Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.04.2014, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.04.2014, Blaðsíða 44
Fjármál heimilanna * Ísskápurinn og frystirinn sjúga stöðugt til sín dýra orku. Vitaskuld þarf að halda matnum köldum til að aftra skemmdum, en ef kælirinn er kaldari en hann þarf að vera er verið að eyða peningum til einskis og mögulega skemmir kuldinn matinn. Of heitur ísskápur verndar svo matinn ekki sem skyldi. Kjörhitastig kælis er milli 1,7 - 3,3°C, og frystis -18°C. Svo er rétt að troða ekki of miklu í kælinn svo að kalt loftið streymi vel um. Frystir- inn starfar hins vegar betur ef hann er troðfullur. Er kælirinn rétt stilltur? Júlía Margrét Einarsdóttir blaðamaður situr ekki auðum höndum. Hún er heimspeki- menntuð en er núna að klára mastersgráðu í ritlist, er að skrifa skáldsögu og er meðhöf- undur í ljóða og smásagnasafninu Flæðarmál sem kemur út í vor. Hvað eruð þið mörg í heimili? Ég og Gísli kærastinn minn erum svo heppin að fá að búa hjá kisunum sem eiga okkur, Jóni Stúarti ketti og Dúlsíneu von Selfoss. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Það eina sem þarf alltaf að vera til er kattamat- ur, annars er voðinn vís. Annars er eiginlega alltaf til allt sem ég finn í búðinni þann daginn og er með kaffibragði, og kaffi, skyr, tómatar, erfðabreytt epli sem eru svo rauð að þau líta út fyrir að vera geislavirk, og svo allskonar grænmeti því ég borða ekki vini mína. Hvað fer fjölskyldan með í mat og hreinlætisvörur á viku? Í byrjun mánaðarins erum við greifar og kaup- um allan mat og súkkulaði og bjór sem til er. Þá erum við að tala um tugi. Síðasta vika mán- aðarins er keyrð á klinki og jákvæðu hugarfari. En núna erum við bæði að klára nám svo þetta fer að breytast. Greifar í mánuð verður þá yf- irskrift lífs míns. Hvar kaupirðu helst inn? Ég kaupi helst bara inn í matinn, eitthvað gott til að eiga og narta í heimavið. Hvað freistar helst í matvörubúð- inni? Í matvörubúðinni freistar alltaf mest það sem er litríkt með skrýtnu og framandi bragði. Eitthvað sem ég hef aldrei séð áður. Svo finnst mér skemmtilegast í nammideildinni. Hvernig sparar þú í heimilishaldinu? Ég spara mjög lítið í heimilishaldinu, nema að því leyti að ég legg mig fram við að kaupa mér alltaf bara notuð föt. Það er gott fyrir um- hverfið. Hvað vantar helst á heimilið? Á heimilið vantar eiginlega bara húsgögn. Við búum fjögur í pínulítilli íbúð sem varla er hægt að hreyfa sig í. En bráðum verðum við rík og ætlum að flytja í stóra íbúð. Þá ætla ég á hús- gagnafyllirí og ranka ekki við mér fyrr en ég verð borin út úr Góða hirðinum. Skothelt sparnaðarráð? Ekki borða sushi í öll mál nema þú eigir pening fyrir því. Byrjaðu fyrr að drekka bjór á bör- unum svo þú náir Happy hour. Gefðu materí- alismanum fingurinn og njóttu náttúrunnar, hún er geðveik þegar maður kynnist henni. Greifar í byrjun mánaðarins Júlía Einarsdóttir segir það vera gott sparnaðar- ráð að kunna að njóta náttúrunnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg JÚLÍA MARGRÉT EINARSDÓTTIR Aurapúkinn hefur áður skrifað um hvað hann fer vel með hlutina sína. Föt Púkans endast t.d. í mjög lang- an tíma, en eru samt notuð oft og mikið. Kemur þetta m.a. til af því að Púkinn lærði að það margborgar sig að fjárfesta í nærbol og klæðast reglulega. Sama hvort púkinn fer í spari- skyrtuna, fínan póló-bol eða ein- faldlega í háskólatreyju þá klæðir hann sig fyrst í nærbolinn. Bolurinn heldur svita og óhrein- indum líkamans frá dýrari skyrt- unum, svo þær óhreinkast síður og fá ekki ljóta svitakrems-bletti í handarkrikana. Nýlega