Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.04.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.04.2014, Blaðsíða 22
 Japanska þjóðin er sú langlíf- asta í veröldinni. Vísindamenn sem rannsakað hafa japanskt mat- aræði á langlífustu svæðum Japans segja að í afar stuttu máli snúist mataræði þeirra um fisk- neyslu þrisvar í viku, heil- kornafæðu, græn- meti. Einnig borða þeir meira tófú en allar aðrar þjóðir og smokk- fiskur er gjarnan á mat- seðlinum, sem lækkar kólesteról og blóð- þrýsting. Morgunblaðið/Golli Þunglyndi og kvíði eru algengustu geð- sjúkdómar sem eldri borgarar glíma við. Mikilvægt er fyrir að- standendur að hvetja eldri ættingja og að- stoða þá við að leita læknis ef grunur leik- ur á að um þunglyndi sé að ræða. Einkennin eru meðal annars reiði, neikvæðni og ergelsi en vandinn er mjög oft vangreindur.  Vísindamenn við DUKE-NUS læknaháskólann í Singapúr hafa í fimm ár rannsakað tengsl ein- manaleika og langlífis. Fólk sem upplifir sig einmana lifir að með- altali 10% styttra en þeir sem skilgreina sig ekki einmana. Þegar aldurinn færist yfir og kvarnast fer úr vinahópnum er sérstaklega mikilvægt að fjölskylda og afkom- endur rækti afa og ömmur.  Heilaleikfimi er ekki síður mikilvæg en sú líkamlega. Það þarf ekki að vera flókið en með aldrinum er gott að þyngja þær þrautir sem fólk er vant að leysa örlítið, hvort sem það eru krossgátur, sudoku, púsluspil eða flóknari uppskriftir í eldhúsinu.  Eftir fimmtugt framleiðir maginn minna af magasýrum og líkaminn á því erfiðara með að taka upp B-12 vítamín. Því er mælt með stærri skammti af B-12 vítamíni og einnig þarf að passa að taka nóg af D-vítamíni. BETRA LÍF Á EFRI ÁRUM Atriði er hjálpa til við að eldast vel ANDLEG OG LÍKAMLEG HEILSA ER BROTHÆTTARI EFTIR ÞVÍ SEM FÓLK ELDIST. HÆGT ER AÐ AUKA LÍFSGÆÐIN OG LÍFS- LÍKUR ÁN ÞESS AÐ SNÚA TILVERUNNI Á HVOLF. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is  Tilfinning fyrir þorsta breytist talsvert með aldr- inum þannig að fólk þarf oft meiri vökva en því finnst. Því er mikilvægt að drekka nægan vökva, um tvo lítra samkvæmt ráð- leggingum Lýðheilsu- stöðvar. Í þessu samhengi þurfa nýrun líka meiri vökva til að losa sig við salt. Saltneyslu ætti því einnig að stilla í hóf. V ið lifum lengur en það er ekki það sem öllu skiptir heldur það að geta notið efri áranna sem lengst og liðið vel á líkama og sál. Til þess þarf að huga vel að grunnþáttum eins og svefni, góðu mat- aræði og reglubundinni hreyfingu. Fólk er misgott til heilsunnar og fólk sem er lélegt til hennar skyldi leita læknis áður en hugað er að daglegri hreyfingu. Hins vegar er meginreglan sú að fólk sem er komið á efri ár hreyfi sig daglega og það í um hálftíma á dag. Hér til hliðar má sjá nokkur góð ráð um hvernig má auka lífsgæðin.  Allir geta aðstoðað eldra fólk sem er ekki heilsuhraust og þar er til dæmis hægt að byrja á almenningssamgöngum. Bresk rannsókn hefur leitt í ljós að að- eins 2 af hverjum 5 hraustum fullorðnum einstaklingum bjóða eldra fólki, oft aug- ljóslega lasburða, sætin sín. Þetta einfalda atriði getur látið mörgum líða betur.  Hreyfigeta eldra fólks er mismunandi en mjög mikilvægt er að takmarka kyrrsetu. Land- læknisembættið mælir með að eldra fólk hreyfi sig rösk- lega í 30 mín- útur dag hvern. Heilsa og hreyfing Mjúkar hreyfingar AFP *Tai-chi er ævafornt kínverskt æfingakerfi sem byggist á fornumkínverskum lækningaaðferðum. Tai-chi einkennist af afslöpp-uðum og mjúkum hreyfingum sem eru sagðar þjálfa í senn lík-ama og huga. Æfingarnar eiga að hafa góð áhrif á miðtauga-kerfið, öndun, meltingu, svefn og styrkja hjartað að sögn þeirrasem stunda og kenna þetta forna æfingaform. Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, er mikið fyrir hreyfingu og í heimsókn sinni og dætra sinna til Kína í mars reyndi hún sig í tai-chi með námsmönnum í Chengdu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.