Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.04.2014, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.04.2014, Blaðsíða 25
13.4. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 Þ óra B. Helgadóttir, landsliðsmarkvörður í knatt- spyrnu og atvinnumaður með Rosengård í Sví- þjóð, er einn fremsti markvörður heims. Tvö ár í röð hefur hún verið kosin besti markvörður Svíþjóðar. Hún spilaði sinn 100. landsleik gegn Norð- mönnum á Algarve mótinu fyrir skemmstu. Hversu oft æfir þú á viku? Það er svolítið misjafnt en svona átta eða níu sinnum í viku. Hvernig æfir þú? Það hefur breyst svolítið með árunum og ég eyði meiri tíma í lyft- ingasalnum nú til dags. Það er yfirleitt fót- boltaæfing/leikur sex daga vikunnar, einu sinni til tvisvar þyngri lyftingar og einu sinni til tvisvar almennt styrktarprógramm. Hvernig er best fyrir nýliða að koma sér af stað? Ég myndi segja að lykillinn væri að finna eitthvað sem manni finnst skemmtilegt, hvort sem það er fótbolti, spinning, tennis, crossfit eða hvað sem er. Ef þetta er ekki gaman endist maður ekki lengi. Hver er lykillinn að góðum árangri? Það er fyrst og fremst að hafa gaman, setja sér krefjandi markmið sem maður vill leggja sig allan fram við að ná. Hvað ráðleggurðu fólki sem vill hreyfa sig meira? Í raun það sama og ég sagði að ofan: finnið eitthvað sem ykkur finnst skemmtilegt til að byrja með. Um leið og maður er kominn af stað verð- ur þetta léttara. Hvernig væri líf án æfinga? Það væri skrítið og ég held mun erf- iðara í alla staði. Hvað er það lengsta sem hefur liðið á milli æfinga hjá þér? Ég veiktist einu sinni og mátti varla hreyfa mig í fjóra mánuði. Hvernig heldurðu þér í formi þegar þú ferð í frí? Ég reyni að gera hluti sem mér finnst skemmtilegir, sem eru helst utandyra. Spila golf, tennis, fjallgöngur en svo fer ég í ræktina og lyfti. Ertu almennt meðvituð um mataræðið? Já ég er það og meira í seinni tíð. Hvað borðarðu til að halda þér í formi? Ég minnka sykur og hveiti en annars borða ég bara venjulegan og helst ferskan óunninn mat sem ég bý til sjálf. Ég nota engin fæðubótarefni nema Sportþrennu frá Lýsi. Hvaða óhollustu ertu veik fyrir? Ég gæti lifað á brauði sem er ekki þannig óhollusta nema í því magni sem ég vildi helst borða. Hvað ráðleggurðu fólki sem vill bæta mataræðið? Að hugsa ekki um bætt mataræði sem megrun heldur aukin lífsgæði. Persónulega finnst mér þetta ekki snúast um útlit eða fatastærð heldur almenna vellíðan og heil- brigði. Hvaða gildi hefur hreyfing og líkamsrækt fyrir þig? Á meðan ég er í fótbolta skiptir það öllu máli og í raun vinna mín. En þegar ég hætti mun það vera lykillinn að því að hafa sem mesta orku, líða vel andlega og vera heil- brigð. Hver eru erfiðustu meiðsli sem þú hefur orðið fyrir? Ég fékk slæmt tilfelli af einkirningssótt 2008. Hversu lengi varstu að ná þér aftur á strik? Ég mátti nánast ekkert gera í fjóra mánuði, það var gríðarlega erfitt og þá sérstaklega andlega. Hver eru heimskulegustu meiðslin sem þú hefur orðið fyrir? Ég held að það hljóti að vera þegar við vorum að gera pýra- mída á æfingu fyrir „hressa“ mynd og liðs- félagi minn datt á mig með þeim afleiðingum að ég tognaði á lið- bandi í hné. Hver er erfiðasti mótherj- inn á ferlinum? Marta nær því miður ansi oft að skora