Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.04.2014, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.04.2014, Blaðsíða 47
þeirra, um með viðkvæmustu sjóði landsmanna. Nýjasta skýrslan, um sparisjóðina og örlög þeirra og aðkomu stjórnvalda að þeim endalokum, virðist vera mikið verk og innihalda drjúgan fróðleik, en ekki er vinnandi vegur að leggja neinn dóm á hana á þessari stundu. Til þess þarf meiri tíma. Fjölmiðla- mönnum er vorkunn þegar slík skýrsla er birt, því á þeim hvílir sú krafa að koma helstu atriðum hennar á framfæri. Þegar um 2.000 síðna skýrslu er að tefla, er kosturinn einn og honum verður að kyngja. Frétta- menn og fréttaskýrendur eru fyrsta kastið nærri al- farið háðir heilindum skýrsluhöfunda og mati þeirra á því, hver séu aðalatriði málsins. Þykist fréttamaður hafa höndlað slíka skýrslu og vera fær um vitræna umræðu um hana fáeinum klukkutímum eftir að hann fær hana er hann að plata umbjóðendur sína og sjálf- an sig. Þess vegna er enginn annar kostur raunhæfur en sá að gefa nefndarmönnum algjörlega eftir sviðið í upphafi en kafa síðan, svo fljótt sem verða má, sjálf- stætt ofan í skýrslurnar og eftir atvikum með aðstoð óháðra kunnáttumanna. Þetta sást mjög vel þegar Rannsóknarskýrsla Al- þingis var kynnt. Áherslur fréttamanna 365 og frétta- manna „RÚV“ og umræðustjóra ríkisins voru ná- kvæmlega hinar sömu og ekki í neinum takti við kynningu formanns þeirrar nefndar og meðnefnd- armanna hans á blaðamannafundi um hana. En á hinn bóginn var útleggingin í mjög góðu samræmi við spuna launaðra vikapilta spunameistara „útrásarvík- inga“ sem síðar komst upp um. Þess vegna varð miklu minna gagn að Rannsóknarskýrslu Alþingis og þeirri vinnu sem í hana var lögð en ella og beinar rangfærslur um niðurstöður hennar hafa verið furðu lífseigar. Sú skoðun að fréttamenn og fréttaskýrendur hljóti að gefa rannsóknarmönnum eftir sviðið allra fyrsta kastið er ekki gagnrýni á fjölmiðlamenn eða getu þeirra í starfi. Hún leiðir af eðli málsins. Látalætin gagnast engum Nýjasta rannsóknarskýrslan er gott dæmi. Hún er 2.000 síður. Hún er kynnt á blaðamannafundi kl. 14 á fimmtudag. Þeir sem ætla að sjá um að koma henni á framfæri við almenning hljóta að vera viðstaddir all- an þann fund. Þeir eru því ekki komnir á sinn vinnu- stað fyrr en síðdegis, svo tekið sé dæmi af fréttaskýr- endum Kastljóss. Þá er stundarkorn þar til fréttamenn þurfa að vera komnir í útsendingarstofu. Sá skammi tími er ekki einu sinni allur á lausu í und- irbúning. En í Kastljósi létu þrír fréttamenn eins og þeir væru færir um að taka þátt í umræðum um síð- urnar 2.000 og standa jafnfætis viðmælendunum. Það kom auðvitað í ljós að þeir voru alls ófærir um það og er það ekki áfellisdómur um þá. Það hefðu allir ut- anaðkomandi verið. Hins vegar má gagnrýna þá fyrir að virða ekki þá staðreynd. En hver er svo uppskeran? Fróðlegt væri að reyna að draga upp mynd af því, hvort allar þessar rannsóknir, sem nú hafa verið gerðar, geri yfirvöld, stjórnmálaleg sem önnur, fær- ari en áður til að tryggja, en þó fremur til að leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir svipaða atburði og urðu haustið 2008. Það er ekki margt sem bendir til þess. En ekki er það þó útilokað. Þannig er fjarri að framganga Fjármálaeftirlitsins hafi verið mjög trúverðug upp á síðkastið og mætti nefna þar um mörg dæmi og sum nýleg. Vissulega hefur skrif- finnum verið fjölgað þar mikið og er fjöldinn í öfugu hlutfalli við núverandi stærð og umsvif bankanna. Bankaleynd, sem svo er kölluð, er síst minni nú en hún var fyrir fall þeirra stofnana. Slík leynd er að nokkru eðlileg vegna eðlis bankastarfsemi og hags- muna almennra viðskiptavina bankanna. En banka- leynd var misnotuð fyrir hrunið sem varð. Í skjóli hennar fóru fram gjörningar sem ýktu skaðann og voru beinlínis á svig við lög. Þeir sem bera fyrir sig bankaleynd verða því að þekkja sín takmörk. Það er vissulega ljóst, að ekki hefði orðið banka- hrun á Íslandi á þeim tíma sem það varð, ef ekki hefði skollið á bankakreppa á heimsvísu árið 2008. Aðdrag- andi þeirrar alheimskreppu gaf íslenskum banka- ofurhugum færi á að belgja sig og sínar stofnanir út undrahratt. Þeir notuðu ekki aðeins þá stöðu út í æs- ar heldur sannfærðu sjálfa sig í leiðinni um það að skammtímalegur ofsagróði væri kominn til vegna sérstakrar snilldar þeirra sjálfra og gott ef hún átti ekki að vera séríslenskt fyrirbæri líka. Stærstu seðlabankar veraldar báru ábyrgð á því að lánsfé var á útsölu hvar sem við var litið. Slíkum fjár- munum þurfti að koma í „vinnu“. Þar sem íslenska rík- ið hafði verið rekið af mikilli forsjálni síðustu 10 árin áður en þessi umskipti urðu var lánshæfi Íslands, sem ríkis, talið vera svipað eða sama og lánshæfi Þýska- lands og Bandaríkjanna. Bankarnir flutu nær skoð- unarlaust með í slíku mati, því talið var að Ísland myndi „bjarga“ banka sem lenti í vandræðum. Þess vegna stóðu þeim allar fjármagnsgáttir galopnar, því miður. Ekkert ríki í veröldinni getur bjargað sínum bönkum fari þeir á hliðina allir í einu. Þess vegna m.a. voru fjölmargir bankar „látnir“ fara á hausinn og ekki alltaf notaðar vísindalegar forsendur til að ákveða hverjir fengju að lifa og hverjir deyja. Meginreglan er sú að seðlabankar mega ekki bjarga bönkum sem eru í raun gjaldþrota. Standi vilji til þess, engu að síður, verður miðstjórnarvald ríkis- ins að ráða ferðinni. Á daginn kom að of lítið hafði verið að marka end- urskoðaða reikninga íslensku bankanna síðustu miss- erin fyrir hrun. Eftirlitsaðilinn, Fjármálaeftirlitið, samkvæmt íslenskum lögum, hlaut því að verulegu leyti að byggja aðhald sitt og eftirlit með bönkunum á því, að endurskoðaðir og áritaðir reikningar fengju staðist. Því fór því miður fjarri. Sá mikilvægi þáttur hefur sloppið léttar en margir aðrir í rannsóknarvertíðinni miklu á Íslandi. Morgunblaðið/Kristinn * Það vekur sérstaka eftirtekt aðuppslátturinn sem varð og um-ræðuferlið sem fram fór, þegar eftir birtingu skýrslunnar, í fjölmiðlum 365 auðvitað, en ekki síður í Rík- isútvarpinu, „stofnun í þjóðarþágu“, var algjörlega í takt við spuna spunameistaranna, sem fyrr er getið. 13.4. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.