uppgötvaði Aurapúkinn Airism-nærbolina frá japanska fata- risanum Uniqlo og mælir með þeim. Þessir hræódýru bolir eru laufléttir og falla vel að líkamanum, gera sitt gagn við að halda skyrt- unni ferskri en innihalda líka efni sem halda líkamsdaun í skefjum. púkinn Aura- Nærbolurinn til bjargar U m síðustu helgi hófust sýningar vestanhafs á fjórðu þáttaröðinni í Game of Thrones. Áhorfendur sitja límdir við skjáinn heima og fylgjast með mannvígum, drekum, uppvakn- ingum og svo vitaskuld heilum her af bobb- ingum og vakta af mikilli athygli örlög og ófarir valdamikilla ættanna sem berjast um völdin í Westeros. Það sem fer framhjá mörgum eru þær verðmætu lexíur sem þættirnir geta kennt um heimilisfjármálin. Oft eru það rangar eða réttar áherslur í fjármálum sem stýra því hvernig fer fyrir söguhetjunum. Með allt á hreinu Fjármálavefurinn DailyFinance gerir þessu skil í nýlegri grein og beinir kastljósinu m.a. að hinum aldna og harðsvíraða Tywin, höfði Lannister-ættarinnar, sem nú hefur tekið völdin í höfuðborginni King‘s Landing. Allar ákvarðanir hans eru úthugsaðar og yfirveg- aðar, og Tywin veit vel að ef Lannister-ættin missir fótanna fjárhagslega þá verður hún ekki lengi við völd. Af Tywin má læra gildi þess að vita vel hver fjárhagsstaðan er á hverjum tíma, skilja hvert peningarnir fara og á hvaða braut heimilið er í fjármálum sínum. Pening- arnir eiga að vinna fyrir heimilið, en ekki öf- ugt. Dýrkeypt fyrirhyggjuleysi Í fyrstu þáttaröðinni kynntust áhorf- endur Robert Baratheon sem þá stýrði konungdæmunum sjö. Vandræðin í Westeros hófust þegar Robert hvarf yfir móðuna miklu eftir að hafa slas- ast illa við veiðar. Ef Robert hefði bara búið betur um hnútana í stað þess að eyða orku sinni allri í veiðar, konur og veislumat, þá hefði verið hægt að koma í veg fyrir heilmiklar þjáningar um gervallt konungsríkið. Mistök Roberts minna okkur á hversu ár- íðandi það er að ganga frá erfðamálum og tryggingum. Það ætti að vera forgangsatriði að fara vel yfir stöðu búsins og skoða hvern- ig tryggingamálin standa, og vita upp á hár hver staðan gæti orðið ef dauðsfall eða alvar- leg veikindi myndu setja strik í reikninginn. Myndu tryggingarnar duga til að halda heimilismeðlimum á floti? Er búið að gera ráðstafanir til að tryggja að allur arfur rati í réttar hendur og með lágmarks-skattbyrði? Hefur það verið rætt við ástvini hvað myndi bíða barnanna, eða hreinlega bara gæludýr- anna, ef foreldranna nyti ekki lengur við? Með augun á markmiðunum Svo má ekki gleyma að nefna hvíthærðu valdakonuna Daenerys Targaryen. Ekki allt sem hún hefur gert er til eftirbreytni. Senni- lega hafa bestu ákvarðanir hennar til þessa verið að losa sig við ófétið bróður sinn, sem notaði hana miskunnarlaust sjálfum sér til framdráttar og svo að koma drekaungunum þremur á legg. Khaleesi minnir okkur á mikilvægi þess að forðast fólk sem er dragbítur á frama okkar og drauma, og að stundum er besti leikurinn að skera á tengslin við fólk sem hefur ver- ið okkur náið. Hún minnir líka á mik- ilvægi þess að rækta styrkleika okkar og fórna ekki langtíma- hagsmunum fyrir skammtíma- hagsmuni. Einn daginn klekj- ast drekaeggin út og þá er eins gott að hafa ekki misst þau frá sér. PENINGAMÁLIN Í GAME OF THRONES Riddarar, drekar og heimilisfjármálin TIWYN LANNISTER MINNIR OKKUR Á MIKILVÆGI ÞESS AÐ HAFA GÓÐA YFIRSÝN, EN DAENERYS TARGARYEN KENNIR OKKUR AÐ FÓRNA EKKI LANGTÍMAHAGSMUNUM FYRIR SKAMMTÍMAÁVINNING. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Khaleesi, Tywin og Robert geta kennt okkur öllum dýr- mætar lexíur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.