hjá mér. Hver er besti samherjinn? Þær eru óteljandi en Ásthildur systir trónir á toppnum. Góður samherji er einhver sem stendur við bakið á mér en gerir kröf- ur til mín og ætlast til þess að ég geri kröfur til henn- ar. Hver er fyrirmynd þín? Amma mín er stórkostlega já- kvæð og skemmtileg manneskja. Mér finnst að hún eigi að vera fyrirmynd allra Íslendinga. Hver er besti íþróttamaður allra tíma? Michael Jor- dan, Usain Bolt og Williams-systur eru öll ótrúleg. Skemmtileg saga/uppákoma frá ferlinum? Þrjár ís- lenskar stelpur að syngja Ebony And Ivory um miðjan dag með þremur mönnum frá Angóla á karókíbar í Kína kemur upp í hugann. Skilaboð að lokum? Taka lítil skref og fagna vel hverj- um áfanga á leiðinni. ÍÞRÓTTAKEMPA VIKUNNAR ÞÓRA B. HELGADÓTTIR Ásthildur systir trónir á toppnum Ferð á leikvöllinn er hægt að nýta sem líkamsrækt. Upplagt er til dæmis að nota rólur til að gera planka meðan börnin leika sér. Það er einfalt að leggj- ast hreinlega á magann í róluna og einbeita sér að því að hafa líkamann bein- an og spenna kvið- og rassvöðva. Telja svo hægt upp í tíu nokkrum sinnum. Plankað á róló *Hamingjan felst í góðriheilsu og slæmu minni. Ingrid Bergman. Sálfræðingurinn Kelly McGonigal hefur sent frá sér bók þar sem hún fjallar um viljastyrk og hvernig hægt sé að nýta hann til góðra verka. McGonigal kennir fag um viljastyrk við Stanford-háskóla í Kaliforníu og segir langflesta nem- endur sína hafa áhuga á því að léttast. Í kennslunni býður hún nem- endum að velja sér einhverja áskorun til þess að takast á við með viljastyrkinn að vopni. Ým- islegt kemur þar til greina eins og að hætta tóbaksnotkun, takast á við skuldavanda, ná betri stjórn á skapinu eða ná stjórn á áfengis- neyslu svo eitthvað sé nefnt. Tæp- lega þrjú hundruð nemendur sitja námskeiðið í hvert skipti og lang- flestir þeirra vilja að sögn McGon- igal nýta viljastyrkinn til að léttast. McGonigal ræddi við dagblaðið LA Times á dögunum og greindi þá frá þessu en á síðustu árum hefur ekki verið litið á viljastyrk sem sterkt vopn í baráttunni við aukakílóin. Um miðja síðustu öld var fólki ráðlagt að tækla auka- kílóin með viljastyrkinn að vopni en á síðustu árum og áratugum hefur fyrst og fremst verið pre- dikað að koma sér upp nýrri rút- ínu og breyta þannig lífsmunstrinu. Hugurinn leiðist að því sem á að forðast McGonigal bendir einfaldlega á að þetta tvennt sé náskylt. Hún segir marga misskilja hvernig nota megi viljastyrkinn á sem árangursrík- astan hátt. Hún nefnir ágætt dæmi. Ef einstaklingur einsetur sér að hætta alfarið að borða súkkulaði þá hugsar viðkomandi iðulega um súkkulaði því heilinn er stöðugt á varðbergi gagnvart því hvar súkkulaði leynist. Hug- urinn leiðist því að þeirri vöru sem viðkomandi ætlar sér að forðast. McGonigal leggur frekar til að fólk tileinki sér þá hugsun að langa til þess að gera eitthvað frekar en að hugsa um að forðast eitthvað. Heilinn hafi einfaldlega meiri orku í að sækja í eitthvað en að forðast eitthvað. MEÐ VILJANN AÐ VOPNI Viljastyrkurinn getur gagnast við að setja sér markmið um breyttan lífsstíl, en betra er að beina huganum að því sem við viljum en því sem við viljum ekki. Morgunblaðið/Eggert Er notagildi vilja- styrksins misskilið?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.