Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.04.2014, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.04.2014, Blaðsíða 54
Sinfóníuhljómsveit Norður- lands hefur frá upphafi – eins og raunar Kammerhljómsveit Akureyrar áður – lagt áherslu á að vinna með tónlistarfólki á starfssvæði sínu, aðallega kór- um, og hljómsveitin hefur leik- ið á ýmsum stöðum utan Akureyrar, frá Borgarfirði í vestri til Eskifjarðar í austri, reyndar tvívegis í Reykjavík, og einu sinni fór hún í tón- leikaferð til Grænlands sem var mikið ævintýri. „Engum blöðum er um það að fletta að SN hefur auðgað tónlistarlífið á þessu svæði með margvíslegum hætti, bæði með því að taka þátt í tónlistarflutningi með áhuga- fólki á svæðinu og gefa tón- leikagestum kost á að hlusta á lifandi tónlist sem þeir hefðu ekki annars átt kost á en einn- ig með því að gefa hljóðfæra- leikurum á landsbyggðinni, sem starfa við tónlistarskóla í hinum dreifðu byggðum, tæki- færi til að iðka list sína. Marg- ir þeirra líta á þetta starf með SN sem drjúgan þátt í að gera starf í viðkomandi skóla aðlað- andi,“ segir Brynja Harð- ardóttir, framkvæmdastjóri. Vert er að geta þess að við flutning 6. sinfóníu Mahlers, sem Brynja segir eina mögn- uðustu sinfóníu allra tíma, kallar SN til liðs við sig Ung- sveit Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands og langt komna nem- endur Tónlistarskólans á Akureyri. Síðarnefndi hóp- urinn hefur frá upphafi styrkt hljómsveitina og fengið um leið mikilvæga þjálfun í hljóm- sveitarleik. EITTHVAÐ FYRIR ALLA Auðgar tónlistarlíf Bernd Ogrodnik og SN fluttu fyrir nokkrum árum Pétur og úlfinn fyr- ir alla grunnskólanemendur í Eyja- firði og Þingeyjasýslum. 54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.4. 2014 Menning Menningarstarfsemi hefurátt undir högg að sækja íkreppu undanfarinna ára á Akureyri sem annars staðar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hefur ekki farið varhluta af nið- urskurðinum sem kreppunni fylgdi. Nú sjást hins vegar ýmis teikn á lofti um bjarta framtíð, að sögn Brynju Harðardóttur, fram- kvæmdastjóra hljómsveitarinnar. „Ég hvet tónlistarunnendur til að fjölmenna í Hof á skírdag og sjá og heyra hvað þrátt fyrir allt er hægt að gera ef listrænn metnaður fær að ráða ríkjum í því góða húsi; 6. sinfónía Mahlers er stórvirki sem er vel við hæfi að flytja þegar glaðst er yfir 20 ára starfi Sinfón- íuhljómsveitar Norðurlands,“ segir Brynja. Pönk fyrir alla fjölskylduna „Viku síðar verður svo blásið í lúðra þegar hljómsveitin sameinast Pollapönki og 300 nemendum í Tónlistarskólanum á Akureyri og boðar fordómalaust og fjörugt sum- ar fyrir alla fjölskylduna.“ Þeir tónleikar verða án efa mik- ilvægur liður í undirbúningi Polla- pönkara fyrir þátttöku í Söngva- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí. Afmælistónleikana á skírdag ber reyndar ekki upp á afmælisdaginn því að Sinfóníuhljómsveit Norður- lands hélt fyrstu tónleika sína 23. október 1993 en fram að þeim tímamótum hafði hún í raun verið að þróast úr skólahljómsveitum Tónlistarskólans á Akureyri og síð- ar Kammerhljómsveit Akureyrar sem kennarar Tónlistarskólans stofnuðu 1987. Nafnbreytingin í Sinfóníuhljómsveit Norðurlands var rökstudd með tvennu sem hvort tveggja miðaði að því að hafa áhrif á fjárveitingarvaldið í höfuðborg- inni. Annars vegar skyldi kamm- erhljómsveit breytt í sinfóníu- hljómsveit til að undirstrika að hér væri ekki um fámennan hóp hljóð- færaleikara að ræða og hins vegar átti að leggja áherslu á að hljóm- sveitin þjónaði ekki aðeins tónlist- arunnendum á Akureyri heldur