviptingar í vændum Spurður hvort búast megi við áherslubreytingar með nýjum mönnum segir Helgi það vel geta verið. „Ég hef verið aðstoðarprestur í þrjú ár þannig að það verða ekki miklar sviptingar en þetta er þó gott tækifæri til þess að meta hvað skilar góðum árangri og hvað ekki. Við Aron munum sinna ólíkum verk- efnum en samkvæmt íslenskum lög- um er alltaf einn ábyrgur gagnvart ríkinu og ég mun gegna þeirri stöðu. Hugsunin er sú að við skiptum þessu eftir því hvar styrkleikar okk- ar liggja. Ég mun t.d. halda utan um kennslustarf kirkjunnar en Aron mun hins vegar sinna rekstri henn- ar svo fátt eitt sé nefnt.“ Helgi sem er 31 árs segir mikla ábyrgðartilfinningu fylgja starfinu. „Þetta er jafn ógnvekjandi og það er spennandi. Þó svo að við Aron séum báðir ungir að árum þá erum við samt samanlagt með átján ára reynslu. Við finnum að það er mikill hugur í fólki og allir eru reiðubúnir að sækja fram og láta gott af sér leiða,“ segir Helgi. Morgunblaðið/Kristinn Fíladelfía Helgi Guðnason prestur fetar í fótspor Einars Gíslasonar, föð- urafa síns, sem forstöðumaður í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu. Prestur fetar í fótspor afa síns  Mannaskipti í Fíladelfíukirkjunni Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Útflutningstekjur af æðardúni námu 612,6 millj- ónum króna í fyrra en þá voru 3,2 tonn af dúni flutt úr landi, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. Þetta var fjórða árið sem út- flutningur nam meira en 3 tonnum og annað ár- ið í röð sem útflutningstekjurnar voru yfir hálf- ur milljarður króna, segir Guðrún Gauksdóttir, formaður Æðarræktarfélags Íslands. Um er að ræða umtalsverða verðmætaaukningu frá fyrra ári en 2012 fluttu Íslendingar út 3,1 tonn af dúni fyrir 515 milljónir króna. „Þetta hefur alltaf gengið í sveiflum en við höfum átt mjög góð ár undanfarið og útlitið er gott fyrir þetta ár líka,“ segir Guðrún en fyrstu þrjá mánuði ársins voru 800 kíló seld úr landi. Hún segir eftirspurnina mikla og kannast ekki við að æðarbændur hafi setið uppi með birgðir frá fyrri árum síðustu ár en stærsti hluti dúns- ins er seldur til Japans og Þýskalands, auk þess sem einhver kíló fara til Danmerkur, Austur- ríkis, Frakklands og Taívans, og frá og með síð- asta ári, Kína og Suður-Kóreu. Votviðri á Suður- og Vesturlandi og flóð á Norðausturlandi settu strik í reikning einhverra æðarræktenda í fyrravor en ekki er annað að sjá á útflutningstölunum en að ræst hafi úr þeg- ar leið á júnímánuð. Guðrún segir æðarbændur þegar farna að huga að varpi en sumstaðar sé staðinn vörður um varplöndin allan sólarhring- inn, m.a. til að vernda þau fyrir vargi. Tófan hafi verið að sækja í sig veðrið, t.d. á Vest- fjörðum. Guðrún segir eitthvert æðarvarp á yfir 400 jörðum á landinu en yfir 80% alls dúns sem seldur er í heiminum kemur frá Íslandi. Fæstir þeirra sem hirða dúninn hreinsa hann sjálfir en stóru hreinsunaraðilarnir eru um tíu talsins, að sögn Guðrúnar. Hún segir að bráðabirgðaniðurstöður nýrrar könnunar Æðarræktarfélagsins meðal fé- lagsmanna bendi til þess að um helmingur þeirra sem hafa dúntekjur séu tómstundabænd- ur og að helmingur stundi hefðbundinn búskap. „Það er verið að vinna úr þessari könnun en við sjáum alla vega að þetta er í mörgum tilvikum mikilvæg tekjulind fyrir þá sem stunda hefð- bundinn landbúnað,“ segir hún. 3,2 tonn af dúni úr landi  Útflutningstekjur af æðardúni námu rúmum 612 milljónum árið 2013  800 kíló seld út fyrstu þrjá mánuði ársins 2014  Varp á 400 jörðum  Mikilvæg tekjulind Morgunblaðið/Einar Falur Æðarhreiður Bændur fá í kringum 170 þúsund krónur fyrir kílóið en í það þarf um 60 hreiður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.