einnig hlustendum á öllu Norður- landi. „Fjöldi hljóðfæraleikara í Sinfón- íuhljómsveit Norðurlands er yf- irleitt aðeins 30-40 manns, stundum nokkru fleiri en oft færri og á und- anförnum árum hefur hljómsveitin efnt til kammertónleika þar sem einn til fimm hljóðfæraleikarar úr sveitinni taka sig saman. Nú síðast má minnast vel sóttra tónleika sem fagottleikarinn Páll Barna Szabó hélt í Hömrum í Hofi, lék þar undir kvikmynd Chaplins og flutti frum- samið verk fyrir píanó auk þess sem hann lék sellósvítu á fagottið. Gott dæmi um hljóðfæraleikara sem getur brugðið sér í allra kvik- inda líki eins og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands,“ segir Brynja. Hljómsveitin lék lengi vel hér og þar um bæinn; fyrst í íþrótta- skemmunni á Oddeyri en síðar í kirkjunum. Aðstaða gjörbreyttist hins vegar þegar sveitin eignaðist eigið heimili í menningarhúsinu Hofi, sem vígt var haustið 2010. „Tónlistarsalurinn Hamraborg í Hofi hefur gjörbreytt starfs- aðstæðum og gert hljómsveitinni kleift að auka verulega fjölbreytni í verkefnavali. Sem dæmi hefur hljómsveitin nú í fyrsta sinn sett upp óperusýningu í samstarfi við Söngskóla Sigurðar Dementz, dans- sýningu í samstarfi við Point og flutt lifandi tónlist samhliða kvik- myndasýningu í gjöfulu samstarfi við Barnakór Akureyrarkirkju svo dæmi séu tekin,“ segir Brynja. „Við samsetningu tónleika- dagskrár er margs að gæta. Mörg mest spennandi hljómsveitarverk tónbókmenntanna eru skrifuð fyrir mun stærri hljómsveit en SN getur leyft sér að vera en reynslan hefur þó sýnt að stærri verkin draga að sér fleiri tónleikagesti en þau minni. Því stærri sem hljómsveitin er, þeim mun fleiri eru yfirleitt tón- leikagestir en að sama skapi þarf hljómsveitin að sækja fleiri hljóð- færaleikara til höfuðborgar- svæðisins.“ Hinn gullni meðalvegur „Það er vandasamt að tryggja gæði og fjölbreytni. Hinn gullni meðalvegur milli þess að standa vörð um hefðina í klassíkinni en um leið vera opin fyrir nýjum nálg- unum er vandfundinn og sumum þykir nóg um slíka viðleitni. SN hefur til dæmis leikið töluvert und- ir hjá popptónlistarmönnum. Í febrúar síðastliðnum sem dæmi hélt hljómsveitin tónleika með fær- eysku listakonunni Eivöru Páls- dóttur sem gleymast seint þeim sem heyrðu og sáu. Hins vegar í allri þessari viðleitni má ekki gleyma því að klassík var einu sinni popp og popp getur líka verið klassík og að menning er lifandi og síbreytilegt fyrirbæri sem miðlar og mótar en mótast um leið af samfélaginu,“ segir Brynja. Ljósmynd/Þórgnýr Dýrfjörð SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT NORÐURLANDS 20 ÁRA Háklassík og pönk á afmælinu SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT NORÐURLANDS GETUR BRUGÐIÐ SÉR Í ALLRA KVIKINDA LÍKI. TUTTUGU ÁRA AFMÆLIS SVEITARINNAR ER FAGNAÐ UM ÞESSAR MUNDIR OG Í TILEFNI ÞESS VERÐUR BOÐIÐ UPP Á HÁKLASSÍK Á SKÍRDAG Í MENNINGARHÚSINU HOFI OG PÖNK Á SUMARDAGINN FYRSTA! Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Aðventuveisla er á dagskrá Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands árlega. Kristján Jóhannsson og Sigríður Thorlacius sungu með SN á þeirri veislu árið 2011. Brynja Harðardóttir, framkvæmda- stjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar. Guðmundur Óli Gunnarsson hefur verið aðalstjórnandi SN frá upphafi. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands flutti í haust í Hofi tónlistina úr hin- um fræga ballett Hnotubrjótnum eftir Piotr Tsjaíkovksíj. Í þessu þekkta jólaævintýri tóku þátt 360 dansarar frá Point Danssúdíó.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.